Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 48

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ *48 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 LISTIR Talstöðin og tímavíddirnar KVIKMYNDIR Laugarásbfó, Bíóborgin TÍÐNI „FREQUENC“**'/2 Lcikstjóri: Gregory Hoblit. Hand- rit: Toby Emmerich. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Jim Caviezel, Andre Braugher, Elisabeth Mitchell. New Line Cinema. 2000. BANDARÍSKA spennumyndin Tíðni eða „Frequency" er tímaferða- lagsmynd sem byggist á þeim kenn- ingum vísindamanna að til séu fjöl- margar tímavíddir. Handritshöfiind- urinn Toby Emmerich kemur því svo fyrir að hægt sé að senda a.m.k. upp- lýsingar milli þeirra og aðalpersónur hans, faðir sem lést fyrir þrjátíu árum og sonur sem syrgt hefur hann síðan, geta talast við á ný í gegnum gamla talstöð. Hugmyndin er heiliandi eins og all- ar hugmyndir um tímaferðalög eru heillandi og Toby ásamt leikstjóran- um Gregory Hoblit vinna ágætlega úr henni þótt spyrja megi sig hvort ekki hefði mátt gera eitthvað kræsilegra við hana en fjöldamorðingjatrylli en út í einn slíkan leiðist sagan þegar á líður. Fyrir þrjátíu árum gekk fjölda- morðingi laus og myrti hjúkrunar- konur og nú sameinast faðir og sonur í gegnum tímavíddir um að grípa hann glóðvolgan. Svo það er margt að hafa í þessari einu mynd. Ekki er nóg með að hún lýsi á melódramatískan hátt sundr- aðri fjölskyldu eftir lát elskaðs heim- ilsfoðurs, lífi sonar sem er nokkum veginn ónýtt vegna hins hörmulega atburðar er leiddi föður hans til dauða fyrir þrjátíu árum, fikt við tímann þar sem atburðarásinni er breytt og nú- tíminn er sífellt að taka á sig nýjar myndir, heldur erum við líka á hött- unum eftir fjöldamorðingja. Leikstjórinn Hoblit reynir að gæta þess að ekkert af þessu flækist hvert fyrir öðru og tekst það misjafnlega. Þessi mynd á greinilega að vera fyrir alla. Ahugamenn um vísindaskáld-' skap fá tímaflakksskemmtun. Áhuga- menn um fjölskyldudrama fá amer- íska fjölskylduelsku eins og hún getur orðið tilfinningaþrungin í Hollywood-myndum. Spennufíklar fá hrottaleg morð og eltingarleiki. Myndin virkar sjálfsagt ólíkt á fólk eftir því hvar áhugasviðið liggur. Leikurinn er ágætur. Dennis Qua- id er fín hetja í gamla tímanum, hæfi- lega huglaus og vandræðalegur þeg- ar hann á að stoppa fjöldamorðingja og Jim Caviezel hefur eilíft sársauka- fullan svip eins og hann hafi misst föður sinn í gær. Tíðni er prýðilegasta sumar- skemmtun með spennu og meló- drama og vísindaskáldskap, eitthvað fyrir alla. Arnaldur Indriðason 5 vikna hefðbundið TT námskeið +8 vikna opið kort. (Má leggja inn). FRÁ TOPPITIL TÁAR i Eitt viðurkenndasta námskeið sinnar tegundar fyrir þær sem að léttast um 15 kg. og meira. Innriun stendnr yjir {sttna 58i 373°; IIöí’uii) aðlagnð 'r.T. námskt'iðin að sumrinu! \ . • '• '■ -.y ;• rt Af landafundum BÆKUR Endursögn LEIFUR HEPPNI OG VÍNLAND HIÐ GÓÐA Jón Danielsson tók saman. Muninn bókaútgáfa. 2000,111 bls. LÍTIÐ málsamfélag á ávallt undir högg að sækja. íslensk menning hef- ur löngum sótt drifkraft sinn í málið svo að þær hættur sem steðja að málinu eru einnig ógnun við menn- inguna. í raun og veru er baráttan við að viðhalda tungunni og menn- ingunni á vissan hátt einnig lífsbar- átta lítillar þjóðar sem sér tilveru- rétt sinn að miklu leyti í Ijósi fortfðar og menningararfs. Fomsögur okkar eru kannski mikilvægasti arfurinn og svo annt hefur mönnum verið um þessar sögur að styr hefur jafnvel staðið um breytingar á stafsetningu sagnanna frá miðaldahandritum. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða skýra glögglega frá því þegar íslendingurinn Bjarni Heij- ólfsson og Leifur Eiríksson, sem ýmist er sagður norskur, íslenskur eða grænlenskur, fundu meginland í vestri. Einnig segir frá tilraun ís- lenskra manna til landnáms undir forystu Þorfinns Karlsefnis og Guð- ríðar Þorbjamardóttur og síðar ann- arra. Ekki voru allar þær landnáms- sögur fagrar. Hetjur fortíðarinnar kölluðu ekki allt ömmu sína. En sög- umar hafa löngum verið íslending- um mikilvægar, einkum og sér í lagi vegna þess að þær bera vott um glæsta fortíð okkar. Nú hefur þessum tveimur sögum verið steypt saman og þær endur- sagðar af Jóni Daníelssyni í bók sem hann nefnir Leifur heppni og Vín- land hið góða. Tilgangur hans er sá að gera þær aðgengilegri nútíma; mönnum, sérstaklega ungu fólki. í ávarpi fremst í bókinni fjallar menntamálaráðheiTa um landnáms- ævintýri forfeðra okkar og getur þess „að enn þann dag í dag getum við lesið um þau á móðurmáli okk- ar.“ Jón er dálítið annarrar skoðunar og bendir á að æ hæpnara verði að halda á lofti þeirri kenningu „að ís- lensk tunga hafi í aldanna rás ekki breyst meira en svo að hvert barn sé þess umkomið að lesa sögur sem skrifaðar voru fyrir 700-800 árum.“ Hann bætir við að því sé fjarri „að þær séu lengur sú almenningseign sem þær voru fyrir svo skömmum tíma sem 50-100 árum.“ Jón gengur jafnvel svo langt að segja að það sé kominn tími til „að fara beinlínis að þýða þær á nútímamál." Nú er það svo að ég tel að báðir hafi nokkuð til síns máls. Vissulega snýst áhugi unglinga á Islandi um allt annað en fornsögur. Þær eru ekki beinlínis rifnar út á bókasöfn- um. Ég hygg þó að íslendingasögur séu enn þá almenningseign og ég lít á það sem goðsögn að þær hafi verið mikið meiri almenningseign fyrr á árum. Ég tel þannig að grunnskól- arnir hafi staðið sig bærilega við að kynna heim fomsagna og efla áhuga ungs fólks á þeim. Það vill svo til að bók Jóns var dreift til allra þeirra sem luku grannskólaprófi í vor. Sömu nemendur glímdu við það verkefni að lesa Gísla sögu eða Grettis sögu fyrir samræmd próf. Auk þess höfðu margir þeirra áður lesið Gunnlaugs sögu, Laxdælu eða Hrafnkels sögu Freysgoða svo ein- hverjar séu nefndar. Síðan tekur framhaldsskólinn við með Eglu- og Njálukynningu. Stærsti hluti kyn- slóðarinnar ræður mæta vel við að lesa þessar bækur þótt vitaskuld þurfi að grípa tfi orðskýringa. Hitt er svo annað mál að nú á dögum er margt annað sem fangar áhuga ungs fólks en íslendingasögur. Það er bara af hinu góða. Jón bregður á það ráð að endur- segja texta sagnanna tveggja að verulegu leyti til að gera úr þeim „eina samfellda sögu á máli sem allir geti lesið án þess að þurfa í sífellu að fletta upp í orðaskýringum." Þetta gerir bók hans læsilega og áhuga- vekjandi. Ég hygg þannig að hann nái því meginmarkmiði sfnu að börn og fullorðnir geti lesið um atburði sagnanna sér til ánægju og fróðleiks. Það fer hins vegar ekki hjá því að nokkuð glatast af stíl fomsagnanna við slíka endursögn. Mér þykir til að mynda lítið púður vera í sumum mannlýsingum Jóns. Þannig segir hann um þau skötuhjú Freydísi Ei- ríksdóttur og Þorvarð mann hennar, en þau voru bersýnilega snælduvit- laus, einkum Freydís: „Freydís var svarkur mikill en Þorvarður hæglát- ur og ekki mikill fyrir sér. Hann var hins vegar auðugur maður og giftist Freydís honum til fjár.“ í Grænlend- ingasögu segir aftur á móti í knöpp- um texta: „Hún var svarri mikill en Þorvarður var lítilmenni. Var hún mjög gefin til fjár.“ Lítilmennska Þorvarðar og þeirra beggja kemur kannski gleggst fram þegar þau standa síðar fyrir fjöldamorðum á landnemum sem höfðu verið sam- ferða þeim. Seinast gengur Freydís milli bols og höfuðs á fimm konum. Að þeim atburði loknum segir Jón: „Eftir þetta illvirki fóru þau til skála síns og virtist Freydís afar ánægð með það sem gerst hafði.“ En í Grænlendingasögu segir svo með fáguðum úrdrætti: „Nú fóru þau til skála síns eftir það hið illa verk og fannst það eitt á að Freydís þóttist allvel hafa um ráðið...“ Það er raunar vandasamt að sjá hvemig megi sameina þau markmið að viðhalda stfl Islendingasagna og skrá þær upp á nýtt á nútímalegu máli. Þó hygg ég að ýmsar leiðir séu færar hvað það varðar. Mér finnst hins vegar einhvern veginn fullmikið glatast við endursögn Jóns. Bók hans er þó þarfleg og aðgengileg og vekur vonandi áhuga manna á frek- ari lestri því frumheimildir hans eru ósnertar og aðgengilegar öllum. Skafti Þ. Halldórsson Tídægra í Helsinki LEIKLIST Kellariteatteri frá Helsinki. K o m p a n f i ð á Akureyri SÉRÐU REGNIÐ? Tónlist: Uppo Lukkarinen og Lissu Lehtimaja. Textar: Johanna Freundlich. Föstudaginn 23. júní. ÞESSI fínnski ungmennahópur býður upp á frumsköpun, leiksýn- ingu í revíuformi, söngva tengda með spunakenndum samtenging- um. Sýningin sækir form sitt og persónur nöfn sín í Tídægru Boccaccios, en undirritaðan skortir jafnt þekkingu á hinu ítalska höfuð- verki og finnskri tungu til að átta sig á hvort um innihaldslegan skyldleika er að ræða. Allt um það þá eru níu persónur með tídægru- nöfn samankomin í einhvers konar biðsal, sú tíunda slæst í hópinn áður en lýkur, og er trúlega fulltrúi nú- tímans, ungfrú x. Öll eiga þau sitt söngnúmer, líkt og ungmenni Boccaccios stytta sér stundir á fjórtándu öldinni í Flórens við að segja sögur meðan plágan gekk yf- ir. Og víst er um það að nægar eru plágurnar á okkar tímum. Sam- bandsleysi, ástleysi, ofbeldi, kyn- þáttahatur, allar fá þær umfjöllun í söngvum Finnanna. Niðurstaðan er samt bjartsýn, lifum og göngumst við röddunum í brjóstinu, njótum regnsins hér og nú. Hópurinn bjó greinilega yfir góð- um krafti sem á stundum nýttist til að skapa skemmtilega stemmningu. Þó voru spunaatriðin, eins og gjarn- an vill verða, óþægilega á báðum áttum hvort þau voru skipulögð og hugsuð eða líflítil endurtekning sköpunar frá í gær. Tónlistin var áheyrileg, djassskotin popplög mestanpart, og söngvarar flestir vandanum vaxnir. Nokkuð skorti stundum á kraft, bæði í raddstyrk og sannfæringu. Eftirminnilegastir verða líklega upphafssöngur ungfrú x, þar sem ekkert skorti á aflið, og sorgarsaga Karinu, sem var sungin á ensku en samt af einhverjum ástæðum eina lagið þar sem textinn var þýddur jafnóðum á íslensku með afar snjöllum hætti. Þá var símasöngur Panfílós skemmtilegur og þrótt- mikill. Félögum í Kellariteatteri liggur greinilega mikið á hjarta, og sumt af því komst til skila í sýning- unni. Annað leið fyrir formið, sem hópurinn hafði ekki alls kostar á valdi sínu. Með dómi þessum er lokið skrif- um um sýningar á afmælisleiklist- arhátíð Bandalags íslenskra leikfé- laga, en skrifað var um þær sýn- ingar sem ekki hafa áður birst dómar um hér. Ómögulegt er samt annað en að ljúka þessum pistli með nokkrum orðum um hátíðina í heild. Óhætt er að fullyrða að hún hafi borið því besta í áhugaleikhúsinu órækt vitni. Ómældur sköpunar- kraftur og -gleði einkenndu sýning- arnar og mun margt greypast í minningu gesta. Erlendir gestir vöktu mikla gleði og var ekki annað að sjá en hún væri gagnkvæm. Leiklistarsköpun áhugamanna á íslandi hefur allt til að bera til að gleðja áhorfendur, vekja þá til um- hugsunar, græta þá, hlægja og hræða, allt í krafti metnaðar og kunnáttu sem víða er til í ómældu magni sem ausið er af eins og hver vill. Hafi Bandalag íslenskra leikfé- laga þökk fyrir framtakið, við bíð- um spennt næstu hátíðar. Þorgeir Tryggvason Jóhannes Dagsson sýnir í Varmahlíð JÓHANNES Dagsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi ash, Lundi, Varmahlíð í Skagafirði, á laugardag, kl. 14. Jóhannes var í fomámi við Myndlistaskólann á Akureyri 1995-1996 og tók eitt ár í fagur- listadeild 1996-1997. Hann lauk BA-námi í heimspeki og bók- menntum frá Háskóla Islands 1997-2000. Þema sýningarinnar er líkam- inn og verkin eru máluð með olíu á striga. Þetta er önnur einkasýning Jó- hannesar en áður hefur hann haldið málverkasýningu á Kaffi Karólínu 1999 og hélt sýningu með Ólafi Sveinssyni í Safnahús- inu á Húsavík 1998. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 10-18 og stendur til 21. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.