Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 39 FRÉTTIR ÍSAL dæmt til að greiða starfsmanni sínum 7,4 milljónir kr. eftir vinnuslys ISAL ber ábyrgð á ófor- svaranlegri vinnuaðstöðu HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt íslenska álfélagið hf. til að greiða rafvirkja sem slasaðist lífs- hættulega við störf sín í álverinu í Straumsvík í maí 1998, 7,4 milljónir króna í skaðabætur. Álfélagið hefur áfrýjað dóminum til Hæstaréttar. Stefnandi málsins, sem starfað hefur hjá félaginu í tæp 30 ár, slasað- ist þegar hann var að kanna bilun í sjálfvirkum búnaði í vélasamstæðu í álverinu. Svokallaður þverfærslu- tjakkur lenti á öxl hans með þeim af- leiðingum að hann klemmdist á milli tjakksins og fasts bita undir svoköll- uðu skiptiborði sem hann skreið undir til að kanna bilunina nánar. Stefnandi hálsbrotnaði, viðbeins- brotnaði og hlaut aðra áverka sem urðu þess valdandi að hann var rúm- liggjandi á spítala í þrjá mánuði, þar af lengi á gjörgæsludeild. Krafíst var 8,5 milljóna króna í skaðabætur og var því m.a. haldið fram að slysið mætti rekja til hættu- legs vélbúnaðar og óforsvaranlegra vinnuaðstæðna. Orsök slyssins rakin til breytinga á vélbúnaði Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að orsök slyssins mætti rekja til breytinga á vélbúnaði í vélinni, sem gerðar höfðu verið nokkru fyrir slysið. Nauðsynlegt var því fyrir manninn að fara undir borðið, sem var hættulegt þótt hættan væri fyr- irsjáanleg. Vinnuaðstaðan var því í umrætt sinn óforsvaranleg og bæri íslenska álfélagið ábyrgð á því. Hins vegar viðhafði maðurinn ekki nægilegar öryggisráðstafanir þegar hann skreið undir borðið og taldi dómurinn að slysið mætti rekja að nokkru leyti til aðgæsluleysis hans sjálfs. Þótti því rétt að skipta sökinni þannig að stefnandi málsins bæri fjórða hluta tjóns síns en Islenska ál- félagið afganginn. Stefnanda voru því dæmdar 7,4 milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum, auk 578 þúsund króna í málskostnað. Dóminn kváðu upp Ólöf Péturs- dóttir dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness og meðdómendurnir Birgir Sigurþórsson rafeindatækni- fræðingur og Snæbjörn Kristjáns- son rafíðnfræðingur. Lögmaður ís- lenska álfélagsins var Einar Baldvin Axelsson héraðsdómslögmaður en lögmaður stefnanda var Guðni Á. Haraldsson hæstaréttarlögmaður. Morgunblaðið/Albert Kemp Hópurinn framan við franska spítalann, en tengsl Frakka og Fáskrúðsfirðinga hafa jafnan verið mikil. Hugmyndasamkeppm um minjagrip Tröllkarlinn Bergþór bar sigur ur býtum Hveragerði. Morgunblaðið. VERÐLAUN voru afhent nú nýver- ið í hugmyndasamkeppni um gerð minjagrips sem á einhvern hátt tengdist uppsveitum Árnessýslu og væri unninn úr efni þaðan. Sigur úr býtum báru tröllkarlinn Berþór frá Bláfelli og Guðmundur Magnússon frá Steinahlíð, Hrunamannahreppi. Verkefnið er samstarfsverkefni sem Skógrækt ríkisins, Uppsveitir Árnessýslu og Atvinnuþróunarsjóð- ur Suðurlands stóðu fyrir en sam- keppnin var styrkt af Límtré ehf. Hugmyndin að samkeppninni kviknaði á skógardegi í Haukadal en lengi hefur þótt vanta minjagrip sem skírskotaði til umhverfis, menningar og sögu svæðisins. Markmið keppninnar var að til yrði gripur sem hægt yrði að selja ferðamönnum sem og heimamönn- um og um leið að skapa atvinnu- Itækifæri í heimabyggð. Gripurinn yrði unninn úr efni sem fyndist á svæðinu og skilyrði var að hánn hentaði vel til fjöldaframleiðslu. Alls bárust 10 munir frá 8 aðilum í keppnina og var dómnefnd mikill vandi á höndum að velja einn sigur- vegara úr þeim góða hópi. Dóm- nefndina skipuðu Karl Helgi Gísla- son, Svanur Ingvarsson og Bjarni Þór Kristjánsson. Var það sam- dóma álit nefndarinnar að munirnir væru mjög góðir og vel unnir og þar væri margt sem hentaði til íjöldaframleiðslu. En einungis ein verðlaun voru í boði og sigurvegari í keppninni varð Guðmundur Magnússon frá Steinahlíð, Hrunamannahreppi, en hann sendi tröllkarl einn vígalegan í keppnina, Bergþór frá Bláfelli. Gripnum er ætlað að minna á sög- una um tröllið Bergþór er bjó í Blá- felli. f máli dómnefndar kom fram að vöntun hefur verið á skemmti- legum fígúrum í íslenskri minja- gripaflóru og því er karlinn Berg- þór kærkomin nýjung á þeim markaði. Sigurður Bjarnason, fulltrúi At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands, var viðstaddur verðlaunaveitinguna og sagði af því tilefni að nú væri komið að því að þróa hugmyndina áfram og mun sjóðurinn aðstoða vinnings- hafann við að koma hugmyndinni á markað. Til gamans má geta þess að yngsti þátttakandinn í samkeppn- inni var aðeins 10 ára gamall, Hrefna Helgadóttir, og sendi hún hugmynd að skemmtilegri bóka- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Þátttakendur og aðstandendur keppninnar með munina sem bárust í samkeppnina. stoð sem hún vann með aðstoð afa síns. Við athöfnina tóku fjölmargir til máls og meðal annarra Jón Karls- son frá Gýgjarhólskoti í Biskups- tungum sem ásamt eiginkonu sinni átti muni í samkeppninni. Þegar niðurstaða dómnefndar lá fyrir kastaði hann fram eftirfarandi stöku: Bergþór sýnist burðastór blómlegur á velli. Heldur er hann herðamjór hokinnmjögafelli. Umsjón með verkefninu höfðu Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins, Björn Bjarndal, Suðurlandsskóg- um, Sigurður Bjamason, Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands, og Ás- borg Amþórsdóttir, ferðamála- fulltrúi uppsveitanna. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga Framkvæmd laga um þjdðlendur verði endurskoðuð FUNDUR fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, hinn 58. í röðinni, hvetur fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sem fer með fyrir- svar fyrir hönd ríkisins og stofnana þess, vegna krafna um eignarrétt- indi á landi, til að beita sér fyrir end- urskoðun á framkvæmd laga nr. 58/ 1998 um þjóðlendur. Fulltrúaráðið, sem fundar að Reykholti þessa dag- ana hefur sent frá sér álit þar sem það mótmælir því að gengið sé þvert á þinglýstar eignarheimildir eins og þjóðlendunefnd hafí þegar gert í kröfugerð sinni á tilteknum landsvæðum. Varar fulltrúaráðið við því að gildi þinglýstra eignar- heimilda á landi sem að hálendinu liggi séu almennt dregnar í efa um- fram aðrar þinglýstar eignarheim- ildir. „Við setningu laga um þjóð- lendur nr. 58/1998 kom aldrei fram að ætlunin væri að hrófla við þinglýstum eignarlöndum heldur fyrst og fremst að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignar- landa,“ segir í áliti fundarins. „Markmið þjóðlendulaga nr. 58/ 1998 er að skera úr um eignarhald á landi sem enginn getur sannað eign- arrétt sinn á. Því hvetur fulltrúaráð- ið fjármálaráðherra til að beita sér fyrir því að þjóðlendunefnd dragi kröfu sína út fyrir þinglýst eignar- lönd, þannig að óbyggðanefnd úr- skurði einungis í þeim tilvikum sem þinglýstar eignarheimildir einstakl- inga, sveitarfélaga og annarra lög- aðila liggja ekki fyrir.“ Fái bættan tekjumissi Þá hefur fulltrúaráðið samþykkt álit þar sem það leggur áherslu á að sveitarfélögin fái að fullu bættan þann kostnað sem kann að hafa orð- ið umfram tekjur vegna verkefna sem þau tóku við af ríkinu við yfir- færslu grunnskólans. Ennfremur leggur fundurinn áherslu á að samþykktar verði sem fyrst lagabreytingar sem tryggi að sveitarfélögin fái bættan þegar á þessu ári þann tekjumissi sem þau hafa orðið fyrir vegna aðgerða Al- þingis og ríkisvaldsins undanfarna áratugi. Segir aukinheldur í áliti fundarins að við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga verði þeim tryggð hlutdeild í veltutengd- um sköttum svo veltubreyting í þjóðfélaginu komi fram í tekjum þeirra. Einnig telur fundurinn mikilvægt að tekjur sveitarfélaga verði tengd- ar rekstri fyrirtækja og stofnana á hverjum stað. „Auk þess telur fund- urinn að skýra eigi eins og kostur er fjármálaleg samskipti ríkis og sveit- arfélaga með því að endurskoða samstarfsverkefni aðila og fella til dæmis niður þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði framhaldsskóla og sjúkrastofnana." Franskir blaðamenn í heimsókn á Fáskrúðs- firði Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. Níu franskir blaðamenn voru á ferðinni á dögunum en þeir voru staddir á Islandi í tengslum við sigl- ingakeppni sem á að hefjast næsta ^ sumar á milli íslands og Frakk- lands. Ráðgert er að sigla frá Frakklandi til Reykjavi"kur og með í þeirri ferð verða tvær stórar segl- skútur. Blaðamennirnir komu til Fá- skrúðsfjarðar til að skoða franskar minjar og áttu cinnig fund með hreppsnefndarmönnum. Meðal ann- ars fóru þeir út í Hafnames þar sem þeir skoðuðu gamla franska spítalann. ------UH--------- A Forseti Islands í opinbera heimsókn í Rangár- vallasýslu FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í tveggja daga opin- bera heimsókn í Rangárvallasýslu dagana 6. og 7. apríl. Heimsóknin hefst með móttöku við Þjórsárbrú klukkan 9 að morgni fímmtudagsins 6. aprfl. Þá fer forsetinn á Hvolsvöll og heimsækir leikskólann Örk, Hvols- skóla, Sláturfélag Suðurlands og Sögusetrið. Því næst fer forsetinn að Skógum og skoðar þar byggðasafnið, þá heimsækir hann Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sauðfjárbúið í Teigi og Breiðabólstað í Fljótshlíð og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvols- velli. Að morgni föstudagsins 7. apríl fer forsetinn að Odda á Rangárvöll- um. Hann skoðar næst hrossarækt- arbúið £ Oddhól og fer svo á Hellu þar sem hann heimsækir leikskólann og grunnskólann. Þá fer hann að Laugalandi og heimsækir þar einnig leikskólann og grunnskólann. Næst skoðar hann kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, starfsemi Flugbjörg-.. unarsveitarinnar á Hellu, gler- verksmiðjuna Samverk, starfsemi Landgræðslunnar í Gunnarsholti og loks heimsækir hann Dvalarheimilið Lund. Klukkan 20:30 er fjölskyldusam- koma í íþróttahúsinu á Hellu og eru allir íbúar sýslunnar velkomnir þangað. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.