Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 26/3 -1/4
► Ingþór Bjarnason annar
norðurpólsfaranna hefur
verið sóttur út á ísinn með
nugvél og mun Haraldur
Örn Ólafsson halda förinni
á pólinn áfram einn si'ns
liðs. Ingór er kalinn á nfu
fingrum og tók ákvörðun
um að snúa heim i samráði
við Sigurð Þorvaldsson
lækni.
► Óvenju hlýtt var á öllu
landinu í byijun vikunnar
og á Norður og Austur-
landi var sumstaðar 16 til
18 stiga hiti. Vegna úr-
komu og örra leysinga sem
fylgdu hlýindunum var
nokkuð um flóð og lokuð-
ust vegir víða og skemmd-
ust. Vegurinn fyrir Bú-
landshöfða á Snæfellsnesi
varð einna verst úti en úr
honum runnu um 4000
rúmmetrar af möl.
► Þremur mönnum var
bjargað á fimmtudag þeg-
ar tvær trillur fórust
skammt suður og suðvest-
ur af Selvogi. Tveir mann-
anna voru hífðir úr gúm-
björgunarbát um borð í
þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar og þeim þriðja var bjag-
að um borð í aðra trillu.
Þeim varð ekki meint af.
► Póst og fjarskipta stofn-
un hefur ávkeðið að hækka
fastagjald heimilssíma um
alls 108% fráþví sem nú er
til ogmeð l.janúar 2001.
► Heimsmótið í skák fer
fram i Salnum í Kópavogi
nú um helgina og er Garrí
Kasparov, stigahæsti mað-
ur á lista Alþjóða skáksam-
bandsins, á meðal kepp-
enda.
Allar virkjanafram-
kvæmdir fari í mat
FJÁRFESTAR í fyrirhuguðu álveri
við Reyðarfjörð hafa komist að þeirri
niðurstöðu að hagkvaemt gæti reynst
að breyta áætlunum um byggingu ál-
versins þannig að strax í fyrsta áfanga
yrði reist 240 þúsund tonna álver sem
síðan yrði stækkað um 120 þúsund
tonn. Þetta hefði í för með sér að fyrst
yrði ráðist í Kárahnjúkavirkjun og
síðar í Fljótsdalsvirkjun, sem þá yrði
rennslisvirkjun sem tengd yrði Kára-
hnjúkavirkjun og yrði þá óþarft að
sökkva Eyjabökkum undir vatn. Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
segir að verði þessar breyttu áætlanir
að veruleika, verði allar framkvæmdir
við virkjanir og álverið settar í lög-
formlegt mat á umhverfisáhrifum.
Islandsbanki og FBA í
sameiningarviðræðum
Islandsbanki og Fjárfestingabanki at-
vinnulífsins standa nú í sameiningar-
viðræðum. Bjarni Armannsson for-
stjóri FBA segir mikla alvöru í
viðræðunum og að fullur vilji sé til að
þeim ljúkí farsællega og Valur Vals-
son bankastjóri Islandsbanka segir að
niðurstöðu viðræðnanna sé að vænta
innan fárra daga.
Sameining ríkisbank-
anna skoðuð rækilega
BANKARÁÐ Landsbanka íslands
hefur lýst yfir eindregnum áhuga á
samruna Landsbankans og Búnaðar-
bankans í kjölfar tilkynningar um
sameiningarviðræður Islandsbanka
og FBA. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra segir að sameining bankanna
verði skoðuð rækilega.
Pútín kjörinn næsti
forseti Rússlands
VLADIMÍR Pútín hlaut yfirburða
sigur í forsetakosningum sem fram
fóru í Rússlands á sunnudag. Pútín
hlaut nær 53% greiddra atkvæða og
þarf því ekki að efna til seinni umferð-
ar milli tveggja efstu frambjóðend-
anna. Kjörsókn var liðlega 68%.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi Kommún-
istaflokksins, fylgdi á hæla Pútíns
með tæp 30% atkvæða og þriðji í röð-
inni var umbótasinninn Grígorí Javlín-
skí með innan við 6%.
Pútín, sem hefur verið starfandi
forseti frá áramótum er Borís Jeltsín,
sagði óvænt af sér, sagði verkin fram-
undan vera risavaxin og ekki væri
hægt að lofa neinum skyndilausnum.
Lítill árangur af frið-
arviðræðum Sýrlend-
inga og ísraela
VONIR til að friðarviðræður hæfust
að nýju milli ísraela og Sýrlendinga
hafa dofnað í kjölfar lítils árangurs af
fundi Bill Clintons Bandaríkjaforseta
og Hafez al-Assad Sýrlandsforseta,
sem haldin var í Sviss á sunnudag.
Ehud Barak, forsætisráðherra Isra-
els, sagði á mánudag fundinn sýna að
Sýrlendingar væru ekki reiðubúnir til
friðarviðræðna við ísraela. Talið er þó
að óbeinar viðræður þjóðanna muni
halda áfram og ekki útilokað að takast
muni að finna lausn á langvinnum deil-
um þjóðanna.
► BANDARISKA innflytj-
endaeftirlitið (INS) sagðist
á þriðjudag mundu ógilda
dvalarleyfi Elians, skuld-
bindi ættingjar hans í
Miami sig ekki til hlýða
úrskurði áfrýjunarréttar.
Hefur INS veitt ættingjum
Elians frest fram á þriðju-
dag til að svara. Þá kann
svo að fara að faðir Elians
dvelji í Bandaríkjunum hjá
syni sínum á meðan réttað
er í máli hans.
► AUKNAR líkur eru tald-
ar á að Sellafield-kjarn-
orkuendurvinnslustöðinni
verði lokað en vaxandi
mótmæli hafa verið gegn
stöðinni og settu umhverf-
isráðherrar Norðurland-
anna í síðustu viku fram
sameiginlega tillögu um
lokun stöðvarinnar sem
lögð verður fyrir fund
ríkja við Norðursjó í júní.
► RÓTTÆKAR breyting-
ar eru framundan á varn-
armálastefnu Svía, eftir að
sænska þingið samþykkti á
fimmtudag niðurskurð á
útgjöldum til varnarmála
og breytingar á herafla
landsins'til að mæta breytt-
um aðstæðum í Evrópu.
Felur þetta m.a. í sér að
herstöðvum verður fækkað
um helming.
► LIONEL Jospin, for-
sætisráðherra Frakklands,
OPEC samþykkja
aukna olfuframleiðslu
SAMTÖK olíuútflutningsríkja (OP-
EC) samþykktu á þriðjudagskvöld að
auka olíuframleiðsluna um 1,7 millj-
ónir fata á dag og vöruðu sérfræðing-
ar á miðvikudag við óraunhæfum
væntingum um lækkun olíuverðs í
kjölfarið.
stokkaði upp í ríkisstjórn
sinni á mánudag og skipaði
þá Laurent Fabien, fyrr-
verandi forsætisráðherra
sem fjármálaráðherra og
Jack Lang sem mennta-
málaráðherra. Nokkuð
ráðaleysi hefur einkennt
stjómina að undaförnu og
eiga umbæturnar að
hleypa í hana nýju lífi.
Sameining íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
Hundruð milljóna spar-
ast í upplýsingatækni
BÚAST má við að í dag eða næstu
daga komi bankaráð íslandsbanka
og stjóm Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins saman til funda til þess
að fjalla um þær viðræður, sem stað-
ið hafa undanfarna daga um samein-
ingu bankanna.
Útgangspunktur í viðræðunum
hefur verið að stofnað verði sameig-
inlegt eignarhaldsfélag, sem hvor
aðili um sig eigi helmingshlut í en
reki tvö sjálfstæð dótturfyrirtæki,
íslandsbanka og FBA. Hins vegar á
eftir að ákveða skiptahlutfallið.
Breyttar
matsaðferðir
Ljóst er að það verðmat sem
þarna liggur að baki er mat hluta-
bréfamarkaðarins á þessum tveimur
bönkum, en hvor um sig hefur verið
metinn á u.þ.b. 35 milljarða króna.
Við sameiningu fyrirtækja áður
fyrr var farið út í ítarlegt mat á eign-
um fyrirtækja og hlutföll aðila í hinu
sameinaða fyrirtæki byggðust á
slíku mati. Nefna má í því sambandi
sameiningu bankanna, sem runnu
saman í íslandsbanka og sameiningu
Loftleiða og Flugfélags íslands á
sínum tíma.
Slíkar matsaðferðir heyra til lið-
inni tíð núorðið og þegar fyrirtæki
eru sameinuð í öðrum löndum er mat
hlutabréfamarkaðarins að öllu jöfnu
lagt til grundvallar.
Öflugt fjármálafyrirtæki
Með sameiningu íslandsbanka og
FBA verður til mjög öílugt fjármála-
íyrirtæki. Heildareignir þeirra sam-
anlagt eru um 226 milljarðar og sam-
eiginlegt eigið fé þeirra er um 18,5
milljarðar. Á síðasta ári voru hreinar
rekstrartekjur bankanna samtals 10
milljarðar og rekstrargjöldin 5,2
milljarðar. Hagnaður þeirra sameig-
inlega fyrir skatta var 3,5 milljarðar
og eftir skatta tæplega 3 milljarðar.
Búast má við að með sameining-
unni geti bankarnir sparað mörg
hundruð milljónir króna vegna fyrir-
sjáanlegra mikilla fjárfestinga í upp-
lýsingatækni á næstu árum.
Þá má einnig gera ráð fyrir að þeir
spari töluverða fjármuni með hag-
ræðingu í húsnæði og sameiginleg-
um rekstri þjónustusviða.
Betra lánshæfismat erlendis
Ein mikilvægustu áhrif samein-
ingar þessara tveggja banka eru
þau, að líklegt má telja, að sameinað-
ir fái þeir betra lánshæfismat erlend-
is og þar með hagstæðari lánakjör.
Þeir hafa nú sama mat hjá Moodýs
eða A3. í slíku lánshæfismati skiptir
stærð máli og nái hinn sameinaði
banki þeim árangiá í lánshæfismati
að hækka um einn flokk verður hann
með sama mat og Den Norske Bank,
sem er stærsti banki Noregs.
í flestum nálægum löndum er nú
unnið markvisst að því að sameina
banka. Fyrir nokkrum vikum var
ákveðið að sameina Deutsche Bank
og Dresdner Bank í Þýzkalandi en
við þá sameiningu verður til stærsti
banki í heimi. Með sameiningu Mer-
ita Nordbanken og Unidanmark
varð til stærsti banki á Norðurlönd-
um.
Með sameiningu íslandsbanka og
Fj árfestingarbanka atvinnulífsins
verður til stærsti banki á íslandi en
þann sess hefur Landsbanki íslands
skipað fram til þessa.
Á kafi í krapa og skipt um loftsíur við erfíðar aðstæður.
Ómissandi orðabók
mBð alÍnttiOeti" imíI
11
Einstakt
tiiboðsverð:
14.900.-
Fullt verð 18.900.-
Ensk-íslensk orðabók
hefur verið ófáanleg
um nokkurt skeið en
Mál og menning hefur
nú gefið hana út að nýju.
Ensk-íslensk orðabók
er handbók allra þeirra
sem lesa texta á ensku
og er ómissandi á hvert
heimili.
Mál
og menning
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jeppamenn lentu strax í hremm-
ingum við Hrauneyjarfoss-
virkjun þar sem þessi bíll sökk í
krapaelg.
Sváfu í
bílunum
í hríðar-
byl
HLUTI þátttakenda í aldamótaferð
ferðaklúbbsins 4x4 um hálendið
komst ekki lengra en 15 km á bflum
sinum sl. fimmtudag vegna krapa
og erfiðra aðstæðna, en alls eru um
150 bflar í ferðinni. Þessi hluti
hópsins svaf í bflum sinum aðfara-
nótt fostudagsins í blindhrfð og for-
áttuveðri. Krapi olli jeppamönnum
miklum erfiðleikum og var dæmi
um það að hemlabúnaður brotnaði ■
sundur eftir að hafa lent í krapa.
Að sögn þátttakenda var mikill
krapi hvarvetna á hálendinu og
mun erfiðari aðstæður en við var
búist. Ferðinni lauk í gærkvöldi
með dansleik á Egilsstöðum.