Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 39
Hluti tónlistarmannanna sem koma við sögu á Dans stöðumælanna ásamt lagasmiðnum: F.v.: Ludvig Forberg
víbrafónleikari, Ingvi Þór Kormáksson lagasmiður, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson
trommuleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari.
Tónlist er oftast
að fínna í ljóðum
Dans stöðumælanna er heiti á nýjum
geisladisk sem inniheldur tónlist eftir
Ingva Þór Kormáksson sem hann hefur
samið við ljóð íslenskra nútímaskálda
sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið
á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
HUGMYNDIN að geisla-
disknum Dans stöðu-
mælanna fæddist fyrir
sjö árum á Borgarbóka-
safninu.
Lagasmiðurinn, Ingvi Þór Kor-
máksson, sem er einnig bókasafns-
fræðingur og starfar á safninu, fór
að telja saman hve mörg skáld
hefðu komið við sögu sem starfs-
menn safnsins og glugga í ljóð
þeirra.
Nokkrar hugmyndir að lögum
fæddust strax en önnur lög urðu
ekki til fyrr en mörgum árum síð-
ar, segir hann. „Lögin eru ekki val-
in út frá öðru en því hvort kviknaði
á perunni hjá lagasmiðnum og ég
heyri það núna, eftir að efnið er til-
búið frá minni hendi, að á þessum
tíma hef ég verið að skoða
ákveðnar aðferðir við lagasmíðar
sem byggjast helst á að gera ekki
einfalda hluti of flókna en nota
samt dálítið flakk milli tóntegunda
innbyggt í lögin,“ segir Ingvi Þór
sem nú hefur sent frá sér áttunda
geisladiskinn eða breiðskífuna á
sínum ferli sem lagasmiður.
Samið við íslensk ljóð
Ferill Ingva Þórs sem tónlistar-
manns hófst fyrir alvöru á sjöunda
áratugnum og lék hann þá með
ýmsum hljómsveitum, þ.á m.
Gaddavír. Fyrsta hljómplatan und-
ir eigin nafni kom út árið 1983 og
hét Tíðindalaust. Það fór lítið fyrir
henni á markaði og fjögur ár liðu
þar til næsta hljómplata, Borgar-
inn, kom út.
A báðum þessum plötum samdi
Ingvi Þór dægurlög við ljóð eftir
nokkur kunn skáld auk þess að
notast líka við eigin texta. Árið
1990 kom út geisladiskur sem kall-
aðist Ljóðabrot og tveimur árum
síðar annar sem nefndist Þegar þið
eruð nálægt og enn sem fyrr var á
þeim báðum að finna lög við ljóð
eftir íslensk nútímaskáld.
Kunnastur er hann líklega þó af
starfi sínu með J.J. Soul Band en
sú hljómsveit hefur sent frá sér tvo
geisladiska með músík sem er með
nokkrum blús- og djassáhrifum.
Hafa fjögur lög af þessum diskum
unnið til verðlauna og viðurkenn-
inga á erlendri grund. „Ekki
óskemmtilegt. Það segir manni að
einhver glóra er í þessu hjá okk-
ur.“
Ingvi Þór segir að oftast nær sé
tónlist í ljóðum og hafa þau orðið
honum uppspretta að mörgum lög-
um. Hann segir að þessi aðferð
hafi bæði sína kosti og annmarka.
Þegar lögin voru öll tilbúin að
þessu sinni fékk Ingvi Þór félaga
sinn úr J.J. Soul Band, gítarleikar-
ann Eðvarð Lárusson, til að út-
setja tónlistina, og þeir tveir,
ásamt Birgi Jóhanni Birgissyni
upptökumanni, voru síðan allt í
öllu við gerð disksins.
Þeir fengu til liðs við sig valin-
kunna tónlistarmenn til að flytja
efnið. Eðvarð leikur á gítar, Kjart-
an Valdimarsson á píanó, Ludvig
Forberg á víbrafón, Steingrímur
Óli Sigurðarson á trommur, Stefán
Ingólfsson á rafbassa, Þórður
Högnason á kontrabassa, Sigurður
Flosason á conga-trommur og
saxófón en einnig láta í sér heyra
þeir Þorkell Jóelsson hornleikari,
Helgi Sv. Helgason trommari og
gítarleikarinn Hallvarður Valde-
marsson.
„AIls konar“ músík
Margir af kunnustu söngvurum
þjóðarinnar koma við sögu á diskn-
um en þeir eru Bubbi Morthens,
Berglind Björk Jónasdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Páll Óskar, Sif
Ragnhildardóttir, Magga Stína,
Guðmundur Hermannsson og
Michael Pollock.
„Við ákváðum fljótlega að nota
ekki tölvur við sjálfa spilamennsk-
una, hafa hljóðfæraleikinn „lifandi"
ef svo má segja.
Hins vegar er allt efnið tekið
upp með stafrænum hætti beint
inn á harðan disk með nýjustu
upptökutækni.
Undirleikurinn var að mestu
leyti tekinn upp í Hljóðveri FÍH en
söngur og viðbótarhljóðfæri í Stúd-
íói Stöðinni.
„Við unnum þetta fremur hratt
og þetta var ákaflega skemmtileg
vinna.“
Ingvi Þór er spurður að því
hvers konar músík þetta sé sem
hann semji og hverjir séu helstu
áhrifavaldar? „Ætli músíkin sem
ég bý til geti ekki bara kallast „alls
konar“ músík og þótt maður vilji
helst trúa því að það sem maður sé
að bauka við sé einstakt og engu
öðru líkt hefur maður vísast lapið
upp ýmisleg áhrif héðan og þaðan,
bæði meðvitað og ekki síður ómeð-
vitað.
Það var til dæmis dálítið sér-
stakt að kynnast og starfa með J. J.
Soul, breskum söngvara, laga- og
textasmið sem í sínu horni (í
Oxford) hafði hlustað á og spekúl-
erað í sömu músík og ég. I raun
byggist mín tónlist, og okkar J.J.
þar með, á gamalli hefð eins og svo
mörg önnur tónlist og líka á sam-
runa ýmissa tónlistarstefna."
Ingvi nefnir lagasmiðina banda-
rísku Hoagy Carmichael og Mose
Allison. „Annar svo gamall að hann
er löngu látinn, hinn kominn á átt-
ræðisaldur en er enn í fullu fjöri.
Yngri maður og jafnaldri J.J.,
Georgie Fame, hefur ötullega
kynnt músík þessara tveggja
gömlu í gegnum tíðina. í J.J. Soul
Band spiluðum við mikið af lögum
þessara þriggja; blús, bræðing og
smávegis djass. Ég hef líka ánægju
af verkum brasilískra lagasmiða á
borð við Ivan Lins, Djavan og
fleiri. Þetta eru náungar nokkurn
veginn af sömu kynslóð og ég sem
blanda rokki og djassi saman við
sína oft þjóðlegu músík. Frá þeim
vill hugurinn reika til dúettsins
frábæra, Steely Dan. Ekki má svo
gleyma klassíkinni í dægurtónlist;
Cole Porter, Jerome Kern og
Richard Rogers en á síðasta diski
J.J. Soul Band fluttum við einmitt
lagið My Funny Valentine eftir
þann síðastnefnda. Þrátt fyrir ald-
ursmun og ólíkan uppruna hafa
þessir lagasmiðir allir verið að
glíma við svipaða hluti.“
Slekkur að mestu
á bláu nótunum
„Þegar ég er að fást við íslensk
ljóð lætur trúlega hérlend söngva-
og vísnatónlistarhefð á sér kræla.
Það væri skrýtið ef það gerðist
ekki. Svo má ekki vanmeta þá
músík sem maður ólst upp við sem
táningur; hljómsveitirnar Kinks og
Animals, sem í raun kveiktu fyrir
alvöru áhugann á að fást við tón-
list. En á diski sem þessum, Dans
stöðumælanna, slekkur maður að
mestu á bláu nótunum og fönkinu,
leggur áherslu á sterkar og
ákveðnar laglínur og reynir að láta
hið ljóðræna í tónlist og textum
njóta sín.“
Látlausir
tónleikar
TðNLIST
I i i st as u fn Sigurjóns
Ólafssonar
SAMLEIKUR Á FIÐLU
OG PIANÓ
Sigurbjörn Bemharðsson og Anna
Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk
eftir Mozart, Stravinskíj og Pál P.
Pálsson. Þriðjudaginn 27. júní.
TÓLFTA starfsár Sumartónleika
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
hófst með samleik Sigurbjörns
Bernharðssonar og Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur. Fyrsta verkið á
efnisskránni var e-moll-fiðlusón-
atan, K 304, eftir Mozart. Það er
haft fyrir satt, að Mozart hafi lagt
fiðlusónötunni það til, er Haydn
gerði fyrir strengjakvartettinn, og
það sérstaklega að losa að nokkru
þetta tónlistarform undan ofríki
píanósins, en í slíkum samleiksverk-
um fyrir daga Mozarts var fiðlan
talin undirleikshljóðfærið. Samleik-
ur Sigurbjörns og Önnu Guðnýjar
var að mörgu leyti vel mótaður, með
ýmsum fallegum „núönsum" en þó í
heild svolítið beint af augum og án
þeirrar syngjandi, sem liggur falin í
ljóðrænum tónlínum þessa fallega
verks eftir meistara Mozart. Þessa
syngjandi mátti heyra sérstaklega
fallega mótaða í eins konar tríó-
þætti, miðhluta lokaþáttarins, þar
sem fiðlan og píanóið fluttu stefið í
áttundum og svo í skemmtilegum
„coda“ verksins.
Annað verk tónleikanna var
Expromptu eftir Pál P. Pálsson og
var það í fyrsta sinn sem þetta verk
er flutt á íslandi. Þama gat að heyra
sterk tilþrif hjá Sigurbirni, enda
verkið um margt glæsilega gert.
Páll segir að hvað form snertir sé
skipan þess sótt í B-dúr-Impromptu
Schuberts, sem er ABAC. í raun
merkir það að verkið sé í ABA-formi
með viðbót sem kalla mætti „Coda“.
Öfugt við það sem oft á sér stað með
„Coda“, að um er að ræða eins kon-
ar „bravúra“-þátt, endar verk Páls
án allra átaka, allt að því að verkið
„gufi upp“, í andstæðu við mikil-
Ferð á vit
afkima
heimsins
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir
og Valgai'ð Gunnarsson opna
samsýningu í Listasalnum
Man, Skólavörðustíg 14, á
laugardag.
Þau hafa hvort um sig haldið
fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum hér heima
og utanlands.
Á sýningunni, sem ber yfir-
skriftina Kyrrð af kyrrð, sýna
þau olíumálverk unnin á síð-
asta ári og á þessu ári.
Viðfangsefni þeirra hafa
löngum snúist um hið kyrr-
stæða og fjarlæga; veröld sem
er e.t.v. handan og ofan þessa
heims sem við búum i en er
samt tengd honum órofa bönd-
um. Málverk þeirra beggja
eiga það sameiginlegt að hafa
að viðfangsefni einveru manns-
ins í eyjum eða á fjöllum. Að
því leyti fela málverk þeirra
Guðbjargar Lindar og Val-
garðs í sér ferð á vit afkima
heimsins þar sem maðurinn
skynjar hið upphafna í einfald-
leikanum sjálfum, segir í
fréttatilkynningu.
Sýningin er opin á verslun-
artíma og stendur til 16. júlí.
fenglegt upphaf þess, sem er mjög
vel samið og var afburða vel flutt.
Lokaverk tónleikanna var Duo
Concertante eftir Stravinskíj, sem
samið er 1932. Þetta er í raun svíta,
sem að nokkru tekur mið af dans-
svítu barokkmanna, enda var Strav-
inskíj mjög upptekinn af „nýklass-
ískum“ hugmyndum þar sem hann
sótti sér jafnvel efnivið í og umritaði
verk ítalskra barokkmanna. Verkið
var fallega flutt, sérstaklega fyrsti
þátturinn, Cantilene, og Egologue
II, svo og lokaþátturinn Dithyr-
ambe, sem var leikinn af töluverðri
innlifun. Gikkurinn (gigue) var hins
vegar einum of hægt fluttur, því það
vantaði galsann og það „keyrða"
áframhald, sem einnkennir sí-þylj-
andi tónmál verksins.
Sigurbjörn Bernharðsson er góð-
ur fiðluleikari. Hann lék af öryggi
og tókst best upp þar sem rými var
til tilfinningalegrar túlkunar, eins
og t.d. í upphafi verksins eftir Pál P.
Pálsson. Anna Guðný átti og fallega
mótaðar tónlínur, einkum í Mozart
og saman í einföldum og sérkenni-
legum „tríó“-þætti seinni kaflans í
sónötu Mozarts, en þó best í sérlega
vel sömdu upphafi Expromptu eftir
Pál P. Pálsson, því þar bar fyrir
eyru oft skemmtilega útfærðar tón-
hugmyndir í samleik píanós og fiðlu.
í heild voru þetta látlausir tónleikar
og víst er að Sigurbjörn Bernharðs-
son ætti sem best að geta sýnt sig í
stærri og erfiðari viðfangsefnum en
hér gat að heyra, en koma tímar og
koma ráð.
Jón Ásgeirsson
T allt sumar
1 MÁLNINGARDAGÁR
Vidurkennd vörumerki
SKIN10
4 Ltr.
V'ei ö frá kr.
1.990.-
Utimálning:
STEINTEX
4 Ltr.
V erö frá kr.
2.850.-
10 Ltr.
Yerð frá kr.
6.695.-
Viðarvöm:
KJÖRVARI
4 Ltr.
Verð frá kr.
2.758.-
ikningai
nm emis
Við reiknum efmsþörfina
Grensásvegi 18 s: 581 2444