Morgunblaðið - 02.04.2000, Side 35

Morgunblaðið - 02.04.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 35 SKOÐUN Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru: Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands laga nr. 38/1990 um úthlutun veiði- heimilda (veiðiheimildir enn og aft- ur). Kjarni dóms Hæstaréttar (Hér kemur fram í þessum síð- asta málslið einn þýðingurmesti og umdeildasti hluti dómsins að mínu mati. Hæstiréttur talar hér um reglu, sem leiðir af 5. gr., sem fjall- ar um veiðileyfí. Dómurinn vísar ekki beint í 5. gr. heldur talar um reglu, sem leiðir af henni, þ.e. af- leidda reglu, sem er að sjálfsögðu 7. greinin um veiðiheimildirnar sjálf- ar. Pað leiðir af 5. gr. að þeir sem fá veiðileyfí eigi einnig rétt á veiði- heimildum, enda verða þessir tveir þættir ekki skildir að. Það athugast hér vegna orðalags dómsins, að veiðileyfum er ekki úthlutað frekar en ökuleyfum eða byssuleyfum, heldur eru þau veitt umsækjendum, sem uppfylla viðeigandi skilyrði og reglur. A hinn bóginn er veiðiheim- ildum þ.e. aflahlutdeild og aflam- arki úthlutað eftir ákveðnum reglum. Um það er Hæstiréttur að fjalla, úthlutun veiðiheimilda en ekki úthlutun veiðileyfa. Það er af og frá að Hæstiréttur sé þarna að ruglast á hugtökunum veiðileyfí og veiðiheimildir eða Hæstiréttur sé að rugla saman lagagreinum, þ.e. 5. gr. og 7. gr., eins og sumir hafa beinlím's fullyrt. Hér skal ítrekað enn og aftur að af hálfu Valdimars var ekki vísað í 7. gr. eða efni henn- ar gert að sérstákri málsástæðu í þessu máli. Að mínu mati er Hæsti- réttur að segja það, að það sé ákvæði 7. gr. um úthlutun veiði- heimilda, sem leiði af 5. gr., enda er efni þessara lagagreina svo sam- tvinnað að ákvæðin í stjórnar- skránni um atvinnufrelsi og jafn- ræði verði ekki virt, sbr. 1. gr. kvótalaganna, nema hvort tveggja sé tekið með við úrlausn málsins. Menn hafa bent á það, að það segi sig sjálft, að þótt nýir aðilar í út- gerð fái veiðileyfí til að físka ekki neitt af því þeir fá ekki úthlutaðan kvóta, þar sem ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu eigi og fari með allan kvótann frá fyrri tíð, þ.e. sameign þjóðarinnar, þá er þessum tveimur aðilum þar með mismunað og brotin á þessum aðilum, sem engan kvóta fá, ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi var í upphafí sniðið að því að koma í veg fyrir að ákveðnir aðilar í samfélaginu fengju úthlutað til sín forréttindum umfram aðra, svo sem titlum eða verðmætum, þannig að ekki yrðu til ákveðin for- réttindi til sumra í samfélaginun og þar með mismunun og ójafnræði gagnvart hinum. Ákvæðið um at- vinnufrelsi var í upphafí fyrst og fremst ákvæði um jafnræði borgar- anna í þessum efnum, sbr. t:d. gild- in svokölluðu, sem voru samtök manna í handiðnaði, verzlun o.fí. í Danmörku í gamla daga, sem höfðu einkarétt á að stunda vinnu í ákveð- inni atvinnugrein, en enginn utan gildanna fékk að starfa í faginu. Að koma í veg fyrir myndun slíkra for- réttinda var upphaflegi tilgangur- inn með greininni um atvinnufrelsi.) Afram segir í hæstaréttardómn- um: „Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við ísland. Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tál- mun við því, að drjúgur hluti lands- manna geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnurétt- ar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru (hvað væri Hæstiréttur að tala um 1. gr. kvótalaganna um að fískurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar, ef hann væri eingöngu að fjalla um veitingu veiðileyfal) og þeir tiltölu- lega fáu einstaklingar eða lögaðilar, sem höfðu yfir að ráða skipum við veiðar í upphafí umræddra takmarkana á fiskveiðum. Þegar allt er virt verður ekki fall- ist á, að til frambúðar sé heimilt að gera þann greinarmun á mönnum, sem hér hefur verið lýst. Hið um- deilda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 (7. gr. var ekki nefnd til sögunnar Það tekur aðeins 15 mínútur að útbua öll algengustu eleraugu. af hálfu sækjanda málsins, eins og áður sagði) er því að þessu leyti í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Ályktanir dregnar af Valdimarsmálinu Niðurstaða Hæstaréttar vai- sú, að ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins að synja Valdimar um veiði- leyfi var dæmd ógild og felld úr gildi, en þar sem málið var ekki höfðað til viðurkenningar á rétti Valdimars til að fá úthlutað veiði- leyfi eða veiðiheimildum og þá með vísan til 7. gr. tók Hæstiréttur eðh- lega ekkert á þeim þætti. Spuming- in er þessi, sem menn greinir á um: Lét Hæstiréttur í ljós í dómsfors- endum sínum í Valdimarsmálinu, hvernig hann liti á þann þátt máls- ins, sem snýr beint að úthlutun veiðiheimilda, þótt sækjandi máls- ins, sem flutti málið sjálfur, hefði ekki lagt þá spurningu undir dóm- inn og þá hugsanlega vegna van- þekkingar á kvótalögunum? Sumir halda því fram að ein- göngu hafi verið fjallað um útgáfu veiðileyfa, þ.e. efni 5. gr., og stjóm- völd hafi þegar bragðist við því með því að afnema úreldingarreglur og gefa veiðileyfin frjáls, þannig að all- ir sem fullnægja almennum reglum varðandi fiskiskip, svo sem um ör- yggi fiskiskipa, búnað o.þ.l., geti fengið leyfi til að veiða. Vilji nýlið- arnir veiða eitthvað út á þessi veiði- leyfi sín, þá geti þeir keypt sér kvóta af þeim sem fyrir eru og eiga kvótann. Aðrir telja, að þótt Hæstiréttur hafi í Valdimarsmálinu fjallað um útgáfu veiðileyfa, þ.e. 5. gr., þá komi jafnframt afstaða Hæstaréttar til úthlutunar veiðih'eimilda mjög skýrt fram í forsendum dómsins. Þetta tvennt verði aldrei skilið að. Akvæðin í 1. gr. kvótalaganna um það að fiskurinn í sjónum og þá jafnframt kvótinn sé sameign þjóð- arinnar og ákvæðin í mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar um at- vinnufrelsi og jafnræði væru algerlega marklaus að þessu leyti, ef annað ætti að gilda um veiði- heimildirnar en veiðileyfín. Annað verði ekki lesið út úr forsendum dóms Hæstaréttar í Valdimarsmál- inu og Hæstiréttur hljóti að verða sjálfum sér samkvæmur og hafa sömu sjónarmið í Vatneyrarmálinu og Valdimarsmálinu, nema alger kúvending hafi átt sér stað hjá Hæstarétti. Lokaorð Hvernig niðurstaða þessa máls verður mun koma í ljós, þegar Hæstiréttur kveður upp sinn dóm í Vatneyrarmálinu, væntanlega um mánaðamótin apríl/maí. í umfjöllun um þetta mál hefur tveimur óskyld- um sjónarmiðum verið haldið á lofti, hvoru gegn öðru. Annars veg- ar er bent á skýr ákvæði 1. gr. lag- anna um stjórn fiskveiða og ákvæði mannréttindakafla stjórnarskrár- innar um atvinnufrelsi og jafnræði og fullyrt að lögin um stjórn fisk- veiða brjóti í bága við þessi ákvæði. Þessi lög þurfi að fullnægja ákvæð- um stjórnarskrárinnar, eins og öll önnur lög. Hins vegar er bent á fjárhagsleg sjónarmið, en í málinu liggja undir gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir, sérstaklega fyrir eig- endur kvótans í dag, með öllu því þjóðfélagslega uppnámi og röskun, sem neikvæð niðurstaða fyrir þessa aðila hefði óneitanlega í för með sér. Það sem er aðalatriðið í máli þessu er sú staðreynd, að þetta mál snýst ekki um það, hvort núveranjS kvótakerfi sé gott fiskveiðistjórnun- arkerfi eða ekki, eða að Hæstirétt- ur gefi kvótakerfinu einkunn eða velji milli aflamarkskerfis eða sókn- armarkskerfis eða einhvers annars fiskveiðistjórnunarkerfis. Það er ekki hlutverk dómstóla að leggja hagfræðilegt eða þjóðhagslegt mat á þýðingu kvótakerfis eða á eitt- hvert annað ágreiningsefni, sem er til úrlausnar hverju sinni fyrir rétt- inum. Málið snýst eingöngu um lög- fræði og ekkert annað. Málið verð- ur ekki lagt þannig upp, að á vogarskálar réttlætisgyðjunnar verði buddan lögð á aðra vogarskál- ina, en stjórnarskráin á hina. Brjóta ákvæði laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 í bága við stjómarskrána eða ekki? Þetta er það sem lagt er fyrir Hæstarétt og er hlutverk dómsins að skera úr um og annað ekki. Höfundur er sjálfstætt starfandi /öguiaður. Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500 Ert ]púá leid til ttOandaf ' v "’5 . ■ " ’rv»A ■ ____t * G1 era u gn a ver sl u n á fríhafnarsvæöinu Þú sparar 20%-40% þegar þú kaupir gleraugu hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.