Morgunblaðið - 02.04.2000, Side 14

Morgunblaðið - 02.04.2000, Side 14
14 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Leiðindapúkahlff á sértilboði CDD-4003 Númerabirtir með 30 númera minni. Verð 1.490 CDD-256 Númerabirtir með 130 númera minni. Verð 2.990 Butler 55 Þráðlaus sími með númerabirti. Verð 6.900 TDD-2000 Sími með númerabirti og 130 númera minni. Verð 3.990 TDD-1000 Sími með númerabirti og 30 númera minni. Verð 2.990 Panasonic KX-TCD951 þráðlaus DECT sími. Verð 10.900 Svar hf. _ Bæjarlind 14-16 _ 200 Kópavogur _ Sími 510 6000 _ Fax 510 6.001 _ Ráðhústorgi 5 _ 600 Akureyri _ Sími 460 5950 _ Fax 460 5959 _ Opið: mán.-fös. 9-18 laugardag 10-16 _ sunnudag 13-17 _ www.svar.is _ IÞROTTIR Þýska knattspymusambandið með þáttasölusjónvarp? KIRCH-Gruppe, sem áður hef- ur gert þýska knattspyrnu- sambandinu tilboð um réttinn á að sýna frá knattspyrnu- leikjum hefur nú hækkað til- boð sitt verulega. Nú býður þessi stærsti bíúhúsa eigandi Þýskalands 55,5 milljarða króna fyrir réttinn næstu þrjú ár, en fyrra boð var 30 millj- arðar. Sjónvarpsstöðvarnar SAT 1, Premiere, sem þátta- sölusjónvarp, og DSF hafa til þessa haft réttinn sameigin- lega og greiddu á ári aðeins 12,5 milljarða svo ljóst er að gífurleg hækkun verður á samningnum. Þýska samband- ið er nú hins vegar að hug- leiða að opna sjáift þáttasölu- sjónvarp og vera sjálft með réttinn á sinni könnu, en gíf- urlegar auglýsingatekjur fylgja hverri útsendingu. Nú er hins vegar orðin spurning hvort ekki er betra að láta réttinn fara fyrir þessa upp- hæð enda krefjast félögin mun hærri upphæða en nú er og kvarta sáran hversu litla upp- hæð félögin í Þýskalandi fá miðað við önnur Evrópulönd eins og Ítalíu og Spán. Daum landsliðs- þjálfari effir EM? Enn einu sinni er Christoph Daum, þjálfari Leverkusen, í sviðsljósinu. Nú segja þýsku blöðin að hann verði næsti landsliðsþjálf- ari Þjóðverja. Suddeutsche Zeit- ung segir í gær að þegar séu hafn- ar viðræður við Daum og málið sé langt komið. Þá segir blaðið að svokallað heiðursmannasamkomu- lag sé milli Daum og Rainer Cal- mund, framkvæmdastjóra Lever- kusen, þess efnis að fái Daum tilboð um að verða landsliðsþjálfari sé hann laus allra mála hjá félag- inu. Þetta staðfestir Calmund og seg- ir jafnframt að komi ekki endanleg ákvörðun næstu vikur sé tíminn út- runninn og Leverkusen láti hann ekki fara þar sem þá sé engin leið að finna verðugan arftaka. Cal- BRASILÍSKU knattspyrnumenn- irnir, sem leika í Þýskalandi - El- ber hjá Bayern, Ze Roberto og Emerson hjá Leverkusen, svo og Evanilson hjá Dortmund - fóru enga frægðarferð með brasilíska landsliðinu til Kólumbíu. Leikur- inn, sem var liður í undankeppni HM, endaði sem kunnugt er 0:0. Elber var tekinn af velli á 68. mín- útu eftir slakan leik, en þeir Ze Roberto, Evanilson og Emerson léku allan leikinn en þóttu slakir. Ástæðan er kannski sú að leikið var á leikvelli sem er í 800 m hæð mund segir jafnframt að hann sé búinn að segja það 287 sinnum að Daum sé með samning við Lever- kusen sem gildir til júlí 2001 og að hann muni uppfylla þann samning. Daum hefur áður rætt við Egidius Braun, forseta sambandsins, og segir að þetta sé mesta heiðurs- staða sem þjálfara bjóðist, en segir jafnframt að Erich Ribbeck sé sá besti í starfið og engin ástæða til að skipta nú. Það er hins vegar sambandið sem vill hafa öll tromp á hendi ef illa fer á EM í Belgíu og Hollandi í sumar, en eftir keppnina rennur samningur Ribbeck út. Það virðist því ljóst að Daum yrði sá fyrsti sem boðin yrði stað- an, hafi honum ekki nú þegar verið boðin staðan eins og þýsku blöðin fullyrða. yfir sjávarmáli og voru leikmenn- irnir sem leika í Evrópu gjörsam- lega að niðurlotum komnir að leik loknum, vegna þunna loftsins. Þjálfarar leikmannanna sem leika í Þýska- landi segjast hafa áhyggjur af hvernig þeim reiði af eftir mörg þúsund kílómetra flug og sjá lítinn tilgang fyrir Luxemburgo, þjálfara Brassa, að vera yfir höfuð að ná í leikmenn til Evrópu með svo stutt- um fyrirvara, slíkt komi hvorki þýsku liðunum, brasilíska landslið- inu né leikmönnunum til góða. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrsti titill Njarð- víkurkvenna NJARÐVÍK varð á dögunum fs- landsmeistari í 2. deild kvenna í körfuknattleik og er þetta fyrsti tit- ill félagsins í meistaraflokki kvenna. Njarðvíkurstúlkur fengu 26 stig af 32 mögulegum og töpuðu aðeins þrisvar í 16 leikjum, þar af tvisvar í fyrstu þremur leikjum túnabilsjns. ÍR varð í öðru sæti með 20 stig, ÍA er með 14 stig, Breiða- blik 12 og Þór frá Akureyri rekur lestina með 4 stig. Þór og ÍA eiga eftir að mætast tvívegis á Akureyri. Njarðvíkurstúlkurnar tóku á móti verðlaunabikar sínum fyrir karla- leik Njarðvík og KR sl. fímmtudags- kvöld. Fyrirliðinn, Auður Jónsdótt- ir, heldur á bikarnum. KR-búning- urínn vakti athygli FRÁSÖGNIN um breyting- ar á KR-búningnum vakti mikla athygli. Sagt var frá frásögn Morgunblaðsins um búninginn á útvarps- stöðvum í gærmorgun og fólk fengið til að hringja inn til að segja sitt álit. Margir voru mjög ánægðir með búninginn - hvað hann væri stílhreinn og hvað Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, tæki sig vel út í búningnum. Fjölmargir mættu x KR-heimilið í gær- morgun til að skoða bún- inginn nánar. Tilfinningar manna vox-u blendnar þeg- ar ljóst var að um apríl- gabb væri að ræða. Þess xná geta að á næstu dögum verður aftur á móti nýr KR-búningur frá Reebok kynntur. Engin frægðar- för til Brasilíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.