Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Veidimemi æfir- Þeir hafa bara ekkert breyst í þúsund ár, Hyrna mín. Þeir hata enn allt sem norskt er. Morgunblaðið/Sverrir Blóm undan snjónum NU þegar snjóskaflarnir, sem hafa víða verið stórir og þaulsætnir í vetur, eru loks að bráðna kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Eitt af því ánægjulegasta sem kemur und- an snjónum eru litiu laukarnir, sem þrátt fyrir erfiða tíð eru sumstaðar famir að gægjast upp úr moldinni milli síðustu snjóleifanna. Fyrstu laukarnir sem koma upp og blómstra eru smálaukar, til dæmis krókusar og vetrargosar, í kjölfarið koma svo páskaliljur og hvítasunnuliljur og siðan túlípanar. Sérstaklega mjúk og vel bólstruð dýna með 544 gormum í Full XL staerð og 608 gormar í Queen stærð. Góð kantstyrking, Vandaður gegnheill trérammi með sérstakri styrkingu á álagsflötum [ neðri dýnu. Serenade Full XL 135 x 203cm Queen 153 x 203cm kr. 61.900 kr. 67.200 Járngafl kr. 24.700 Vel bólstruð millistff dýna meö 544 gormum í Full XL stærð og 608 gormar I Queen stærð. Góð kantstyrking, Vandaður gegnheill trérammi með sérstakri styrkingu á álagsflötum í neðri dýnu. Queen 153 x Öll verð með undirstöðum Full XL 135x20 Full 135 x 190cm Twin 97 x 190cm Mexigafl kr. 22.800* *Verð á gaftl I Full stærð SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 6011 Nýr umsjónarmaður félagsstarfs Góður andi á Hrafnistu Böðvar Magnússon FYRIR réttum mán- uði tók til starfa á Hrafnistu í Hafnar- firði nýr umsjónarmaður með félagsstarfi þar. Hann heitir Böðvar Magnússon og var áður útibússtjóri hjá Búnaðarbankanum. Hann var spurður hvemig nýja starfið legðist í hann? „Ég var komin á eftir- laun hjá Búnaðarbankan- um eftir rösklega 41 árs starf og er rétt sextugur að aldri, mér fannst því tilvalið að taka að mér þetta starf hjá Hrafnistu eftir að það var auglýst og mér stóð það til boða. Pað leggst vel í mig að starfa hér, mjög vel.“ -1 hverju felst starfíð? „Það felst í því að sjá til þess að íbúar hér á Hrafn- istu hafi eitthvað íýrir stafni í tómstundum sínum. En það eru margir aðrir að vinna að þessum málum hér, bæði eru handavinnuk- ennarar, íþróttakennari og sjúkra- þjálfarar sem sinna tómstunda- 818141 fólksins hér. Ég fylli svo upp í með harmónikuspili og söng, sögulestri og ýmsu öðru, svo sem bingóspili, pílukasti og yfirleitt öllu því sem okkur dettur í hug að iramkvæma saman, mér og heimil- isfólkinu. Einnig sé ég um að taka á móti gestum sem vilja koma og skemmta okkur hér. Það er óskap- lega vel þegið að fá slíka gesti og mjög ánægjulegt hvað margir bjóða sig fram. Það eru til dæmis Lions-klúbbar, Kiwanisfélög, kór- ar og söngvarar. Fólk sem er í tónl- istamámi kemur gjaman hingað og æfir sig fyrir stærri tónleika, nemendatónleikar eru algengir hér, enda er aðstaða hér góð til að taka móti slíkum uppákomum. Síð- ast en ekki síst dönsum við hér á Hrafnistu í Hafnarfirði. Dans er mjög vinsælt tómstundagaman og iðkun hans helst að nokkru leyti í hendur við söng vinsælla gamalla dægurlaga og ættjarðarsöngva, en fólkið hér er mjög söngvið. Ég spila stundum á sjúkradeildunum fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ein- hvers konar heilaskaða, það er ánægjulegt að sjá hvað tónlistin nær til þessa fólks, sumt af því sem ekki getur talað getur sungið texta.“ - Er þessi starfsvettvangur mjög ólíkur þeim sem þú áður vandist? „Ekki endilega svo óskaplega ólíkur, í báðum þessum störfum er ég að taka þátt í lífsgæðakapp- hlaupi - bara í sitthvorri merking- unni. í bankastörfunum eru við- skiptavinimir að keppa í hinu hefðbundna lífsgæðakapphlaupi sem felst í því að eignast sem mest af veraldlegum auði, en hér felst lífsgæðakapphlaupið í því að njóta líðandi stunda með þeim giidum sem búa í okkur sjálftun." - Þú spilar á harmóniku. Hefur þú unnið við slíkt? „Já, ég hef mikið spilað á dans- leikjum og við ýmis tækifæri, bæði í heimahúsum og ann- ars staðar. Ennþá er starfandi dúettinn Harmslag sem ég er í ásamt Kristínu Þor- steinsdóttur sem spilar á kongas-trommur. Við Kristín erum búin að spila saman í nokkur ár. Svo spil- um við tvö saman í danshljómsveit, ég og söngkonan Ragnheiður Hauksdóttir. Þá er ég mjög virkur í Harmónikufélagi Reykjavíkur. Þar spila ég alltaf í fimmtán manna harmónikuhljómsveit sem heldur dansleiki tvisvar í mánuði þar sem áður var Glæsibær og hjá okkur er ► Böðvar Magnússon fæddist 9. mars 1940 í Miðdal í Laugardal. Hann tók gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og hóf fljótlega eftir það störf hjá Búnaðarbankanum, það var árið 1959. Hann starfaði í Búnað- arbankanum í rösklega 41 ár eða þar til um síðustu mánaðamót. Frá 1982 var hann útibússljóri í Háaleitisútibúi, Austurbæjar- útibúi og síðast í Miðbæjarútibúi. Böðvar er kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur myndhöggvara og eiga þau tvö uppkomin börn. alltaf húsfyllir.“ - Hvað fínnst þér að megi betur fara í sambandi við félagsstarf aldraðra á Islandi eftir lausleg múnaðarkynni afþví starfí? „Aðalatriði í félagsstarfi aldr- aðra er að virkja einstaklinginn og aðá boðstólum sé sem mest af því efni sem fær hann til að leggja sitt af mörkum. Félagsstarfið þarf að vera bæði hópverkefni fyrir stóran hóp og einnig minni verkefni fyrir fáa, svo sem ljóðalestur eða um- ræða um afmörkuð máleíni eða sérsvið sem fáir taka þátt í og þátt- takendur verða þess vegna að vera virkari í. Umræðan verður skilvirkari ef fáir taka þátt í henni.“ - Er það þitt hlutverk sem um- sjónarmaður félagsstarfs á Hrafn- istu í Hafnarfírði að fara með heim- ilisfólk íferðalög? „Já, það er alltaf farin ein stór ferð á hverju sumri og ég var svo heppinn að ég fór í þessa ferð síð- ast liðið sumar. Síðan er farið í stuttar ferðir, svo sem til að skoða Bláa lónið og fyrirhuguð er leik- húsferð. Við ætlum að sjá Land- krabbann eftir Ragnar Amalds, ég er búinn að sjá það leikrit og fannst skemmtilegt og veit að það höfðar mjög vel til þessa hóps. Við erum búin að fara í bíó og sjá Engla al- heimsins og Úngfrúin góða og hús- ið, það voru mjög vel lukkaðar ferðir. Þá tókum við þátt í degi aldraðra sem var sl. öskudag í íþróttahúsinu í Breiðholti. Þar komu margir hópar saman og sýndu skemmtiatriði. Átján manna hópur frá Hrafnistu tók þátt í hringdansi sem allir þátttakendur á mótinu voru búnir að æfa heima og sýndu svo sameiginlega undir stjóm Kotfinnu Sigurð- ardóttur. Þegar fer að vora þá fömm við að fara í göngu- ferðir um nágrennið og síðan sitj- um við gjaman hér úti í sólhominu okkar og syngjum og jafnvel grill- um. Það er góður andi á Hrafnistu og starfsfólkið hér er mjög sam- hent um að gera líðandi stund ánægjulega fyrir heimilisfólkið." í báðum störf- um er lífs- gæðakapp- hlaupið - á ólíkan hátt þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.