Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jón Stefánsson, Skjaldbreiður 1937, olía á léreft, 91x125 sm. Jóhannes Kjarval, FráÞingvöllum, 1932, olíaáléreft, 110x146,5 sm. Ásgrímur Jónsson, Þingvellir 1903-5, olía á léreft 43x66 sm. MYIVDLIST Listasafn íslands MÁLVERK ÁSGRÍMUR JÓNSSON JÓN STEFÁNSSON JÓHANNESKJARVAL Opið alla daga frá kl. 12-17. Lokað mánudaga. Til 14. maí. Aðgangur 400 krónur. MIKIÐ undur og ómæld gæfa að helgasti staður þjóðarinnar skuli jafnframt vera einn sá myndræn- asti, búa einnig yfir einhverri upp- hafinni óskýrðri sjónrænni fegurð. Mögnum sem hafa hrifið Islendinga frá því sögur hófust og láta enn í dag engan þjóðhollan mann ósnort- inn er þangað kemur. Og hvers orð- stír hefur náð vítt um heimsbyggð- ina fyrir fyrsta þjóðarþing nor- rænna manna, jafnframt eitt hið elsta í heiminum, kristintöku og sameiningartákn. Það var einneigin eðlilegasta mál, að fyrstu íslenzku málararnir skyldu sækja sér mynd- efni þangað á tímum vaknandi þjóð- ernisvitundar og enn frekar er full- veldi var náð og lýðveldisstofnun í sjónmáli. Málararnir voru hér óaf- vitandi að styrkja sjálfsvitund þjóð- arinnar og þáttur myndlistar og sjónmennta yfirhöfuð stórum meiri og heilladrýgri en margur gerir sér grein fyrir. Menn reyni einungis að hugsa sér Island, án Ásgríms Jóns- sonar, Jóns Stefánssonar og Jó- hannesar Kjarvals. Þremenningam- ir og raunar einnig sporgöngumenn þeirra vom hér að sinna viðlíka fé- lagslegu hlutverki og sameinað hafa þjóðflokka og þjóðir frá upphafi vega og sér stað enn í dag og er í kjarna sínum hluti af náttúmsköp- unum allt um kring. Vísir að stig- magnandi þróunarferli í grómögn- um jarðar og dýraríkinu, í handa- þrykkjum og rissum á heliisveggi er vora fyrstu merki um sjáifsvitund og félagslyndi, skilaboð frá hinum fyrsta manni um tilvist sína, - hér er ég-. Á liðinni öld finnum við í Banda- ríkjunum nærtækasta dæmi þess hvemig stórveldi rís og styrkir burðarstoðir sínar með fulltigi sjónl- ista og tryggir mátt sinn með því að færa út menningarlega landhelgi sína, jafnframt verja hana gráir fýr- ir járnum að segja má. I Evrópu voru Frakkar lengstum í farar- broddi, en nú hafa aðrar þjóðir skilið sinn vitjunartíma í nútímanum ekki síst Þjóðverjar og Englendingar, í raun fleiri eins og víða má sjá merki á síðustu áratugum. Það var margt fleira að gerast í list Evrópu á náms- árum þremenninganna ytra en markast af landslagsmálverkinu, en sem myndefni var fátt nærtækara í heimalandinu og svo skal einnig litið til þess, að landslagsmálverkið í seinni hreinustu mynd var tiltölu- lega ungt viðfangsefni í myndlistinni og hvergi nærri þurrausið. Hér vora þremenningarnir að auk landnáms- menn, því þeir vora ekki að rissa upp heimildir um land og þjóð líkt og erlendir myndlistarmenn höfðu gert áður, heldur miðla háleitum sannindum um eðli æðra handverks, sjálfu listhugtakinu eins og það var formað á dögum endurfæðingarinn- ar og þannig séð ígildi vísinda. Sýnu merkilegast er þó, að þeir töldu hlutverk sitt ekki að þjóna heldur miðla, vora einskis manns þý í út- landinu, heldur mótuðu listheim sinn samkvæmt menntun sinni og upplagi, hver á sinn hátt. Vora undir sterkum áhrifum frá evrópskum listhefðum og þá helst úr núliðinni tíð, rótfestu þær viðteknu stað- reyndir sem var stórum farsælla en ef þeir hefðu gleypt við því nýjasta, héðan og þaðan úr samtímanum - „að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja". í þá vera mótuðu þeir og styrktu grann íslenzkrar málara- listar og skópu vísi að meira svig- rúmi til sjálfstæðra vinnubragða í samræmi við allt annan þjóðfélags- grann en á meginlandinu. Á íslandi gengu tvær heimsstyrjaldir og ólýs- anlegar hörmungar blessunarlega hjá garði og engin ástæða til að draga dám af þeirri rústun menn- ingarverðmæta og mótun nýrra gilda er í kjölfarið fylgdu. Mun frek- ar að þjóðin rétti við í fyrri hildar- leiknum og varð forrrík í hinum seinni, því var engin ástæða til að draga dám af fram dada né surreal- isma sem vora skilgetin afkvæmi hörmunganna, en hér höfðum við hins vegar yfrið nóg af þjóðsögum og ófreskum öflum, umfram allt eitt stórbrotnasta landslag veraldar ásamt veðra- og birtumögnum sem eiga sér naumast hliðstæðu. Hvað sem menn segja um alþjóða- hyggju, verður ekki fram hjá því lit- ið að fyrrnefndar forystuþjóðir sem era jafnframt iðnastar að prédika hana, rembast allar eins og ijúpa við staur við að varðveita sín eigin þjóð- ar- og menningareinkenni og helst valta yfir önnur. En á tímum er allt er að verða einsleitt og menn hafa haft hausavíxl á almennum hugtök- um eins og til að mynda framleikan- um, hefur það skeð að almenningur í þessum löndum leitar sem aldrei fyrr að einhverju sem er öðravísi, jafnt í þjóðlífi, menningu sem lands- lagi. Ándstæða útjöfnunar sækir þannig í sig veðrið á hverju byggðu bóli og því verður hið sértæka stöð- ug dýrmætara og mikilvægara. Margt undarlegt hefur komið í ljós á síðustu tímum og meðal þess er að tíminn hefur unnið með for- tíðinni og fyrri gildum, hlutvakta málverkið hefur verið dregið fram sem eitt þýðingarmesta tækið til skilgreiningar á lögmálum ljóssins og skynræn litafræði Goethes hefur gengið í endurnýjaða lífdaga, nú sem blákaldar vísindalegar stað- reyndir jafn mikilvægar og kenning- ar Newtons. List Ásgrims, Jóns og Kjarvals gekk í gegnum ákveðið breytingar- skeið eftir heimkomuna og sú þróun varð til fyrir áhrif frá landslaginu og birtumögnum þess, að sögunni óg- leymdri, en sótti minna til útlands- ins. Að því leyti mótuðu þeir allir sinn eigin sjálfstæða stíl sém er ómetanlegt framlag þeirra til ís- lenzkrar þjóðmenningar. Stflbrögð þeirra svo ólík sem þau era marka sígilda módernismann í seinni tíma skilgreiningu og að auk lifðu þeir langt fram eftir öldinni, hinn síðasti þeirra lést 1972. Að því leyti teljast þeir allir til samtíðarlistamanna samkvæmt þeirri skilgreiningu, að það sé öll framsækin list eftir seinni heimsstyrjöldina. Hins vegar gerir það þeim ekki gott og er að auk háskalegur misskilningur að nefna þá, gamla meistara, því hugtakið skilgreinir myndlistarmenn er lifðu frá fimmtándu til átjándu aldar og er hér tilbúningur hérlendra kaupa- héðna. Gæfa íslenzkrar málaralistar er að við eignuðumst þrjá stóra og gjörólíka brautryðjendur, Ásgrímur telst ljósameistarinn, Jón bygging- armeistarin, Kjarval artistinn, fjöl- listamaðurinn, trúbadúrinn. Tími kominn til að skipa þeim sess með módernistum við hlið Svavars, Þorvaldar, Nínu Snorra Arinbjarnar, Louisu o.fl. Útilokun hins hlutvakta telst í dag einungis stundarfyrirbæri á tímum ein- strenginslegra viðhorfa sem tíminn hefur valtað yfir líkt og einræðið í austri. Nafnkenndastur listsögu- fræðingur síðustu aldar, hinn níræði Ernst Gombrieh, sem vill ekki leng- ur tala um myndlist, lét þó hafa eftir sér í viðtali; langi þig til að mála blóm, - málaðu blóm. Hér verða yngri kynslóðir að vera snöggar að endurmeta fortíðina líkt og hvar- vetna er að gerast ytra til að vera með á nótunum, hinum einu og sönnu nótum að það er sjálft lífið allt um kring sem gildir, síður vitsmuna- legar, tímalegar og fallvaltar kenn- ingar sem unnið hafa mörg hermd- arverkin á umliðnum árum. Þetta hugnaðist mér að kæmi fram en les væntanlega í málverk hvers fyrir sig á sýningartímabil- inu... Bragi Ásgeirsson Leikrit í leikriti á Reyðar- firði Reyðarfirði. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Reyðarfjarðar sýnir nú leikritið Á sviði (Hið fúla fólsku- morð) eftir Rick Abbot íþýðingu Guðjóns Ólafssonar. Þrír leikstjór- ar hafa haldið um stjórnartaumana í þessari sýningu: Finnur M. Gunn- laugsson, Óttar Guðmundsson og Ingunn Indriðadóttir. Sagt er frá uppfærslu áhugamannahóps á leikriti eftir frú eina f bæjarfélag- inu. Ekki er allt sem sýnist þegar æfingar hefjast. Leikverkið er gam- anleikrit í þremur þáttum og eru leikarar 10 talsins en að sýningunni koma 25 manns. Sýningar eru í Félagslundi. tír leikritinu Á sviði í uppsetningu Leikfélags Reyðarfjarðar. Morgunblaðið/Hallfríður Frum- samið efni á Múlanum Á NÆSTU tónleikum Múlans á Sólon Islandus, koma fram Kjartan Valdemarsson píanó- leikari, Hilmar Jensson gítar- leikari, Pétur Grétarsson slag- verksleikari og Tena Palmer sem leikur á eigin rödd. Tón- leikarnir verða í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 21. Hópurinn lék í fyrra dagskrá sem samanstóð af íslenskum og kanadískum Ijóðum í bland við djass en núna era þau á ferð með frumsamið efni og impróv- iseraða tónlist eftir sig sjálf. Tónlistin er blanda úr rafræn- um (elektrónískum) og „akúst- ískum“ tónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.