Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 34

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Harðir bar- dagarí Suð- ur-Tsjetsjníu Moskvu, Nazran. Reuters, AP. Liðsmenn sérsveita rússneska innanríkisráðuneytisins kveðja sína nán- ustu við brottför þeirra frá Sankti Pétursborg til Tsjetsjníu í gær. Fé- lagar þeirra hafa átt í hörðum bardögum við tsjetsjneska skæruliða undanfarna daga. RUSSNESKAR herþyrlur og stórskotalið létu í gær rigna sprengikúlum yfir stöðvar skæru- liða í skógi klæddum fjallshlíðum Suður-Tsjetsjníu, í grennd við bæinn Serzhen-Yurt. Að sögn stjórnvalda í Moskvu hafa tólf rússneskir hermenn fallið í bar- dögum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Talsmenn skæruliða fullyrða að mannfall í röðum Rússa sé miklu meira; yfir 100 Rússar lægju í valnum eftir bardaga síðustu daga. Hyggjast uppræta alla skæruliða Bardagarnir hófust á mánudag, er liðsmenn sérsveita rússneska innanríkisráðuneytisins voru á eft- irlitsferð og rákust á skæruliða í skóglendi við Serzhen-Yurt. Tals- menn skæruliða segja að þeir hafi hafið nýja árásahrinu í því skyni að grafa undan getu Rússa til að fullyrða að þeir hafi alla Tsjetsjníu á valdi sínu. Rússneski hershöfðinginn Vikt- or Kazantsev, sem Vladimír Pútín forseti hefur skipað sérlegan um- boðsmann sinn í Tsjetsjníu, sagði í gær að um 200 skæruliðar hefðu verið umkringdir. Næstæðsti yfir- maður rússneska heraflans í Tsje- tsjníu, Vladimír Bokovikov, tjáði Interfax-fréttastofunni að hann myndi ekki una sér hvíldar fyrr en bæði Aslan Maskhadov, leiðtogi tsjetsjneskra aðskilnaðarsinna, og aðrir foringjar skæruliða hefðu verið drepnir. „Um leið og við finnum út úr því hvar Maskhadov er niður kominn verður hafin skot- hríð á þann stað,“ er haft eftir Bokovikov. Movladi Udugov, talsmaður skæruliða, vísaði því á bug að Rússum hefði tekizt að umkringja skæruliða. Sagði hann Rússa vera að reyna að breiða yfir miklar hrakfarir sínar, sep hefðu kostað 97 hermenn lífið. Áður hafði hann sagt mannfall Rússa vera 32. Hefð er fyrir því að báðir stríðsaðilar ýki tölur yfir mannfall í röðum andstæðingsins. Um níu mánuðir eru nú síðan Rússar hófu innrás í Tsjetsjníu, sem er rússneskt sjálfstjórnarlýð- veldi en hafði verið á valdi aðskiln- aðarsinna frá því rússneski herinn dró sig árið 1996 í hlé eftir miklar hrakfarir í átökum um yfirráð yfir héraðinu. SÞ-menn skotnir í Bagdad Bagdad. Reuters. TVEIR menn voru skotnir og sjö særðust er vopnaður maður réðst inn á skrifstofur FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í Bagdad í gær. Talið er að maðurinn hafi verið að mótmæla refsiaðgerðum SÞ gegn Irak. Starfsmenn FAO og íraskir lög- reglumenn segja að maðurinn hafi byrjað skothríðina í anddyrinu og haldið henni áfram á efri hæðum hússins. Var hann vopnaður tveim- ur hríðskotabyssum og sprengjum og hélt um 40 mönnum í gíslingu í tvær klukkustundir. Gafst hann þá upp fyrir íröskum lögreglumönn- um. Haft er eftir einum starfsmanni FAO, að maðurinn hafi sagt, að með skothríðinni vildi hann mótmæla refsiaðgerðunum gegn Irak, sem samþykktar voru eftir að Irakar réðust inn í Kúveit 1990. Skotmað- urinn sagði hins vegar við frétta- menn að hann hefði ekki ætlað sér að hefja skothríð en að hann hafi neyðst til að gera það er vopnaðir verðir reyndu að yfirbuga hann. Annar mannanna, sem létust í árásinni, var sómalskur að þjóðerni en hinn íraskur. MorgunblaðiðAJnnur Guðjónsdóttir Jarðskj álftamæl- ir frá árinu 132 í LANCHÓ í Kína er að finna elsta jarðskjálftamæli í heimi. Mælirinn er uppfinning Zhangs Hengs, kín- versksjarðskjálftafræðings, og var smíðaðurárið 132. Mælirinn er skreyttur með átta drekum og í kjaftinum á hverjum dreka er kúla sem fellur niður í op á froski, sem er fyrir neðan hvern dreka, þegar mælirinn nemur jarð- hræringar. Einungis ein kúla fellur í einu og þá úr kjafti drekans, sem snýr í þá átt, sem jarðhræringarnar eiga upptök sín. Mælirinn er enn virkur og getur numið allt niður í einn á Richter. Til vinstri við kúl- una má sjá styttu af Zhang Heng sem fann upp mælinn. Langur aðdragandi genamengiskortsins N óbels ver ðlauna- hafi í lykilhlutverki FULLYRT er að sænsku nóbels- nefndinni verði vandi á höndum ef hún ákveður að veita verðlaunin í læknisfræði fyrir genamengiskort- ið en frumgerð þess var kynnt á mánudag. Svo margir vísindamenn hafi komið þar við sögu að vart sé hægt að velja nokkra úr hópnum. En heimildarmenn benda margir á að maðurinn sem hlaut verðlaunin 1962, Bandaríkjamaðurinn James D. Watson, sé ef til vill sá sem hafi átt mestan þátt í að afrekið var unnið. Watson, sem er 72 ára gamall, uppgötvaði skömmu eftir 1950 ásamt Bretanum Franeis Crick uppbyggingu DNA-efnasameind- anna í erfðaefninu. Crick hóf störf hjá Cavendish-rannsóknastofunni við Cambridge-háskóla 1949 en þangað kom Watson tveimur árum síðar. Áður hafði Watson, sem fæddist í Chicago, starfað við rann- sóknir hjá Kaupmannahafnarhá- skóla í eitt ár en þar fékk hann mikinn áhuga á DNA-erfðaefninu sem uppgötvað var þegar á 19. öld. Ásamt Maurice Wilkins, sem fæddist á Nýja-Sjálandi og starf- aði m.a. við King’s College í Lond- on, tókst þeim að búa til skapalón af sameindauppbyggingu DNA, hinn þekkta helix-stiga. Með rann- sóknum sínum næstu árin tókst þeim að sýna hvernig sameinda- raðimar voru færar um að búa til eftirmyndir af sjálfum sér og var þá fundin skýringin á því að gen eru endursköpuð sem gerist þegar fruman skiptir sér. Árið 1962 skiptu þremenning- amir með sér nóbelsverðlaunun- um í læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar á sviði DNA-rannsókna. Watson, sem hafði eftir Bretlands- dvölina unnið um hríð við rann- sóknir hjá CalTech í Kaliforníu og varð síðar prófessor við Harvard- háskóla, varð árið 1976 forstjóri Cold Spring Harbor-rannsókna- stöðvarinnar í New York þar sem nær 600 manns starfa. Árið 1988 var Watson boðið að taka að sér yfirstjórn deildar á vegum bandarísku heilbrigðis- málastofnunarinnar, NIH, er skyldi leggja drög að gerð korts yfir allt genamengi manns- ins. Var nú hrundið af stað svonefndri Gena- mengisáætlun, The Human Genome Proj- ect(GHP). Mjög var deilt um það meðal vísinda- manna á sviði líffræði og erfðafræði hvort skynsamlegt væri að verja miklu fé og tíma í kortið. Margir há- skólamenn töldu að með hugmyndinni gæti svo farið að fjárveit- ingar til annaixa og þarfari verk- efna myndu minnka. En Watson, minnugur tilrauna sinna á sjötta áratugnum, hreifst af hugmynd- inni. Hann hafði myndugleika og naut svo mikils álits að honum tókst að berja niður efasemdimar. Hann benti á að þeir sem þjáðust af arf- gengum sjúkdómum myndu ekki geta fyrirgefið að vísindamenn létu hjá líða að kanna leiðir til að sigr- ast á meinsemdunum með því að efla rannsóknir á erfðaefninu. Miklu þykir nú skipta að hann ákvað að dreifa starfinu milli margra stofnana, alls urðu þær 16, og í nokkrum þjóðlöndum. „Það væri ekki gott ef Bandaríkjamenn ættu genamengiskortið einir,“ sagði hann. Einnig fannst honum heppilegt að samkeppni yrði milli stofnananna, hún væri spori fram- fara. Loks ber að geta þess að ein af fyrstu ráðstöfunum hans var að veija fyrst 3% og síðar 5% af fjár- magninu til að kanna ýmsar laga- legar og siðferðislegar hliðar á starfinu og væntanlegri niður- stöðu, genamengiskortinu. Watson hætti störfum hjá HGP 1992 og tók þá Francis Collins við. Samkeppnin milli einkafyrir- tækisins Celera Genomics, sem hét fyrir tveimur árum að ljúka við kortið árið 2000, og HGP hefur verið hörð og hvor hefur brigslað öðrum um lítt vís- indaleg vinnubrögð. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á liðsmönn- um HGP að Celera skyldi fjármagna kortagerðina með gjaldtöku af hálfu lyfjafyrirtækja auk þess sem hann hefur sótt um fjölda einka- leyfa á mannagenum. Watson var frá upp- hafi sannfærður um að upplýsingamar sem opinberu stofn- anirnar myndu afla ættu að verða öllum aðgengilegar og hef- ur þeim verið varpað jafnóðum á Netið. Sverðin slíðruð Að sögn bandaríska blaðsins The New York Times náðust sætt- ir í síðastamánuði. Ljóst er að þrýstingur af hálfu ráðamanna í Washington og London átti sinn þátt í því að menn slíðruðu sverðin og ákváðu að sameinast um yfir- lýsingu þar sem sagt var frá því að frumdrögin væru í höfn. Þótt deilt hafi verið hart um mismunandi að- ferðir við að búa til kortið segir blaðið að sennilega verði talið heppilegast að nota aðferðir úr vopnabúri beggja til að greina síð- asta og erfiðasta hluta mengisins. Talsmenn HGP óttuðust margú' að innreið Celera myndi torvelda fjárveitingar til starfsins, ekki síst ef aðferðir keppinautarins reynd- ust fljótvirkari eins og raunin virð- ist vera. Watson ritaði grein í breska blaðið The Guardian á þriðjudag og segir þar að þetta hefði ekki gerst. „Þeir sem styðja okkur vilja tryggja að öll meginat- riði genamengis mannsins séu öll- um þjóðum heims aðgengileg þeim að kostnaðarlausu. Atburðir síð- ustu vikna hafa sýnt að þeir sem vinna fyrir almenningsheill þurfa ekki óhjákvæmilega að haltra á eftir þeim sem láta persónulega hagnaðarvon ráða ferðinni.“ James D. Watson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.