Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Starfsmaður félagsmiðstöðvar sem ákærður var fyrir kynferðisafbrot Dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Þýskalandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur úrskurðað 27 ára gamlan mann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðis- afbrot gagnvart fjórum heymarlaus- um og heymarskertum stúlkum, nemendum í Vesturhlíðarskóla í Reykjavík. Fullnustu dómsins er hins vegar frestað, skv. úrskurði dómsins, og mun hún falla niður að þremur ár- um liðnum haldi maðurinn almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegn- ingai-laga. Maðurinn var starfsmaður í félags- miðstöð Vesturhlíðarskóla frá árinu 1994 til ársins 1998. Var hann ákærð- ur fyrir ýmis kynferðisafbrot gagn- vart sex stúlkum sem áttu að hafa gerst annars vegar á meðan maður- inn starfaði í félagsmiðstöðinni og hins vegar þegar hann var sjálíúr nemandi í Vesturhlíðarskóla ái'in 1989 og 1990. Maðurinn játaði hluta sakargifta en neitaði hluta þeirra og taldi dóm- urinn að framburður hans hefði verið stöðugur um öll atriði sem máli skiptu. Vísaði Héraðsdómur því írá dómi skaða- og miskabótakröfum tveggja stúlknanna, enda neitaði maðurinn að hafa brotið gegn þeim og þótti ósannað að hann hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök gagnvart þeim. Hinum fjórum stúlkunum var maðurinn dæmdur til að greiða á bilinu 150 til 250 þúsund krónur, skv. úrskurði Héraðsdóms, auk þess sem hann skal greiða helm- ing alls sakarkostnaðar. Fram kemur í úrskurðinum að rétt þyki, með hliðsjón af því að maðurinn Einn sækir um Raufarhöfn EIN umsókn barst um embætti prests á Raufarhöfn, frá Örnu Ýri Sigurðardóttur guðfræðingi. Um- sóknarfrestur rann út um miðjan mánuð og er búist við að valnefnd komi saman í næstu viku til að fjalla um umsókn hennar. Nýverið var séra Stína Gísladóttir skipuð sóknarprestur í Holtspresta- kalli í Önundarfirði og séra Solveig Lára Guðmundsdóttii' var skipuð sóknarprestur í Möðruvallapresta- kalli í Eyjafu'ði. Báðar eru skipaðar frá næstu mánaðamótum til fimm ára. Séra Stína þjónaði áður Bólstað- arhlíðarprestakalli í Húnavatnspró- fastsdæmi og séra Solveig Lára Seltjarnarnesprestakalli. Gert er ráð fyrir að þau verði auglýst laus til um- sóknar á næstunni en dráttur getur þó orðið með Bólstaðarhlíðarpresta- kall þar sem hugmyndir eru uppi um breytingar sem nú eru til athugunar hjá heimamönnum. Umsóknarfrestur um Digranes- prestakall í Kópavogi rennur út um næstu mánaðamót og höfðu í gær þegar borist þrjár umsóknii- til Bisk- upsstofu. ----------------- Sex tilboð í vegarkafla á Vestfjörðum SEX tilboð bárust Vegagerðinni í verkefni á Vestfjarðavegi, kafla milli Vattarness og Vaðalness á Barða- strönd. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar var 55,9 miHjónir króna og voru tvö tilboðanna rétt undir áætl- uninni en hin fjögur nokkru yfir. Lægsta tilboð átti Berglín ehf. í Stykkishólmi, 52,7 milljónir, og til- boð Bergbrots ehf. í Kópavogi var næstlægst, 55,5 milljónir króna. Tvö hæstu tilboðin voru uppá 64 og 80 milljónir króna. var sjálfur vart kominn af bai'nsaldri þegar hann framdi fyrsta og alvarleg- asta brotið, að ákveða að fresta fulln- ustu níu mánaða fangelsisdóms, og að refsingin falli niður að liðnum þremur árum haldi hann almennt skilorð. Með lög- regluna á hælunum Lúðrasveit Hafnarfjarðar kom ný- lega heim úr tónleikaferð til tveggja borga í Þýskalandi. Hljóm- sveitin lék meðal annars við opnun á nýjum bjórgarði í Múnchen en slíkar opnanir þykja mikið frétta- efni að sögn Stefáns Ómars Jakobs- sonar stjórnanda hljómsveitarinn- ar. Að loknum tónleikum í Stuttgart á vegum þýsk-íslenska menningarfélagsins dró til tfðinda þegar ákveðið var að leika íslensk lög við styttu eftir Bertel Thor- valdsen í miðborginni en bannað er að leika án leyfis á götum borgar- innar. „Lögreglan var fast á hælum okkar og ætlaði að stöðva leikinn en okkur tókst að leika þrjú lög áð- ur en hún kom og vorum við að setj- ast inn í rútuna þegar hana bar að,“ sagði Stefán Ómar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.