Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Skátafélagið Klakkur
og Akureyrarbær
Nýtt tjaldsvæði
að Hömrum
tekið í notkun
NÝTT tjaldsvæði og útilífsmiðstöð í
landi Hamra skammt norðan við
Kjarnaskóg verður tekið í notkun í
kvöld, fimmtudagskvöld, með því að
skátamót Skátasambands Norður-
lands verður sett þar, en um 300
manns taka þátt í því.
Fyrsti áfangi svæðisins er nú til-
búinn og er það um 10 þúsund fer-
metra svæði. Gert er ráð fyrir að
fyrstu almennu gestimir á hið nýja
tjaldsvæði komi að loknu skátamóti í
næstu viku, en að sögn Tryggva Mar-
inóssonar umhverfisstjóra Akureyr-
arbæjar er helgin þar á eftir, þegar
yfir standa knattspymumót eklri og
yngri spilara, yfirleitt sú stærsta á
tjaldsvæðum á Akureyri.
Tjaldsvæðið er samvinnuverkefni
Skátafélagsins Klakks og Akureyrar-
bæjar og rekur skátafélagið svæðið
samkvæmt samningi við bæinn.
Verið var að leggja lokahönd á
framkvæmdir á svæðinu í gær og var
mikill fjöldi fólks þar að störfum, en
ærin verkefni. Meðal annars var verið
að koma þjónustumiðstöð í gagnið, en
þegar fram líða stundh- er áformað að
það hús verði nýtt undir aðstöðu
starfsmanna og sem fræðslustofa í
umhverfismálum auk þess sem nýtt
hús verði reist fyrir þjónustumiðstöð-
ina. Þá sagði Tryggvi að síðar í sumar
verði unnið við að útbúa allt að tíu
flatir undir tjaldstæði en hver þeirra
er 4-6 þúsund fermetrar að stærð.
Þegar eru þrjár flatir tilbúnar og
sagði Tryggvi að áformað væri að
planta skógi á svæðið og skipta því
þannig niður í h'til skógarrjóður.
Gönguferðir á Súlur í boði
Á svæðinu verður boðið upp á
skipulagða dagskrá og ýmiss konar
afþreyingu. I sumar hafa þannig verið
skipulagðar tvær til þrjár gönguferð-
ir á Súlur í viku hverri með leiðsögn
og einnig verður boðið upp á göngu-
ferðir um Akureyrarbæ með leið-
sögumanni. Útilífsskóli Klakks hefur
frá árinu 1997 verið starfandi á
Hömnim og geta gestir tjaldstæðis-
ins tekið þátt í dagskrá á vegum skól-
ans að einhverju marki.
Á svæðinu hefur verið útbúin tjörn
en auk þess sem hægt er að busla í
henni munu bátar verða til taks. Önn-
ur stærri tjörn neðar á svæðinu verð-
ur gerð síðar.
Frábært útsýni af Krosskletti
Hamrar eru undir hrikalegu kletta-
belti sem aðskilur Eyrarlandsháls og
Súlur frá láglendinu við botn Eyja-
fjarðar, en það gengur undir nafiiinu
Lönguklettar og Hamrahamrar og
eru þeir síðamefndu beint upp af hinu
nýja tjaldsvæði. Að sögn Tryggva er
áformað að gera göngustíg þar upp að
svonefndum Krosskletti sem er í um
200 metra hæð en þaðan er gott út-
sýni yfir Eyjafjörðinn.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Helgi, Heiðar, Atli, Freyja, Jón Óskar og Gísli hafa verið að störfum við
undirbúning hins nýja tjaldstæðis að Hömrum á vegum sumarvinnu fatl-
aðra og hafa að sögn verið afar dugleg og vinnufús. Þarna sést yfir
fyrsta áfanga svæðisins og heim að þjónustuhúsinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þeim leiddist ekki krökkunum í unglingavinnunni að skella sér út í
tjörnina sem útbúin hefur verið á tjaldstæðinu en þar eiga eflaust marg-
ir gestanna eftir að busla sfðar í sumar.
Ungnr maður dæmdur
í Héraðsdómi
Norðurlands eystra
Veittist að
sjúkra-
flutninga-
manni
ÞRÍTUGUR karlmaður hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra í 40 daga fangelsi, skilorðs-
bundið til tveggja ára, fyrir árás á
sjúkraflutningamann á Akureyri. Þá
var honum gert að greiða þeim sem
hann réðst á um 111 þúsund krónur í
bætur með vöxtum auk þess að
greiða sakarkostnað.
Maðurinn var kærður fyrir lík-
amsárás, með því að hafa nótt eina í
september á liðnu ári ráðist á sjúkra-
flutningamann í aðkomu sjúkrabíla á
slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og slegið hann í andlitið
fyrir utan húsið með þeim afleiðing-
um að hann hlaut mikla blæðingu
neðan við vinstra auga og brot í kinn-
beinsboga vinstra megin og merki
um sprungu í augnbotni.
Lögmaður sjúkraflutningamanns-
ins gerði bótakröfu fyrir hans hönd
að upphæð tæplega 300 þúsund
krónur.
Málsatvik eru þau að óskað var
eftir sjúkrabifreið að skemmtistaðn-
um Sjallanum umrædda nótt vegna
stúlku sem átti í öndunarerfiðleikum
og var farið með hana á slysadeild
FSA. Fór maðurinn, sem er unnusti
stúlkunnar, með í sjúkrabifreiðinni.
Skömmu síðar réðst maðurinn, sem
var allölvaður, að sjúkraflutninga-
manninum og veitti honum áður-
nefnda áverka.
Fjöldi manns var við opnun Flugsafnsins.
Morgunblaðið/Kristján
Flugsafnið á Akureyri
opnað um síðastliðna helgi
Heitur fímmtu-
dagur í Deiglunni
Blúsmenn
Andreu
HLJÓMSVEITIN Blúsmenn
Andreu mun sjá um sveifluhitann
á fyrsta Tuborgdjassi á fyrsta
heita fimmtudeginum á Listasumri
á Akureyri og hefjast tónleikarnir
kl. 21.30. í Deiglunni. Það er Jazz-
klúbbur Akureyrar sem stendur á
bak við þessa tónleika, sem fyrr.
Hljómsveitin Bluesmenn Ándreu
hefur glatt sveifluvini síðan árið
1990. Sveitina skipar einvalalið,
sem auk Andreu hafa lengst af
verið þeir: Guðmundur Pétursson
á gítar, Einar Rúnarsson á hamm-
ondorgel, Jóhann Hjörleifsson á
trommur og Haraldur Þorsteins-
son á bassa. Hljómsveitin hefur
gefið út einn hljómdisk sem kom
út árið 1998 og er þar að finna
þverskurð af þeirri tónlist sem
hljómsveitin býður upp á sem er
sambland af blues, soul og jazzi.
Aðgangur verður ókeypis á tón-
leikana, sem þakka ber þeim fyrir-
tækjum sem styrkja og kosta
þessa starfsemi. Þau eru: Ölgerð
Egils Skallagrímssonar, Karolína-
restaurant, Akureyrarbær, KEA,
Sparisjóður Norðlendinga, VSÓ-
ráðgjöf á Akureyri og Kristján
Víkingsson.
DansWjómsveítín
SÍN
Föstudags- og laugardagskvöld
FLUGSAFNIÐ á Akureyri var opn-
að við hátíðlega athöfn um helgina.
Það var forseti Alþingis, Halldór
Blöndal, sem opnaði safnið, sem er
staðsett í flugskýli á Akureyrarflug-
velli til bráðabirgða. Að sögn Krist-
jáns Víkingssonar, eins af meðlimum
Flugklúbbs Akureyrar, þá er stefnan
að finna í framtíðinni varanlegt hús-
næði undir safnið. Flugminjar á ísl-
andi hafa verið á hrakhólum lengi, að
sögn Kristjáns, og því mikilvægt að
halda þeim til haga, en á Akureyri er
til stór hluti hinna gömlu og uppruna-
legu flugvéla.
Minjar á hrakhólum
„Safnið hefur mikla þýðingu fyrir
flugsögu á íslandi, því að flugminjar
hafa verið á hrakhólum í gegnum tíð-
Mikið til af
flugminjum
á Akureyri
ina og mikið af þeim skemmst.
Reyndar er flugsafn á Hnjóti sem
hefur einbeitt sér að munum tengd-
um flugi, en við erum aftur á móti
með mikið af flugvélum til sýningar,
sagði Kristján. Hann sagði að slík
söfn væru vanalega sett upp þar sem
húsnæði væri fyrir hendi, því að það
væri afar dýrt að geyma flugvélar.
Flugsafninu hefði áskotnast flugskýli
á Akureyrarflugvelli og því hefði sú
ákvörðun verið tekin að fara út í
stofnun safnsins. Það eru flugklúbb-
arnir á Akureyri sem standa að safn-
inu en einnig hafa komið að því Flug-
sögufélagið í Reykjavík og fulltrúar
flugfélaganna á landinu.
Stefnt að varanlegu safni
Kristján sagði að á Akureyri hefði
verið samfellt flug síðan á tímum
seinna stríðs. Áhugamannaflug hefði
líka staðið hér föstum fótum og
nefndi Kristján meðal annars Svif-
flugufélagið en margir af þeim sem
væru framarlegu í flugheiminum í
dag hefðu fengið sína fyrstu flug-
reynslu hjá Svifflugufélaginu. „Það er
einnig gaman að geta þess að gamla
svifflugan sem við erum með á sýn-
ingunni er eitt elsta flugtæki hér á
landinu sem er til í sýningarhæfu ást-
andi,“ sagði Kristján.
Morgunblaðið/Kristján
Ilalldór Blöndal, forseti Alþing-
is, opnar formlega nýtt Flugsafn
á Akureyri.
Kristján sagði mikinn áhuga á því
að koma upp stærra og varanlegra
safni undir þá muni sem til eru. „í dag
er verið að gera upp nokkrar gamlar
flugvélar hér á Ákureyri sem hægt
verður að sýna seinna. Einnig er til
mikið af gömlum ljósmyndum sem
Eðvarð Sigurgeirsson tók hér á árum
áður. Við erum með nokkrar á sýn-
ingunni núna en gaman væri að geta
gert þeim betri skil því að þær eru
með bestu myndum flugsögunnar hér
á landi,“ sagði Kristján.
Færanlegt safn
Ætlunin er að hafa safnið opið á
laugardögum ogsunnudögum en ekki
hefur verið tekin ákvörðun hver opn-
unartíminn verður. Að sögn Kristjáns
verður það auglýst betur síður. Einn-
ig nefndi hann að hugmyndir væru
uppi um að Flugklúbbur Akureyrar
byði gestum safnsins upp á útsýnis-
flug; að safnið yrði lifandi. Aðspurður
hvort að til greina kæmi að fá muni
annars staðar af landinu, sagði Krist-
ján að allt kæmi til greina í þeim efn-
um. „Þess má geta að allar vélamar á
sýningunni eru í flughæfu ástandi,
þannig að hægt væri að hafa þetta
færanlegt safn. Það mætti þá fljúga
þeim til annarra staða og skiptast á
munum,“ sagði Kristján.