Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 55

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 55
f MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FiMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 Ó& n www.vimuvarmr.is SAMKVÆMT lög- um um Áfengis- og vímuvamaráð á það að stuðla að útgáfu fræðslugagna um áfengis- og vímuvamir og annast gagnasöfnun í vímuefnamálum þann- ig að hjá ráðinu séu nýjustu og haldbær- ustu upplýsingai’ um stöðu mála. Til að sinna þessu verkefni var haf- ist handa við að skrá bókakost ráðsins sam- hliða gagnasafni Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum. Þessi bókaskráning var gerð í Feng skrán- ingakerfí sem m.a. er notað á bóka- safni Landspítalans og hjá landlækni. Auður Björg Ingadóttir var ráðin til þessarar skráningar og er það loka- verkefni hennar við Háskóla Islands. Þessi gagnabanki er uppistaðan, kjarninn, í nýrri vefsíðu áfengis- og vímuvamaráðs sem opnuð var þann 23. júní sl. Hugmyndin að baki vefsíðunni er að gera aðgengilegt gagna- og upp- Hildur Björg Hafstein lýsingasafn fyrir allan almenning. Hún á að vera nokkurs konar regnhlíf íyrir vímu- vamastarf á Netinu. Undir þeirri regnhlíf verði hvaðeina sem snýr að vímuvörnum þannig að almenningur geti leitað þangað og fengið svör við spurningum sínum um lög og reglu- gerðir, skaðsemi vímu- efna, tengingar við inn- lend og erlend gagna- söfn, upplýsingar um rannsóknir á vímuefna- neyslu og þáttum sem tengjast henni, áhrifaþætti vímuefna- neyslu, upplýsingar um ráðstefnur og námskeið og margt fleira. Upp- lýsingavefurinn skiptist í stómm dráttum í gagnasafn, þekkingarsafn, ráðgjöf, samskiptavef og heimasíðu áfengis- og vímuvamaráðs. Það em til góðar og aðgengilegar vefsíður á íslensku um vímuvamir og em teng- ingar úr www.vimuvamir.is yfir í þær þar sem ástæðulaust er að endurtaka það sem vel er gert annars staðar. Upplýsingavefur Vonast er til að með þátttöku sem flestra, segir Hildur Björg Haf- stein, muni upplýsinga- vefurinn koma að góð- um notum í framtíðinni. Undirbúningui’ hófst á síðasta ári og komu þó nokkrir að þein-i vinnu. Eg vil nota tækifærið og þakka kær- lega fyiir gott starf, ómetanlegar ábendingar og kærkomnar hug- myndir sem allar miðuðu að því að gera vefinn einfaldan og aðgengileg- an fyrir almenning. En það var haft að leiðarljósi allt frá upphafi vinnunn- ar. Þegar niðurstaða var komin á það hvemig vefurinn skyldi uppbyggður var vefvinnan boðin út og bámst tvö tilboð. Var tilboði Margmiðlunar hf. tekið og hafa þeir Margmiðlunar- menn sett vefinn upp og hannað útlit vefsins sem er mjög stílhreint. Áhersla var lögð á þrennt: vefurinn væri bjartur, fljótur að hlaðast inn í tölvur og aðgengilegur líka þeim sem h'tið hafa komið nálægt tölvum. Tel ég að vel hafi tekist til við að ná þessu. Á netinu er að finna margar síður sem lofa og prísa vímuefnaneyslu og kynna jafnvel vímuefni sem „skað- lausan hluta af lífstíl þorra fólks“. Oftar en ekki er áróðrinum beint að ungu fólki sem stendur við vegvísa að lífinu og er að gera það upp við sig hvert skuli halda. Sem betur fer sjá flestir í gegnum tálsýn vímuefnanna og þá leið sem þau vísa. En mikilvægt er að þeir vegvísar sem vísa til heil- brigðis séu jafnaugljósir og hinir og hjálpi til við að ná áttum. Hjá áfengis- og vímuvamaráði er vonast til að með þátttöku sem flestra muni upplýsingavefurinn www.vimu- vamir.is koma að góðum notum í framtíðinni og reynast aðgengilegur fyrir þá sem leita upplýsinga innan hans og gefi góða yfirsýn yfir vímu- vamastarf í landinu. Þeir sem vilja koma upplýsingum og ábendingum áleiðis er bent á netfangið vimuvam- ir@hr.is. Höfundur er verkefnissijóri áfengis- og vímuvamaráðs, ritstjóri www.vimuvamir.is 29. júní fimmtudagur Stykkishólmur Tónleikar. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju. Reykjavík Tónleikar. Bjartar Nætur. Saxofón kvartet fró Kaupmannahöfn. Norræna húsið. 30. júní föstudagur Akureyri Sýning. „Dyggðirnar sjö a8 fomu og nýju". 30. júní-30. ógúst. í Biblíuimi lesum við hvernig lífíð var, er og mun verða UM þessar mundir stendur Hið íslenska biblíufélag fyrir aug- lýsingaherferð þar sem félagið kynnir nýja útgáfu á Biblíu í kiljuformi. Markmiðið er að ná til ungs fólks á aldrinum 20 til 35 ára en á myndunum sjáum við ólíka ein- staklinga úr hinu ís- lenska samfélagi. Auglýsingarnar tengja einstaklingana við biblíuna og kannski tekst sumum Ingólfur að tengja þær við Hartvigsson ákveðnar persónur þar. Slagorðin eiga einnig að tengj- ast biblíunni þó þau séu ekki beint upp úr henni. Sum slagorðin eru á myndunum upp í huga minn. Slagorðun- um hefur að mínu áliti tekist vel að sýna að í Biblíunni er sannleik- ur sem á enn erindi í nútímanum. Biblían er ekki veruleiki sem er handan raunveruleik- ans. I Biblíunni lesum við hvernig lífið var, er og mun verða. Þar er eilífur sannleikur sem er um leið svo hvers- dagslegur. Sannleikur hennar er fólginn í því að í henni birtist okk- ur lífið. Lífið eins og það er, þar sem skipt- ast á skin og skúrir og stundum virðist regnið vara of lengi. Biblíukilja Slagorðunum hefur að mínu áliti tekist vel að sýna, segir Ingólfur Hartvigsson, að í Höfundur er guðfræðinemi við Háskóla Islands. 1. júlí laugardagu \ - íþróttir á Netinu mbl.is /KLLTAf= GITTH\SAÐ A/ÝT7 Biblíunni er sannleikur sem á enn erindi í nútímanum. mjög góð, eins og „Stundum er svo erfitt að vera maður að ég nenni því ekki“ og „Þótt frelsarinn sé í heimsókn verður einhver að vaska upp“. Það er ekki erfitt að tengja seinna slagorðið við Mörtu en fyrra slagorðið er efiðara. Kannski var það ekki hugsunin að strax yrði tenging. Það hefur tekist vel að finna einstaklinga fyrir myndatök- urnar og ekki ólíklegt að hér eftir, þegar ég les í Biblíunni, komi fólkið Merkingar í föt og skó göqn Laugalækur 4 • S: 588-1980 Þingvellir 1000 óra afinæli kristnitöku ó íslandi. KristnihótíSarnefnd. 1.-2. júlí. SkagafjorSur Hólar í Hjaltadal. Fjölskyldudagur. 2. júlí sunnudagur Reykjavík ■ i Tónleikar. Sumarkvöld vi8 orgeliS. Hallgrírnskirkja. 3. júlí mánudagur Tónleikar. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. SiglufjörBur Sýning. SíldarminjasafniS. Sýningar d laugardögum og sunnudögum: 3. júlí-7. ágúst. 4. júlí þriðjudagur Reykjavík Biskupsstofa. AlþjóBleg ráBstefna: „Faith in the Future". ísland 2000. Samleið trúar og vfsWda á nýrri öld. Háskólabíó. 4.-8. júlí. Reykjavík Landsmót hestamanna. Staðsett á Vííivöllum í Árbæ. 4.-9. júlí. 5. júlí miðvikudagur Hofsós Sýning. „Vesturferðir íslendinga". Vesturfarasetrið á Hofsósi. Listinn er ekki tæmandi. Leitið nánari upplýsinga á upplýsingamiðstöðvum sem er að finna víða um land. Hin aiþjófelegu samtök /rThe Skin Cancer Foundation mæla með Hawaiian Tropic, vöm 15 og hærra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.