Morgunblaðið - 05.04.2000, Side 64

Morgunblaðið - 05.04.2000, Side 64
Drögum næst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Fundnir sekir um _ manndráp af gáleysi HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sak- felldi í gær tvo karlmenn fyrir um- ferðarlagabrot og manndráp af gá- leysi er árekstur varð milli tveggja bifreiða á einbreiðri brú yfír Vaðal í Önundarfirði 5. febrúar 1999. Barnshafandi kona, eiginkona ann- ars ákærðu, sem komin var 27 vik- ur á leið, beið bana í árekstrinum ásamt ófæddu bami sínu. Krafðist þess að báðir ákærðu yrðu dæmdir til refsingar Akæruvaldið krafðist þess að MBbáðir ákærðu yrðu dæmdir til refs- ingar og sviptingar ökuréttinda, en fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vestfjarða gerði þeim bílstjóranum, er missti eiginkonu sína í slysinu, ekki að sæta frekari refsingu. Maðurinn sem ók hinni bifreið- inni var hins vegar sviptur ökuleyfi í sex mánuði og dæmdur til að greiða sekt að fjárhæð 100 þúsund krónur til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæta ella 20 daga fangelsi. , I niðurstöðum dómsins segir að pað leysi hvorugan undan sök að hinum hefði verið unnt, með meiri gætni, að afstýra því að árekstur yrði á brúnni. Báðir voru taldir hafa ekið of hratt og án nægjanlegrar aðgæslu inn á brúna með fyrr- greindum afleiðingum. Báðum ákærðu var gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns eða 180.000 krónur hvor- um. Kominn heim af norðurhjara Morgunblaðið/Haraldur Öm Ólafsson Ingþór Bjarnason, annar norður- pólsfaranna, kom til landsins í gærmorgun, tæpri viku eftir að hann var sóttur út á ísinn norðan við Kanada. Haraldi Erni Ólafs- syni, félaga hans, sækist ferðin vel en hann gekk tæpa 14 kfló- metra í gær. Ingþór hefur nú gengið í bakvarðasveit Haraldar, en á myndinni er hann að draga sleða sinn yfir ísruðning þegar ferð þeirra félaga sóttist hvað verst. ■ lngþór/6 Fer fram á hækkun GSM-álags Landssímans SAMKEPPNISSTOFNUN hefur í bréfi til Landssímans gefið til kynna að svo kunni að fara að stofnunin beiti fyrirtækið sektum hækki það ekki álag á millilandasímtöl úr GSM-símum. Við- brögð Samkeppnisstofnunar koma í kjölfar kæru frá Frjálsum fjarskiptum vegna meints aðstöðu- munar vegna útlandasímtala úr GSM-símum. í upphafi GSM-þjónustu sinnar lagði Lands- síminn 14,94 kr. á útlandataxtann. Alaginu var ætlað að standa straum af kostnaði við rekstur GSM-kerfisins en sá kostnaður var ekki inn- ifalinn í millilandataxtanum. Þetta mun vera venja hjá GSM-símafyrirtækjum og Tal verður »*Nyrsta fyrh-tækið á þessu sviði sem afnemur GSM-álag á millilandasímtöl 15. apríl nk. en það er nú 15 krónur. Fyrir tæplega hálfu öðru ári lækkaði Landssíminn álagið í 7,47 krónur. Ólaf- ur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, segir ástæðuna þá að í Ijós hafi komið að svo góð framlegð hefði verið af þessari þjónustu að óhætt hefði verið að lækka álagið. Síðustu misseri hafa fleiri þjón- ustuaðilar komið til sögunnar og boðið upp á út- landasímtöl úr GSM-símum í gegnum sínar eigin útlandagáttir með sérstökum forskeytum, þ.á.m. Netsíminn, sem er í eigu Landssímans, Frjáls fjarskipti og fleiri. Utlandagáttir þessara fyrir- tækja eru skilgreindar sem númer utan GSM- kerfisins og krefur Síminn GSM-notendur sem fara þessa leið um venjulegt GSM- gjald, sem er 18 kr. á daginn á mínútu og 13 kr. á kvöldin. Frjáls fjarskipti kærðu til samkeppnisyfirvalda það sem fyrirtækið telur vera aðstöðumun út- landagátta fyrirtækja og fóru fram á að Lands- síminn leiðrétti álag á sínum GSM-símgjöldum til útlanda. Samkeppnisstofnun tók undir kröfu Frjálsra fjarskipta og í framhaldi af því hækkaði Landssíminn 28. mars sl. álagið um rúmlega 5 kr. á daginn og 50 aura á kvöldin, þannig að það er nú 12,50 kr. á daginn og 8 kr. um kvöld og helgar. Samkeppnisstofnun sendi að sögn Ólafs Landssímanum nýlega bréf þar sem gefið er til kynna að hugsanlega grípi stofnunin til beitingar sekta hækki Landssíminn álagið ekki enn frekar. „Það verður að segjast eins og er að Lands- síminn er hér í þröngri stöðu. Við vonum að það sé ekki nema til bráðabirgða og munum leita allra leiða til að finna lausn sem er þóknanleg Samkeppnisstofnun og okkar keppinautar geta sömuleiðis sætt sig við,“ segir Ólafur. Hann segir einkum tvennt standa í vegi fyrir því að Landssíminn geti lækkað álag til annarra þjónustuaðila. í fyrsta lagi sé þar um tæknileg vandkvæði að ræða og í öðru lagi þyrfti Lands- síminn þá í raun að afnema álagið ætlaði að hann að standa jafnfætis keppinautum á GSM-mark- aðnum. ICELANDAIR • Þú færð líka ferðapunkta aföllum boðqreiðslum! mÚ VISA ÍSLAND Landspftalinn Bilun f hjarta- þræðing- artæki H JARTAÞRÆÐIN GARTÆKI Landspítalans var óvirkt í tvo daga vegna tölvubilunar, en komst í lag um miðjan dag í gær. Að sögn Einars Jónmunds- sonar, yfirlæknis á röntg- endeild, er ekki gott að segja hve margir sjúklingar urðu af bókuðum tímum í tækinu. „Venjulega hljóta fimm til níu sjúklingar meðferð í tækinu á dag,“ segir hann. Einar segir að sjúklingar hafi ekki orðið fyrir heilsutjóni vegna bilunarinnar. „Það er þó alltaf bagalegt þegar svona ger- ist, enda er varatæki ekki til staðar," segir hann. Tækið er tiltölulega nýtt, var tekið í notkun haustið 1997. „Það er í sjálfu sér ekki hægt að kenna neinum um bilunina. Þetta er ágætis tæki og hefur þjónað sínum tilgangi, en öll tæki bila af og til,“ segir Einar Jónmundsson. Innleiða þarf ákvæði úr tilskipunum frá ESB DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær vinnuáætlun verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið, þar sem fjall- að er um það hvemig greiða megi fyrir rafrænum viðskiptum og raf- rænni stjórnsýslu og er meðal ann- ars fyrirhuguð tilraun á vegum dómsmálaráðuneytis með kosningar á Netinu. Til að greiða fyrir rafræn- um viðskiptum þarf að innleiða ákvæði úr tilskipunum frá Evrópu- sambandinu varðandi rafrænar und- irskriftir og eru lög um það í undir- búningi hér á landi. Guðbjörg Sigurðardóttir verkefn- isstjóri segir að jafnframt þurfi að koma á rafrænni vottun, sem fer oft þannig fram að úthlutað er rafræn- um lyklum þannig að þegar viðkom- andi sendir frá sér upplýsingar um rafræna greiðslu er lykillinn sendur með. Síðan vottar þriðji aðili að við- komandi sé sá sem hann segist vera. I Tilraun meö/11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.