Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ungverjaland y / FiNN- LAND EISTLAND, LETTLAND' *. DANMÖRK PÓLLAND V belgía land LÚX'--; 1ÉKK~SLÓVAKIa M^ UNGVL / FRAKK- LAND RÚMENÍA '"7 BÚLGARtAT y' Stærri ríki □ Pólland Smærri ríki ~1 Búlgaría Eistland Lettland Litháen Kýpur Malta □ Tyrkland Rúmenía Slóvakía Slóvenía Tékkland að sækja um inngöngu í ESB Riki sem eru ESB Stærn ríki — Bretland Frakkland (talía Spánn _l Þýskaland Smærri ríki — Austurríki Belgía Danmörk Grikkland Finnlans Holland frland Lúxemborg Portúgal Svíþjóð KLAND KÝPUR MALTA Staða smærri ríkj a innan Evrópusambandsins er góð Starfshættir smáríkja innan Evrópusam- bandsins er efni doktorsritgerðar Baldurs Þórhallssonar, lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. Hildur Einarsdóttir ______spjallaði við Baldur sem segir__ niðurstöður sínar benda til þess að smáum ríkjum gangi vel að ná fram hagsmunum sínum innan Evrópusambandsins. Fjöldi smárra ríkja hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og stóru ríkin hafa áhyggjur af því að smærri ríkin verði ráðandi í sambandinu. aldur segir að áhugi sinn á stöðu smærri ríkja inn- an Evrópusambandsins hafí vaknað þegar hann var í meistaranámi í Bretlandi á árunum 1992-1993. Þá voru EFTA ríkin, Austuríki, Noregur, Svíþjóð og Finnland að sækja um aðild að Evrópusambandinu og samninga- viðræður við þau að hefjast. ,Á þessum tíma var meðal ann- ars rætt um hvaða áhrif þessi smærri ríki gætu haft innan Evrópusambandsins. Það var líka ljóst að ríki Suður- og Austur- Evrópu ætluðu að sækja um aðild að sambandinu," segir Baldur. „Þessi ríki eru smá nema Pólland. Sú spurning var því líka áleitin hvort fjöldi smárra ríkja og starfs- hættir þeirra gætu haft afgerandi áhrif á þróun sambandsins.11 Baldur lauk við doktorsritgerð sína á síðastliðnu ári við stjórn- málafræðideild háskólans í Essex í Bretlandi. Ritgerðin verður gefin út hjá Ashgate útgáfufyrirtækinu þar í landi í júlí næstkomandi. „Ég kynnti mér starfshætti ríkj- anna einkum í tveimur málaflokk- um í iandbúnaðarmálum (Common Agricultural Policy- CAP) og í byggðamálum (Regional Policy),“ heldur Baldur áfram máli sínu. „Ég bar saman starfshæþti smárra ríkja, Luxemborgar, ír- lands, Danmerkur, Belgíu, Portúg- al, Grikklands og Niðurlandanna við hegðun stærri ríkjanna Spánar, Ítalíu, Bretlands, Frakklands og Þýskalands á árunum 1986- 1994. Skilin milli þessara smærri og stærri ríkja eru skýr hvað varðar íbúafjölda, þjóðhagsframleiðslu, stærð lands og stjórnsýslu. Til að kynna mér efnið nánar tók ég viðtöl við fjörutíu og sjö fulltrúa smærri og stærri ríkja í sendi- nefndum ríkjanna hjá Évrópusam- bandinu og starfsmenn í fram- kvæmdastjórninni og ráðherraráð- inu. Sérhæfingin skiptir miklu máli Ég byggi ritgerðina á kenning- um Peter Katzensteins sem heldur því fram að sérhæfing smærri ríkj- anna á atvinnusviðinu og samráðs- kerfi (corporatism) þeirra skýri hegðun þeirra á alþjóðavettvangi. í ritgerð minni tek ég inn þriðju breytuna sem er stærð og einkenni stjórnsýslu og varpa fram spurn- ingum eins og hvaða áhrif hefur smæð stjórnsýslu á starfsemi smærri ríkjanna innan Evrópu- sambandsins? Katzenstein hefur að mínu mati rétt fyrir sér þegar hann talar um að sérhæfingin skipti miklu máli þegar skýra á hegðun ríkja á al- þjóðavettvangi. Samráðskerfi smærri ríkja skýrir hins vegar ekki annars konar hegðun þeirra innan Evrópusambandsins. Ég er ekki sammála honum þegar hann heldur því fram að samráðskerfið milli hagsmunaaðila og ríkisstjórn- ar heima fyrir sé miklu meira hjá smærri ríkjúnum en þeim stærri. Einstakir hópar í stærri ríkjunum eins og bændur hafa mjög mikið samráð við stjórnvöld ekkert síður en bændur í smærri ríkjunum.11 Baldur útskýrir hvernig sérhæf- ing smærri ríkjanna gerir þeim kleift að starfa á árangursríkan hátt innan Evrópusambandsins. „Smærri ríkin hafa yfirleitt lykil- hagsmuna að gæta í aðeins tveim eða þremur málaflokkum og það er mismunandi eftir ríkjum hverjir þeir eru. Innan þessara málaflokka á sér síðan stað forgangsröðun á afmörkuð málefni. Smærri ríkin sérhæfa sig í ákveðnum fram- leiðslugreinum og þannig ná þau að keppa á alþjóðavettvangi. Ef við tökum Dani sem dæmi þá hafa þeir í landbúnaðarstefnu sambandsins langmestra hagsmuna að gæta hvað varðar tvær framleiðslugrein- ar sem eru svínakjötsframleiðsla og mjólkurframleiðsla. Þessar tvær greinar eru um fimmtíu og fimm prósent af landbúnaðarframleiðslu þeirra. Hagsmunir stærri og smærri ríkjanna mjög ólíkir Landbúnaðarmálin eru langviða- mest innan sambandsins og þar er að finna tuttugu og þrjár fram- leiðslugreinar. Smærri ríkin hafa engra hagsmuna að gæta innan sjö til ellefu framleiðslugreina en stærri ríkin hafa hagsmuna að gæta innan nær allra þeirra. Ef við skoðum byggðamálin þá hafa til dæmis írar, Portúgalar og Grikkir nær eingöngu hagsmuna að gæta innan markmiðsáætlunar eitt innan byggðarstefnunnar. Hagsmunir stærri ríkjanna eru hins vegar dreifðir á milli markmiðsáætlana eitt til fimm. Þessi sérhæfing smærri ríkjanna hefur heilmikið að segja um það hvernig þau haga sér innan sambandsins. Stærri ríkin þurfa að sinna nær öllum málefn- um innan sambandsins en smærri ríkin geta einbeitt sér að fáum af- mörkuðum málefnum. Innan þeirra á sér svo stað forgangsröðun á af- mörkuðum málefnum. Mismunandi samningatækni eftir mikilvægi málefnanna Þegar ákvörðunartökuferlið í landbúnaðar - og byggðamálum í Evrópusambandinu er skoðað þá beita smærri ríkin tvenns konar aðferðum við ákvörðunartöku. í málum sem þau hafa mikilla hags- muna að gæta eru smærri ríkin ósveigjanleg og nota mjög harða samningatækni og krefjast þess að fá öllum kröfum sínum framgengt. I öðrum málum innan landbúnað- arstefnunnar og byggðarstefnunn- ar eru ríkin mjög sveigjanleg og tilbúnari að semja vegna þess að þau hafa þar engra beinna hags- muna að gæta. Samningatækni stóru ríkjanna er hins vegar ósveigjanleg í öllum málum. Jafn- vel í málum þar sem þau hafa ekki beinna hagsmuna að gæta. Þannig draga stærri ríkin úr getu annara landa til að ná fram hagsmunum sínum. Skýringin á þessu er sú að stærri ríkin þurfa að gæta að því að takmarka útgöld til Evrópu- sambandsins vegna þess að það eru þau sem halda Evrópusam- bandinu uppi fjárhagslega. Fjölmennustu ríkin ósveigjan- leg í nær öllum málum Tökum dæmi af Bretum. Þegar ég gerði þessa rannsókn á árunum 1994-1995 voru þrír hagfræðingar í fullri vinnu í breska landbúnaðar- ráðuneytinu að reikna út kostnað við ólífurækt í ríkjum Suður- Evrópu þótt Bretar komi hvergi nærri slíkri framleiðslu sjálfir. Þegar framkvæmdastjórnin kom með tillögu um útgjöld til ólífu- ræktar komu Bretar með gagntil- lögur sem miðuðu að því að draga úr kostnaði við ólífurækt í þessum ríkjunum. Ég fann engin dæmi um það að smærri ríkin höguðu sér á þennan hátt. Astæðan fyrir því að smærri rík- in starfa ekki svona er fyrst og fremst sú að þau hafa ekki stjórnsýslulega getu til þess. Stjórnsýsla þeirra er svo lítil að þau verða að forgangsraða í þeim málaflokkum sem þeirra beinu hagsmunir liggja til að ná fram málum sínum. Þannig að mestur kraftur dönsku stjórnsýslunnar innan landbúnaðargeirans fer í að ná fram hagstæðum samningum í mjólkur- og svínakjötsframleiðslu svo dæmi sé tekið. Starfsmenn sendinefnda smærri ríkja mæta á alla fundi en stundum án þess að reyna að hafa nokkur áhrif. Starfsmenn stóru ríkjanna eru alltaf undirbúnir og koma inn á fundina til að hafa áhrif.11 Vilja halda í núverandi skipulag Eru dæmi um það að smærri ríkin myndi blokk innan Evrópu- sambandsins og vinni saman að framgangi ákveðinna mála? „Ég fann fá dæmi um slíkt innan þeirra málaflokka sem ég kannaði. Ástæðan fyrir því að smærri ríkin vinna ekki meira saman er sú að þau hafa mjög ólíkra hagsmuna að gæta. Það skiptir til dæmis öllu fyrir Luxemburg að ekki verði komið á samræmdum fjármagn- stekjuskatti innan Evrópusamban- dsins og að landið fái að halda ’bankakerfi sínu óbreyttu. Helstu hagsmunamál Portúgals og Grikk- lands tengjast hins vegar afmörk- uðum þáttum byggðastefnunnar og ákveðnum framleiðslugreinum inn- an landbúnaðarstefnunnar. Það er í raun aðeins á tveimur sviðum sem smærri ríkin hafa sameiginlegra hagsmuni að gæta og það er að vinna að því að stofn- anauppbygging og ákvörðunar- tökuferli Evrópusambandsins sé þeim hagstætt. Með öðrum orðum þá skiptir það smærri ríkin miklu að halda í það skipulag sem er ríkj- andi nú innan Evrópusambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.