Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR A HEIMSIMÆLIKVARÐA i i I NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGRE1ÐSLA5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Lítil þátttaka o g lítill munur í atkvæðagreiðslu Flóabandalagsins Samningar samþykktir Morgunblaðið/Jim Smart Frá talningu atkvæða í bækistöðvum Eflingar um hádegið í gær. Lengst til hægri er Sigurður Bessason, verðandi formaður Eflingar. "^ARASAMNINGUR Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur naumlega í at- kvæðagreiðslu en atkvæði voru talin í húsakynnum Eflingar í Reykjavík í gær. Greiddu 1348 atkvæði með samningnum en 1322 voru á móti. Á kjörskrá voru 11.370 en einungis 2.735 atkvæðabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 24%. Auðir og ógildir seðlar voru 65. Halldór Bjömsson, formaður Efl- ingar - stéttarfélags, segir að hann sé óánægður með niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar, tæpara hafi það ekki getað orðið. ,Aðalmálið er þó að samningarnir voru samþykktir í lýð- ræðislegri atkvæðagreiðslu, en ég ■Kiýt að vera óánægður með áhuga- leysið sem endurspeglast í þátttök- unni. Hún er skelfilega h'til miðað við það stóra svæði sem Flóabandalagið nær til. Maður veltir því fyrir sér hvort að það borgi sig að taka ábyrga afstöðu eins og við töldum okkur gera með þessum samningum." Halldór segir Ijóst að frá því að samningurinn var undirritaður hafi hann sætt mikilli gagnrýni í þjóðfé- laginu og það hafi greinilega haft áhrif auk þess sem fólk telji að verð- hækkanir að undanförnu séu langt komnar með að éta upp þann árang- ur sem náðist. Hann segist telja að önnur lands- byggðarfélög innan VMSÍ muni bregðast við þessum úrslitum á þann hátt að þau muni nú fara fram með fullum þunga í kröfugerð sinni. Niðurstaðan aðalatriðið „Eg er ánægður með að samning- urinn skuli hafa verið samþykktur, það er jú aðalatriðið," sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins er Morgunblaðið bar undir hann úrslit atkvæða- greiðslunnar. „Þátttakan er augljós- lega í slakara lagi en ég held að það sé nú jafnan með atkvæðagreiðslur af þessu tagi að þeir séu líklegastir til að taka þátt sem hafi sterkari af- stöðu til niðurstöðunnar, og þá kannski einkum þeir sem óánægð- astir eru. Þeir sem sætti sig við nið- urstöðuna eða eru hlutlausir hafi minni ástæðu til að skila atkvæði." Kveðst Ari ekki telja að hlutföllin í atkvæðagreiðslunni séu lýsandi fyrir afstöðu fjöldans í verkalýðsfélögun- um þremur, Eflingu - stéttarfélagi í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, sem aðild eiga að Flóabanda- laginu. „Þar lít ég til þess að það eru þá innan við 12% þeirra sem á kjör- skrá eru sem greiða atkvæði gegn samningnum,“ sagði Ari Edwald. Sameining FBA og íslandsbanka Stærstu hlut- hafar verða með um 7% eignaraðild VERÐI af sameiningu íslands- banka og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins verður stærsti hluthafi hins sameinaða banka í upphafi FBA Holding, sem er eignarhalds- félag Orca-hópsins svonefnda, sem á síðasta ári keypti hlut sparisjóðanna og Kaupþings í FBA. Eignarhlutur FBA Holding verður um 13-14%. Gert er ráð fyrir að þessum eign- arhlut verði skipt upp á milli þeirra fjögurra aðila, sem standa að FBA Holding, þannig að hlutur þeirra hvers um sig verði 3-4%. Þegar sú breyting er komin til framkvæmda verða stærstu hlut- hafar í hinum sameinaða banka Líf- eyrissjóður verzlunarmanna og Líf- eyrissjóðurinn Framsýn en eignarhluti hvors lífeyrissjóðs um sig í sameinuðum banka verður um 7%. ■ Hundruð milljóna/4 Frá vinstri: Hallgrímur Viktorsson, Viktor Aðalsteinsson, Viktor Vikt- orsson og sitjandi er Kjartan Hallgrúnsson. Prír ættliðir flugmanna X>líudreifing ræðir um dreifingu á sementi OLÍUDREIFING ehf. á í viðræðum við dönsku sementsverksmiðjuna Aalborg Portland um dreifingu á sementi hér á landi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er Al- borg Portland að reisa birgða- og af- greiðslustöð fyrir sement í Helguvík og mun væntanlega hefja sölu á sem- enti hér í maí. „Við höfum átt í viðræðum við þá það er ekkert komið út úr þeim enn sem komið er,“ segir Knútur G. Hauksson, framkvæmdastjóri Olíu- dreifingar. Hann segir að fulltrúar danska fyrirtækisins hafi komið fyrir tveimur vikum og skoðað aðstæður hjá Olíudreifingu og litist mjög vel á allan aðbúnað. Samkvæmt viðræðun- um yrði Olíudreifing eini dreifingar- aðUi Aalborg hér á landi og líst Knúti vel á fyrirliggjandi hugmyndir. Sementsverksmiðja ríkisins hafði ekki áhuga á samstarfi Knútur segir að Olíudreifing hafi áður rætt við Sementsverksmiðju ríkisins um dreifingu á sementi, en þar hafi ekki verið áhugi á samstarfi. ■^Segir hann að ef af því yrði að Olíu- dreifing færi að flytja sement myndu annars konar vagnar verða settir aft- an á flutningsbílana, þegar um sem- entsflutninga væri að ræða. STUNDUM er sagt að eplið falli ekki langt frá eikinni og það á við rök að styðjast þegar saga Viktors Aðal- steinssonar, fyrrverandi flugstjóra hjá Flugleiðum, er skoðuð. Synir hans tveir, Hallgrímur og Viktor, eru báðir flugsljórar hjá Flugleiðum og Krislján, sonur Hallgríms, er flugmaður hjá Flugfélagi Islands. Viktor eldri telur að það sé eins- dæmi í flugsögu Islendinga að þrír ættliðir hafi starfað sem flugmenn. Viktor lærði svifflug hjá Svifflug- félagi Akureyrar 1942 og fór si'ðan í vélflug hjá Flugskóla Akureyrar og var hann fyrsti nemandi skólans. Þar tók hann einkaflugmannspróf 1946 og atvinnuflugmannspróf hjá Flugmálastjóm í Reykjavík árið 1948. Enn vantaði blindflugsréttindi og varð hann sér úti um þau í Bret- landi 1950-1951 og hafði þá fullgilt flugmannsskírteini. Hann byijaði að fljúga hjá Fiugfé- lagi Islands 1949 á níu sæta sjó- og landvél sem var staðsett á Akureyri. 1953 var hann fastráðinn og fluttist til Reykjavíkur og flaug öllum vélum sem Flugfélagið átti, seinast Boeing 727, frá 1970-1985, þegar hann hætti fyrir aldurssakir. Hallgrímur er flugstjóri á Boeing 737 og Viktor á Boeing 757. Krislján er byijaður að fljúga Fokker 50 hjá Flugfélagi íslands. Einfaldar og öruggar greiðslur á Netinu (§) BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Úthafskarfaveiðar á Reykj aneshry g g Kvótinn tvískiptur í fyrsta skipti VERTIÐ íslenskra skipa á úthafs- karfaveiðum á Reykjaneshrygg hefst innan skamms. Kvóti Islend- inga er 45.000 tonn eins og í fyrra en nú er hann tvískiptur í fyrsta sinn og miðast við að veitt sé úr tveimur stofnum. Veiða má 13.000 tonn ofan 500 metra dýpis en 32.000 tonn neðar. Úthafskarfi veiðist að hluta til í lögsögu Grænlands og íslands en líka á alþjóðlega hluta Grænlands- hafs og nærliggjandi svæðum. Is- lendingar byrjuðu veiðarnar að ein- hverju marki 1989 og veiddu þá um 4.000 tonn en fimm árum síðar var heildarafli Islendinga kominn í um 53.000 tonn. Síðan datt hann niður árið eftir en hefur verið stöðugur undanfarin tvö ár, var um 45.000 tonn 1998 og um 43.000 tonn í fyrra. Frá því tekin var upp stjórn veiða á úthafskarfa hefur hún mið- ast við veiði úr einum karfastofni en nú er tekið mið af því að um tvo stofna sé að ræða. Skipstjórum er skylt að halda karfaafla aðgreind- um eftir tegundum miðað við fyrr- greint dýpi og vigta hvora tegund sérstaklega en sé það ekki gert telst allur afli til stofnsins sem veið- ist neðan 500 metra. Kvóti á 37 skip Kvótinn skiptist á 37 skip frá 1. janúar til 31. desember í ár. Málm- ey SK fær stærsta kvótann, um 3.700 tonn, en aflamark Sjóla HF er um 3.385 tonn, Höfrungs 111 AK um 3.000 tonn, Baldvins Þorsteinssonar EA um 2.925 tonn, Snorra Sturlu- sonar RE um 2.800 tonn, Þerneyjar RE um 2.500 tonn, Örfiriseyjar RE Úthafskarfaafli * ^ íslenskra skipa Ips 1995-1999 AFUNN I VERÐMÆTIÐ lestir upp úr sjó í miiljónum kr. '95 '96 '97 '98 '99 '95'96'97'98‘99 * Ekki er gert ráð fyrir afla sem veiddur var úr aflaheimildum Grænlendinga. um 2.480 tonn og Venusar HF um 2.250 tonn en aflamark annarra skipa er minna. Torfi Þ. Þorsteinsson, vinnslu- stjóri frystiskipa hjá Granda hf., segir að farið sé að huga að veiðun- um en frystiskip Granda eru Snorri Sturluson, Örfirisey og Þerney. Þerney er væntanleg til löndunar í lok vikunnar og fer síðan í úthafs- karfann en hin tvö fara sennilega á Reykjaneshrygginn um miðjan mánuðinn. Engin íslensk skip eru komin á hrygginn að þessu sinni og fá erlend skip hafa verið á svæðinu en Torfi segist hafa heyrt af tveim- ur portúgölskum skipum á miðun- um að undanförnu. Góður markaður er talinn vera fyrir karfann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.