Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Foreldrakönnun Leikskóla Reykjavíkur Foreldrar ánægð- ir með leikskólana KÖNNUN á viðhorfum foreldra sem eiga börn á leikskólum til leik- skólanna í Reykjavík, sýnir að for- eldrar eru yfirleitt ánægðir með starf leikskólanna og telja að börn- um sínum líði þar vel. Bergur Fel- ixson, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur, segir greinilegt að þeir foreldrar, sem eigi börn á leikskólum, séu mjög ánægðir með það starf sem þar fer fram. Illa staðið að uppsögnum á dvalarsamningum Kristín Blöndal, formaður Leik- skóla Reykjavíkur, telur að sú mikla óánægja sem blossaði upp í vetur þegar dvalarsamningum leik- skólabarna var sagt upp, sé að mestu að baki enda hafi ekki þurft að loka jafnmörgum leikskólapláss- um og óttast var í fyrstu. Hún við- urkennir að klúðurslega hafi verið staðið að málum við kynningar á uppsögnum á dvalarsamingunum en í vetur var þeim breytt á þann veg að nú geta leikskólayfirvöld rift dvalarsamningum með litlum fyrirvara og stytt vistunartíma barna, verði mannekla á leikskól- unum. Foreldrar ánægðir með leikskólana Meðal þess sem athugað var í könnuninni var hvort foreldrar teldu leikskóladvöl þroskandi og lærdómsríka fyrir barn sitt en 97% foreldra voru ýmist sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu. Meirihluti foreldra taldi ennfremur að vel væri tekið á móti börnum sínum þegar þau færu fyrst á leik- skóla og langflestir foreldrar telja að börnum sínum líði vel í leik- skóla. Þá eru foreldrar yfirleitt ánægðir með starfsfólk leikskól- anna. Starfsfólki hvers leikskóla verða kynntar niðurstöður könnun- arinnar og þeiira ábendinga sem Morgunblaðið/Golli Börnin í Múlaborg héldu í gær upp á 25 ára afmæli leikskólans. Kristín Blöndal og Bergur Felixson kynntu í gær niðurstöður foreldra- könnunar Leikskóla Reykjavikur. Úr könnun Leikskóla Reykjavíkur meðal foreldra barna á leikskólunum ] Sammála ] Frekar sammála ] Hlutlaus J Frekar ósammála 9 Ósammála Mér finnst barnið mitt eiga ánægjuleg samskipti við starfsfólk leikskóians og að því líði vel í leikskólanum. Ég tel að leikskóladvölin sé þroskandi og lærdómsrík fyrir barnið. Ég tel að starfsfólk leikskólans hafi Mér finnst staðið vel að kynningu kunnáttu og hæfni til að sinna vel sínu starfi. á nýju starfsfólki í leikskólanum. foreldrar komu á framfæri í könn- uninni. 40% starfsfólks ófaglærð Mest var óánægjan með kynn- ingu á nýju starfsfólki en Kristín Blöndal telur óánægjuna m.a. stafa af þeirri óvissu um starfsfólk sem leikskólarnir hafi búið við, en dæmi séu um að starfsfólk staldri aðeins við í eina viku. Kristín segir útlit fyrir að starfsmannamál verði í betra horfi á þessu ári. Reykjavík- urborg samþykkti nýlega aukafjár- veitingu til leikskólanna upp á 150 milljónir sem m.a. eiga að fara til eflingar á innra starfi leikskólanna. Um 40% af starfsfólki á leikskólum eru menntaðir leikskólakennarar en lög gera ráð fyrir að allir þeir sem starfa við leikskólakennslu séu fagmenntaðir. Bergur segir ómögulegt að uppfylla ákvæði lag- anna. Leikskólakennarar séu ein- faldlega ekki nægilega margir. Til þess anna eftirspurn þyrfti að út- skrifa 2.000-4.000 leikskólakenn- ara á næstu árum en nú séu aðeins um 100 útskrifaðir á hverju ári. Leikskólinn Múlaborg 25 ára Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í leikskólanum Múlaborg sem hélt upp á 25 ára afmæli sitt í gær. Börnin á leikskólanum sungu afmælissöng skólans og fóru í skrúðgöngu til að fagna þessum merka áfanga. í Múlaborg er sér- staklega tekið mið af þörfum fatl- aðra barna, t.d. er leiksvæði við leikskólann sérlega vel búið. Borgarráð Guðný Gerð- ur ráðin borgar- minjavörður BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu menningarmála- nefndar um að Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri við Þjóðminjasafnið, verði ráðin borgarminjavörður og for- stöðumaður Árbæjarsafns - Minjasafns Reykjavíkur. Átta umsóknir bárust um stöðuna. Við atkvæðagreiðslu í menn- ingarmálanefnd hlaut Guðný Gerður þrjú atkvæði meirihluta en Nikulás Úlfur Másspn, deildarstjóri húsadeildar Ár- bæjai-safns, hlaut tvö atkvæði minnihluta. * Ragnar Stefánsson forstöðumaður Jarðeðlissviðs Veðurstofu Islands Ekki einhlítt hvað átt er við með stærð jarðskjálfta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ragnari Stefánssyni, forstöðumanni Jarðeðlilssviðs Veð- urstofu Islands: „Nokkur umræða hefur farið fram um stærðarákvarð- anir jarðskjálfta undanfarið, og þá stærð á svokölluðum Richterkvarða. Því miður er það ekkert einhlítt hvað meint er með stærð jarðskjálfta á Richterkvarða. Mb eða Ms Til að gera langa sögu stutta nota starfsmenn Jarðeðlissviðs Veður- stofunnar stærðarkvarða um jarð- skjálfta á íslandi sem er byggður á alþjóðlegum stærðarkvarða og nefn- ist hann Mb. Stærð jarðskjálftans 17. júní sl. mældist 5,7 á þeim kvarða, og var gefin upp sem stærð skjálftans í byrjun. Þetta var ekki fjarri þeirri stærð sem margar erlendar jarðskjálfta- miðstöðvar gáfu upp um stærðina 17. júní, algengast frá 5,4 og upp í 5,8. NEIC (National Earthquake In- formation Center) í Bandaríkjunum sem reiknar Mb út frá upplýsingum frá hvað flestum stöðvum í heimin- um, gaf upp 5,7 sem sína Mb-stærð. Eftir endurreikninga og endurskoð- un gefur NEIC enn þá út Mb-stærð- ina sem 5,7 á stóra skjálftanum 17. júní. Þeir fengu sem sagt út ná- kvæmlega sama gildi og starfsmenn Veðurstofunnar. Annar kvarði sem er notaður nefnist Ms og er grundvallaður á bylgjum sem hafa lengri sveiflutíma en bylgjumar sem notaðar eru til að reikna Mb, svokallaðar yfirborðs- bylgjur. Þessi kvarði sýnir oft hærra gildi fyrir mjög stóra og grunna skjálfta heldur en Mb. Stórt Ms-gildi miðað við Mb táknar því að sprung- an sem myndaðist í jarðskjálftanum sé tiltölulega löng. Alltaf erfítt að meta stærð stórra skjálfta í námunda við þá Það er alltaf erfitt að meta stærð mjög stórra jarðskjálfta í námunda við þá. Maður er svo að segja inni í nærsviði skjálftanna. Því er miklu auðveldara að meta þetta úr mikilli fjarlægð og með notkun margra mælistöðva víða um heim. Þess vegna reyna jarðskjálftafræðingar að byggja stærðarmat á slíkum skjálftum á alþjóðlegum niður- stöðum jarðskjálftamælistöðva um allan heim. Það var útilokað eftir jarðskjálftann 17. júní að meta Ms- stærð jarðskjálftans út frá jarð- skjálftamælum hér á landi. Það var hins vegar mjög mikil- vægt að meta þessa Ms-stærð, sem sagt að meta það hvert umfang skjálftans var. Hversu harður hann er, þar sem hann er harðastur, kem- ur jafn vel fram í Mb-stærðinni. Til þess að meta Ms varð að beita öðrum aðferðum. I fyrsta lagi að kanna hvað erlendar jarðskjálfta- mælastöðvar gæfu upp um Ms. Það var hins vegar mjög misvísandi, margar niðurstöður. Líka var reynt að beita óhefðbundnum aðferðum, út frá svokölluðum þenslumælum og út frá áhrifalýsingum fólks. Að lokum var Ms-stærðin ákvörðuð 6.5, út frá hinum óhefðbundnu aðferðum ann- ars vegar og út frá Ms-ákvörðun frá NEIC hins vegar, sem við treystum best af hinum erlendu aðilum. Um leið og við gerðum okkur grein fyrir þessu höfðum við sam- band við Almannavamir og ítrekuð- um, sem þá þegar var reyndar orðið sæmilega ljóst út frá mörgu öðru en stærðinni, að N-S-sprungan í Holt- unum væri afar löng, yfir 20 km og næði m.a. norður fyrir Þjórsá, og þýðingarmikið væri að kanna fljótt áhrif á öllu þessu svæði. Opinberlega kom stærðin 6,5 svo fram í fréttatíma Sjónvarpsins um kvöldið. Ástæða þess að þessi stærð, sem sagt Ms-stærðin, var sett fram, þeg- ar hún var orðin vel þekkt, er að gömlu sögulegu skjálftunum er lýst með Ms-skalanum. Þegar svona mikið ber á milli Ms og Mb var nauðsynlegt að fólk fengi Ms-upplýsingarnar. Starfsmenn Veðurstofunnar gerðu allt hárrétt í þessu máli. Þeir settu fram stærð skjálftans, eins og venja er til um stærð skjálfta hér á landi, í Mb-kvarðanum, eins fljótt og unnt var. Það var full ástæða til að meta stærðina á Ms-kvarðanum sem fyrst. Það var hins vegar fráleitt að kasta fram mati á þessu fyrr en Ms- stærðin var raunverulega þekkt. Það hefði verið út í hött að taka fyrstu Ms-ákvörðun erlendis frá og gera hana að hinni „raunverulegu stærð“ fyrr en að vel athuguðu máli. Starfsmenn Jarðeðlissviðs V eðurstofunnar Vegna ummæla manna um þessi mál skal eftirfarandi tekið fram: Starfsmennirnir brugðust afar vel við þegar þeir voru kallaðir til vinnu á þjóðhátíðardaginn, en vaktir eru yfirleitt ekki á Jarðeðlissviði, ekki einu sinni bakvaktir. Starfsmenn voru meira að segja kallaðir úr sum- arleyfum erlendis. Starfsmennirnir, bæði náttúru- fræðingar og tæknimenn, hafa unnið hér frábært starf af mikilli faglegri hæfni og dugnaði. Verkefnin voru og eru frá því hinn 17. júní að átta sig á hvað nákvæmlega er að gerast, hvaða sprungur eru að hreyfast og hversu mikið, og svo ekki síst, við hveiju má búast. Þeir hafa unnið að því að styrkja og lagfæra jarð- skjálftastöðvarnar, og safna einstök- um mæligögnum íyrir framtíðina og heimsbyggðina, til þess hugsanlega að gera okkur kleift að spá vel um jarðskjálfta. Allan tímann hefur verið mikið, stöðugt og frábært samstarf við Al- mannavarnir, bæði ríkisins og heima í héraði. Einnig hefur verið afar gott samstarf við almenning bæði gegn- um fjölmiðla og á fundum víðsveg- ar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.