Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt listahorn í Gullsmára LISTAHORNIÐ í Gullsmára heitir listahom sem formlega verður opnað í Félagsheimili Gullsmára, Gullsmára 3 í Kópa- vogi, á morgun, mánudag, kl. 14. Birna Matthíasdóttir listmeðferð- arfræðingur ríður á vaðið og opnar sýningu á nokkrum mynda sinna og mun sýningin standa til 7. apríl. Þann dag mun hún flytja fyrirlest- ur um starf sitt meðal eldra fólks. Listahominu er ætlað það hlut- verk að vera vettvangur fyrir þá sem vinna að listsköpun og ekki gefst kostur á að sýna verk sín á listasöfnum, t.d. grunnskóla- og myndlistarnemum og eldra fólki og öllum almenningi. Að sýningu Bimu lokinni tekur við sýning grunnskólanema, en hverri sýningu er ætlað að standa í einaviku. Verk eftir Koggu skreyta verslunarglugga Linsunnar. S Islensk list í Linsunni í LJÓSI þess að Reykjavík er ein af menningarborgum á þessu ári hef- ur Linsan gengið til samstarfs við listafólk úr ýmsum greinum og munu verk ýmissa listamanna prýða glugga verslunarinnar á þessu ári. Fyrsta listakonan sem þar sýnir er Kogga og skreyta munir hennar verslunarglugga Linsunnar í Aðalstræti 9 og á Laugavegi 8. Listafólkið sem kemur til með að sýna í Linsunni næstu mánuði er m.a. Inga Elín, Þóra Sigurþórsdótt- ir, Ragnheiður Ágústsdóttir og nú í apríl munu listakonur úr Kirsuberj- artrénu sýna ýmiss konar hand- verk, segir í fréttatilkynningu. GLÆSIVERK TIL SÖLU eftir Gunnlaug Blöndal Einnig verk eftir: ► Kjarval ► Ásgrím Jónsson ► Þorvald Skúlason ► Svavar Guðnason ► Hafstein Austmann ► Valgarð Gunnarsson ► Sigurbjörn Jónsson Erum að leita eftir verkum gömlu meistararma SMIÐJAN Innrömmun - Art Gallerý Ármúla 36, sími 568 3890. Opið í dag, sunnudag, kl. 14-17 Hágæða innrömmun Morgunblaðið/Silli Leikurum var vel fagnað að lokinni frumsýningu, J msmm \B ^r::. wm . Fullsetið á frumsýningu Húsvík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýndi á dögunum leikritið L tpspuni frá rótum. Þetta er annað verkefnið sem félagið sýnir í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Húsið var fullsetið á frumsýningunni og verkinu vel tekið. Leikritið er sérstaklega samið fyr- ir félagið í tilefni afmælisins af Þing- eyingunum Armanni Guðmunds- syni, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni, sem þekktir eru orðnir sem leikritahöfundar. Leikritið er fjölskyldusaga sem rifjuð er upp í erfidrykkju ættföður- ins. „Staldrað er við á hippatímanum og við sjáum hvaða fjölskyldu- meðlimir fylgdu blómabörnunum. Stríðsárin og uppgangurinn í kjölfar bretavinnunnar setti mark sitt á fjöl- skylduna. Að endingu er upphafsins leitað. Uppúr aldamótunum 1900 þegar fólk lagði á sig erfíða ferð til Vesturheims í leit að betri lífsaf- komu. Sumir komust aðrir ekki,“ eins og segir í leikskrá. Þessu verki stjórnar svo Oddur Bjarni Þorkelsson við erfiðar að- stæður með marga leikara á litlu sviði. Tónlist og söngvar eftir sömu höfunda setja svip sinn á sýninguna og stjómar henni Valmar Valjaots. Fjölmargir leikarar taka þátt í sýningunni og má þar nefna Sigurð Hallmarsson, Sigurð Illugason, Svavar Jónsson, Hrefnu Jónsdóttur, Margréti Sverrisdóttur, Kristján Halldórsson, Ara Pál Pálsson, Dóru Armannsdóttur, Þorbjörgu Björns- dóttur, Berglind Dagnýju Steins- dóttur, Helgu Dóru Helgadóttur, Hjálmar Boga Hafliðason, Þorstein Pálmason, Þór Gíslason, Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur og feðgana Gunnar Jóhannsson og syni hans Jó- hann og Hilmar, svo nokkrir séu nefndir af um 60 manns sem á ein- hvern hátt taka þátt í sýningunni. s Attræður mynd- listarmað- ur sýnir Borgarnesi. Morgunblaðið. ORMUR Guðjón Ormsson opnaði málverkasýningu í Safnahúsinu i Borgamesi 23. mars sl. Þar sýnir hann 33 olíumálverk og 29 pastel-, krítar- og tússmyndir. Þetta er önn- ur sýning Orms Guðjóns en í maí í fyrra hélt hann sýningu í Keflavík. Hann sagðist hafa byrjað að fikta með liti fyrir 60 árum. Þá átti hann heima í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Tvö sumur í röð kom þangað list- málari og sagðist hann hafa fylgst með vinnubröðum hans. Málarinn eftirlét Ormi Guðjóni hálftómar túpur og hann sagðist hafa byrjað að fikta við að mála. Hann fór seinna til náms í Iðnskól- ann í Reykjavík og tók nokkra tíma hjá Eggert Guðmundssyni listmál- ara. Sagðist hafa lært mikið af hon- um. I fyrstu var aðeins um fikt að ræða að sögn Orms Guðjóns. Hann málaði aðallega myndir til að gefa ættingjum og vinum. En að eigin sögn byrjað hann að mála fyrir al- vöru árið 1966. Allar myndirnar á sýningunni eru náttúrulífsmyndir en hann sagðist halda sig við það mótíf. Sýningin verður í Safnahús- inu alla virka daga til 13. apríl og eru allar myndirnar til sölu. En geta má þess að Ormur Guðjón verður áttræður á þessu ári. Eitt málverka Sjafnar Har. Verk Sjafnar Har í Kringlunni NOKKUR verka Sjafnar Har eru iníu í Chrysler Museum í apríllok. til sýnis í Kringlunni, við inngang En sú sýning er framhald af sýn- ÁTVR. Verkin eru hluti sýningar ingu Sjafnar í New York í nóvem- sem haldin verður í Norfolk í Virg- ber sl. M-2000 Sunnudagur 2. apríl. Smáranum Kópavogi. Sjávarréttakeppni - Matur 2000. Matreiðslumeistarar frá menning- arborgunum etja kappi undir stjóm Klúbbs matreiðslumeistara á sýn- ingunni Matur 2000. Einnig verður veitingahús marsmánaðar valið. www.icelandic-chefs.is www.reykjavik2000.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.