Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNÚDAGUR 2. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
+ Sigurður Ár-
mannsson fæddist
í Reykjavík 12. nó-
vember 1947. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 27. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Armann
Jónsson, hæstaréttar-
lögmaður, f. 27. júm'
1920, d. 31. desember
1981 og Margrét Sig-
urðardóttir, hús-
freyja, f. 29. mars
1926. Systkini Sigurð-
ar eru Jón, f. 20. des-
ember 1948; Sigmar,
f. 13. október 1950; Guðmundur, f.
9. desember 1951; Jóhanna, f. 23.
apríl 1953.
Sigurður kvæntist 1968 Hólm-
' fríði Þorsteinsdóttur, bankastarfs-
manni, f. 25. janúar 1947. Þau
skildu. Bam Signrðar og Hólmfríð-
ar er Ásta, f. 16. júlí 1968, íþrótta-
þjálfari í Reykjavík. Bam Ástu og
Trausta ívarssonar er Ástrós, f. 28.
Undarleg eru örlög okkar mann-
anna bama. Á meðan einum hlotnast
gæfugnótt virðist svo sem auðnan
' gangi um of hjá garði annarra, gömul
saga og ný og ætíð sama ráðgátan.
Þær verða áleitnar huganum spurn-
ingar þessu tengdar þegar ég kveð
minn góða vin, Sigurð Ármannsson,
hinztu kveðju, þennan góða og hjarta-
hlýja dreng ágætra eiginleika og mik-
ils eíniviðs á svo margan veg.
Þegar hann er allur laðar lát hans
fram í huga minn margar myndir
minninga frá liðinni tíð Ijúfra stunda
en erfiðra einnig. Margt hefði hann
Sigurður minn viljað sjá fara á annan
■*-veg en örlög ráða, örlög sem geta ver-
ið svo miskunnarlaus. En margar
voru auðnustundimar hans Sigurðar
míns og mest gleði hans og gæfuauki í
dóttur og dótturdóttur og mikið ljóm-
aði hann Sigurður á dögunum þegar
hann sagðist hafa verið að gæta dótt-
urdótturinnar, hinnar guðsgjafarinn-
ar sinnar sem hann nefndi svo.
október 1994.
Sigurður ólst að
miklu leyti upp hjá
móðurafa súium, Sig-
urði Sigbjömssyni,
verkstjóra hjá Vega-
gerð ríkisins á Reyð-
arfirði. Eftir skóla-
göngu starfaði
Sigurður meðal ann-
ars um árabil á skrif-
stofu Kaupfélags
Héraðsbúa á Reyðar-
firði og eftir að hann
fluttist til Reykjavík-
ur vann hann lengst-
um hjá Pósti og síma.
Þá starfaði Sigurður sem tónlistar-
maður og lék í hljómsveitum, bæði
fyrir austan og í Reykjavík. Síðari
árin var hann heilsuveill og bjó í
húsi Öryrkjabandalagsins að Há-
túni 10 í Reykjavík.
Utför Sigurðar fer fram frá
Grafarvogskirkju á morgun,
mánudaginn 3. aprfl, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Bemsku og æsku átti hann einkar
góða í skjóli síns kærleiksríka afa og
hans fólks en afinn vildi sannarlega
allt fyrir sinn efnilega dótturson
gjöra. Sigurður var lengi nemandi
minn sem bam og unglingur, kurteis
og prúður, glettinn og kankvís með
námsgáfur góðar og snemma bar á
þessari tæm tónlistargáfu sem hann
átti í svo ríkum mæli og ræktaði lengi
vel með æmum ágætum. Gæfugjafi
varð honum ungum eiginkona mikilla
og góðra eðliskosta, en þar dró of
skjótt ský fyrir sólu svo af urðu end-
anleg slit, en sólargeisla höfðu þau
saman átt í efnilegri og fallegri dótt-
ur. Tónlistargáfunni sinnti Sigurður
vel framan af , lék í hljómsveitum
eystra og syðra og sýndi þar snUldar-
takta á hljóðfæri sitt, gítarinn, vissa
mín sú að hann hefði haft alla mögu-
leika á því að ná langt, bæði í leik og
lagasmíð. Miklu miður var að svo varð
ekki.
Sigurður var hvers manns hugljúfi
og vildi allt fyrir alla gjöra og að
mörgu lagði hann gjörva hönd,
velvirkur og samvizkusamur. Hann
skrifaði fagra rithönd, var reiknings-
glöggur vel og átti auðvelt með aðlög-
un að umhverfi sínu og aðstæðum
hveiju sinni. Hann átti þessa einlægu
hlýju, hann veitti ævinlega af örlæti
hjartans allt sem hann framast megn-
aði. Hann fylgdist vel með gangi þjóð-
mála, óhræddur við að meta og móta
afstöðu sína tU manna og málefna, án
allra öfga. Hann var einstakt snyrti-
menni alla tíð og átti þetta vinhlýja
viðmót. Samskipti okkar voru mikU
og margþætt og við misjafnar að-
stæður einnig en aUtaf vissi ég Sigurð
vUja vel gjöra í hvívetna, sanngimi
átti hann ríka í garð samferðafólksins,
einlæg var þökk hans til þeirra er
höfðu greitt götu hans og gefið honum
kærleik og hlýhug í veganesti. MikU
var gleði okkar og gagnkvæm er hann
fékk húsnæðið í Hátúninu, en búsetu-
saga hans þar hræðUega skammvinn
en vitað þó að heilsan væri tæp. En
örlögin segja fyrir um leikslok og við
leiðarlok er gott að minnast góðra,
glaðra stunda heima á Reyðarfirði,
minnast drenglundaðs nemanda mik-
Ular næmni og listrænna hæfileika.
En ég minnist einnig notalegra
stunda nú í seinni tíð þegar við áttum
tal saman um svo ótalmargt, því Sig-
urður var vel heima í svo mörgu og
hafði yndi af því að velta hlutunum
fyrir sér og skoða þá frá hinum ýmsu
sjónarhomum. Ekki sízt var honum
hugleikin lífsgátan sjálf og duldar
rúnir hennar. Undur var gott að
heyra hann eiga tal um drauminn sinn
dýra og djarfa að mega enn á ný eiga
fund við tónlistargyðjuna, gleðja aðra,
glæða hugarþrekið og göfga sálina.
Það vom þakkarverðar gefandi
stundir. Við Hanna þökkum góðum
dreng dygga samfylgd og vináttu ára-
nna. Við færum dóttur hans og dótt-
urdóttur, aldraðri móður og aðstand-
endum öðmm okkar einlægustu
samúðarkveðjur. Við Sigurður rædd-
um stundum hina eilífu ráðgátu um
hvað biði okkar handan þessa heims
og Sigurður átti enn sína björtu
bemskutrú um dýrð Drottins handan
hels. Megi honum verða vistin góð á
þeim eilífðarlendum sem hann lét sig
dreyma um jafnt á döpmm stundum
sem á dýrðartíð. Blessuð sé mæt
minning.
Helgi Seljan.
Safnaðarstarf
Börnin á Indlandi
ÁHUGAHÓPUR um kristniboð og
hjálparstarf sem starfar í Hall-
grímskirkju verður með fræðslu-
kvöld mánudaginn 3. apríl, kl. 20:00 í
safnaðarsal kirkjunnar. Efni kvölds-
ins verður bömin á Indlandi. Eins og
kunnugt er hefur biskup Islands
hvatt landsmenn alla til að leggja sitt
af mörkum til að styrkja stéttlausu
bömin á Indlandi. Hjálparstarf
kirkjunnar hefur í nokkur ár starfað
að þessu verkefni og þegar hafa
margir Islendingar tekið að sér
böm, borga reglulega þeim til fram-
færslu og menntunar.
Einn þeirra sem styrkt hefur börn
í Indlandi er Guðmundur Hallgríms-
son lyfjafræðingur og fjölskylda
hans. Hann fór til Indlands til að sjá
bömin og það starf sem verið er að
vinna fyrir og með þessum bömum.
Guðmundur mun sýna myndir og
segja frá þessu starfi og gefst fólki
svo kostur á að skrá sig til þessa
verkefnis.
Eftir fyrirlesturinn verða umræð-
ur, en fundinum lýkur með hugvekju
sem Ásgeir Markús Jónsson, flug-
vélstjóri hefur. Þetta kvöld er í til-
efni af kristniboðsviku í Reykjavík,
sem hefst í dag, sunnudag, á vegum
Sambands íslenskra kristniboðsfé-
laga. I kvöld verður einnig kvöld-
messa í Hallgrímskirkju sem jafn-
framt er í tilefni af kristni-
boðsvikunni.
Reykjavíkurprófastsdæmi. Há-
degisfundur presta veður á morgun,
mánudag, í Bústaðakirkju kl. 12.
Bústaðakirkja. TTT æskulýðs-
starf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17.
Friðrikskápella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Hallgrímskirkja. Lestur passíu-
sálma mánudag ld. 12.15.
Langholtskirkja. Lestur passíu-
sálma mánudag kl. 18.
Laugarneskirkja. Mánudags-
kvöld kl. 20. 12 spora hópurinn.
Gengið inn um aðaldyr. Fundur
Kvenfélags Laugameskirkju í safn-
aðarheimilinu mánudag kl. 20.
Neskirkja. TTT, 10-12 ára starf,
mánudag kl. 16. Kirkjukór Nes-
kirkju æfir mánudag kl. 19. Nýir fé-
W'
4 |
I . E-
Hallgrímskirkja
lagar velkomnir. Fótsnyrting á veg-
um Kvenfélags Neskirkju mánudag
kl. 13-16. Upplýsingar í síma 551-
1079. Foreldramorgnar alla mið-
vikudaga kl. 10-12.
Seltjamameskirkja. Æskulýðsfé-
lagiðkl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Yngri deild æsk-
ulýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkju-
prakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánu-
dögum. TTT-starf 10-12 ára, kl.
17-18 á mánudögum. Eldri deild
æskulýðsfélagsins kl. 20-22 á mánu-
dögum.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 áradrengi á mánudögum kl. 17-
18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á
mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í
síma 587-9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu-
dögum. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er
á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um-
sjón dr. Siguijón Árni Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu Borgum
þriðjudag kl. 10. Kyrrðar- og bæn-
astund í kirkjunni þriðjudag kl.
12.30.
Seljakirkja. Æskulýðsfundur í
dag kl. 20. KFUK fundir á mánudög-
um. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum
KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára
og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömm-
umorgnar á þriðjudögum kl. 10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ungl-
ingakór á mánudögum kl. 17-19.
Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja. Æsk-
ulýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í
Hásölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag kl.
17.30 á prestssetrinu.
Hvitasunnukirkjan Ffladelfia.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Vörður L. Traustason. Almenn sam-
koma kl. 16.30. Ræðumaður Jón
Indriði Þórhallsson. Ungbarna- og
barnakirkja meðan á samkomu
stendur. Állir hjartanlega velkomn-
ir. Mánudagur: Marita-samkoma kl.
20.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag kl.17.30
á prestssetrinu.
Akraneskirkja. Mánudagur:
Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi
KFUM og K kl. 20.
Hólaneskirkja Skagaströnd. Á
morgun,mánudag: Unglingadeild
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Lágafellskirkja. Mánudagur:
Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára
böm frá kl. 17.15-18.15. Húsið opnað
kl. 17. Umsjón Þórdís.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm-
ingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. AI-
menn fjölskyldusamkoma sunnu-
daga kl. 17.
Góð íbúð óskast keypt
í nágrenni við Hallgrímskirkju. Góðar greiðslur í boði.
Upplýsingar í síma 588 7087.
^533 4800
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811* midborg@midborg.is
Opið í dag, sunnudag, milli kl. 12 og 14
Súlunes - einb./tvíb. Glæsilegt einbýli á
tveimúr hæðum ásamt 50 fm bílskúr. Fjögur
góö svefnherbergi, glæsilegar stofur meö arni
og stórkostlegu útsýni, sólstofa og fallegur
garður. Húsið er einstaklega vandað og vel
byggt. Marmari og vandaðar innr. Á neðri hæð
er u.þ.b. 40 fm stúdíófbúö með sérinngangi.
Áhv. hagst. langtímalán u.þ.b. 14,2 millj. Ákv.
sala. V. 35,0 m. 2626
Bakkastaðir - Grafarv. Höfum fengið f
sölu fallega 106 fm íbúð f litlu fjölbýli. Gott
skipulag. Sérinngangur. Þvottahús I íbúð og
vandaðar innréttingar. Tvennar svalir. V. 12,5
m. 2630
Hrísholt - tvíb. Stór og vönduð eign með
tveimur samþ. Ibúðum. Á efri hæð er 170 fm
vönduð 5-6 herb. hæð með glæsilegum stofum
og 42 fm bllskúr. Stórkostlegt útsýni. Á neðri
hæð er 75 fm 3ja herb. íbúð með sétinng. Á
millihæð eru einnig 130 fm með sérinng. og
lögnum fyrir td. 3. fbúðina (eða skipta á milli
hinna tveggja). Eign með mikla nýtingarmögu-
leika. Ákv. sala. V. 26,0 m. 2236
Vesturás Nýkomið í einkasölu glæsilegt 200
fm endaraðhús á þessum vinsæla stað með
innb. bflskúr. Húsið er mjög vel staðsett í götu.
Það er innréttað á sérstaklega vandaðan hátt
og allar innréttingar eru sérsmíðaðar. Húsið
býður upp á með góðu móti allt aö 5 svefnher-
bergjum. V. 19,8 m. 2611
Skógarás m. bflskúr. Falleg 104 fm íbúð
á tveimur hæðum ásamt 25 fm bílskúr. Á neðri
hæð er hol, stofa, eldhús, þvottahús, baðher-
bergi og svefnherbergi. Á efri hæð er stórt
sjónvarpshol og rúmgott svefnherbergi
(mögul. á tveimur). Húsið er allt nýlega klætt
að utan. V. 11,8 m. 2567
Lækjasmári Vorum að fá I sölu gullfallega
rúmlega 100 fm íbúð á jarðhæð f góðu húsi.
Vandaðar innréttingar. Tvö mjög rúmgóð
svefnherbergi. Þvottahús í íbúð. Parket og flís-
ar á gólfum. Fullbúin, einstaklega vönduð og
góð eign. Áhv. 5,8 m. húsbréf V. 12,0 m. 2620
t
ÁRNI HALLDÓRSSON,
hæstaréttarlögmaður,
Egilstöðum,
lést þann 31. mars síðastliðinn,
Kristín Gissurardóttir,
Gissur Þór Árnason, Stefanía Steinþórsdóttir,
Halldór Árnason, Þórunn S. Einarsdóttir,
Þórhallur Árnason, Guðlaug Backman,
Anna Guðný Árnadóttir,
Rannveig Árnadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GUÐNÝJAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Bíldudal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
Reykjavík fyrir frábæra umönnun.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall
ástkærs eiginmanns míns,
ÁSMUNDAR SIGURJÓNSSONAR
fyrrv. skipstjóra.
Jóhanna Gunnarstein
og fjölskylda.
MINNINGAR
SIGURÐUR
ÁRMANNSSON