Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 60
iSO FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEINUNN
ÁRNADÓTTIR
+ Steinunn Árna-
ddttir fæddist í
Reykjavík 14. janúar
1951. Hún andaðist á
Landspitalanum 17.
júní si'ðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kardlina Stefáns-
ddttir húsmdðir og
Árni Guðmundsson
bakarameistari. Þau
eru bæði látin. Systk-
ini Steinunnar eru
Stefán ÓIi, sem lést
20. júní sl., Guð-
mundur, Guðbjörg
og Þdr sem lést 22.
júní 1993.
Steinunn dlst upp á Bergþdru-
götunni og lauk skyldunámi frá
Austurbæjarskdlanum.
Steinunn giftist ung Hreiðari
Gfslasyni og eignuðust þau tvær
dætur. Þær eru Kardlína Margrét,
f. 11. maí 1968, böm hennar eru
Alexandra Steinunn og Hreiðar
Árni Kristjánsbörn. Guðrún Sig-
urrds, f. 19. ágúst 1971. Hreiðar
og Steinunn slitu samvistum. Hún
giftist seinna Birgi Kristjánssyni
Upphafið
að þessu stríði
veit enginn
en þú tókst
af röggsemi
stjóm allra vamarvirkja
í þínar hendur
vannst sigra
varðist árásum
* af meðfæddri stjómlist
hémaíkyrrðinni
tapaðist það endanlega
og nú ert þú farin
enég
stríðsfangi
hugsana minna.
(Ingi Steinar Gunnlaugsson)
Elsku mamma mín, megi Guð
geyma þig.
Þín
Guðrún.
í dag verður elskuleg mágkona
^mín, Steinunn Árnadóttir, jarðsett.
Okkur barst sú sorgarfrétt hinn 17.
júní, hingað til Mallorca, að hún
Steina væri dáin. Við höfðum ekki
átt von á því að kallið kæmi svo
fljótt, hvað þá á meðan við værum í
stuttu fríi hér. Hún var búin að vera
mikið lasin og þegar ég hringdi vest-
ur til þess að kveðja hana, daginn
áður en við fórum til Mallorca, sagði
Steina að hún væri að vonast til þess
að hún færi nú að hressast.
Ég kynntist Steinu þegar hún og
Jói bróðir byrjuðu saman fyrir 16
árum.
Samband okkar varð þannig að
hún varð kær vinkona og systir. Við
stöllurnar þrjár, ég, Helga og
^wSteina, kölluðum okkur gjaman
„systur“ þvi við hlytum að vera and-
lega skyldar vegna þess hve hlýtt
var á milli okkar.
Steina og Jói dvöldu þijá mánuði
á ári í Akureyjum á Breiðafirði og
þangað fórum við oft og dvöldum hjá
þeim í góðu yfirlæti í lengri eða
skemmri tíma. Við vorum þar síðast
^ xxn 111 r t t nTrrr
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
og átti með honum
soninn Birgi Þdr, f.
17. júní 1983. Þau
slitu samvistum.
Hinn 9. ndvember
1991 giftist Steinunn
Jdhanni Ásgeirssyni,
f. 24. maí 1957. Son-
ur þeirra er Jdn Ein-
ar, f. 20. júní 1991.
Foreldrar Jdhanns
voru Hallfríður Jd-
hannsddttir og Ás-
geir Jdnsson sem
bæði eru látin. Ddtt-
ir Jdhanns er Hall-
fríður, f. 14. febrúar
1975 og á hún tvö böm.
Steinunn starfaði í nokkur ár í
bakaríinu hjá föður sfnum. Si'ðan
vann hún í tdlf ár í Brauðbæ,
fímmtán ár í mötuneyti Iðnskdl-
ans og sfðast vann hún í Austur-
bæjarskdlanum.
Síðastliðin 15 ár dvaldi hún öll
sumur með fjölskyldu sinni í Ak-
ureyjum í Helgafellssveit.
Utför Steinunnar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
í lok maí og áttum við allra síst von á
því að þetta yrði í síðasta skipti sem
við jiittumst.
Ég ætla ekki að fara að tíunda það
hversu frábær og góð Steina var
vegna þess að þeir sem hana þekktu
vita það mætavel. Eitt af því sem
Steina gerði svo vel var að elda góð-
an mat, þar var hún snillingur.
Hvort sem það var einhver hefð-
bundinn matur eða óhefðbundinn,
eins og t.d. selkjötið, sem varð jafn-
vel betra en besta nautasteik. Þegar
til stóð að halda veislu komum við
saman þrjár „systurnar" og bárum
saman bækur okkar. Við undirbún-
ing fermingarveislu Öllu Sifjar í vor
treysti Steina sér ekki til þess að
vera með en auðvitað var borið und-
ir hana hvað ætti að elda, hversu
mikið magn ætti að hafa og fengin
blessun hennar fyrir því. Svo var
verið í símasambandi til þess að gefa
skýrslu um hvernig gengi.
Þar sem ég sit hér á Mallorca og
reyni að koma minningum niður á
blað finn ég að ég á fullt af góðum
minningum, sem búa í hjarta mér,
um Steinu.
Ein slík kemur fram í hugann,
þegar við „systurnar" sátum í eld-
húsinu úti í eyju sl. sumar og hlóg-
um að öllu því sem við sögðum.
Svona gátum við hlegið endalaust að
öllu sem okkur datt í hug.
Mikið var Steina mín glöð þegar
þau Jói festu kaup á æskuheimili
Steinu á Bergþórugötunni, en þau
voru aðeins búin að eiga þar heima í
fáeina mánuði þegar kallið kom.
Elsku Jói bróðir, ekki var gleði
ykkar lítil þegar Jón Einar kom í
heiminn fyrir níu árum. Ágúst fékk
strax að eiga tásur hjá honum en
þegar hann vildi eiga meira í honum
var það ekki hægt vegna þess að
mamma átti sálina hans. Þar getur
hann nú geymt minningu um
mömmu sína um aldur og ævi.
Ágúst, ég, Alla Sif, Helga, Búi og
Rannveig Lára sendum þér, elsku
Jói bróðir, bömum ykkar og bama-
börnum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðum Guð að vera hjá
ykkur.
Steina er og verður alltaf í huga
okkar.
Aðalheiður.
Fyrstu kynni mín af Steinunni
Ámadóttur, mágkonu minni, vom
fyrir 15 ámm þegar hún kom hingað
vestur í Akureyjar á Breiðafirði með
bróður mínum, Jóhanni Ásgeirssyni.
Með þeim var Birgir Þór, þá tveggja
ára. Áð vísu hafði ég kynnst Steinu
lítillega áður, en þegar hún kom
hingað vestur kynntumst við betur.
Við bræðurnir höfum stundað hér
grásleppuveiðar um árabil. Steina
tók strax fullan þátt í öllum störfum
auk þess að sjá um heimilishaldið
sumar eftir sumar. Steina hefur allt-
af verið mér mjög kær. Ég hef dýrk-
að hana sem vin og mjög góðan fé-
laga, sérstaklega þegar við höfum
verið hér í Akureyjum, þar sem við
höfum búið í sama húsi.
Enginn skildi í Steinu að vilja fara
snemma að vori vestur í einhverja
eyðieyju og vera þar allt sumarið.
En eins og við bræður þá beið hún
spennt eftir sumrinu til að komast
vestur. Hér líkaði Steinu að vera og
hér undi hún hag sínum vel í úti-
verunni innan um fuglalífið, fjarri
streitu og amstri bæjarlífsins.
Ég gleymi ekki sumrinu 1991 þeg-
ar Steina kom í lok júní með ný-
fæddan son sinn, Jón Éinar. Hún lét
ekki halda sér í bænum of lengi og
kom strax vestur þegar heilsa henn-
ar og bamsins leyfðu.
Steina var mjög vinamörg og
þekkti mikið af góðu fólki sem hélt
mikið upp á hana. Mér eru minnis-
stæð Þorláksmessukvöldin á heimili
Steinu og Jóa á Njálsgötunni. Þar
var alltaf uppdekkað borð, svið,
hangikjöt og annað góðgæti á boð-
stólum fyrir vini og vandamenn sem
voru á búðarápi um Laugaveginn.
Þá var gott að koma á Njálsgötuna
og þiggja góðgjörðir. Það voru líka
margir sem komu þangað í kaffi og
spjall.
Steina var alltaf tilbúin að hjálpa
vinum og ættingjum með veislur.
Þar var hún á heimavelli enda mjög
fær í öllu sem að slíku sneri og ófáar
veislumar sem hún hefur komið að.
Ég man vel þegar mjög góð vinkona
mín átti afmæli sem hún ætlaði ekki
að halda upp á. Á síðustu stundu var
þó ákveðið að slá upp veislu. Þá var
hringt í Steinu sem bjargaði málun-
um fljótt og vel svo sómi var að. Ég
lærði mikið af Steinu í matargerð og
var hún alltaf tilbúin að segja manni
til, væri þess óskað. Svona var
Steina, alltaf tilbúin að gera það sem
hún gat fyrir vini sína. Vom þeir
margir sem hún aðstoðaði um ævina.
Við fráfall Steinu er mér efst í
huga mikill söknuður og tóm. Jói
bróðir og Steina áttu svo margt eftir
ógert af því sem búið var að ákveða
þegar veikindi hennar komu eins og
þmma úr heiðskím lofti. Þau höfðu
varla lokið við að standsetja gamla
húsið á Bergþómgötu 6 sem foreldr-
ar Steinu höfðu átt og þau Jói keypt
af dánarbúi móður hennar. Steina
var svo spennt að geta flutt inn í
gamla húsið sem hún ólst upp í. Það
var búið að vinna dag og nótt í hús-
inu og þau nýflutt inn.
Steina lést á afmælisdegi sonar
síns, Birgis Þórs. Þremur dögum
síðar var hún kistulögð á afmælis-
degi yngri sonarins, Jóns Einars.
Þann sama dag varð Stefán bróðir
hennar bráðkvaddur. Það varð því
stutt á milli systkinanna.
Ég votta Jóhanni bróður mínum
og bömunum Birgi Þór, Jóni Einari,
Karolínu og Guðrúnu mína dýpstu
samúð. Einnig öðmm ættingjum og
venslafólki Steinu, sérstaklega
Rannveigu, ekkju Stefáns.
Jún Páll Ásgeirsson.
Margs er að minnast,
margt er hér aó þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Við vomm harmi slegin þegar
mamma sagði okkur frá því að
Steinunn frænka væri dáin. Við viss-
um að Steinunn ætti við illvígan
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
tfisdrykkjur í Veislusalnum
SB Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
EINNIG LETTUR HADEGISMATUR
MEÐKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ
. skoSii
** n*tinul
VEISLAN
G3
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurströnd 12 »170Seltjurnarnes • Símí: 561 2031 •FœcSil 2008
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is _ _
—=—es
sjúkdóm að etja en dauðinn var
samt mjög fjarlægur því síðast þeg-
ar við hittum Steinunni var hún eins
og hún á að sér að vera, hress og
kát.
Þrátt fyrir erfið veikindi hafa þau
ekki aftrað henni og Jóa við að end-
urgera Bergþómgötuna nýverið.
Fyrir okkur voru það mikil gleðitíð-
indi þegar þau Jói ákváðu að búa í
húsinu hennar ömmu.
Frá Bergþómgötunni eigum við
margar minningar. Þar hittum við
Steinunni og fjölskyldu reglulega og
var undantekningarlaust alltaf ein-
hver úr fjölskyldunni hennar þar
þegar okkur bar að garði.
Hin síðari ár hefur samvem-
stundum okkar fækkað og þær oft-
ast verið í kringum hátíðirnar eða
viðburði hjá stórfjölskyldunni. Þó
fengum við alltaf fregnir af þeim hjá
mömmu. Drottinn, viltu varðveita
Steinunni fyrir okkur og vaka yfir
sorgmæddum.
Við vottum Jóa, Línu, Gunnu,
Bigga, Jóni Einari og öðmm ætt-
ingjum og vinum okkar dýpstu sam-
úð.
Ámi Pétur, Kári Steinn, Elín
Theódóra og fjölskyldur.
Nú þegar ég sit og reyni að skrifa
nokkur orð um Steinu vinkonu mína
koma mér fyrst í hug orð úr Spá-
manninum en þar segir m.a. um vin-
áttuna: „Þegar vinur þinn talar, þá
andmælir þú honum óttalaust eða
ert honum samþykkur af heilum
hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið
hvor annan“. Þótt við Steina höfum
brallað margt og spjallað saman þá
áttum við einnig góðar stundir þar
sem við þögðum saman, þurftum
ekki að skemmta hvor annarri, held-
ur nutum samvista. Þetta kom sér
vel nú síðustu mánuði, þegar hún
hafði oft ekki orku til að spjalla. Ég
kynntist Steinu fyrir nærri 30 árum
og allan þennan tíma bar aldrei
skugga á vináttuna, jafnvel þó við
værum ekki alltaf sammála og vær-
um afar ólíkar. Stundum liðu mán-
uðir án þess að við hittumst, sér-
staklega árin fjögur sem ég bjó úti á
landi en alltaf vorum við í símasam-
bandi og svo þegar við hittumst var
eins og við hefðum hist í gær. Mér er
sérstaklega minnisstætt þegar hún
hringdi í mig, líklega vorið 1985, og
sagðist vera að fara vestur í Breiða-
fjarðareyjar með Jóa sem hún var
þá nýbúin að kynnast. Ég hafði verið
í Breiðafjarðareyjum nokkrum ár-
um áður og sagt henni hvað væri
yndislegt að vera þar og hún var full
af tilhlökkun þegar hún talaði við
mig. Og eyjalífið átti svo sannarlega
við hana enda átti hún eftir að eyða
þar tveimur til þremur mánuðum á
hverju sumri eftir það með þeim
bræðrum Jóa og Palla og að sjálf-
sögðu strákunum sínum Bigga og
Jóni Einari. Barnabömin hennar
fengu líka að njóta þess að vera hjá
ömmu í Akureyjum. Hún var þarna
eins og drottning í ríki sínu og alltaf
var jafn-gott og -gaman að koma til
þeirra í eyjarnar. Það var mikill
gestagangur hjá þeim og allir vel-
komnir.
Steina var um margt sérstök, hún
lauk aðeins skyldunámi en hafði
óþijótandi áhuga á íslensku máli.
Hún hafði unun af Ijóðum og las
mikið af alls konar bókum, hafði sér-
stakt dálæti á vel skrifuðum bama-
bókum. Hún hlustaði mikið á útvarp,
sérstaklega alls konar fróðleik, út-
varpsleikrit og framhaldssögur. Við
hringdum stundum i hvor aðra til að
lesa Ijóð eða eitthvað fallegt sem við
höfðum rekið augun í. Steina var
einstakur kokkur og hafði gaman af
að útbúa veislumat, öll matargerð
lék í höndum hennar og hún hafði
mikinn áhuga á öllu sem laut að
eldamennsku. Hún var einstaklega
gestrisin og oft var gaman að fylgj-
ast með henni og Jóa undirbúa eitt-
hvert lostætið. Þó Steinu þætti oft
gott að vera ein fannst henni einnig
frábært að vera í góðra vina hópi,
setja Dr. Hook á fullt, dansa og fá
sér einn hristan.
Steina fann aldrei þörf hjá sér til
að taka bílpróf enda bjó hún og
starfaði alla sína ævi á Skólavörðu-
holtinu eða í nágrenni þess. Hún ólst
upp á Bergþórugötunni og var ný-
flutt á æskuheimilið sitt aftur. Alls
staðar heyrði hún í kirkjuklukkum
Hallgrímskirkju og er vel við hæfi
að kveðja hana þaðan.
Steina var góð móðir, vinur barna
sinna og umburðarlynd amma.
Það hefur verið erfitt hjá Steinu,
Jóa og fjölskyldunni síðan hún
greindist með krabbamein fyrir
rúmum níu mánuðum eða 31. ágúst
1999 á afmælisdegi móður hennar.
Hún fór í gegnum þessi veikindi með
einstöku æðruleysi, hún ætlaði ekki
að gefast upp og Jói var eins og
klettur við hlið hennar. Hún vildi
hvorki vol né víl í kringum sig en
sóttist eftir styrk. Hún lét klippa sig
drengjakoll áður en hún byrjaði í
lyfjameðferð og geislum svo það yrði
ekki eins mikið áfall ef hún missti
hárið, eitt dæmi um æðruleysið.
Hún var staðráðin í að fara á
Reykjalund þegar hún kæmi úr eyj-
unum um miðjan júlí. En það átti
ekki fyrir henni að liggja, hún fékk
lungnabólgu um hvítasunnuna og
var flutt með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar til Reykjavíkur 15. júní sl. og
andaðist á Landspítalanum að
morgni 17. júní sl. á 17 ára afmælis-
degi sonar síns, Birgis Þórs. Hún
var síðan kistulögð á níu ára afmæl-
isdegi yngsta sonar síns, Jóns Ein-
ars 20. júní sl. Þann dag varð fjöl-
skyldan fyrir öðru áfalli, því elsti
bróðir hennar, Stefán Óli, varð bráð-
kvaddur.
Við höfum átt ómetanlegar stund-
ir undanfarna mánuði, stundir sem
ég mun geyma í minningunni. Við
höfum talað um bömin okkar, sam-
band okkar við þau og væntingar,
um dauðann, veikindin, gleði og
sorgir. Stundum var eins og hún
væri í einhvers konar uppgjöri en
aldrei talaði hún illa um fólk, jafnvel
þótt það hefði gert eitthvað á hennar
hlut. Hún talaði um alla vinina og
hvernig allir hefðu stutt hana og vilj-
að allt fyrir hana gera. Hún táraðist
þegar hún talaði um þetta og einnig
þegar hún sýndi mér vísurnar sem
nafna hennar orti til hennar.
Steina mín, ég þekki gildi vinátt-
unnar og myndi ekki vilja lifa án
hennar. Hún er, eins og einhver góð-
ur maður sagði, ágæt í meðbyr og
ómetanleg í mótbyr. Takk fýrir allt.
Elsku Jói, Lína og börn, Gunna,
Biggi og Jón Einar, ég votta ykkur,
systkinum Steinu og öðrum aðstand-
endum, mína dýpstu samúð. Einnig
votta ég fjölskyldu Stefáns Óla sam-
úð mína. Guð gefi ykkur styrk.
Hjördís (Hjödda).
Með nokkrum orðum ætla ég að
minnast Steinunnar vinkonu minnar
sem lést langt um aldur fram eftir
erfið veikindi.
Ég þarf að fara alllangt aftur í
huganum eða u.þ.b. 30 ár en þá hóf-
ust okkar kynni með því að ég réð
mig til vinnu í bakaríi föður hennar,
Árna Guðmundssonar. Þetta var
skemmtilegur tími og oft glatt á
hjalla þar en þarna störfuðu líka
tveir bræður Steinunnar sem báðir
eru látnir.
Eftir að ég hætti í bakaríinu fór-
um við tvær samstarfsstúlkur að
leigja hjá Steinunni sem átti þá íbúð
og bjó með litlu dóttur sinni, henni
Línu, sem var ein af hópnum. Þessi
sambúð okkar gekk mjög vel og
minnist ég þess ekki að við stöllurn-
ar höfum nokkurn tíma rifist eða
verið í fýlu hver út í aðra, þvert á
móti, við áttum saman margar góðar
stundir á Urðarstígnum. En ég verð
þó að viðurkenna að þótt Steinunn
hafi verið jafngömul okkur litum við
á hana sem einskonar mömmu og
treystum á að hún leysti málin ef
eitthvað kom upp á og þegar ég lít til
baka finnst mér eins og hún hafi lif-
að hraðar og verið skrefi á undan
okkur hinum allan þann tíma sem ég
þekkti hana.
Síðar leystist þessi sambúð upp
og við fórum hver í sína áttina en
alltaf vorum við Steinunn þó í nánu