Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Leiðindapúkahlff á sértilboði CDD-4003 Númerabirtir með 30 númera minni. Verð 1.490 CDD-256 Númerabirtir með 130 númera minni. Verð 2.990 Butler 55 Þráðlaus sími með númerabirti. Verð 6.900 TDD-2000 Sími með númerabirti og 130 númera minni. Verð 3.990 TDD-1000 Sími með númerabirti og 30 númera minni. Verð 2.990 Panasonic KX-TCD951 þráðlaus DECT sími. Verð 10.900 Svar hf. _ Bæjarlind 14-16 _ 200 Kópavogur _ Sími 510 6000 _ Fax 510 6.001 _ Ráðhústorgi 5 _ 600 Akureyri _ Sími 460 5950 _ Fax 460 5959 _ Opið: mán.-fös. 9-18 laugardag 10-16 _ sunnudag 13-17 _ www.svar.is _ IÞROTTIR Þýska knattspymusambandið með þáttasölusjónvarp? KIRCH-Gruppe, sem áður hef- ur gert þýska knattspyrnu- sambandinu tilboð um réttinn á að sýna frá knattspyrnu- leikjum hefur nú hækkað til- boð sitt verulega. Nú býður þessi stærsti bíúhúsa eigandi Þýskalands 55,5 milljarða króna fyrir réttinn næstu þrjú ár, en fyrra boð var 30 millj- arðar. Sjónvarpsstöðvarnar SAT 1, Premiere, sem þátta- sölusjónvarp, og DSF hafa til þessa haft réttinn sameigin- lega og greiddu á ári aðeins 12,5 milljarða svo ljóst er að gífurleg hækkun verður á samningnum. Þýska samband- ið er nú hins vegar að hug- leiða að opna sjáift þáttasölu- sjónvarp og vera sjálft með réttinn á sinni könnu, en gíf- urlegar auglýsingatekjur fylgja hverri útsendingu. Nú er hins vegar orðin spurning hvort ekki er betra að láta réttinn fara fyrir þessa upp- hæð enda krefjast félögin mun hærri upphæða en nú er og kvarta sáran hversu litla upp- hæð félögin í Þýskalandi fá miðað við önnur Evrópulönd eins og Ítalíu og Spán. Daum landsliðs- þjálfari effir EM? Enn einu sinni er Christoph Daum, þjálfari Leverkusen, í sviðsljósinu. Nú segja þýsku blöðin að hann verði næsti landsliðsþjálf- ari Þjóðverja. Suddeutsche Zeit- ung segir í gær að þegar séu hafn- ar viðræður við Daum og málið sé langt komið. Þá segir blaðið að svokallað heiðursmannasamkomu- lag sé milli Daum og Rainer Cal- mund, framkvæmdastjóra Lever- kusen, þess efnis að fái Daum tilboð um að verða landsliðsþjálfari sé hann laus allra mála hjá félag- inu. Þetta staðfestir Calmund og seg- ir jafnframt að komi ekki endanleg ákvörðun næstu vikur sé tíminn út- runninn og Leverkusen láti hann ekki fara þar sem þá sé engin leið að finna verðugan arftaka. Cal- BRASILÍSKU knattspyrnumenn- irnir, sem leika í Þýskalandi - El- ber hjá Bayern, Ze Roberto og Emerson hjá Leverkusen, svo og Evanilson hjá Dortmund - fóru enga frægðarferð með brasilíska landsliðinu til Kólumbíu. Leikur- inn, sem var liður í undankeppni HM, endaði sem kunnugt er 0:0. Elber var tekinn af velli á 68. mín- útu eftir slakan leik, en þeir Ze Roberto, Evanilson og Emerson léku allan leikinn en þóttu slakir. Ástæðan er kannski sú að leikið var á leikvelli sem er í 800 m hæð mund segir jafnframt að hann sé búinn að segja það 287 sinnum að Daum sé með samning við Lever- kusen sem gildir til júlí 2001 og að hann muni uppfylla þann samning. Daum hefur áður rætt við Egidius Braun, forseta sambandsins, og segir að þetta sé mesta heiðurs- staða sem þjálfara bjóðist, en segir jafnframt að Erich Ribbeck sé sá besti í starfið og engin ástæða til að skipta nú. Það er hins vegar sambandið sem vill hafa öll tromp á hendi ef illa fer á EM í Belgíu og Hollandi í sumar, en eftir keppnina rennur samningur Ribbeck út. Það virðist því ljóst að Daum yrði sá fyrsti sem boðin yrði stað- an, hafi honum ekki nú þegar verið boðin staðan eins og þýsku blöðin fullyrða. yfir sjávarmáli og voru leikmenn- irnir sem leika í Evrópu gjörsam- lega að niðurlotum komnir að leik loknum, vegna þunna loftsins. Þjálfarar leikmannanna sem leika í Þýska- landi segjast hafa áhyggjur af hvernig þeim reiði af eftir mörg þúsund kílómetra flug og sjá lítinn tilgang fyrir Luxemburgo, þjálfara Brassa, að vera yfir höfuð að ná í leikmenn til Evrópu með svo stutt- um fyrirvara, slíkt komi hvorki þýsku liðunum, brasilíska landslið- inu né leikmönnunum til góða. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrsti titill Njarð- víkurkvenna NJARÐVÍK varð á dögunum fs- landsmeistari í 2. deild kvenna í körfuknattleik og er þetta fyrsti tit- ill félagsins í meistaraflokki kvenna. Njarðvíkurstúlkur fengu 26 stig af 32 mögulegum og töpuðu aðeins þrisvar í 16 leikjum, þar af tvisvar í fyrstu þremur leikjum túnabilsjns. ÍR varð í öðru sæti með 20 stig, ÍA er með 14 stig, Breiða- blik 12 og Þór frá Akureyri rekur lestina með 4 stig. Þór og ÍA eiga eftir að mætast tvívegis á Akureyri. Njarðvíkurstúlkurnar tóku á móti verðlaunabikar sínum fyrir karla- leik Njarðvík og KR sl. fímmtudags- kvöld. Fyrirliðinn, Auður Jónsdótt- ir, heldur á bikarnum. KR-búning- urínn vakti athygli FRÁSÖGNIN um breyting- ar á KR-búningnum vakti mikla athygli. Sagt var frá frásögn Morgunblaðsins um búninginn á útvarps- stöðvum í gærmorgun og fólk fengið til að hringja inn til að segja sitt álit. Margir voru mjög ánægðir með búninginn - hvað hann væri stílhreinn og hvað Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, tæki sig vel út í búningnum. Fjölmargir mættu x KR-heimilið í gær- morgun til að skoða bún- inginn nánar. Tilfinningar manna vox-u blendnar þeg- ar ljóst var að um apríl- gabb væri að ræða. Þess xná geta að á næstu dögum verður aftur á móti nýr KR-búningur frá Reebok kynntur. Engin frægðar- för til Brasilíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.