Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
Kortið sýnir kirkjur Vestur-Islendinga í Bandaríkjunum og Kan-
ada (tekið úr kynningarbæklingi Ljósmynda- og sögusýningar í
Gerðarsafni, sem lýkur 24. aprfl nk.)
Islenzkar kirkjur
í Vesturheimi
Trúin og þjóðernið knýttu Vestur-Is-
lendinga saman kynslóð eftir kynslóð.
Stefán Friðbjarnarson minnir á ljós-
mynda- og sögusýningu í Gerðarsafni
um íslenzkar kirkjur 1 Vesturheimi.
Þótt þú langfórull legðir
sérhvert land undir fót,
berahuguroghjarta
samt þíns heimalandsmót...
(Stephan G. Stephansson.)
Síðustu áratugir 19. aldar vóni
íslendingum mjög erfiðir: veður-
far kalt með fádæmum, sem kom
niður á búskap og öðru bjargræði.
Þá náðu fólksflutningar héðan til
Ameríku hámarki. Talið er að allt
að 15.000 íslendingar hafi flutzt
utan á þessu tímabili. Það var
mikil blóðtaka í ljósi þess að ís-
lendingar vóru innan við 80 þús-
und um aldamótin 1901.
Raunar hófust Ameríkuferðir
1855, er nokkrir íslendingar, sem
tekið höfðu mormónatrú, fluttust
til Utah í Bandaríkjunum. Talið
er að nokkuð á annað hundrað
manns hafi flutzt til Utah.
Nokkru síðar, eða árið 1861,
héldu nokkrir einstalingar til
Brasilíu. Hópur Þingeyinga, um
30 til 40 manns, fylgdi í kjölfarið
árið 1871. Ferðir til N-Ameríku,
Kanada og Bandaríkjanna, hófust
um 1870 og stóðu fram yfir alda-
mótin 1900. Flestir utanfara
komu úr Austfirðinga- og Norður-
lendingafjórðungi. Þeir settust
víða að vestra en einkum við
Winnipegvatn í Manitobafylki í
Kanada, það er í Nýja-íslandi, og
(N-Dakota.
Vesturfarar flúðu einkum veð-
urfarsleg harðindi, sem gengu yf-
ir landið á þessum tíma, fátækt og
skort. Utþráin, sem búið hefur
með landsmönnum allt frá tímum
víkinganna, hefur og eflaust knúið
á dyr. Það kostaði Vesturfarana
mikið efiði að koma sér fyrir í nýj-
um heimkynnum. Það segir sína
sögu - og hana lærdómsríka - að
eitt fyrsta verk þessara fátæku
landnema var að stofna lútherska
söfnuði og byggja safnaðarkirkj-
ur. Tungan og trúin, sem Vestur-
faramir fluttu með sér, menning-
ar- og trúarlegur arfur þeirra,
hélt þeim saman og gaf þeim
sjálfstraust og þrótt.
Allnokkrir prestar, sem heyra
til íslenzku þjóðkirkjunni, þjón-
uðu íslenzkum söfnuðum vestra á
20. öldinni, þeirra á meðal bisk-
uparnir Pétur Sigurgeirsson og
Ólafur Skúlason.
Þessa dagana stendur einmitt
yfir falleg og fróðleg ljósmynda-
og sögusýning í Gerðarsafni í
Kópavogi: íslenzkar kirkjur í
Vesturheimi. Heiðurinn af því
framtaki eiga fyrst og fremst
Guðmundur Viðarsson, ljósmynd-
ari, og Vestur-íslendingurinn
John Rutford, stjórnsýslufræð-
ingur. Þessar kirkjur vóru fjöl-
margar og sumar listasmíð. Guð-
jón Arngrímsson segir m.a. í
kynningarbæklingi fyrir þá, er
sýninguna sækja heim. „A þess-
um tíma (1890 til 1920) vóru starf-
andi á annað hundrað íslenzkir
söfnuðir á sléttunum vestan hafs,
og sem dæmi um starfsemina má
nefna að innan þeirra störfuðu 35
sunnudagsskólar með á þriðja
þúsund nemendur.“
Einn forystumanna Vesturfar-
anna, séra Jón Bjarnason, komst
svo að orði árið 1889:
„Hyrfi fólk vort úr lúthersku
kirkjunni eftir að komið er til
þessa lands, þá yrði ekkert úr oss
sem þjóðflokki. Þá yrði ekkert til
að halda þessum fámenna íslend-
ingahópi saman; vér gliðnuðum
allir í sundur andlega." Já, þjóð-
ernið og trúin áttu samleið hjá
Vestur-íslendingum, knýttu þá
saman í sterka heild - kynslóð eft-
ir kynslóð. Og þótt margt hafi
breytzt, hér á Fróni sem í byggð-
um Vestur-íslendinga, og slaknað
á ýmsum böndum og gildum, þá
er enn römm sú taug sem rekka
dregur föðurtúna til. Og auðfarin
sú brú milli heimaþjóðar og af-
komenda Vesturfaranna, sem
rammgjörð er úr sameiginlegum
menningar- og trúararfi og þjóð-
ernislegum rótum.
í þessum pistlum hefur verið
minnt á mikilvægan og ómetan-
legan hlut hinna fomu biskups-
stóla og klaustra í menningararfi
íslendinga. Sem og á þátt Guð-
brandarbiblíu í varðveizlu móður-
málsins, lítt breytts, fram á okkar
daga. Trúararfurinn fylgdi Vest-
ur-íslendingum til nýrra heim-
kynna og mótaði - og mótar -
samfélag þeirra og viðhorf. „Frá
upphafi byggðar í Vesturheimi
vóru trúin og kirkjumálefnin
langsterkasta þjóðernisaflið“,
segir í kynningarbæklingi um
ljósmynda- og sögusýninguna í
Gerðarsafni.
Þennan menningar- og trúar-
lega arf þarf að varðveita vel. Sem
og tengsl okkar við afkomendur
Vesturfaranna í Bandaríkjunum
og Kanada. Megi kristnitökuhátíð
á Þingvöllum í júlímánuði nk.
styrkja þessi trúarlegu- og þjóð-
emislegu tengsl Islendinga aust-
an og vestan Atlants ála.
Holdvotur
völlur?
Fimmtudagskvöldið 30.
mars horfði ég á kvöld-
fréttir Ríkissjónvarpsins.
Þar var meðal annars sagt
frá landsleikjum í Evrópu.
Fréttamaðurinn, sem var
að lýsa blautum knatt-
spyrnuvelli, tók fram að
völlurinn væri holdvotur.
Ég hélt að það væri bara
fólk sem gæti orðið hold-
vott. Maður er alveg hætt-
ur að kippa sér upp við það
sem vellur upp úr frétta-
mönnum nú til dags. Ég
segi nú bara eins og stúlk-
an sagði í auglýsingunni,
það passar enginn upp á
málið nema ég og þú.
Sigurgeir
Guðmundsson.
Enn um 24-7
BERGLIND hafði sam-
band við Velvakanda og
gat ekki orða bundist
vegna skrifa undanfarið í
dálkinn vegna blaðsins
24-7. Hún vildi benda á
það, að það er hægt að
henda blaðinu ólesnu, ef
fólk hefur ekki áhuga á að
lesa það. Þetta blað höfð-
aði kannski frekar til
yngra fólksins. Einnig
vildi hún vekja athygli á
VELVAKAMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
því, að það að vera sam-
kynhneigður, er ekki bara
að lifa kynlífi, það er svo
margt annað. Þetta fólk
getur verið ástfangið og
langað til að giftast.
Afmæli Valgerðar
ÞEGAR almenningur
heldur upp á afmælið sitt
er það venjan að veislu-
gestir komi sér sjálfir í af-
mælisveisluna. Mér finnst
það dónaskapur við þjóð-
ina, að hún skyldi borga
undir starfsfólkið sitt.
Þetta fólk getur bara
borgað fyrir sig sjálft. Það
er venjan þegar fólk á af-
mæli.
Kristín.
Krabbameinsskoðun
kvenna
FYRIR stuttu var talað
við lækni í sjónvarpinu
vegna bréfa sem Leitar-
stöð Krabbameinsfélags-
ins hafði sent út til
kvenna. Talaði hann um að
konurnar hefðu ekki skilað
sér sem skyldi. Mig langar
til þess að vita hvernig
stendur á því að konur 70
ára og eldri fá ekki sent
bréf frá Leitarstöðinni.
Mér skilst að það sé
ákvörðun heilbrigðisyfir-
valda, að senda okkur ekki
bréf. Það er eindregin ósk
mín að heilbrigðisráðherra
útskýri það fyrir okkur,
sem erum orðnar sjötugar,
af hverju við fáum ekki
bréf.
Guðrún.
Tapað/fundið
Gullarmband
týndist
14 karata gullarmband
týndist, annaðhvort frá
Skúlagötu að Björnsbak-
aríi eða kringum Vitatorg
rétt fyrir hádegi miðviku-
daginn 29. mars sl. Einnig
gæti verið að það hefði
týnst frá Vitatorgi að
Landsbankanum, Lauga-
vegi 77, að Versluninni
Bónus á Laugavegi til
baka að Vitatorgi. Þetta
armband er eigandanum
einstaklega kært. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 561-03000.
Lítil lesgleraugu
fundust
LÍTIL lesgleraugu, í
svörtu hulstri, fundust í
Síðumúla fimmtudaginn
30. mars sl. Gleraugun
komu í ljós þegar snjórinn
fór að bráðna. Vafalaust
hafa þau Iegið þarna ein-
hvern tíma. Upplýsingar í
síma 581-3792.
Dýrahald
Jasmín er týnd
í Hlíðunum
KÖTTURINN Jasmín er
bröndótt, smávaxin læða,
sem týndist frá Barmahlíð
41, miðvikudaginn 29.
mars sl. Hún er með hálsól
með hlébarðamynstri og
gulri merkiplötu, þekkir
nafnið sitt og hefur aldrei
farið langt frá heimilinu.
Eru nágrannar beðnir að
athuga I bílskúra sína
hvort hún hafi hugsanlega
lokast þar inni. Ef einhver
hefur orðið hennar var, þá
vinsamlega hringið í síma
867-9358 eða 551-8810.
Köttur í
óskilum
STEINGRÁR fressköttur,
ógeltur og ómerktur, hef-
ur gert sig heimakominn
að húsi við Bergstaða-
stræti. Það sýnist vera far
á honum eftir ól. Þetta er
mjög blíður og fallegur
köttur.
Ef einhver kannast við
kisa, er hann beðinn að
hringja í síma 551-0539
eða hafa samband við
Kattholt.
Eftir 25 ára far-
sælt starf hjá
fyrirtækinu
fannst okkur þú
eiga meira skilið
en gullúr.
Víkveiji skrifar...
Ekki verður annað sagt en að
auglýsinga- og markaðsmenn
séu ákaflega snjallir, margir hverj-
ir. Víkverji sá í netútgáfu ástralska
dagblaðsins Sydney Morning Her-
ald að breski fjármálabraskarinn
Nick Leeson, sem olli gjaldþroti
Baringsbanka með svikum og mis-
heppnuðum viðskiptum árið 1995
eins og frægt varð, sé nú farinn að
leika í auglýsingu fyrir sænskt verð-
bréfafyrirtæki!
Haft er eftir talsmanni fyrirtæk-
isins að það hafi viljað fara ótroðnar
slóðir við að koma því á framfæri til
fólks að verðbréfaviðskipti séu
áhættusöm - en viðkomandi fyrir-
tæki væri það tryggasta! Óhætt er
að segja að hér er um óhefðbundna
leið að ræða. Víkverji hefur að vísu
ekki séð auglýsinguna, en gerði sér í
hugarlund að ef til vill hefði Leeson
tekið að sér að koma fram fyrir
hönd Svíanna og þeir síðan lýst því
yfir í auglýsingunni - til að sann-
færa fólkið um hve traust fyrirtækið
er - að það myndi aldrei ráða þenn-
an mann í vinnu ...
xxx
Félagi Víkverja fylgist ætíð með
þættinum Silfur Egils á sjón-
varpsstöðinni Skjá einum á sunnu-
dögum. Umræddur maður, sem er
einn margra sem Víkverji hefur
heyrt hæla þættinum og stjórnanda
hans, bað Víkverja um að koma
hugmynd á framfæri sem gæti
hugsanlega gert þáttinn enn betri
og skemmtilegri að hans mati.
Nefnilega það hvort mögulegt væri
að Egill Helgason, stjórnandi þátt-
arins, yrði með opið netfang á tölvu
í myndverinu og áhorfendum gæfist
þannig tækifæri til að senda honum
tölvupóst og bera upp spurningar
við viðmælendur hans.
Þátturinn er nýstárlegur að því
leyti að oft eru umræður óformlegri
en í öðrum sjónvarpsþáttum, og á
léttari nótum þó undirtónninn sé
vissulega oft alvarlegur. Og þetta
með spurningar utan úr bæ yrði
vissulega einnig nýstárlegt.
XXX
Prestar hafa verið nokkuð til um-
fjöllunar undanfarnar vikur, af
ýmsum ástæðum, og af því tilefni
datt Víkveija í hug skemmtileg vísa
sem hann heyrði fyrir margt löngu.
Þannig var ort um prest nokkurn
sem var ákaflega umdeildur.
Mikið er hve margir lof ann,
menn sem aldrei hafa séð’ann,
skrýddan kápu Krists að ofan,
klæddan skollabuxum neðan.
Einn andstæðinga prestsins var
ákaflega hrifinn af vísunni en átti
hins vegar afskaplega erfitt með að
læra hana. Eftir langa mæðu þóttist
hann loks geta munað vísuna og
kom hróðugur til vinar síns. Vinur-
inn bað hann um að fara með vísuna
og útkoman varð þessi:
Mikið er hve margir lof ann
að ofan,
menn sem hafa aldrei séð’ann
að neðan.
XXX
Víkverji hefur ekki verið því mót-
fallinn að léttvín verði selt í
matvöruverslunum, en virðir vita-
skuld öll sjónarmið í málinu. Vin-
kona hans kvaðst á dögunum undr-
ast þá stefnu að reyna að koma
matarvíni í slíkar verslanir; kvaðst
telja það tímaskekkju að selja
áfenga drykki í matvörubúðum því
sérverslanir hverskonar séu einmitt
sífellt að verða vinsælli, til dæmis
bakarí og aðrar sælkerabúðir.
„Fólk skirrist ekki við að aka
langar leiðir til að nálgast gott
brauð, sjaldgæfan ost eða lífrænt
ræktað góðgæti. Væri ekki nær að
biðja um góða þjónustu, fallegt um-
hverfi og mikið úrval í sérstökum
sérverslunum með áfengi en að
nöldra sífellt um að vín eigi að vera
til í hverfisbúðinni - frelsisins vegna
- þar sem aldrei verður hægt að
bjóða upp á nema örfáar sortir?“
spurði vinkonan Víkverja og er
þessum vangaveltum hennar hér
með komið á framfæri.
xxx
Víkverji hefur stundum bölsótast
vegna slæmrar meðferðar á ís-
lensku máli, síðast fyrir skömmu
vegna óþolandi þágufallssýki, sem
heyrist allt of oft og víða. Það er til
dæmis reynsla Víkverja að börn
hans, sem alin voru upp við það að
tala rétt, fóru að beita þágufallssýki
eftir að þau fóru í leikskóla! Og Vík-
verji veit að ekki batnar ástandið
alltaf eftir að börnin koma í skóla.
Kennarar og leikskólakennarar eru
því miður ekki allir færir um að tala
rétt, íslenskt mál. Hvernig má það
vera? Síðast varð Víkverji vitni að
því að einn leikskólakennarinn sagði
krökkunum frá því að einhver, sem
var til umræðu, ætti eina systir. Er
nema von að börnin tali ekki rétt
mál þegar fyrirmyndirnar kunna
ekki að beygja einföldustu orð?