Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN V ALDIMARSMÁLIÐ OG VATNEYRIN HINN 5. janúar sl. féll í Héraðsdómi Vestfjarða dómur í máli ákæruvaldsins 'gegn eiganda ms. Vatneyrarinnar BA - 238 o.fl., þar sem út- gerðarmaður skipsins var sýknaður af því að hafa verið með skipið á veiðum, án þess að hafa til þess veiðiheim- ildir, sbr. 7. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Hvað þennan ákærulið snertir, þá byggði héraðsdómar- inn rökstuðninginn í dómsniðurstöðu sinni á rökum og sjónarmiðum, sem hann les út úr dómi Hæstaréttar í svonefndu Valdimarsmáii, sem kveðinn var upp hinn 3. desember 1998, en þann dóm hafa sumir kallað Kvótadóm- inn. Héraðsdómurinn x Vatneyrarmálinu Kjami héraðsdómsins í Vatneyr- armálinu hvað þennan þáttinn snertir og hér verður tekið til um- fjöllunar kemur fram í þessum orð- um hans: „I ákvæði I. til bráðabirgða í lög- um nr. 38/1990 segir að við ákvörð- un aflahlutdeildar við gildistöku þeirra skuli leggja til grundvallar úthlutun aflamarks á árinu 1990 samkvæmt reglugerð nr. 585/1989. Eins og áður greinir var sú regla sett í 2. mgr. 7. gr. að veiðiheimild- um á þeim tegundum, sem heildar- afli væri takmarkaður af, yrði var- anlega úthlutað til einstakra skipa. Veiðiheimildir samkvæmt 7. gr. lag- anna voru með þessum hætti varan- lega bundnar við skip jafnt og veiði- heimildir samkvæmt upphaflegri 5. gr. þeirra. I úthlutun varanlegra aflahlutdeilda við gildistöku laga nr. 3M990 fólst því sama mismunun téngd fyrra eignarhaldi á skipum og rakin er í forsendum Hæstarétt- "3r hér að ofan. Ekki verður séð að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mis- munun við úthlutun aflamarks sem hér af leiðir, enda verður að telja að löggjafanum eigi að vera fært að móta reglur sem til lengri tíma litið afnemi hana, jafnframt því að ná of- angreindu markmiði að vemda fisk- istofna. Þessa hefur löggjafinn hins vegar ekki gætt. Eftir þessu verður ekki hjá því komist að líta svo á að regla 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1990 sé í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjómarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á atvinnu- frelsi samkvæmt 1. mgr. 75. grein •hennar, séu þessi stjómarskrár- ákvæði túlkuð með sama hætti og gert er í ofangreindum Hæstarétt- ardómi. Af því leiðir að ákærðu voru í umræddri veiðiferð ekki bundnir af aflatakmörkunum sam- kvæmt nefndri 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1990 og verður þeim því ekki refsað samkvæmt ákvæðum þeirra laga og ekki heldur fyrir brot gegn 2. mgr. 3. gr. laga nr. 57/1996 (lög um umgengni um nytjastofna sjáv- ar). Verður því að sýkna ákærðu af kröfum ákæruvaldsins í I. kafla ýkærunnar.“ Byggt á Valdimarsmálinu Eins og fram kemur í þessum orðum dómsins, sem var áfrýjað strax, byggir héraðsdómarinn, eins og áður sagði, á rökum Hæstaréttar í Valdimarsmálinu, sem fjallaði um veitingu veiðileyfa skv. 5. gr. lag- ^snna um stjóm fiskveiða nr. 38/ 1990, en lætur jafn- framt röksemdafærsl- una einnig ná til 7. gr. laganna um úthlutun veiðiheimilda, enda málið byggt upp á þeirri lagagrein ekki sízt. Taldi héraðsdóm- urinn að sama mis- munun fælist í því, hvað úthlutun veiði- heimilda snerti og gilti með veitingu veiði- leyfa, skv. dómi Hæstaréttar, en bæði þessi ákvæði byggja á eignarhaldi fiskiskipa fyrr á árum, þ.e.a.s. á svonefndum viðmiðun- arárum. í Valdimarsmálinu er 7. gr. um úthlutun veiðiheimilda hvergi nefnd beint á nafn í hæstaréttar- dómnum, enda sá Valdimar ekki ástæðu til af einhverjum orsökum að vísa í 7. gr. sérstaklega, þótt hann tilgreindi nánar í bréfi til sjáv- arútvegs-ráðuneytisins, hvaða veiði- heimildum hann teldi sig eiga rétt á. Var það þá nema von, spyr ein- hver, að Hæstiréttur nefndi ekki sérstaklega 7. gr. í umfjöllun sinni, þegar Valdimar sjálfur taldi ekki ástæðu til að gera efni hennar að málsástæðu eða nefna greinina yfir- höfuð á nafn. Þó snerist allt aug- ljóslega um það hjá Valdimar að fá úthlutað kvóta, þótt hann ætti ekki sjálfur fiskiskip, þegar hann sendi inn umsókn sína. Skiptar skoðanir Þar sem héraðsdómarinn í Vatn- eyrarmálinu studdist við dóm Hæstaréttar í svonefndu Valdi- marsmáli, eins og héraðsdómarinn skildi dóminn, þá liggur beint við að fara nánar ofan í hann og reyna að átta sig á því, hvað lesa má út úr þeim dómi. Margir hafa spreytt sig á því verkefni og sitt sýnst hverj- um, eins og gengur. Sakar kannski ekki, þótt einn enn bætist nú í þann stóra hóp, og jafnvel þótt ekki sé langt í það að sjálfur Hæstiréttur taki Vatneyrarmálið fyrir og segi þá sjálfur, hvað hann var að meina, þegar hann fjallaði um úthlutun veiðiheimilda í Valdimarsmálinu eða öllu heldur hvaða beinu afstöðu hann tekur nú til 7. greinarinnar, sem er til sérstakrar umfjöllunar í Vatneyrarmálinu. Þangað til verða menn að leiða að því líkum, hvort Hæstiréttur var í Valdimarsmálinu eingöngu að fjalla um veiðileyfi skv. 5. gr. og ekkert annað eða hvort dómurinn var einnig að taka til um- fjöllunar ákvæði 7. gr., um veiði- heimildir, þótt hann nefndi aldrei 7. gr. beint á nafn, frekari en Valdi- mar, sem fluttí málið sjálfur. Segja má að þeir fjölmörgu aðilar sem spreytt hafa sig á því að lesa út úr þessum dómi Hæstaréttar hafi skipst í tvo hópa. Annars vegar þeir, sem héldu því fram strax eftir uppkvaðningu dómsins, að Hæsti- réttur hefði eingöngu verið að fjalla um útgáfu veiðileyfa og ekkert ann- að, þar sem dómurinn hefði vísað í 5. greinina, en hefði aldrei minnst einu orði á sjálfa 7. greinina. Sá hluti málsins hafi þar af leiðandi aldrei verið undir í málinu, ef svo mætti orða það. Hæstiréttur hafi eingöngu verið að segja með dómi sínum, að ekki megi stjórna veiðum með því að takmarka stærð flotans. Við dómnum hafi stjómvöld brugð- ist strax og afnumið reglur um úr- eldingu skipa, þannig að engar hömlur væru lengur á því að nýir aðilar gætu fengið veiðileyfi á skip, sem ekki hefði áður verið með veiði- leyfi, þ.e. ef þau uppfylltu önnur al- menn ákvæði og reglur Siglinga- Málið verður ekki lagt þannig upp, segir Jónas Haraldsson, að á vogar- skálar réttlætisgyðj- unnar verði buddan lögð á aðra vogarskálina, en stjórnarskráin á hina. stofnunar um skip og búnað o.s.frv. Nú væri öllum ftjálst að gera út fiskiskip og því ekki hægt lengur að tala um brot á ákvæðum stjórnar- skrárinnar um jafnræði og atvinnu- frelsi. Hinn hópur manna taldi tvímæla- laust að dómurinn tæki bæði á veit- ingu veiðileyfa og úthlutun kvóta, þ.e.a.s. að sömu forsendur búi að baki báðum þessum ákvæðum, þótt dómurinn minntist ekki beint á sjálfa 7. greinina, sem af einhverj- um ástæðum hefði ekki verið máls- ástæða hjá Valdimar. Það að enginn þurfi lengur að úrelda skip til þess að fá veiðileyfi á nýtt skip hafi engu breytt í þessum efnum, enda væri það ekki brot á jafnræðisreglunni, þótt allir yrðu að gangast undir sömu kvaðir, sem sæktu um veiði- leyfi, þ.e. að þurfa að úrelda á móti nýju. Það að sumir ættu skip fyrir og þyrftu að kosta minnu til en hin- ir vegna úreldingar væri ekki brot á jafnræðisreglunni eða hömlur á at- vinnufrelsi. Hvergi í Hæstaréttar- dómnum kæmi fram eitt eða neitt varðandi úreldingu og stærð fiski- skipaflotans. Hér væru stjórnvöld eingöngu að snúa út úr dómnum og draga athyglina frá kjarna málsins, sem væri jafn réttur til veiðiheim- ilda, sem þjóðin ætti, en ekki fáir útvaldir, einhvers konar forrétt- indastétt. Skýrt kæmi fram í dómi Hæstaréttar, að þar væri fyrst og fremst verið að fjalla um úthlutun veiðiheimilda, enda yrðu nýliðar í útgerð engu nær, þótt þeir fengju leyfi til að veiða ekki neitt, og jafn- vel þótt þeir gætu keypt kvóta af þeim útvöldu, sem héldu eftir sem áður sínum úthlutuðu forréttindum umfram aðra landsmenn. Akvæðum stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og jafnræði væri á engan hátt full- nægt, sbr. 1. gr. kvótalaganna um að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, nema allir þjóðfélagsþegnarnir hefðu sama rétt bæði til að fá út- hlutað veiðiheimildum og veiðileyf- um. Menn væru engu nær eftir þessar ráðstafanir, sem gerðar voru varðandi veiðileyfin í kjölfar dóms Hæstaréttar í Valdimarsmálinu. Valdimarsmálið Við þessa umfjöllun hér á eftir um niðurstöðu Hæstaréttar í Valdi- marsmálinu mun ég hafa þann hátt- inn á rúmsins vegna að rekja í byrj- un aðdragandann að málinu og kröfugerð Valdimars. Síðan mun ég eingöngu taka upp óbreyttan þann hluta niðurstöðu Hæstaréttar, sem kemur fram í kafla IV. í dóminum, þar sem kjarni málsins kemur fram og rekja dóminn frá orði til orðs, en skjóta inn með öðruvísi letri ein- stökum athugasemdum mínum og hugleiðingum hveiju sinni til að hnykkja strax á því, hvað ég les út úr þessum hæstaréttardómi og hvemig ég skil hann. Mál þetta hefst með því að Valdi- mar skrifar sjávarútvegsráðuneyt- inu bréf hinn 9. desember 1996 og sækir um með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fisk- veiða, og þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laganna, að honum yrði veitt al- mennt veiðileyfi til að stunda fisk- veiðar í atvinnuskyni á því ári í fisk- veiðilandhelgi íslands. Þá vai- með vísun til 2. mgr. 4. gr. laganna jafn- framt sótt um sérstakt leyfi til að veiða þar til greint magn af til- greindum fisktegundum., þ.e. kvóta samtals upp á nokkur hundruð tonn. Ekki var vísað í 7. gr. um út- hlutun veiðiheimilda. Sjávarútvegsráðuneytið synjaði strax þessari umsókn Valdimars með þeim rökum að samkvæmt lög- um um stjórn fiskveiða væru leyfi til veiða í atvinnuskyni bundin við fiskiskip og skv. 5. gr. fengju aðeins þau fiskiskip veiðileyfi, sem höfðu áður fengið veiðileyfi í samræmi við ákvæði laga nr. 3/1988, jafnframt því sem úthlutun veiðiheimilda hefði þegar farið fram í samræmi við ákvæði 7. gr. laganna um út- hlutun veiðiheimilda. Valdimar sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og stefndi málinu fyrir héraðsdóm. Krafðist hann þess að dæmd yrði ógild sú ákvörðun sjáv- arútvegsráðuneytisins að synja hon- um um leyfi til veiða í atvinnuskyni pg aflaheimildir í fiskveiðilandhelgi Islands í þeim tegundum sjávarafla og því magni, sem tilgreindar voru í umsókn hans. Rétt er að undir- strika strax, að Valdimar krafðist eingöngu ógildingar á þessari synj- un sjávarútvegsráðuneytisins, en ekki jafnframt að sér yrði úrskurð- aður ákveðinn réttur, þ.e. að honum bæri réttur til að fá veiðileyfi og veiðiheimildir. Dómur Hæstaréttar Niðurstaða Hæstaréttar í þessu máli var eftirfarandi og þykir rétt að segja frá henni strax, en rök Hæstaréttar fyrir henni og forsend- ur verða síðar raktar með þeim hætti, eins og áður var getið um hér að framan. „Með hliðsjón af framansögðu verður ekki talið, að sjávarútvegs- ráðuneytinu hafi verið rétt að hafna umsókn áfrýjanda um almennt og sérstakt veiðileyfi á þeim forsend- um, sem lagðar voru til grundvallar i bréfi þess 10. desember 1996. Verður synjun ráðuneytisins því felld úr gildi. Hins vegar er ekki í þessu dómsmáli tekin afstaða til þess, hvort ráðuneytinu hafi að svo búnu borið að verða við umsókn áfrýjanda, en málið er einungis höfðað til ógildingar á ákvörðun ráðuneytisins, en ekki til viðurkenn- ingar á rétti áfrýjanda til að fá til- teknar veiðiheimildir í sinn hlut.“ Niðurstaðan varð því sú, að ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að neita Valdimar um veiðileyfi og veiðiheimildir var talin ógild. Krafa Valdimars gekk eingöngu út á það að fá synjun ráðuneytisins hnekkt, eins og áður sagði. Þar sem Valdim- ar krafðist ekki að dæmt yrði að ráðuneytinu hafi í beinu framhaldi borið að veita honum veiðileyfi og úthluta honum veiðiheimildum tók Hæstiréttur eðlilega enga afstöðu til þess þáttar, enda dómar byggðir á kröfugerð aðilanna sjálfra í dóms- máli, þar sem aðilar máls hafa for- ræði sakar. Svokölluð málsforræðis- regla gildir. Þótt Hæstiréttur tæki eðlilega ekki beina afstöðu til þessa þáttar, sem heldur ekki var lagður fyrir hann til ákveðinnar úrlausnar, en þar sem þessi þáttur tengdist úrlausnarefninu verulega, er stóra spurningin þessi: Má ráða af for- sendum í þessum hæstaréttardómi í Valdimarsmálinu, að Hæstiréttur hafi samt látið berlega í ljós, hvern- ig hann túlkar 7. gr. laganna um stjóm fiskveiða varðandi rétt til veiðiheimilda, ef þessi þáttur máls- ins yrði lagður beint fyrir dóminn, Jónas Haraldsson eins og gert er nú í Vatneyrarmál- inu? Hér á eftir verður reynt að lesa út úr dómi Hæstaréttar um þetta mikilvæga atriði. Jafnræði og atvinnufrelsi Eins og áður sagði koma dóms- forsendur Hæstaréttar fram í IV. kafla dómsins. í upphafi þessa kafla fjallar Hæstiréttur um heimild al- menna löggjafans til að setja reglur, sem takmarki fiskveiðar, og það brjóti ekki í bága við 75. gr. stjómarskrárinnar um atvinnu- frelsi, enda sé almenningshagsmun- um fyrir að fara, eins og löggjafinn hafi talið í þessu tilviki, og því mati haggi ekki dómstólar. Skilyrði þessa er þó það segir Hæstiréttur, að slíkar gjörðir löggjafans verði þó að samrýmast sem endranær grandvallarreglum stjórnarskrár- innar. Það sé síðan í hlutverki dóm- stóla að meta hvernig til hafi tekizt. Fyrirkomulagið varðandi fiskveiði- réttindi hafi í upphafi verið bundið við skip, sem haldið hafi verið til veiða á ákveðnu árabili. Réttur eig- enda slíkra skipa hafi verið annar og meiri en hinna, sem ekki höfðu þá yfir skipum að ráða frá öndverðu kvótakerfisins. Fram til gildistíma núverandi kvótalaga nr. 38/1990 hafi þessi ráðstöfun verið miðuð við eitt eða tvö ár í senn og þannig með því reglulega endurmetin af lög- gjafanum um árabil eða til 1990. Slíkt bráðabirgðafyrirkomulag hafi þó ekki mátt festa í sessi, eins og hafi verið gert með núgildandi kvótalögum. Síðan segir orðrétt í þessum hæstaréttardómi í Valdimarsmálinu með athugasemdum undirritaðs, sem hafðar eru innan sviga og með öðra letri til aðgreiningar: Uthlutun veiðiheimilda „Svigrúm löggjafans til að tak- marka fiskveiðar og ákvarða tilhög- un úthlutunar veiðiheimila (hér nefnir Hæstiréttur í annað sinn í dómnum úthlutun veiðiheimilda) verðm- að meta í ljósi hinnar al- mennu stefnumörkunar 1. gr. laga nr. 38/1990 (þ.e. að fískurinn í sjón~ um, þ.e. kvótinn, sé sameign þjóðar- innar) og þeirra ákvæða stjórnai’- skrárinnar, sem nefnd hafa verið (jafnræði og atvinnufrelsi). Skipan 5. gr. fískveiðistjórnunarlaga (um veiðileyfí) horfir þannig við með til- liti til jafnræðis og atvinnufrelsis (65.gr. og 75. gr. stjórnarskrárinn- ar), að réttur til veiða er bundinn við eignarhald á skipum, sem haldið var úti á öndverðum níunda ára- tugnum eða hafa komið í stað slíkra skipa. Af því leiðir, að aðrir eiga þess ekki kost að stunda veiðar í at- vinnuskyni en þeir, sem fengið hafa heimildir (veiðileyfí og veiðiheimild- ir) til þess í skjóli einkaeignarrétt- ar, ýmist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti. Þá era í lögum nr. 38/1990 takmarkaðar heimildir til að framselja aflahlut- deild og færa til aflamark (aftur fjaliað um veiðiheimildir), en þær era bundnar við skip á sama hátt og úthlutun veiðiheimildanna, (af hverju er Hæstiréttur sífelit að tala um úthlutun veiðiheimilda, ef málið snýst eingöngu um útgáfu veiðileyf- is, eins og sumir hafa fullyrfi), sbr. 11. og 12. gr. laganna. Eins og áður getur taldi löggja- finn brýnt að grípa til sérstakra úr- ræða árið 1983 vegna þverrandi fiskistofna við ísland. Var skipting hámarksafla þá felld í þann farveg, sem hún hefur síðan verið í, að út- hlutun veiðiheimilda (úthlutun veiðiheimilda enn og aftur) yrði bundin við skip. Er óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi tilhögun (um úthlutun veiðiheimilda) feli í sér mismunun milli þeirra, sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda (veiði- heimildir einu sinni enn) til eignar- halds á skipum á tilteknum tíma, og hinna, sem hafa ekki átt og eiga þess ekki kost að komast í slíka að- stöðu (að fá úthlutað veiðiheimild- um). Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til að verjast hrani fisk- istofna kunni að hafa verið réttlæt- anlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð að rök- bundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mis- munun, sem leiðir af reglu 5. gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.