Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sonic boom-hljóðlistarsprengingin
Eyrnakonfekt
fyrir augað
Hayward galleríið í London hýsti á dögunum Sonic
Boom, eina stærstu hljóðlistarsýningu sem haldin
hefur verið á Englandi. Tónlistarmaðurinn og rithöf-
undurinn David Toop valdi hóp myndlistar-og tónlist-
armanna sem vinna með samband hljóðs og rýmis eða
þess sjáanlega til að taka þátt. Darri Lorenzen heim-
sótti galleríið og varð margs vísari.
HLJÓÐ verður til við titring eða hreyfingu
hlutar. Þessi hreyfing er umlukin umhverfinu,
þá oftast lofti, sem áhrif hefur á hljóðið vegna
þrýstingsins. Titringur (hreyfing) hlutaains
gefur frá sér hljóðbylgju sem svo dofnar með
fjarlægðinni. Það er nær útilokað að einangi-a
hljóð því það beygir fyrir horn, endurkastast
og fer í gegnum hluti í föstu formi. Það er
hvergi þögn í þessum heimi, alls staðar er
hljóð. Hver og einn staður hefur eigið hljóð
sem skapað er af umhverfinu. Hljóð getur ver-
ið sterkt „karaktereinkenni" staðar, alveg eins
og það sjáanlega.
Að hljóðrita staði
Arið 1916 gerði Dziga Vertov nokkur til-
raunir með að hljóðrita staði, líkt og ljósmynd-
arar ljósmynda staði. Menning og skilningur
okkar á umhverfinu heíúr alltaf haft sterk
tengsl við það sjáanlega og það var ekki fyrr
en upp úr 1920 að almenningur heyrði hljóð-
upptökur. Hljóðupptakan kom eins og hvellur
og fékk hún ekki þá kynningu sem hún átti
skilið ef hún er borin saman við Ijósmyndina,
sem gjörbreytti hugsun í myndlist. Menn
höfðu málað og teiknað alveg frá upphafi
mannkyns, en hljóðupptakan kom skyndÚega,
án þeirrar kynningar sem ljósmyndin fékk,
með málverkum og teikningum. Þess vegna
brást fólk við hljóðupptökunni allt öðruvísi en
ljósmyndinni. Þetta olli því að hljóð í myndlist
hefur einungis á síðustu tveimur áratugum
verið viðurkennt sem sjálfstæður miðill. Við
höfum engin eyrna-lok, eins og við höfum
augnalok. Við erum miklu þjálfaðari í því að
sjá en að hlusta. Þetta stafar að hluta til af öll-
um þeim gífurlega fjölda hljóða í umhverfi
okkar sem við stöðugt heyrum en höfum lært
að útiloka að mestu. En þessi hljóð, sem við
' heyrum ekki, aðeins skynjum, til þess að
hjálpa okkur að upplifa umhverfi okkar, voru
oft í aðalhlutverki á hljóðlistarsýningunni í
Hayward galleríinu og þar með er upphafin
vanrækt skynjun mannsins á hljóði. Á tímum
farsíma, fartölva, stafrænna upptökutækja á
stærð við sígarettupakka og víðfrægra plötu-
snúða spilar tæknin æ meiri hlutverk í okkar
daglega lífi. Fermingarbörnin kjósa „sampler"
í stað gítars áður. Ný kynslóð hljóðlistar-
manna er „hi-tech“. Hún er afkvæmi rafrænn-
ar tónlistar. Þessir listamenn, eins og margir
listamenn í dag, eru mjög tengdir þeirri hröðu
tækniþróun sem á sér stað í nútíma þjóðfélagi.
Þarna er komin sérstök stefna sem er erfitt að
setja í tengsl við eldri listamenn eða stefnur,
nema kannski helst mínimalistana. Flestir eiu
þessir listamenn viðriðnir tilraunatónsmíðar.
Rafhljóð og borgarumhverfið
Þegar gengið er inn á Sonic Boom sýning-
una er fyrst farið í gegnum smá göng þar sem
tónlist eftir John Zorn, Rob Swift, Michael
Nyman og fjörutíu aðra tónlistarmenn er
smekklega hnoðað saman af „curator" sýning-
arinnar, David Toop. Meðal þeirra sem eru
með verk til sýnis er Brian Eno, best þekktur
sem frumkvöðull „ambient" tónlistar. Hann
hefur gert innsetningar þar sem hann reynir
að einangra eða fanga stemmningu/andrúms-
loft (blæ) staðar. Angela Bulloch breytir yfir-
bragði umhverfisins í einhverskonar breytileg
kerfi sem hún stýrir með tónlistarforritum.
Einnig virkjar hún áhorfendur sem stjórnend-
ur. Robin Rimbaud, betur þekktur undir við-
umefninu Scanner, er tónlistarmaður og
hljóðlistamaður sem varð frægur fyrir að taka
upp („scanna") símtöl sem hann notaði síðan
og gerði úr blækenndar tónsmíðar. Sumar
urðu að danstónlist en aðrar að andrúms-
loftskenndu flæði þar sem herbergishljóð
(reverb) koma við sögu. I seinni verkum sínum
hefur hann einbeitt sér í auknum mæli að
borgarumhverfi og hljóðum þess. Snillingarn-
ir Mika Vainio og Ilpo Vaisanen sem mynda
dúettinn Pan sonic einbeita sér að tilraunum
með efniskennd, tengsl, hönnun rafhljóða.
Disinformation stilla gestum upp við vegg með „Artificial Lightning".
Lj ósmyndir/Darri
Paul Schutze túlkar minningar sínar um svissneskt baðhús í verki sínu Third Site.
Þeir hafa mest fengist við einfaldar innsetn-
ingar með hljóði. Á sýningunni setja þeir
gamlan Leslie hátalara sem var hannaður fyr-
ir Hammond orgel í nýtt hlutverk. Stephan
von Huene hefur allt frá miðjum sjötta ára-
tugnum unnið með mannsraddir og önnur
hljóð. Hann sýnir vélmenni sem fer með ljóð
eftir Kurt Schwitters. Tokyobúinn Ryoji Ik-
eda gerir tónlist og innsetningar í vægast sagt
mínimalískum dúr. Ikeda kemur gestum í
trans með sterkum ljósum og sínusbylgjum.
Rafael Toral og Paulo Feliciano hanna ein-
hvers konar búðarglugga fullan af sérhönnuð-
um leikföngum sem víxlvirka með áhorfandan-
um. Max Estley lætur fínlegar vélar krafsa í
pappír, Project dark spila kex- og glerhljóm-
plöturnar sýnar, Christina Kubisch býður upp
á frumskóg umhverfishljóða, Greyworld leyfa
gestum að hljóðblanda með fótunum. Disin-
formation (Joe Banks) tekst einna best að
blanda saman hljóð og mynd. Fjöldi flass-
hausa á þrífótum er tengdur saman í alls kon-
ar græjur. Flössin hlaða sig með tilgerandi
hljóði sem er magnað upp og endar í einhvers
konar eintóna væli. Flössin smella á vegg og
skilja eftir sig skugga áhorfenda, sem dofna
svo hægt þar til næsta flass smellur.
Þessi þróun sem orðið hefur í hljóðlist er
eins og raun ber vitni háð þeirri hröðu tækni-
legu þróun sem á sér stað í nútímaþjóðfélagi í
dag. Hún mun án efa stuðla að nýjungum í list-
rænni tjáningu hvað varðar uppákomur, inn-
setningar, útbreiðslu o.fl. Þessir miðlar munu
án efa fara langt út fyrir mörk þeirra mögu-
leika sem þeir bjóða upp á í dag. Þetta er allt í
bígerð og rétt að byrja. Tími og rúm munu fá
aðra og nýja þýðingu sem mannfólkið getur
ekki órað fyrir í dag.
Ragnar Gestsson sýnir í Gallerí@Hlemmur.is
Að horfa í stað
þess að aðhafast
Um þessar mundir sýnir Ragnar Gestsson í
Gallerí@Hlemmur.is verk sem hann kallar „Vinnubelti
og staðarkort“. Unnar Jónasson spurði hann
___nokkurra spurninga um sýninguna og lífíð í_
Þýskalandi þar sem hann býr,
ÞÚ ert ínámi er það ekki, hvernig gengur?
„Jú, ég bý í Þýskalandi en tók fornámið
hérna heima við MHÍ og fór svo fljótlega út til
Hamborgar sem skiptinemi frá fjöltæknideild.
Mér Mkaði svo vel að ég ákvað að sækja um í
listaháskólanum þar og hef verið þar síðan.
Þetta er 5-6 ára mastersnám sem ég er í og
markmiðið er að klára það eftir svona eitt og
hálft ár.
Annars býður kerfið þama í Þýskalandi upp
á að maður klári námið á tíu árum en það er
-jiú einum of finnst mér. Svo erlíka „post
graduate“-nám við skólann sem ég hef mikinn
áhuga á og maður stefnir á það í framhaldi."
Segðu mér frá sýningunni í Galleríi
Hlemmi.
„Sýningin samanstendur af vinnubeltum og
vinnuvagni með alls kyns hlutum. Einnig eru
staðarteikningar eða vinnuteikningar uppi á
veggjum. Á opnuninni var ég svo með gjöm-
ing. Hann gekk út á það að koma með vinnu-
beltin inn í salinn og sýna fram á markvisst
eða e.t.v. hæpið notkunargildi þeirra. Mér
tókst að koma vagninun nokkum veginn
óskemmdum inn í galleríið og festi þar upp
hillu og snaga þar sem ég tók af mér vinnu-
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnar Gestsson með borvél í hönd.
belti og hengdi þau upp. Það var svona létt og
þægileg stemmning yfir þessu þótt flestir hafi
þagað.“
Hverjur eru áherslurnar hjá þér núna og á
þessari sýningu?
„Eg reyni bara að skoða sjálfan mig og sýna
það sem ég finn. Það sem ég geri er alltaf á
einhvem hátt löngun mín og ósk um að gera
mér tilveruna auðveldari og á einhvern hátt
hagkvæmari. En einhvem veginn flækist hag-
kvæmnin og þetta auðvelda, tja... því hættir til
að vera einhvern veginn allt annað en auðvelt.
Ég bæði elst upp við og sé alls staðar í kring-
um mig ákaflega duglegt fólk og ég dáist að
því án þess að langa neitt óskaplega mikið að
vera þannig sjálfur og kannski fjalla ég eilítið
og öðrum þræði um þennan mun.
Önnur hlið en þó ekki „hin hliðin" gæti verið
heimur bringuhára og bísepa, bröndóttra
binda, sýndarmennsku og sjálfdýrkunar. Fag-
urfræði hins handlagna eða iðnaðarmannsins
sem er náttúrulega blanda aðdáunar minnar
og eigin löngunar eða löngunarleysis. Að horfa
á í stað þess að aðhafast, að skoða í stað þess
að taka til hendinni. Litir og form, lögun og
hvernig glampar á stálið sem ég slípa úti í sól-
inni, þetta heillar mig allt á sama máta og önn-
ur rómantík."
Hefurðu veríð að vinna með þetta lengi?
„Þegar ég lít til baka hef ég náttúrulega
verið að vinna með þetta allar götur síðan ég
byrjaði að fitla við sköpun en markvisst er það
nú varla nema í tvö ár. Var reyndar í byrjun
miklu harðari og frústreraðri, með stein-
hjarta. En síðan er svo sem ekkert merkilegt
við það að maður vinni með sjálfan sig, þetta
gera allir, kannski mismarkvisst og meðvitað."
Ertu ánægður í Þýskalandi?
„Já, mjög ánægður. Það er alltaf gaman að
koma heim og kíkja á ísland, en Iíka frábært
að fára út aftur. Annars er alveg ótrúlegt hvað
það er mikið að gerast hér, ég var mjög
ánægður að sjá það hversu alþjóðlegur list-
heimurinn er orðinn hérna, ætli það sé ekki
líka að einhveiju leyti út af Menningarborg-
inni og öllu því sem henni fylgir?“
Gallerí@Hlemmur.is er í Þverholti 5 og er
opið fimmtudaga til sunnudaga frá frá 14-18.
Heimasíða gallerísins er http://www.hle.mm-
ur.is.