Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 9

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 9 FRETTIR Umferðaröngþveiti við Nauthólsvík Getur hindrað störf Land- helgisgæslu FLUGVALLARVEGUR lokaðist um tíma á föstudagskvöld vegna mikillar umferðar til og frá Naut- hólsvík. Samkvæmt dagbók Lög- reglunnar í Reykjavík voru 2.500 til 3.000 manns á svæðinu þegar mest var en flestir baðstrandar- gesta sóttu hátíð sem vikublaðið Fókus hélt á ströndinni. Bílastæði voru ekki næg fyrir allan þennan fjölda og þegar leið á kvöld tók fólk að leggja bílum sínum á veginn sjálfan. Við það tepptist umferð til og frá svæðinu en Flugvallarvegur er eini vegurinn sem liggur að Nauthólsvík. Á laugardag var ástandið svipað en þá lögðu fjöl- margir leið sína í víkina enda veðr- ið gott. I dagbók lögreglu segir að um- ferðarteppa á veginum skapi erfið- leika fyrir starfsmenn Landhelgis- gæslu þurfi þeir að nota flugskýli en einnig torveldi hún sjúkraflutn- inga til og frá svæðinu. Olafur Bjarnason, aðstoðarmað- ur borgarverkfræðings, segir í samtali við Morgunblaðið að farið verði yfir þessi mál með flugmála- yfirvöldum á næstunni. Hann segir að ástandið á föstudagskvöldið geti vart talist eðlilegt og jafnvel sé spurning um hvort leyfa eigi slíkar uppákomur komi þær í veg fyrir að Landhelgisgæslan geti sinnt störf- um sínum eða þær ógni á einhvern hátt öryggi fólks. Ólafur segir að stýra verði umferð um svæðið ef mörgum er stefnt þangað í einu. Að sögn Ólafs er verið að fjölga bílastæðum við víkina en engar frekari framkvæmdir eru í bígerð við veginn eða aðkomuna að Naut- hólsvík. Útsala í Kópavogi 30-70% wy Strigaskór ^ *ínaskór íþr°ttaskór & Sandalar Skemmuvegi 32, sími 557 5777 Ljósakrónur Borðstofusett nm 43iofnnö 1&74- munír BókahilLur * Ikonar * Urval af borðstofuhúsgögnum Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. (taas. %'?/(] versVó^ Skartdagar 25% afsláttur af öllu skarti í þrjá daga 1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515. Alvöru Piluspjald Nýtist beggjamegin, stærð 43 cm. Verð kr. 998 Fyrir börn og unglinga í fallegum gjafaöskjum. Verð kr. 698/798 Takkaár ®f té«i Verklegt úr og handtöng m hníf, skærum og skrúfjárni, allt í einu verkfæri. í mjög fallegri gjafaöskju. Verð kr. 998 Hait&fpe® hmtélsán Armur hækkan/læl^kai legur frá 24 cm í 32\ci Verð kr. 798 \ Mlttls-ferÓataska Fyrir geislaspilara, jl 2 geisladiska og með aukahólfi að framan. ^ Verð kr. 698 tJf® lassipl M/ fibersjósleiðurum straumbreytir fylgir. Verð kr. 998 Hal®g» ttorilampi Með breytanlegum armi, hæð í fullri lengd, 55 cm. Verð kr. 998 , Allar vörur Kringlunni, s. S88 IOI0 - Laugavcgi, s. S11 4T41 - Kcflavík, s. 421 1736

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.