Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur hafnar kröfum um forkaupsrétt í Eignarhaldsfélaginu DB hf. Skýr og ófrávíkjan- leg fyrirmæli í lögum réðu niðurstöðunni ÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur hefur fellt dóm sem sautján hluthafar í Eign- arhaldsfélaginu DB höfðuðu gegn Sveini R. Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra félagsins. Hér fer á eftir niðurstaða dómstólsins um þau atriði sem helst var deilt um í málinu. „Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu aðil- amir Þráinn Þorleifsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Einnig vitnin Gústaf Þór Tryggvason og Skúli Pálsson, er báðir voru lögfræðingar félagsins, Jónas Kristjánsson, ritstjóri og fyrr- um hluthafi, Benedikt Þórðarson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár og starfsmaður hennar Pétur Kjerúlf og loks Jón Asbergsson, sonur Ás- bergs heitins Sigurðssonar, fyrrum forstöðumanns Hlutafélagaskrár. Dagblaðið hf. var stofnað 7. sept- ember 1975 og eru samþykktir þess dagsettar sama dag. Tilkynning til hlutafélagaskrár um félagið, sam- kvæmt lögum nr. 77/1921, er dagsett sama dag og stofnfundurinn og und- irrituð af stjóminni. Samkvæmt til- kynningunni fylgja engin sérréttindi hlutum, en sem hömlur er m.a. tal- inn forkaupsréttur í samræmi við samþykktir. Um forkaupsréttinn var fjallað í 7. gr. samþykktanna og segir þar ma.: „Stjórn félagsins hefur forkaups- rétt að öðrum fölum hlutabréfum fyrir félagsins hönd. Að því frá- gengnu skulu hluthafar félagsins hafa forkaupsrétt að hlutabréfunum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Fé- lagsstjóminni ber að ákveða innan 20 daga eftir að sölutilboð berst henni í hendur, hvort hún vilji neyta forkaupsréttarins. Óski hún þess ekki eða standi landslög að ein- hverju leyti í vegi fyrir kaupum af hálfu félagsins, skal hún bjóða hlut- höfum forkaupsréttinn." Æðsta vald innan félagsins skyldi vera hjá hluthafafundum, sbr. 12. gr., og skyldi boða til aðalfunda með minnst 14 daga fyrirvara, en auka- fundi með 7 daga fyrirvara, í ábyrgðarbréfi eða símskeyti til hvers hluthafa eða á annan jafn sannanlegan hátt, sbr. 13. gr. I sömu grein 2. mgr. segir að til þess að hluthafafundur sé lögmætur, þurfi hann að vera löglega boðaður og mættir fundarmenn, beint eða sam- kvæmt umboði, þui'fi að ráða yfir helmingi hlutafjár hið minnsta. Smkvæmt 14. gr. skyldi fundarstjóri. skera úr atriðum varðandi lögmæti fundarins. Atkvæði tveggja þriðju hluta þurfti almennt til að breyta samþykktum, sbr. 24. gr. Loks er kveðið á um það í 15. grein að tillög- ur til breytingar á samþykktum fé- lagsins megi ekki taka til meðferðar á fundum, nema þess hafi verið getið sérstaklega í fundarboðinu að slíkar tillögur komi fyrir fundinn. I 17. gr. segir að skráðar fundargerðir skuli vera full sönnun þess, sem gerzt hef- ur á fundum. Lögnm um hlutafélög breytt árið 1978 Um A lið. Þegar hlutafélagið Dagblaðið var stofnað voru í gildi lög nr. 77/1921 um hlutafélög. Þessum lögum var breytt með lögum nr. 32/1978. Með síðari lögunum voru takmarkaðar og lögbundnar þær hömlur sem setja mátti á viðskipti með hlutabréf, en í tíð eldri laga höfðu hvers konar hömlur verið algengar. Markmiðið að baki þessarar takmörkunar var að styrkja þá grundvallarreglu hlutafélagaréttar að viðskipti með hlutabréf væru frjáls. Eftir sem áð- ur máttu þó vera vissar hömlur á meðferð hluta í smærri félögum en bannað var að leggja hömlur á við- skipti með almenn hlutabréf milli ís- lenskra aðila í hlutafélögum, þar sem hluthafar voru 200 eða fleiri, sbr. 18. gr. i.f. Kom þetta ákvæði inn í lögin með breytingatillögu frá fjár- hags- og viðskiptanefnd sem var rökstudd þannig: „Nefndin telur óeðlilegt, að unnt verði að leggja hömlur á viðskipti með hlutabréf í fjölmennum félögum, og álítur, að viðskipti með hlutabréf í slíkum fé- lögum eigi að vera hindrunarlaus. Er því iagt til, að bannað verði að leggja hömlur á viðskipti með al- menn hlutabréf milli íslenskra aðila í hlutafélögum, þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri." í 157. gr. laganna er tekið fram að ákvæði þeirra taki til hlutafélaga, sem stofnuð hafi verið og skráð fyrir gildistöku þeirra 1. janúar 1980, og skyldu slík hlutafé- lög samræma félagssamþykktir sín- ar ákvæðum laganna á fyrsta aðal- fundi eftir að lögin tækju gildi, sbr. 160. gr. Óumdeilt er að samkvæmt hluthafaskrá pr. 8. mars 1980 voru hluthafar í hlutafélaginu Dagblaðinu 414 eða 415 og þar af í A- og B-flokki 164. Hlutabréfum í félaginu er skipt í þrjá flokka A-, B- og C-flokk. Forkaupsréttur, samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins, tók ekki til svokallaðra þúsundkrónabréfa sem voru í C-flokki. Engu að síður eru eigendur þeirra bréfa hluthafar í fé- laginu og teljast því með þegar fjöldi hluthafa er staðreyndur. I félaginu voru þannig yfir 200 félagsmenn og samkvæmt því var skylt að breyta samþykktum þess á þá lund að sam- ræma þær banni við hvers konar hömlum á viðskiptum með hluti í fé- laginu. Aðalfundurinn 1982 var lögmætur Fyrsti aðalfundur Dagblaðsins hf. eftir setningu laga nr. 32/1978 var haldinn 27. ágúst 1982, var það aðal- fundur fyrir árin 1980 og 1981. Fundarstjóri var kjörinn Skúli Páls- son hrl., fundarritari var Jónas Kristjánsson. Við meðferð málsins hefur komið fram að aðilar deila um það hvort þessi fundur hafi verið löglega boðaður, hvort og hvaða breytingar á samþykktum félagsins hafi verið gerðar á fundinum og hvort þær breytingar sem kunna að hafa verið gerðar hafi verið tilkynnt- ar Hlutafélagaskrá á fullnægjandi hátt. Tæp tuttugu ár eru liðin frá því að fundur þessi var haldinn og ekki liggur fyrir að lögmæti hans hafi verið dregið í efa fyrr. Sönnunar- byrði fyrir því að fundurinn hafi ver- ið ólöglegur liggur hjá stefnendum. Lagt hefur verið fram fundarboð í DV sem birt var viku fyrir fundinn, þykir það ekki eitt og sér vera full- nægjandi sönnun. Þá þykir því ekki hafa verið hnekkt að rétt sé frá greint í fundargerðinni og þykir því, þrátt fyrir ófullkomna bókun, verða að leggja hana til grundvallar því sem átti sér stað á þessum fundi. Fundargerð þessa fundar er ekki ítarleg. Ekkert er skráð um lögmæti hans og fundarsókn eða um at- kvæðagreiðslu. Bókað er hins vegar að fundurinn samþykki þær breyt- ingar á lögum félagsins sem fundar- stjóri hafi gert tillögu um. Lýsti fundarstjóri, samkvæmt bókuninni, „tillögu sinni um breytingar á lögum félagsins í samræmi við ný hlutafé- laga lög. Fundurinn samþykkti þessar breytingar enda séu þær í samræmi við hlutafélaga lög.“ Fram kom fyrir dóminum hjá aðilanum Sveini og vitnunum Jónasi og Skúla að þar sem félagsmenn hefðu verið fleiri en 200 hefði þurft að gera þá breytingu á lögum félagsins að fella niður forkaupsréttinn og hefði það verið megin lagabreytingin. Verður samkvæmt þessu að ganga út frá því að fundurinn hafi samþykkt breyt- ingar á samþykktum félagsins til samræmis við hin nýju lög. Þessi niðurstaða hefur stoð í því sem fyrir liggur um gögn sem send voru Hlutafélagaskrá í framhaldi af fund- inum og athugasemdum sem þar voru gerðar um fyrirliggjandi sam- þykktir. Þar sem fleiri en 200 hlut- hafar voru í félaginu bar m.a. að breyta samþykktum í þá veru að af- nema forkaupsréttarákvæði 7. gr. samþykktanna. Þykir þessi breyting hafa fallið eðlilega undir það að vera breyting á „lögum félagins í sam- ræmi við ný hlutafélaga lög“ og verður ekki séð að hluthafar hefðu getað hafnað henni með vísan til 3. mgr. 77. gr. laga nr. 32/1978. Það er því niðurstaða dómsins að sam- þykktum Dagblaðsins hf. hafi verið breytt í þessa veru á aðalfundi fé- lagsins 27. ágúst 1982. Lagabreytingin var ekki form- lega skráð hjá Hlutafélagaskrá Ber þá næst að huga að tilkynn- ingu þessara breytinga til Hlutafé- lagaskrár, en skilja verður málflutn- ing stefnenda svo að þar sé önnur málsástæða fyrir A-lið stefnukrö/u. Stefnendur hafa mótmælt því að Ás- berg Sigurðsson, þáverandi for- stöðumaður Hlutafélagaskrár, hafi móttekið fundargerð þessa aðal- fundar og fylgiskjal með lagabreyt- ingum hinn 27. september 1982, en lögð hafa verið fram í málinu ljósrit þessara skjala með áritun um mót- töku. Tvö vitni, Jón Ásbergsson, sonur Ásbergs heitins Sigurðssonar, og Benedikt Þórðarson, núverandi forstöðumaður Hlutafélagaskrár, sem starfaði lengi með Ásberg, hafa báðir borið að vafalaust sé að á skjöl- unum sé rithönd Ásbergs Sigurðs- sonar. Þykir með þessu sannað, enda ekki leiddar líkur að öðru, að þessi skjöl hafi verið send til Hluta- félagaskrár innan lögskipaðra tíma- marka og móttekin þar. Þau virðast hins vegar hafa verið endursend vegna einhverra formgalla sem ekki eru tilgreindir. Breytinga hefur engu að síður verið getið með rit- hönd Ásbergs Sigurðssonar á ein- taki samþykktanna sem varðveitt var hjá embættinu samkvæmt Ijós- riti sem fylgdi bréfi vitnisins Bene- dikts Þórðarsonar, dagsettu 2. sept- ember 1999, til lögmanns stefndu, þó þannig að þar sem orðalagi er alveg breytt er strikað yfir greinina og skráð „Ný“. Á það við um 7. gr. sam- þykktanna. Engin athugasemd er hins vegar skráð á sjálfa tilkynning- una um hlutafélagið. Formleg skráning lagabreyting- anna fór því aldrei fram og þær voru ekki birtar á lögformlegan hátt. Ekki hefur verið upplýst hver ástæða þessa var. Ekki virðist hafa borist skrifleg sjmjun Hlutafélaga- skrár samkvæmt 3. mgr. 178. gr. laga 32/1978, en framkvæmdin mun almennt hafa verið munnleg á þess- um tíma. Það telst á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgjast með því að skráning eigi sér stað og að sjá til þess að það sé lagfært sem lagfæra þarf. Lagaskylda að afnema forkaupsréttinn Ber samkvæmt þessu að leysa úr því hvaða réttaráhrif það hefur að lögboðinni tilkynningaskyldu er ekki fullnægt í tilviki sem þessu. Samkvæmt 2. mgr. 76. gr. laga 32/ 1978 öðlast breyting á samþykktum félags ekki gildi fyrr en hún hefur verið skráð. Er þessi regla skýr og undantekningar frá henni taldar í upphafi 76. gr. Hins vegar voru, í því tilviki sem hér um ræðir, til staðar skýr og ófrávíkjanleg fyrirmæli landslaga um að hömlur mættu ekki vera á viðskiptum með hluti í félagi sem hefði 200 hluthafa eða fleiri og að hlutafélögum bæri að leiðrétta samþykktir sínar í samræmi við það. Samkvæmt þessu var forkaupsrétt- arákvæðið, sem enn var í gildi sam- kvæmt samþykktum félagsins, þar sem breyting á því hafði ekki verið lögformlega skráð og birt, andstætt landslögum. Samþykktir félagsins víkja, samkvæmt eðli máls og al- mennum lögskýringarreglum, fyrir ákvæðum landslaga. Eftir gildistöku laga nr. 32/1978 varð forkaupsrétt- arákvæði 7. gr. samþykkta félagsins því ekki beitt gegn skýru ákvæði laganna. Verður ekki á það fallist að félag geti komið sér hjá að gæta lagafyrirmæla með því að ganga ekki formlega frá breytingum sem því er gert skylt með lögum að gera. Eins og áður greinir ber að líta svo á að 7. gr. samþykkta félagsins, eins og hún var skráð hjá Hlutafé- lagaskrá fram til 1998, hafi ekki ver- ið í andstöðu við gildandi lög eftir að félaginu var breytt í einkahlutafé- lag. Fundargerð aðalfundar árið 1982 og breytingartillögur við sam- þykktm, sem sannað þykir að hafi verið mótteknar af Hlutafélagaskrá það ár, en endursend af ókunnum ástæðum, bárust aftur til Hlutafé- lagaskrár 4. ágúst 1998 í símbréfi. Nýjar samþykktir berast Hlutafé- lagaskrá 26. ágúst 1998 og aftur 4. desember 1998. í þessum breyttu samþykktum kemur fram að engar hömlur eru á viðskiptum með hluta- bréf. Breytingar þessar voru lög- formlega skráðar, en til þess tíma var skráð í opinberum gögnum um félagið að forkaupsréttur væri í gildi. Af gögnum málsins verður ekki ráðið hvernig staðið var að fyrr- greindri breytingu árið 1998 á sam- þykktum félagsins af hálfu stefnda, Eignarhaldsfélaginu DB ehf. Loka- þáttur A-liðar kröfugerðar stefn- anda lýtur að því hvort for- kaupsréttur sé „enn í gildi“. Málatilbúnaður stefnanda að því er þetta atriði varðar þykir samkvæmt framansögðu vera óljós og kröfu- gerð hans þar að lútandi vanreifuð. Hins vegar ber að líta svo á að dóm- krafa stefnenda samkvæmt A-lið in fine lúti að samþykktum Eignar- haldsfélagsins DB ehf. eins og þær voru er umdeild viðskipti með hluta- bréf áttu sér stað. Með vísan til alls þess, sem hér hefur verið rakið, er hafnað þeirri kröfu stefnenda samkvæmt A-lið að staðfest verði að forkaupsréttar- ákvæði 7. gr. samþykkta félagsins hafi ekki verið fellt löglega úr sam- þykktunum. Hafði atkvæðisrétt Um B lið. Stefnendur halda því fram að Sveinn R. Eyjólfsson hafi keypt, til viðbótar þeim hlutum sem hann var upphaflega skráður fyrir, 8.892.000 krónur í A-flokki, 1.868.000 krónur í B-flokki og 552.240 krónur í C- flokki, en ekki verði ráðið af hluta- skrá hvenær umrædd kaup hafi far- ið fram. Stefnendur telja sig hafa verið hlunnfarna með kaupum hans á hlutum þessum í A- og B-flokkum, þar sem þeim hafi ekki verið boðinn forkaupsréttur og kaupin hafi átt sér stað fyrir 26. ágúst 1998, en þá hafi verið skráð breyting á sam- þykktum félagsins um að forkaups- réttur væri niður fallinn. Upplýst þykir að stærstur hluti þessara hluta stafi frá því að 1994- 1995 keypti Sveinn R. Eyjólfsson hluti Jónasar Kristjánssonar og Páls Hannessonar í félaginu. Hafa þeir Sveinn og Jónas báðir borið fyrir réttinum að þessi viðskipti hafi farið fram á milli þeirra á árinu 1994. Einnig liggur fyrir að þrjú veð- skuldabréf sem félagið gaf út 1. jan- úar 1995 til handa Jónasi Krist- jánssyni að fjárhæð samtals kr. 13.510.000 hafi, að ósk Jónasar, átt að vera til tryggingar greiðslu hlut- anna, einnig var gefið út af félaginu eitt veðskuldabréf til handa Páli sama dag að fjárhæð kr. 4.000.000. Ný lög um hlutafélög nr. 2/1995 voru sett 30. janúar 1995, sam- kvæmt þeim er óbreytt ákvæði sem bannar að hlutafélag með fleiri hlut- hafa en 200 leggi hömlur á viðskipti með almenna hluti, sbr. 21. gr. i.f. Lögum einkahlutafélög nr. 138/1994 tóku gildi 1. janúar 1995. í þeim lög- um eru ekki takmarkanh- á for- kaupsrétti á hlutum vegna fjölda hluthafa. Fyrsti aðalfundur félagsins eftir þessa sölu var haldinn 7. september 1995. Fundarstjóri og ritari var Gústaf Þór Tryggvason. Bókað er í fundargerð að fundarmenn með 90% hlutafjár séu mættir á fundinn. Með- al þess sem tekið var fyrir var að fækka í stjórn úr fimm í þrjá og í einn varamann. Einnig var ákveðið að félagið yrði einkahlutafélag og ákveðið að fela Gústafi Þór að sjá um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við það. Frammi liggur í málinu óundirrit- að eintak samþykkta fyrir Dagblað- ið ehf. með svohljóðandi lokatexta: „þannig samþykkt á aðalfundi fé- lagsins í Reykjavík hinn 7. septem- ber 1995.“ Samkvæmt upphafi 7. gr. þessara samþykkta eru engar höml- ur á viðskiptum með hlutabréf í fé- laginu. Hinn 15. september 1995 er móttekin hjá hlutafélagaskrá til- kynning frá félaginu undirrituð af Sveini R. Eyjólfssyni um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins, sem varðar breytingu félagsins í einka- hlutafélag, og á 18. gr., sem varðar breytingu á fjölda stjórnarmanna, og að auki um hverjir skipi nýja stjórn og um endurskoðendur, fram- kvæmdastjóra og prókúruumboð. Engin tilkynning er varðandi for- kaupsrétt og engin ákvörðun var tekin þar að lútandi á fundinum samkvæmt fundargerð. Afleiðing alls þessa er sú að þar sem breyting á samþykktum félags- ins var ekki formlega skráð og birt árið 1982 var til staðar ákvæði um forkaupsrétt á hlutum í A- og B- flokkum í félaginu. Þetta ákvæði stangaðist á við landslög þar til fé- laginu var breytt í einkahlutafélag í samræmi við lög nr. 138/1994 haust- ið 1995. Tilkynning til Hlutafélaga- skrár um breytingu félagsins í einkahlutafélag var dagsett 8. sept- ember 1995 og virðist samkvæmt stimpli móttekin 15. sama mánaðar. Eftir að félaginu var breytt í einka- hlutafélag var 7. gr. samþykkta fé- lagsins ekki lengur í andstöðu við gildandi lög. Við málflutning var bókað að það sætti ekki ágreiningi aðila að um- deild kaup hlutabréfa hefðu átt sér stað áður en hinu stefnda félagi var breytt í einkahlutafélag, eða eigi síð- ar en um áramót 1994-1995. Það, sem hér að framan hefur ver- ið rakið, leiðir til þeirrar niðurstöðu að þeir hlutir sem Sveinn R. Eyjólfs- son keypti frá aðalfundi félagsins ár- ið 1982 til þess tíma er félaginu var breytt í einkahlutafélag og féll þar með undir lög nr. 138/1994 verði ekki felldir undir forkaupsréttar- ákvæði samþykkta félagsins. Sam- kvæmt lögum var á þeim tíma ekki heimilt að leggja hömlur um for- kaupsrétt á hluti í félaginu þar sem að því stóðu yfir 200 hluthafar, sbr. 18. gr. i.f. laga nr. 32/1978. Enda þótt ljóst sé að tilkynning um lög- skylda breytingu á samþykktum fé- lagsins árið 1982 hafi misfarist af ókunnum ástæðum verður ekki talið að forkaupsréttur hafi af þeim sök- um gilt andstætt skýrum fyrirmæl- un laga, þar sem skylt var að breyta slíku ákvæði væri það til staðar. Því var heimilt að færa aðUaskiptin í hlutaskrána, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 32/1978. Með vísan til framangreindra for- sendna er hafnað dómkröfu stefn- enda samkvæmt B-lið, þess efnis að Sveinn R. Eyjólfsson hafi ekki haft atkvæðisrétt í Eignarhaldsfélaginu DB ehf. á grundvelli þeirra hluta í A- og B-flokki sem stefnendur telja að lotið hafi forkaupsrétti." (millifyrirsagnir eru Morgun- blaðsins)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.