Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrfmsson utanríkisráðherra á sambandsþingi SUF Efasemdir um að EES-samn- ingur standist stjórnarskrá HALLDÓR Ásgrímsson, uianrflds- ráðherra og formaður Framsóknar- Svona rólegan æsing ormarnir mínir, þetta smá potast. ' BMRi m - 577 I 1 ■' % E ra-s. 8 TPjjIfWwYá » \ m m ■jupl fls ' H "*** i H » •• Leikur í höndunum á krökkunum í fríinu Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon.. tölvuleikir sem eru gerðir fyrir Game boy leikjatölvurnar. Aragrúi af sérkennilegum skrímslum berjast við öflugt óvinalið og öðlast aukna haefileika við hverja raun. Hægt er að skiptast á skrímslum milli tölva þannig að til að verða góður í Pokémon er um að gera að vera í sambandi við aðra sem spila leikinn. Mikill fjöldi leikja á fínu verði Stöðupróf í boði hjá Hl Prófín eru nafnlaus Sigríður Þorvaldsdóttir UM ÞESSAR mund- ir býðst fólki að taka stöðupróf í fjórum tungumálum, ensku, spænsku, ítölsku og hollensku, í tungumála- miðstöð Háskóla Islands sem er staðsett í kjallara Nýja Garðs. Þær María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, íslensku- kennarar við HÍ, sjá um þessi stöðupróf. Sigríður var spurð hver væri til- gangurinn með þessu til- boði? „Ætlunin er með þessu að fólk geti metið mála- kunnáttu sína. Þetta er evrópskt verkefni, dia- lang, sem hefur verið unn- ið að í fjórtán Evrópu- löndum undanfarin ár. Verkefnið er styrkt af Evrópu- ráðinu og gengur út á að semja próf í fjórtán Evrópumálum. Is- lenskan er þar á meðal. Þess má geta að hvergi er um móðurmáls- próf að ræða heldur er verið að meta kunnáttu í erlendum mál- um. í lokagerð verkefnisins, sem áætluð er eftir um það bil tvö ár, verða þessi próf öll aðgengileg á Netinu fyrir hvern þann sem áhuga hefur á vita hvernig hann stendur í erlendum málum. Þetta getur komið sér vel fyrir þá sem ætla til dæmis í nám erlendis eða ætla að fara utan til starfa. Hin endanlega gerð prófsins er þann- ig að þátttakendur fá niðurstöður í öllum prófþáttum og þessir prófþættir eru ritun, lestur, hlustun, orðaforði og málfræði og leiðbeiningar um hvemig þeir geti öðlast frekari færni í málinu. Markmiðið með þessu er líka að þetta verði áreiðanleg próf. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að fá þátttakendur í próf- ið núna til að hægt sé að staðla prófin. Þetta er ekki endanleg gerð prófanna sem er núna í boði.“ - Hvers vegna völduð þið ensku, spænsku, ítölsku og hol- lensku fyrír íslenska þátttakend- ur? „Við völdum það ekki sjálfar heldur var það ákveðið af þeim sem stjórna verkefninu í Evrópu. Næsta ár, 2001, verður ár tungu- mála í Evrópu og þá er markmið- ið að koma með próf í dönsku, sænsku, frönsku og þýsku snemma árs og síðan koma þau mál sem eftir eru seinna á því ári, þ.e. gríska, íslenska, portúgalska, írska og norska. Þess má geta að prófið í íslensku mun koma sér vel fyrir þá sem eru að fást við að kenna útlendingum íslensku. Þá er hægt að meta nemendur nokk- uð vel í þessum fimm þáttum og einnig að fylgjast með framvindu námsins.“ - Hvernig er málakunnátta Is- lendinga? „Það fer eftir því við hvað er miðað. Hitt er svo annað að Is- lendingar sjálfir eru nokkuð ánægðir með t.d. enskukunnáttu sína.“ -Á þetta við um alla aldurshópa? „Þetta á einkum við um yngra fólk, sjálfri finnst mér unglingar nú til dags, sem nota tölvur mikið, hafa náð nokkuð góðri færni, allténd mið- að við hvernig maður var sjálfur." - Telur þú að bæta þurfí tungumálakennslu í skólum landsins? „Ég held að það megi leggja meiri áherslu á tungumál á öllum skólastigum. Það er einmitt eitt af því sem tungumálamiðstöð há- ► Sigríður Þorvaldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. aprfl 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og BA-prófi frá Háskóla Islands í almennum málvísindum og ís- lensku árið 1985. Hún hefur starfað aðallega við íslensku- kennslu fyrir útlendinga við HI og er það hennar aðalstarf. Mað- ur Sigríðar er Sverrir Tómasson bókmenntafræðingur sem vinn- ur á Stofnun Árna Magnússonar og eiga þau samtals fjögur böm, þar af tvö uppkomin. skólans fæst við, að bjóða nem- endum háskólans í öllum grein- um, t.d. viðskiptafræði, lögfræði og fleira, upp á tungumálanám sem er þá miðað að þörfum þeirra. Kannski mættum við líka byrja fyrr að kenna tungumál í grunnskólum." - Er tungumálanám mjög nauðsynlegt? „Já, á þessum tímum þegar allt á að vera hagnýtt þá er tungu- málanám sannarlega í þeim flokki. I alþjóðavæðingunni og hinum auknu samskiptum milli landa og þjóða eru tungumál auð- vitað lykilatriði. Þetta á ekki bara við um þá sem fara í nám heldur um alls konar störf þar sem menn þurfa að hafa samskipti við aðila í öðrum löndum.“ - Hvernig fer þetta stöðupróf fram sem veríð er að bjóða upp á núna? „Það er eingöngu hægt að taka þessi próf núna í tungumálamið- stöð HI, en í framtíðinni verður hægt að taka þau heima í tölvu. Prófin eru tekin á tölvu, þau eru að mestu leyti krossapróf og í byrjun fer fram sjálfsmat þar sem þátttakendur meta færni sína í viðkomandi máli með því að krossa við fullyrðingar sem eiga við þeirra kunnáttu. Prófið sjálft í því tungumáli sem þátttakendur hafa valið byrjar á orðaforða- prófi, þar sem þátttakendur eiga að merkja við orð og segja til um hvort um er að ræða raunveruleg orð í málinu eða ekki. Síðan hefst hið eiginlega próf og það er tilviljunarkennt í þessari gerð í hvaða þætti menn eru prófað- ir. Sumir eru prófaðir í ritun, aðrir í hlustun, enn aðrir í orðaforða eða málfræði o.s.frv. Allt er þetta nafnlaust, þátttak- endur fá númer og ekki hægt að rekja hver tekur prófið og engin kemst í gögnin. Prófið tekur klukkutíma. Þeir sem hafa áhuga á að leggja vísindum lið geta haft samband við mig eða Maríu í síma 525-4205 eða Tungumála- miðstöð HÍ í síma 525-4593. Markmiðið að til verði áreiðanleg próf, aðgengi- leg á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.