Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í dag kemur fram, að verði af sameiningu íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, sem unnið hefur verið að undanfarna daga, verði eignaraðild að hinum samein- aða banka mjög dreifð. Náist samningar um sam- einingu bankanna verður FBA Holding í upphafi stærsti einstaki hluthafi bankans en þar er um að ræða Orca-hópinn svonefnda, sem á síðasta ári keypti hlut spari- sjóðanna og Kaupþings í FBA. Hins vegar er gert ráð fyrir, að þessum hlut verði innan tiltölulega skamms tíma skipt upp á milli þeirra fjög- urra meginaðila, sem við sögu koma þannig að hlutur þeirra hvers um sig verði á bilinu 3-4%. Þegar svo væri komið yrðu stærstu hluthafar í hin- um sameinaða banka, Lífeyr- issjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn með um 7% hlut hvor um sig. Þessar tölur eru mjög í samræmi við þau sjónarmið, sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra setti fram í samtali við Morgunblaðið sumarið 1998 og hann hefur ítrekað síðar í umræðum á Alþingi en þingnefnd hefur nú til um- fjöllunar þingmannafrumvarp um dreifða eignaraðild að bönkum. Þótt miklar sviptingar hafi orðið í bankaheiminum á síð- ustu mánuðum og misserum og um skeið hafi mátt draga í efa, að markmið um dreifða eiernaraðild að bönkunum Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. mundi nást er nú ljóst, að eitt af því sem sameining Islands- banka og FBA mun skila er einmitt mjög dreifð eignarað- ild að stærsta banka á Islandi. Þetta er ánægjuleg þróun og fagnaðarefni fyrir þá, sem barizt hafa fyrir þeim sjónar- miðum. KOSTNAÐ- UR VIÐ FARSÍMA- SAMTÖL SAMKEPPNIN á símamark- aðnum hefur nú leitt til þess, að kostnaður við mOli- landasamtöl hefur hrunið miðað við það okurverð, sem símnot- endur þurftu að greiða fyrir nokkrum ánim. Og það er bæði athyglisvert og ánægjulegt að talsmenn Landssímans stað- festu á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum, að um okur á millilandasamtölum hefði verið að ræða, en það er orð, sem Morgunblaðið hefur leyft sér að nota um þetta efni í allmörg ár. Kostnaður við millilandasam- töl á hverja mínútu er nú kom- inn niður fyrir kostnað við sam- töl í GSM-síma. Það segir ekki sízt þá sögu, að kostnaður við GSM-símtöl er alltof hár. Nú er tímabært að athyglin beinist að þeim kostnaði og harðar kröfur komi fram um að kostnaður við þessa tegund símtala verði lækkaður. Svo virðist sem Landssími íslands sé reiðubúinn til þess en eigi erfitt um vik vegna þess mis- skilnings samkeppnisyfirvalda, að það sé í þeirra verkahring að hægja á lækkun GSM-símtala til þess að tryggja samkeppni á markaðnum. Tal hefur alla vega nú náð þeim árangri á þessum markaði að það er út í hött að samkeppnisyfirvöld blandi sér í verðlagningu á GSM-símtölum með þeim hætti, sem þau hafa sýnt tilburði til að gera. Það er alveg ljóst, að síma- þjónusta mun smátt og smátt hverfa meir og meir í þráðlausa síma. Fasttengdir símar verða minna og minna notaðir enda er nú komið í ljós, að kostnaður við þá er það mikill, að rökin fyrir notkun þráðlausra síma verða æ sterkari. En til þess, að fólk noti þráð- lausa síma í ríkara mæli en nú er gert þarf kostnaður við sím- töl úr þeim símum og í þá síma að lækka verulega. Oll efnisleg rök eru til þess að hrun verði á þeim kostnaði ekki síður en á millilandasamtölum. Þess vegna þarf almenningsálitið að þrýsta á símafyrirtækin að lækka þennan kostnað. HVERBYGG- IR KÁRA- HNÚKA- VIRKJUN? EINKARÉTTUR Lands- virkjunar til þess að reisa og reka vatnsaflsvirkjanir rennur út á næsta ári. í samtali við Morgunblaðið í gær stað- festu bæði Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, að ekki væri sjálfgefið, að Landsvirkjun tæki að sér að byggja virkjun við Kárahnúka ef af verður. Þetta er auðvitað alveg rétt sjónarmið. Frá og með árinu 2001 geta aðrir komið við sögu við byggingu slíkra virkjana en Landsvirkjun. Ef niðurstaðan af umhverfismati vegna Kára- hnúkavirkjunar yrði jákvæð væri ekki óeðlilegt að leyfi til að byggja slíka virkjun yrði boðið út og afrakstur slíks útboðs rynni til bióðarinnar. DREIFÐ EIGNARAÐILD HELGI spjall ekki beinlínis í efa, en vildi fátt um það tala. Hann sagði, að mynd- in væri nánast túlkun á tveimur þulum. í annarri væru þessar línur: ÉG spurði Gunn- ■ laug, hvort hann liti á þjóðsögurnar eins og einhvers konar húmor eða skopstælingu - eða hvort hann teldi, að þær væru eins kon- ar spegill þjóðarsálarinnar. Hann svaraði: „Ég lít svo á, að þessar sögur séu sprottnar úr reynslu fólksins og draumum og án þess að nokkurt séní hafi passað upp á. Fyrir mér eru þessar sögur og þessi kvæði sérstök list, og hún verkar meira inspírer- andi á mig en viðurkenndir menn með heimsintellígensíu að bakhjarli. Og maður losnar einhvem veginn aldrei við þessa hst. Hún kemur aft- ur og aftur, eins og allt sem er ein- falt og gott. Eða lestu bara málið á sumum þessum þjóðsögum, sem fólkið sagði og skrifaði án alls remb- ings. Og berðu það svo saman við það, sem menn eru að skrifa nú á dögum. Það eru bragðdaufar bók- menntir, eða hvað finnst þér? Þessi skrif nú á dögum minna mig á slána, sem kemur askvaðandi til manns, lemur í borðið og segir: Ha!“ Nú ætlar Gunnlaugur að sýna mér myndina af sælli Maríu guðs móður. Og meðan hann var að skipta um myndir, héldum við áfram að ræða um málaralist. Ég sagði honum að Sæl María guðs móðir hefði, ef ég sæi rétt, orðið fyrir drjúgum áhrif- um af abstraktlist. Hann dró það Sæl María, guðs móðir, seztu nú á stein og gáðu vel að kúnum mínum, meðan ég fer heim - en hin, sem honum fyndist að sumu leyti fallegri, endaði á þessum orðum: Guð láti sólina skína yfir fagra fjallinu því, sem hún Máría mjólkaði kúna sína. „Ég man nú eiginlega ekki, hvað kom til, að ég fór að gera þessa mynd,“ sagði hann - , jú annars, við vorum nokkrir málarar beðnir um myndir á sögusýninguna, sem var haldin á Lýðveldishátíðinni, ef ég man rétt. Það kom til tals að hafa þjóðsögukames á sýningunni og þá datt mér í hug að gera þessa mynd - og vildi hafa hana stílíseraða eins og veggskreytingu. Ég límdi hana upp á pappír, en þar við sat. Ég hef að vísu geymt myndina ávallt síðan, þó að hún hafi orðið fyrir hnjaski í flutningum. Og einhvern veginn hef- ur mér fundizt, að ég ætti að bjarga henni frá glötun með því að mála hana. Ég byrjaði svo á henni fyrir nokkru. Þú getur séð í henni áhrif frá gamalli spænskri, eða öllu heldur katalónskri list. Ég hef verið mjög hrifinn af þessum spænsku málverk- um. Annars er spánska listin betur þekkt af myndum frá barokk-tíma- bilinu og módernistum eins og Picasso, Miro og Juan Gris. En á síð- ustu áratugum hefur vaknað áhugi á gömlum spænskum málverkum, sem geymdust einna helzt í klaustrum og kirkjum. Þessi list hefur hrifið mig mjög mikið, hún er hrein og sterk. Áhrifin eru einna mest í litum og lín- um en hugmyndin er alíslenzk. Og þó? Spænsk málaralist er mjög tengd fólkinu, alþýðunni. Jú, kannski eitthvað í hugmyndinni sé einnig sunnan frá Spáni, hver veit? Vel getur verið, að þessir spænsku listamenn hafi verið ólærð- ir, eins og sagt er, eða eins konar milliliður milli listamanna og hand- verksmanna, - eins og margir al- þýðumenn hér á landi, sem hafa mál- að altaristöflur í kirkjur, þú hefur kannski heyrt talað um Ámunda smið? Halldór Laxness hefur sagt, að reneassansinn hafi aldrei náð til íslands. Það getur vel verið. Hér á landi voru gerðar myndir um 1800, eins og Spánverjar máluðu um 1300. Mér finnst það nokkuð gott. Við höf- um ekki verið nema fimm hundruð ár á eftir tímanum." REYKJAVÍK URBRÉF INÝLEGU REYKJAVÍKUR- bréfi var komizt svo að orði að það hafi aldrei verið tilgangur þeirra sem boðuðu ágæti almenn- ingshlutafélaga hér í Morgun- blaðinu fyrr á árum að það ætti að leiða til auðsöfnunar fárra, heldur sem flestra. „Þessi stefna hefur að mörgu leyti þróazt ágætlega með okkur, en hefði þó mátt leiða til meiri jafnað- ar og það var aldrei tilgangur hennar að fáir útvaldir gætu lagt undir sig mikinn auð í skjóli þessara vígorða. En þróun síðustu mis- sera hefur sýnt að þeir sem hafa handa á milli það sem úrslitum ræður, peninga, auðmagn- ið, geta nýtt þessa fjármuni til meiri auð- söfnunar en þekkzt hefur í þessu þjóðfélagi frá fyrstu tíð (engu líkara en peningar vaxi á trjám þessa fólks!) Það var aldrei markmið, hvorki Morgunblaðsins né Sjálfstæðisflokks- ins ef því er að skipta, en þó virðast ýmsir þeirrar skoðunar að þetta sé æskileg þróun, þótt hún sé harla tvíbent og gæti haft ögrandi hættu í för með sér. Sumir fullyrða að þessi græðgi, eða þetta hömlulausa óhóf sé hin eina, sanna frjálshyggja, en það er rangt.“ Það er auðvelt að finna þessum orðum stað, að sjálfsögðu. Og þá er ekki síður unnt að sýna framá að velferðarþjóðfélag fellur ágæt- lega að írjálshyggju, ef rétt er á málum hald- ið. FRJÁLSHYGGJA er ekki endilega nein síðkapítalísk stefna sem skilur þá eftir á köldum klaka sem minna mega sín eða þurfa við fátækt að búa. Þvert á móti er það inn- byggt í mannúðarstefnu hennar sem á rætur í þjóðarsáttmála byltingarmanna í Frakklandi 1789, þ.e. að þjóðfélaginu beri skylda til að sjá þeim farboða sem geta það ekki sjálfir. Hitt er svo auðvitað kjarni þessarar stefnu að menn fái tækifæri til að haga lífi sínu að eigin hætti, en ekki samkvæmt fyrirmælum ríkis og valdhafa og þá ekki síður, að þeir hafi svigrúm til að koma undir sig fótunum, megi ráðskast með líf sitt og efni að eigin vild og án mikillar afskiptasemi hins opinbera, svo fremi sem allt fari þetta fram að siðlegum hætti og innan þeirra takmarka sem siðalög- mál nútímasamfélags gera kröfur til. Leikreglur séu virtar ^^^■■■■■■i ÞAÐ ER ÞÁ einnig Ólíkar lausnir íhugunarefni, bæði ' 'l'L- i— j fyrir svokallaða 1 OllKUrn lona- frjálshyggjumenn og Um aðra, sem einn við- kunnanlegasti boð- beri frjálshyggjunnar, Karl Popper, sagði í samtali við Hannes Hólmstein Gissurarson, en það birtist í 2. hefti Frelsisins 1985; þar sagði þessi merki andstæðingur alræðis- stefnu kommúnista og túlkandi mannúðar- stefnu frjálshyggjunnar, að hún yrði aldrei fullsköpuð, eins og hann komst að orði: „Popper sagði síðan að honum fyndist sumir frjálshyggjumenn okkar daga vera heldur miklir draumóramenn eða útópistar. Þeir tryðu á fyrirmyndarríki frjálshyggjunnar, staðleysu eða útópíu, þar sem stjórnmál væru úr sögunni. Hann væri þeirrar skoðunar, eins og aðrir frjálshyggjumenn, að brýnasta verk- efnið væri að minnka ríkisafskipti. Ekkert væri eins hættulegt frelsinu og risastórt rík- isbákn, þunglamalegt kerfi. En einhver ríkis- afskipti væru þó alltaf nauðsynleg. Hann sagði: „Það er innri spenna í frjálshyggjunni, sem við getum ekki lokað augunum fyrir. Annars vegar tortryggjum við frjálshyggju- menn allir valdið. Hins vegar þurfum við valdsins með til þess að tryggja frelsið. Við verðum að fylgja verndarstefnu, sem ég kalla svo - beita ríkisvaldinu til þess að vernda frelsið. Við höldum frelsinu ekki nema með sífelldri aðgát, gagnrýni, baráttu. Fijáls- hyggjan verður að leysa þessa spennu, og lausnimar hljóta að vera ólíkar í ólíkum lönd- um og á ólíkum tímum. Frjálshyggjan verður þess vegna aldrei fullsköpuð. Hún er enda- laus leit að lausnum, tilraun til að takmarka valdið, binda það, svo að það geti horft til heilla fyrir fólk.“ Endalaus leið að lausnum, það hljómar vel, ekki síður en þau orð að frjálshyggjan sé til- raun til að takmarka valdið; það er þá ekki síður íhugunarefni að lausnirnar hljóti að vera ólíkar í ólíkum löndum og á ólíkum tím- um. Marxistar héldu á sínum tíma að komm- únisminn væri fullskapaður, hann hefði stokkið eins og guðleg forsjón út úr heila Leníns og Stalíns, en annað hefur komið í Ijós. Hann hafði í för með sér kerfi sem var glæpsamlegt í eðli sínu og fylgikvillarnir voru takmarkalaus valdbeiting, einhyggja, morð og aðrir glæpir. Þetta var blekkingarvefur kóngurlóarinnar og margar flugur lentu í honum. Það er þannig mikill munur á þessu tvennu, frjálshyggju og marxisma, ef vel er athugað, og engin ástæða til að rugla þessu saman, eins og oft er gert. Frjálshyggjan verður ekki útlistuð eins og manásminn, hún verður ekki skýrð sem endanlegt guðsorð, ef svo mætti segja, heldur kallar hún á spennu - og þá ekki sízt milli þeirra sem telja sig frjáls- hyggjumenn. Sumir eru í þessu sama hefti Frelsisins kallaðir harðir frjálshyggjumenn, aðrir, eins og Popper, sveigjanlegir fijáls- hyggjumenn og mætti það áreiðanlega vel til sanns vegar færa. Það er athyglisvert að helzti boðberi frjáls- hyggjunnar, Olafur Björnsson prófessor, er kallaður sveigjanlegur fijálshyggjumaður í þessu Frelsis-hefti, enda vafalaust rétt, ekki sízt með tilliti til þess hvernig hann skýrði sjálfur þetta þjóðfélagsfyrirbrigði. ÞAÐ MÆTTI vafa- laust halda því fram að einhverjir harðir fijálshyggjumenn væru þeirrar skoðunar, að ástæðulaust sé að halda sérstakiega upp á velferðarríkið, og einatt hefur það komið fram að ungt fólk, sem kennir sig við frjálshyggju, hefur allt á horn- um sér, þegar varið er fjármagni ríkisins, eða skattpeningum fólksins eins og sagt er, til lista, menningar og ýmissa þeirra stofnana sem hafa það hlutverk með höndum að standa vörð um þessa þætti þjóðfélagsins; hvort sem þeir heita Þjóðleikhús, Ríkisút- varp eða eitthvað annað (sumir ljósvakarnir eru aðför að tungunni). Þessar stofnanir eiga að vera útverðir þess arfs sem okkur ber skylda til að rækta og ávaxta og þeim er ætl- að að taka að sér stærri verkefni en svo, að einstaklingar hafi bolmagn til að sinna þeim eins og nauðsyn krefur. Þær gegna sem sagt svipuðu hlutverki og skólarnir og eiga því rétt á sér með sama hætti og þeir. Þetta hefur náttúrlega tekizt misjafnlega eins og allt sem við þurfum að glíma við, en þó er áreiðanlega unnt að fullyrða, að starfsemi þessara ríkis- fyrirtækja hafi verið íslenzkri menningu og arfleifð okkar mikilvægur og skjólgóður vermireitur og þá eru þau ekki sízt mikilvæg í þeirri hatrömmu baráttu sem nú fer fram um varðveizlu tungunnar en hún var að dómi Jóns forseta homsteinn íslenzks sjálfstæðis. Hann talaði jafnvel um rétt íslenzkrar tungu. Menningar- leg viðleitni ■■■■■■ EN HVAÐ SEM ÞVI Mannúðleg líður Þa hafa frJáls- friál-shvo-tría h^aumenn ekki irjaisnyggja þurftaðleitalangtyf- ir skammt til að fá leiðsögn um skóglendi stefnu sinnar, því að Ólafur Björnsson var óhræddur að lýsa þeim skoðunum sem vel féllu að mannúðlegri frjálshyggju. Menn ættu ekki að gera sér hana að gamanmálum eða hafa hana í flimtingum, eins og gert hefur verið, eða kalla hana til ábyrgðar fyrir allar þær öfgar sem vaxa nú eins og arfi um gra- slendi þess borgaralega velferðarþjóðfélags, sem blasir við allt í kringum okkur. Fæst af því sem menn kalla frjálshyggju kemur henni við á nokkurn hátt. Samt er hún kölluð til ábyrgðar fyrir vanstilltar skoðanir og alls kyns fullyrðingar þeirra fjölmiðlavéla sem láta dæluna ganga sýknt og heilagt og virðast aldrei leiða hugann að því að orð eru dýr og merking þeirra mikilvæg. Allur þessi vaðall, hvorki stjórnmálamanna né annarra, kemur frjálshyggju ekkert við, ekki frekar en það lýðræði sem öfgamenn nota til að fegra og upphefja málstað sinn. Steingrímur Hermannsson getur þess í öðru bindi ævisögu sinnar, kaflanum „Hroll- vekjan", að Ólafur Bjömsson hafi flutt fræga ræðu á Alþingi 1971 þar sem hann talaði um þau vandamál sem við blöstu eins og hverja aðra hrollvekju. En Steingrími þykir ekki minna um vert að Ólafur hafnaði „bæði frjáls- hyggju og marxiskum áætlunarbúskap í ræðu sinni og sagði hvort tveggja eiga rót sína að rekja til hugmyndafræði sem tilheyrir liðinni tíð, en ekki nútíma þjóðfélagi“. Steing- rímur flaskar á því að Ólafur var ekki að af- greiða frjálshyggjuna í þessari ræðu sinni, heldur margt annað sem ýmsir töldu til frjálshyggju og telja enn - og þá að sjálf- Laugardagur 1. apríl. sögðu fyrir einhvern misskilning, eða einfald- lega af illvilja í garð þeirrar borgaralegu ein- staklingshyggju sem gerir kröfu til nægilegs olnbogarýmis fyrir hvern einasta þjóðfélags- þegn og minnkandi afskipta samfélagsins af lífi hans og umsvifum. Ólafur Bjömsson nefn- ir ekki frjálshyggju í ræðunni, enda á hann ekki við hana, heldur andhverfu hennar, öfg- ar og ofsa sem koma henni ekkert við. Flest af því sem aflaga hefur farið undanfarið hefur verið skrifað á reikning frjálshyggjunnar án þess það merki neitt - og allra sízt það, sem sagt er, að það merki, eins og bent hefur verið á. Steingrímur Hermannsson bætir því við að Ólafur hafi sagt, að þeir sem syngja framtaki, frelsi og einstaklingshyggju lof séu helteknir af þeirri kenningu „að eigingirnin sé æskileg- asti hvati mannsins til dáða og öllum sé heim- ilt að ota fram sínum tota, ef það ekki beinlín- is brjóti í bág við refsilöggjöfina“. En lítum nánar á það sem Ólafur sagði í raun og vera; samkvæmt þingtíðindum komst hann m.a. svo að orði: „Nú fara kosn- ingar í hönd og næstu mánuðir þegar stjóm- málaflokkarnir biðla til kjósenda verða skemmtilegir tímar fyrir hinn óbreytta borg- ara. „Klippt og kembd og þvegin komin er hún á stallinn, hafra, mjólk og heyin henni gefur karlinn," kvað eitt af góðskáldum okkar um upp- áhaldshryssu sína. Já, það þarf ekki að efa að vel verður kjósendum séð fyrir kembingunni og þvottinum, að minnsta kosti næstu mánuð- ina skemmtir þeim fjölmennur, margraddað- ur kór, þar sem tenórarnir syngja annars vegar lof framtaki , frelsi og einstaklings- hyggju, en hins vegar þrama svo bassarnir áætlunarbúskap, skipulagningu og vinstri stefnu. Það er svo kannski önnur hlið á mál- inu, sem ég skal ekki fara útí hér, að þessi glamuryrði, bæði tenóranna og bassanna, eiga rót sina að rekja til hugmyndafræði, sem tilheyrir liðinni öld, en ekki nútímaþjóðfé- lagi.“ Frjálshyggja heyrir ekki til liðinni tíð, það vissi enginn betur en Ólafur Bjömsson, hún er brýnt viðfangsefni, eða eigum við að segja leiðarljós, nú þegar marxisminn hefur beðið skipbrot. Ólafur heldur áfram: „Svo maður víki að tenóranum, þá er kenn- ing þeirra sú, að eigingirni sé æskilegasti hvati mannsins til dáða og öllum sé heimilt að ota fram sínum tota, ef það ekki beinlínis brjóti í bága við refsilöggjöfina. Þetta gat átt við á þeim tímum þegar hver bjó að sínu, eins og Bjartur í Sumarhúsum, og afkoman var komin undir árangri, baráttu mannsins við náttúraöflin, en á ekki að sama skapi við, þeg- ar menn fara að búa í sambýli, þá er félags- hyggja a.m.k. að vissu marki, óhjákvæmileg. Svo maður víki að bössunum og slagorðum þeirra þá virðist sú hugmyndafræði, sem þar liggur fyrst og fremst að baki, vera hinar steinrannu kenningar marxismans, sem einn- ig er arfur frá síðustu öld. En þetta liggur nú kannski utan við þetta verkefni, sem hér er um að ræða, og ekki þarf að draga í efa að hér verður sungið.“ Svo mörg voru þau orð Ólafs Björnssonar á Alþingi. Hann boðaði ekki óhóf og öfgar, heldur hófsama ftjálshyggju með félagslegu ívafi; þ.e. velferðarríki. Hér er ekki verið að ræða um frjálshyggj- una sem þjóðfélagsstefnu, heldur eðli manns- ins sjálfs, takmarkanir hans og eigingirni. Á því er mikill munur, raunar grandvallarmun- ur. Enginn vissi það betur en Ólafur Bjöms- son, að orð eins og framtak, frelsi og einstakl- ingshyggja era ekki lúin, einnota vígorð í kosningabaráttu, heldur felst í þeim mikil- vægur boðskapur um grandvallaratriði og helgasta rétt hvers manns í samfélaginu. Það er ekki sízt þekkt úr alls kyns trúarbragða- stagli að ofstækisfullir tækifærissinnar nota fagran boðskap sjálfum sér til framdráttar í eigingjömum tilgangi, en þeir hafa margir hverjir ekki sízt komið óorði á guðspjöllin með orðagjálfri sínu. Hið sama á við hér. Eigingirni þarf ekki endilega að vera sprottin af illum hvötum, hún er þvert á móti þáttur af manneðlinu og auðvitað er hægt að nota hana eins og allt annað, sem okkur hefur verið gefið, bæði til góðs og ills. Hún er í senn svartur galdur og hvítur; svartur galdur í því tilfelli sem Ólafur Björnsson nefndi á þingi endur fyrir löngu, en hvítur galdur og já- Skógarþröstur í Öskjuhlíðinni. . Morgunblaðið/Ómar kvæður, þegar eigingirni móður beinist að barni hennar, eða mannúðarfólk sinnir um- hverfi sínu í því skyni að hljóta ekki fyrir það aðra umbun en sjálfsfyllingu og sérstæða gleði. ■■■■■■■■■■ ÞYZKI heimspeking- Samkennd urinn Schopenhauer, • ••„„• sem lagði helzt og eigmgirm áherzlu á viljann, undrast það í einu rita sinna, hvemig á því standi, að maðurinn, einstaklingurinn, geti upplifað sársauka annarra með þeim hætti sem raun ber vitni oft og einatt, eða þannig, að hann gleymir algjörlega sjálfsverndar- þættinum í eigin eðli, gleymir eigin öryggi og kemur öðram til bjargar án þess að hugsa um sjálfan sig, jafnvel um eigið líf. Samt er sjálf- söryggi, sjálfsverndun einn sterkasti eðlis- þátturinn í okkur öllum. En í manninum er einnig mikill samúðarþáttur og samkennd hans með öðra fólki getur oft og einatt verið sjálfsörygginu, eða eigingirninni, yfirsterk- ari. Schopenhauer heldur því fram að þessi óeigingirni eigi rætur í þeim dularfulla þætti í eðli mannsins að geta fullkomlega samsvarað sig öðrum; að geta staðið í annarra sporam. Á þeim forsendum verður samúðin eigin- girninni yfirsterkari. Þessi samúð mætti koma oftar fram í póli- tískri umræðu, þegar skoðanavélarnar byrja að karpa um ágæti sitt og sinna - og ást sína á endanlegum sannleika. VelferðaiTÍki og frjálshyggja fara ágæt- lega saman og var að því vikið í fyrrnefndu riti Frelsisins og ekki úr vegi að rifja upp þann þáttinn í baráttu frjálshyggjumanna á sínum tíma, en hann á jafnrétt á sér nú og áð- ur og engin ástæða til að láta eigingirnina, hörkuna og ósvífnina, hvort sem hún birtist í peningagræðgi eða á annan hátt, koma óorði á grandvallaratriði góðrar stefnu sem bygg- ist á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, tjáningarfrelsi og raunar öllum þeim grand- vallarþáttum, sem við leggjum helzt áherzlu á í stjórnaskrá okkar. í FRELSIS-grein- inni, sem heitir Frjálshyggja og vel- ferðarþjóðfélag, era leidd rök að því að ftjálshyggjan eigi sam- fylgd með samkenndarþjóðfélaginu og það sé t.a.m. ekki nein tilviljun, hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn átti hvað mestan þátt í því á sínum tíma að byggja upp velferðarríki borgaranna Eign handa öllum í Reykjavík. í þeim efnum var hann trúr þeirri arfleifð sem þessi borgaraflokkur hlaut frá frönskum byltingarmönnum, en þeir létu sér mannúð miklu skipta - og þá ekki sízt vel- ferð hvers og eins - hvað sem segja má um þá að öðru leyti. Velferð þegnanna er siðferði- lega réttmæt krafa í nútímasamfélagi, hvað sem öðra líður. Popper segir að ríkið eigi ekki að gera fólk hamingjusamt því þar kunni það ekki til verka, enda býr hamingjan í hjarta mannsins, eins og Sigurður Breiðfjörð orti. Ríkið eigi heldur, segir Popper, að reyna að útrýma því böli sem gerir fólk óhamingju- samt. Það hlýtur að vera eitt helzta keppikefli samfélagsins að breyta þjóðfélaginu í verð- mæta einstaklinga. Það sé í anda frjálshyggj- unnar, en ekki hitt, að láta sér það lynda að þjóðfélagið sé eins og hver önnur loðnug- anga. I Frelsis-greininni er komizt svo að orði: „ Jafnframt því sem við teljum öryggisnet rík- isins siðferðilega rétt, þannig að enginn þurfi að fara á mis við lágmarksmenntun og heilsu- gæzlu, þá gerum við kröfur til þess að ábyrgðarlausir stjórnmálamenn sæki ekki fjármuni í vasa einstaklinga á forsendum þeirrar siðlausu eyðslu sem hvarvetna veður uppi í velferðarríkjunum." Það er sem sagt ekki sízt ástæða til að vera á verði gagnvart pólitískum lodduram og hentistefnumönnum að þessu leyti. En þó að velferð hljóti að vera innbyggð í frjálshyggj- una fyrst hún er borgaraleg mannúðarstefna og byggist á lýðræði og frelsi einstaklingsins og þá væntanlega einnig mikilvægi öryggis- nets í samfélaginu, þá er hitt augljóslega rétt, að frjálshyggjumönnum er það sameiginlegt „að telja frelsi og sem minnst afskipti eða íhlutun ríkisvaldsins beztu skilyrðin til að þroska hæfileika einstaklingsins, auka verð- leika hans sjálfum honum og þjóðfélaginu til heilla og nytsemdar. Og þeir stefna að eign handa öllum. Eignarétturinn er þeim því ekk- ert feimnismál né gengur hann gegn réttlæt- isvitund þeirra, ekki sízt vegna þess að þeir era sannfærðir um, að eign framkvæmda- manna og athafnaþrá bæti kjör annarra, en geri launþega t.a.m. hvorki að þýjum eða þrælum, eins og reglan er í alræðisríkjum.“ En það er svo annað mál að frjálshyggjan gerir ekki ráð fyrir því, að menn selji, veðsetji eða ráðskist með það sem þeir eiga ekki, eins og nú tíðkast, heldur sé eignaréttur allra, ekki fárra eða einstakra, í heiðri hafður - og þá væntanlega með það takmark í huga sem fyrr segir: Eign handa öllum. En það er svo ann- að raál að frjáls- hyggjan gerir ekki ráð fyrir því, að menn selji, veð- setji eða ráðskist með það sem þeir eiga ekki, eins og nú tíðkast, heidur sé eignaréttur allra, ekki fárra eða einstakra, í heiðri hafður - og þá væntanlega með það takmark í huga sem fyrr segir: Eign handa öllum. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.