Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 53
FOLKI FRETTUM
Úrsiit í Gettu betur réðust á föstudagskvöldið
Enn getur
MR betur
*
B f
ÞAÐ var rífandi stemmning í Vals-
heimilinu á föstudagskvöldið þegar
lið Menntaskólans í Reykjavík,
skipað þeim Svani Péturssyni,
Hjalta Snæ Ægissyni og Sverri
Teitssyni lagði að velli lið Mennta-
skólans við Hamrahlíð, sem sam-
anstóð af Friðriki Jensen Pálssyni,
Jóni Árna Helgasyni og Önnu Pálu
Sverrisdóttur, í úrslitaorrustu
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, Gettu betur.
Allir í miklu keppnisskapi
Keppnisandinn í íþróttahöllinni
hafði augljóslega smitandi áhrif á
nærstadda því menn voru í miklum
vígahug, ekki einungis sjálfir liðs-
menn heldur áhorfendur einnig.
Áður en blásið var í herlúðra fyrir
sjálfa aðalkeppni kvöldsins öttu
skólarnir kappi hvor við annan í
herópi og ekki var látið þar við sitja
heldur var kynjunum einnig att
saman í þeirri íþrótt. Vígalegir
klappstjórar liðanna leiddu síðan
hvatningaróp stuðningsmanna af
svo miklum dug að röddinni var
fórnað fyrir málstaðinn.
Fljótlega eftir að Logi Berg-
mann Eiðsson stjórnandi hóf
keppnina varð ljóst hvert stefndi.
Lið MR náði forystunni þegar í
hraðaspurningunum og hélt henni
allt til enda. Spennan sem ríkt hafði
i&StíSSM.
í salnum fjaraði því hægt og bítandi
út og varð nokkuð endaslepp þegar
sigur MR varð mönnum endanlega
ljós nokkru áður en keppni lauk.
Liðsmenn MH sýndu samt áfram
mikið og drengilegt keppnisskap og
héldu áfram að bjóða MR-ingum
birginn með ágætis
árangri. Lokastaðan
varð 32-24 MR í vil
og er þetta áttundi
sigur skólans í röð.
Björn Bjarnason
menntamálaráð-
herra afhenti þeim
síðan farandgripinn
Hljóðnemann að
launum auk þess
sem keppendur allir
voru leystir út með
veglegum verðlaun-
um.
« #
M: ' '
VH
NVHE,
&ÍÉ
m
**•
_
■. ,
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Klappliðsstjórarnir héldu uppi rífandi sttímrnningu.
Bjuggumst við
að sigra
Strákarnir í sigur-
liði MR voru vita-
skuld alsælir með sigurinn en
Hjalti fyrirliði sagðist þó hafa búist
við honum: „Lið okkar er meira
þjálfað en nokkurt annað lið sem
skólinn hefur sent til keppninnar
og vorum við því afar vel undir
hana búnir. Við erum einfaldlega
vel að sigrinum komnir.“ Þetta er í
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Hjalta Ægi,
fyrirliða MR-liðsins, Hljóðnemann.
annað skiptið sem Hjalti vinnur
sigur, en hann var í sigurliðinu í
fyrra. „Við þurftum satt að segja að
berjast mun harðar fyrir sigrinum í
fyrra en sigurinn í ár er alveg jafn
sætur fyrir það.“ Þeir Sverrir og
Svavar unnu hins vegar sigur nú í
fyrsta skiptið en viðurkenna að þeir
hafi jafnvel verið
spenntari í fyrra þeg-
ar þeir voru liðsstjór-
ar. Drengirnir eru
allir sammála um að
hafa búist við meiri
keppni frá MH og
undir lokin þegar sig-
urinn var í höfn hafi þeir verið full
kærulausir enda einbeitingin horf-
in. Þeir félagar segjast búast fast-
lega við því að snúa allir aftur að
ári liðnu og lofa því að vera þá jafn-
vel enn sterkari. Spurðir um hvort
þeir séu ekki smeykir við að of-
metnast svara þeir neitandi því
skólinn hafi unnið svo oft að búið sé
að vinna bug á þeim vanda.
Keppendur ótrúlega
vel að sér
Ólína Þorvarðardóttir, dómari og
höfundur spurninga, sagði þetta
bæði hafa verið gefandi og krefj-
andi starf: „Það kom mér alveg í
opna skjöldu hversu mikið keppnin
reyndi á mann, bæði sem spurn-
ingahöfund og dómara." Hún segir
með ólíkindum hversu vel krakk-
arnir sem lengst náðu hafi verið að
sér og segist hafa fyllst tröllatrú á
framtíðina við upplifunina.
7.-8. apríl
22.-25. maí 13:30-16:30
5.-6. maí 8:30-16:30
L-«Director2 29. maí-i. júní 13:00-16:30
■ Dreamweawer
8.-11. maí 8:30-16:30
Dreamweawer 1 25.-28. apríl
L-« Dreamweawer 1 15.-18. maí 13:00-16:30
Dreamweawer 2 8.-11. maí 13:00-16:30
■ Macintosh grunnur
L-iMacintosh 10.-13. apríl 13:00-16:30
Verð hvers námskeiðs er kr. 30.000,-
nema Macintosh grunnur kr. 22.500,-
■ Grafísk hönnun
L-« Grafísk hönnun 1 8.-11. maí 13:00-16:30
m *
Prenttæknistofnun rafiðnaðarskólinn
Margntiðluitarskólinit
Faxafeni 10 • Sími 588 0420