Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 1
79. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aukin gosvirkni í Usu Date, Japan. AP. ÓTTAST er að eldgosið í fjallinu Usu í Norður-Japan, sem hófst á fostudag, kunni að reynast langvarandi eftir að þrjár sprengingar urðu í fjallinu í gær. Svo virðist sem eldgosið sé að færast í aukana og kann svo að fara að þær 50.000 manna sem búa í nágrenni við Usu eigi erfiða mánuði framundan en tal- ið er að gosið geti m.a. valdið aurskriðum. Mikið öskufall var í nágrenn- inu í gær og sagði japanska veð- urstofan að frekari virkni hefði orðið vart snemma á laugar- dagsmorgun. Yfirvöld vöruðu við áframhaldandi gosvirkni og voru íbúar hvattir til að vera við öllu búnir. „Eldvirkni í fjallinu færist nú í aukana og mjög líklegt er að það eigi eftir að verða enn stærri sprengingar en þær sem þegar hafa orðið,“ sagði Toshimitsu Niibe, starfsmaður veðurstof- unnar, og kvaðst ekki telja að lát yrði á. „Við vitum bara ekki hve- nær næsta sprenging verður. Það gæti gerst hvenær sem er.“ Morgunbiaðið/Svernr Börn, fuglar og vor við Tjörnina Mary Robinson heimsækir tsjetsjenskar flóttamannabúðir í Ingúsetíu Segir að refsa þurfi fyrir mannréttindabrot zran, Moskva. AP, AFP. MARY Robinson, yfirmaður mann- réttindamála hjá Sameinuðu þjóðun- um, heimsótti í gær flóttamannabúð- ir í Ingúsetíu og hlýddi á frásagnir tsjetsjneskra flóttamanna af mann- réttindabrotum rússneskra her- manna eftir að Rússar samþykktu í vikunni að henni yrði leyft að heim- sækja Tsjetsjníu og nærliggjandi ríki til að kynna sér betur meint mannréttindabrot rússneska hers- ins. „Ég er þess fullviss að báðir aðilar hafa beitt ofbeldi," sagði Robinson fyrir heimsókn sína. „Það er þess vegna mjög mikilvægt að alvarlegum ásökunum um mannréttindabrot sé fylgt eftir og það er mjög mikilvægt að það verði refsað fyrir þau brot.“ Að sögn RTR-ríkissjónvarpsstöðv- arinnar ræddi Robinson við Ruslan Aushev, for- seta Ingúsetíu, áður en hún hélt í för sína um flóttamannabúðirnar sem dreifðar eru um In- gúsetíu. Robinson lýsti yfir áhyggjum sínum af þjáningum flóttamanna og slæmum aðbúnaði. „Það er ljóst að margir þeirra hafa þjáðst mik- ið,“ sagði hún. En flótta- menn hafa áður kvartað yfir að þeim leyfist ekki að ræða við gesti. „Þeg- ar fyrirmenn koma hindrar fjöldi varða okkur í að ræða við þá,“ sagði Islam Avtm’khanov, flóttamaður frá Grosní, sem býr nú í Mary Robinson flóttamannabúðum í bænum Karabulak. Rússar létu undan þrýstingi erlendra ríkja er þeir leyfðu heimsókn Robinson og sam- þykktu að starfsmenn Rauða krossins fengju aðgang að fangabúðum í Tsjetsjníu nú í vikunni. En samþykki sitt veita Rússar aðeins nokkrum dögum áður en Evróp- uráðið fundar um hvort þeir skuli mögulega gerðir brottrækir úr ráðinu eða sviptir at- kvæðisrétti sínum. Robinson flýgur í dag til höfuð- borgar Tsjetsjníu, Grosní, þar sem hún heimsækir m.a. Tsjernokosovo- fangabúðirnar og ræðir að því loknu við rússneska ráðamenn í Moskvu á mánudag. Fldttamannastraumnum farið að linna Sameinuðu þjóðirnar greindu á föstudag frá því að flóttamanna- straumi frá Tsjetsjníu virtist nú hafa linnt og að fólk væri farið að snúa heim á ný. Mannfall Rússa hefur hins vegar að sögn rússneskra stjórnvalda verið töluvert undanfarna daga og var í gær greint frá því að lík 32 her- manna hefðu fundist í nágrenni við þorpið Zhani-Vedeno að því er ITAR-TASS fréttastofan greindi frá. Staða smærri ríkja innan Evrópusam- bandsins er góð Tolvugerð mynd - stærðfræðileg smíði LIST OG HÖNNUNÍÓSLÓ Bandaríkin Ríkið í mál gegn sili- kon-fram- leiðendum Washington. AP. RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna hóf á fóstudag málsókn gegn sex framleið- endum sílikon-bijóstapúða til að end- urheimta þann kostnað sem banda- ríska heilbrigðiskerfið hefur haft af meintum erfiðleikum sem hlotist hafa af bijóstastækkunum. Kostnaðurinn er sagður nema milljónum dollara og hefur dóms- málaráðuneytið óskað eftir að frekari sáttagreiðslur verði ekki inntar af hendi, úr sjóði sem settur var á stofn til að bæta konum meint tjón sílikon- púða, iyiT en kostnaður heilbrigðis- kerfisins sé að fullu greiddur. Heil- brigðiskerfið beri kostnað af því að fjarlægja bijóstapúðana, auk frekari þjónustu við þær konur sem telja brjóstapúðana hafa valdið sér meiðsl- um eða sjúkdómum. Fyrirtækjunum sex og sáttagreiðslusjóðnum beri því að endurgreiða ríkinu kostnað sinn. Rúmlega 80.000 konur hafa nú þeg- ar fengið greitt úr sjóðnum, en Mat- væla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna bannaði notkun sílikon-púða 1992. AP Sölu Rover mótmælt EFNT var til fjöldamótmæla gegn sölu bílafrainleiðandans BMW á Rover-bflaverksmiðjunum í Birm- ingham á Englandi í gær. Höfðu um 40.000 manns safnast saman á há- degi og báru margir borða og skilti með áletrunum á borð við „Bjargið störfum okkar“, „Engin uppgjöf" og „Bjargið Rover“. Að sögn lögreglu var búist við að enn fleiri myndu slást í hópinn eftir því sem leið á daginn, þannig að allt að 100.000 mótmælendur yrðu á götum borgar- innar. Mótmælin voru hluti af herferð til að bjarga verksmiðju Rover í Long- bridge í Birmingham. En þúsundir manna á svæðinu starfa hjá bfla- verksmiðjunni og er talið að allt að 51.000 störf, sem iðnaðinum tengj- ast, geti tapast loki verksmiðjan. MORGUNBLAÐIÐ 2. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.