Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 29
#
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
ATVINNULlFSINS
Verkefni fyrir
frumkvöðla og fyrirtæki
Nýsköpunarsjóður stendur að stuðningsverkefnum fyrir frum-
kvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki með það að markmiði að
efla nýsköpun I íslensku atvinnulífi.
Frumkvöðlastuðningur
Tilgangur þjónustunnar er að styðja við nýsköpunarhugmyndir ein-
staklinga og smærri fyrirtækja með því að veita styrki og áhættulán
til nýnæmisathugana, einkaleyfisumsókna, hönnunarverndar, við-
skiptaáætlana, hagkvæmniathugana, þróunar og prófana.
Veittir eru styrkir og áhættulán. Upphæð áhættulána er metin hveiju
sinni út frá verkefni og heildarfjármögnun. Stjóm Nýsköpunarsjóðs
tekur ákvarðanir um áhættulán að fengnum tillögum verkefhisstjómar.
Styrkir geta numið allt að 50% af heildarkostnaði eða að hámarki
300.000 kr.
Netslóð verkefnisins er: www.lmpra.is/frumkvodlastudningur
Þjónusta Nýsköpunarsjóðs við
frumkvöðla og uppfinningamenn
Tilgangur þjónustunnar er að veita frumkvöðlum og uppfinninga-
mönnum víðtæka handleiðslu í þróun viðskipta- og vöruhugmynda
þannig að þær leiði til markaðshæfrar vöm, þjónustu eða stofnunar
fyrirtækis.
Verkefnið felst m.a. í eftirfarandi:
Frummati á hugmyndum, bæði uppfinningum og viðskiptahugmynd-
um, leiðbeiningu við gerð viðskiptaáætlana og aðstoð við leit að
samstarfsaðiium, innlendum og erlendum.
Ásamt þessu er veitt leiðsögn um stofnun fyrirtækja, vemd hugmynda
og framsal þeirra og aðstoð við að leita fjármögnunar.
Skrefi framar
Tilgangur verkefnisins er:
• Að auðvelda stjórnendum minni fyrirtækja (ör- og sprotafyrir-
tækja) að'bæta rekstur þeirra með utanaðkomandi aðstoð.
• Að aðstoða stjórnendur við val á ráðgjöf og ráðgjöfum.
• Að veita forsvarsmönnum fyrirtækjanna og ráðgjöfum aðhald
meðan á ráðgjöf stendur til þess að hún skili tilætluðum árangri.
Skrefi framar er opið öllum starfsgreinum. Um er að ræða 30 verk-
efni á ári. Hvert verkefni getur staðið yfir í allt að 10 daga. Hverju
verkefni er skipt upp í tvo hluta. í fyrri hluta er gerð forathugun og
stöðumat á fyrirtækinu. I síðari hluta verkefnisins er um að ræða
ráðgjöf á afmörkuðu sviði.
Netslóð verkefnisins er: www.impra.is/skrefiframar
ímpra
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
trumkvððla ofl fyrlrUakja
Netslóð verkefnisins er: www.impra.is/frumkvodull
Framkvæmd þessara verkefna Nýsköpunarsjóðs er í höndum
Impru - þjónustumiðstöövar frumkvöðla og fyrirtækja á Iðntækni-
stofnun. Verkefnin eru ætluð öllum greinum atvinnulífsins.
Ipmra, þjónustumiöstöö frumkvööla og fyrírtækja
veitir nánari upplýsingar um einstök verkefni í símum
570 7100 og 570 7267
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hjá Nýsköpunarsjóði og
Impru. Þau er einnig að finna á veraldarvefnum, www.nsa.is eða
www.impra.is