Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 15

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 1 5 Örkinni hans Nóa lokað Vesturbær EIGENDUR Arkarinnar hans Nóa, einkarekins leik- skóla í Vesturbænum, hafa tekið þá ákvörðun að loka skólanum frá og með 1. sept- ember. Foreldrum barna við leik- skólann barst tilkynning þess efnis hinn 29. maí síðastliðinn. Foreldrafélag Arkarinnar hans Nóa brást skjótt við og ritaði Leikskólum Reykjavík- ur bréf fyrir hönd áhyggju- fullra foreldra dagsett 30. maí. I bréfínu er spurt hvað gera eigi við þennan fjölda barna. Óttast foreldrar að Leikskól- ar Reykjavíkur geti ekki vist- að hann strax í haust. Hulda Steingrímsdóttir formaður foreldrafélags leik- skólans segir foreldra ekki hafa grunað að loka ætti skól- anum þegar tilkynningin barst. Fólk brást þó skjótt við og sóttu margir um á öðrum leikskólum. Fyrirvarinn var skammur því hjá Leikskólum Reykjavíkur var búið að stað- festa vistir fyrir næsta vetur. Foreldrar barna á Örkinni hans Nóa sem ekki hafa feng- ið leikskólapláss eru því í mjög erfiðri aðstöðu að sögn Huldu. Fundur var haldinn með foreldrum og fulltrúum Leik- skóla Reykjavíkur þar sem áhyggjur forelch-a voru rædd- ar. Þar kom fram að flestum bömunum mun verða fundið pláss annars staðar. Að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, hefur einhverj- um foreldrum nú þegar borist staðfesting um leikskólapláss og telur hann sennilegt að hægt verði að fínna flestum bömunum pláss hjó Leikskól- um Reykjavíkur. 1,7% hækkun raf- magnsreiknings Reykjavík Borgarráð samþykkti í fyrra- dag að hækka gjaldskrá raf- magns frá Orkuveitu Reykja- víkur um 1,7% frá 1. júlí en gjaldskráin hækkaði um 2,9% um síðustu mánaðamót. Hækkunin síðasta mánuð nemur því samtals 4,8%. Hækkunin nú kemur í framhaldi af tilkynningu Landsvirkjunar frá 9. júní um 2,9% hækkun gjaldskrár fyrii- heildsöluverð á raforku frá og með 1. júlí. Borgin samþykkti 2,9% hækkun orkugjalda vegna frá 1. júní sl. vegna ýmissa kostn- aðarhækkana sem fyrirtækið hafði þá orðið fyrir frá 3% hækkun rafmagns og 4,6% hækkun hitaveitu þann 1. júlí 1999. Þegar borgarráð ákvað 2,9% hækkun um síðustu mánaðamót lá ákvörðun Landsvirkjunar um hærra heildsöluverð raforku ekki fyrir en hún var tilkynnt þann 9. þessa mánaðar. Morgunblaðið/Sverrir Verið er að vinna við að koma upp umferðarljdsum á horni Hagamels og Hofsvallagötu. Umferðarljós í Vesturbænum Vesturbær NÚ standa yfir framkvæmdir við gatnamót Hofsvallagötu og Hagamels. Verið er að setja upp umferðarljós, sem tekin verða í notkun í septem- ber. Astæða þess að ljósunum var valinn staður þama er að þeim fylgir aukið umferðar- öryggi. Götuljós voru við gatna- mótin. Nú stendur til að taka niður þau gönguljós sem eru of nálægt hornum, að sögn Dagbjarts Sigurbrandssonar hjá gatnamálstjóra. Þegar ökumenn koma að slíkum stöðum eiga þeir til að taka beygju án þess að átta sig á að einhver kynni að vera að ganga yfir götuna. Þeir sjá gjarnan illa á ljósin. Slys hafa orðið við slíkar aðstæður. Umferðaljósin verða hálf- umferðarstýrð, segir Dag- bjartur. Þau verða skipulögð þannig að grænt ljós er alltaf á Hofsvallargötunni þar til bfll kemur að og kallar á ljós eða gangandi vegfaranda ber að. Aukið umferðaröryggi felst einnig í því að fleiri gönguleiðir verða yfir götuna, en ekki einungis ein eins og áður var. Sambærileg ljós á að setja upp á þremur öðrum stöðum í borginni. Við Standveg-Halls- veg, Bústaðaveg-Ósland og Mýrargötu-Ægisgötu. Ljósin em í pöntun og koma til landsins í ágúst. Þau ættu því að komast í gagnið í september. 5 og 6 ára böm læra um umferðina í heimsókn í Umferðarskólann Alexander Þórólfsson og Emilía Sara Ólafsdóttir höfðu lært ýmislegt í Umferðarskólanum og miðluðu af visku sinni. Hjálmar og hjólreiðar Vesturbær SENN lýkur hinum árlegu námskeiðum umferðarskóla 5 og 6 ára barna í Reykjavík. I gær fór fram siðari hluti námskeiðs í Hagaskóla. Morgunblaðið leit inn og fylgdist með áhugasömum nemendunum. Umferðarskólinn er sam- starfsverkefni Umferðar- ráðs, lögreglu og sveitarfé- laga. Námskeiðin eru haldin víða um land. Hvert nám- skeið stendur klukkutíma í senn, tvo daga í röð. Markmið skólans er að stuðla að auknu öryggi barna og réttum viðbrögðum í umferðinni. Athygli barna er sérstaklega vakin á um- ferðarreglunum. Með efnis- vali og kennsluaðferðum sem hæfa þroska barnanna er lögð áhersla á reglur um öryggisbúnað fyrir börn í bflum, reglur fyrir gangandi fólk, hjólreiðar og hjálma og ýmislegt fleira sem aukið getur færni og öryggi barna í umferð. Foreldrar eru einnig hvattir til að taka þátt í Umferðarskólanum til þess að námskeiðið skili sem bestum árangri. Þegar Morgunblaðið bar að garði fóru fram líflegar umræður um hjólreiðafólk og umferð. Er krökkunum var sýnd mynd af hjólreiðar- manni án hjálms sem brun- aði um á bflastæði ætlaði allt um koll að keyra í Hagaskól- anum. Börnin voru augljós- lega með allt á hreinu og áttu ekki erfitt með að rök- Morgunblaðið/Ásdís Nemendur Umferðarskólans fylgjast með kennslunni, full- ir einbeitingar. I bakgrunni má sjá að fjöldi foreldra sótti einnig námskeiðið. styðja hvað var athugavert við hegðan unga hjólreiða- mannsins. Alexander Þórólfsson og Emilía Sara Ólafsdóttir, nemendur Umferðarskól- ans, fræddu blaðamann Morgunblaðsins um hjól- reiðar og hjálmanotkun. Alltaf skal nota hjálm þegar hjólað er, fullyrtu krakk- arnir, en muna verður þó að taka hann af sér áður en haldið er á leikvöllinn. Al- exander sagði frá vini sínum sem hjólað hafði yfir götu, hjálmlaus. Sá hefði sannar- lega þurft á leiðbeiningum Umferðarskólans að halda. Þátttaka í Umferðarskól- anum í ár hefur verið mjög góð, að sögn Maríu Finns- dóttur, fræðslufulltrúa Um- ferðarráðs. Fyrri dag nám- skeiðsins í Hagaskóla höfðu 105 börn tekið þátt í nám- skeiðinu. Umferðarskólinn hefur verið starfræktur víða um land í maí og júní. Á höfuð- borgarsvæðinu eru einungis eftir námskeið 29. og 30. júní. í ágúst verður Umferð- arskólinn hins vegar aftur á ferðinni og þá verður komið við bæði á Suður- og Norð- urlandi. Hagsmunaaðilar í miðborg ekki á einu máli um bfllausa laugardaga Þróunarfélag miðborgarinn- ar jákvætt gagnvart málinu aðgerð af þessu tagi gæti þjónað hagsmunum rekstrar- aðila en kvaðst þó hafa þann íyrirvara á að hann hefði ekki upplýsingar um hvemig borg- in hygðist útfæra hugmynd- ina. „I sjálfu sér getur það verið ágætt einhvem laugai’- dag að loka Laugavegi fyrir bflum og hafa hann sem göngugötu, ég hef ekkert á móti því, en frumkvæðið á að koma frá beinum hagsmuna- aðilum en ekki borgarkerf- inu,“ sagði hann „Mér list afskaplega vel á þetta,“ sagði Edda Sverris- dóttir, kaupmaður í Flex. „Það hefur gefist afskaplega vel að hafa þennan hátt á löngum laugardögum; bæði viðskiptavinir og kaupmenn hafa verið ánægðir. Það gef- ur allt annan svip á miðborg- ina að vera bfllaus á laugar- dögum.“ Miðborgin JAKOB H. Magnússon, for- maður Þróunarfélags mið- borgarinnar, segir félagið já- kvætt gagnvart tillögum um bíllausa laugardaga í mið- borg Reykjavíkur í júlí og ágúst en miðborgarstjóm hefur óskað eftfr heimild borgarráðs til þeirrar að- gerðar í samvinnu við hags- munaaðila. Edda Sverris- dóttir, kaupmaður í Flex við Bankastræti, kveðst fylgj- andi hugmyndinni. Gunnar Guðjónsson, sem rekur Gler- augnamiðstöðina við Lauga- veg, segir að ekki hafi nægi- legt samráð verið haft við hagsmunaaðila og eðlilegt hefði verið að frumkvæði að aðgerð sem þessari kæmi frá þeim en ekki borginni. Jakob sagði að Þróunarfé- lag miðborgarinnar hefði rætt þessa tillögu á fundum og væri jákvætt gagnvart því að láta reyna á þessa hug- mynd. „Þetta virðist vera þróunin í miðborgum borga af svipaðri stærð og Reykja- vík. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að prófa þetta; ef maður prófar ekkert og reyn- ir ekkert þá gerist ekkert." Jakob sagði að verið væri að kanna viðbrögð verslunar- eigenda og annarra rekstrar- aðila við hugmyndinni. „Okk- ur heyrist að flestir séu á jákvæðum nótum gagnvart þessu en eins og gengur eru einhverjir á móti,“ sagði hann. Undrandi á vinnubrögðum Gunnai’ Guðjónsson sagðist undrandi á vinnubrögðum borgarinnar að taka fyrst ákvarðanir af þessu tagi og ræða síðan við hagsmunaaðila í stað þess að láta málin ganga á hinn veginn fyrir sig. „En ég yil ekki útiloka eitt eða neitt. Eg get séð þetta fyrir mér á góðum sumardegi ef búið er að undirbúa þetta vel,“ sagði hann. Gunnar sagði að versl- unarmenn við Laugaveg legðu þó áherslu á að fólk kæmist til þeirra til að eiga viðskipti. Hann kvaðst hafa efasemdir um þá „ftigurgala- stefnu borgarinnar að gera miðbæinn bíllausan“ og hvetja fólk til að taka strætisvagna þangað en ekkert annað og kvaðst skynja enduróm þeirr- ar stefnu í þessum áformum eins og þau bæri nú að; þau kæmu fram að frumkvæði borgarkerfisins og án teljandi samráðs við hagsmunaaðila væri heimildar aflað frá borg- arráði. Gunnar sagðist því fyr- h'fram hafa efasemdir um að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.