Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 38

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vera orðsins ✓ Ritið Guðfræði Marteins Lúthers eftir Sigurjón Arna Eyjólfsson er komið út. Þorvarður Hjálmarsson ræddi við höfundinn, sem segir að færa megi gild rök fyrir því að greiningin á milli lögmáls og fagnaðarerindis sé túlkunarlykill evangelískrar guðfræði. NÚ í vor kom út hjá Hinu íslenska bókmennta- félagi bókin Guðfræði Marteins Lúthers eftir Sig’urjón Áma Eyjólfsson guðfræðing. Guð- fræði Marteins Lúthers hefur haft mikil áhrif á í slandi en ýmis atriði hennar hafa verið almenn- ingi óljós. Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er heildstæð úttekt á guðfræði Lúthers á íslensku. í fyrsta hluta verksins er gerð grein fyrir um- fjöllun Lúthers um stöðu mannsins og einsemd í hringiðu lífsins. Annar hlutinn fjallai' um þá nýju sýn á lífið sem maðurinn öðlast í Kristi og í þriðja hluta verksins er lýst trúarbai'áttu og lífsgleði einstaklingsins í þverstæðufullum heimi. Þá er í bókinni gerð ítarleg grein fyrir sögu Lúthersrannsókna og helstu hugtökum í guðfræði hans. Það liggur því beinast við að spyrja höfundinn um tOurð verksins. „í doktorsritgerð minni fjallaði ég um lútherska guðfræðinginn Wemer Elert, sem uppi var á síðustu öld, og tók þar fyrir hugtökin réttlæting af trú og sköpun; það er að segja hvaða sýn réttlætiskenningin veitir manninum á heiminn, eða réttara sagt sköpun Guðs,“ segir Sigurjón Át'ni Eyjólfsson. „Wemer Elert stundaði umfangsmiklar Lúthersrannsóknir og af því leiddi að ég byrjaði þá þegar að lesa all- mikið í verkum Lúthers. Eftir doktorspróf mitt árið 1991 benti leiðbeinandi minn, prófessor Eberhard Wölfel, mér á nauðsyn þess að rann- saka þyrfti túlkun Lúthers á Jóhannesarguð- spjalli, sem þá var ónumið land innan Lúthers- rannsókna. Þegar leið á rannsóknir mínar tók ég þann pól í hæðina að afmarka efnið við sýn Lúthers á stöðu mannsins frammi fyrir Guði og heimi. Byrja á sýn Lúthers á stöðu mannsins og einsemd í hringiðu lífsins, taka síðan fyrir þá nýju sýn á lífið sem maðurinn öðlast í Kristi og loks trúarbaráttu og lífsgleði einstaklingsins í þverstæðufullum heimi. Ef við skoðum upp- byggingu verksins þá er það þrískipt. í fyrsta hlutanum er gerð almenn grein fyrir helstu áherslum innan Lúthersrannsókna og saga þeirra rakin nokkuð ítarlega. Frá þeim sjónar- hóli séð er í verkinu stutt yfirlit yfir sögu evang- elískrai’ guðfræði, en rannsókn mín er staðsett innan hennar." Hver eru í stuttu máli aðalatriði evangelískr- ar guðfræði? „Það má færa gild rök fyrir því að greiningin á milli lögmáls og fagnaðarerindis sé túlkunar- lykill evangelískrar guðíræði, eklri bai-a varð- andi lestm' ritninganna, heldur á heildarveru- leika mannsins. Guð ávarpar manninn á tvenns konar máta, annars vegar í lögmálinu og hins vegar í fagnaðarerindinu. En hér ber að huga nákvæmlega að því fyrir hvað hvert orð stend- ur. Lögmálið samkvæmt Lúther umlykur allan veruleika mannsins, það nær jafnt yfir boð og bönn, siðalögmál og náttúrulögmál. Lögmálið er því alls ekki afmarkað við boðorðin tíu eða lög Móse. Það ber að túlka lögmál Móse sem Grá- gás gyðinga, en ekki sem algild lögmál fyrir alla menn. Það má að vissu leyti setja samasem- merki milli lögmálsins og heimsins, því það er ein meginíþrótt mannsins að greina á milli lög- mála og skilgreina þau, staðsetja þau og átta sig á samspili þein-a hér í heimi. Veruleiki lögmáls- ins er margbreytilegur en það er áríðandi að átta sig á því hversu fjölbreytilegt það er. Það er bundið eða samofið og óaðskiljanlegt veruleika heimsins sem leiðir til að það hefur ekki inn- ifalið í sér hjálpræðið. Hjálpræðið er einungis að finna í fagnaðarerindinu sem er eitt og fyrir alla, það gerir engan greinarmun á mönnum. Hér ber að gi-eina á miili en veilan er að maður- inn gerir það ekki. Hann leitar lífsfyllingar sinn- ar eða hjálpræðis í sjálfum sér og verkum sín- um. Hér missir maðurinn alfaiið marks. Hvaða spurningai' eru það einkum sem reyn- ast manninum ofviða? „Óréttlætið, þjáningin og dauðinn setja spumingu við tilveru mannsins sem honum reynist um megn að svara. Á þessum vanda tek- ur Lúther í glímu sinni við spuminguna um vilja mannsins og getu hans, eða í glímunni við hinn hulda Guð og reiði hans. Og Lúther tengir spuminguna beint við kross Krists sem dregur eklri úr þess- ari þverstæðu heldur dregur hana enn frekar fram. í þessari umfjöllun Lúthers um veruleika samviskunnar kemur fram að hann skilur ekki samviskuna sem rödd sem þylur í sífellu boð og bönn yfir manninum, heldur tengir hann samviskuna við kjarnann í manninum. Hún er í raun vettvangur tilvistarátaka mannsins, og þarna er Lúther iangt á undan samtíma sínum því svipaðar hugsanir er að finna hjá Martin Heidegger löngu síðar. Vegna mikilvægis samviskuhugtaksins er gerð ítarleg grein fyrir notkun þess í ritningunni, þá einkanlega hjá Páli postula, og síðan þróun hug- taksins á miðöldum og þá sérstaklega innan þýsku dulúðarinnar fram á daga Lúthers. Hann nýtir sér hefðina og dregur fram hvemig mað- urinn reynir og líður sína algjöru einsemd en fyrir starf samviskunnar Ijúkast upp fyrii' hon- um þversagnir tilvemnnai'. Lúther grípur til dulúðarinnar hér er hann dregur fram að ein- mitt helvíti og logar vítis em samviskukvalir, en ekki nöldur vegna einhvema yfii-sjóna. Þama reynir hann þversagnir veruleikans eða greinir tómið og veraleika þess, sem í dag er oft lýst sem angist vegna vitundar um tilgangsleysi alls. En hvað verður manninum til bjargar mitt í þessum tilvistarátökum öllum að dómi Lúthers? „Inn í þessa einsemd og angist hljómar orð fagnaðarerindisins, sem býður og er manninum hald sem hann finnur ekki í sjálfum sér. Hve afgerandi þetta hald er kemur fram í ræðu Lúthers i Worms er hann segir: „Og þar sem samviska mín er bundin Orði Guðs, get ég hvorki né vil afturkalla nokkuð, því það er hvorki áhættulaust né heiðarlegt að breyta gegn samvisku sinni. Orðið veitir Lúther hér hald sem vegur meira en veldi keisara og kirkju.““ En þetta leyndardómsfulla orð sem sam- kvæmt Lúther býður heiminum og veraldlegum jafnt sem andlegum yfirvöldum birginn. Fyrir hvað stendur það? „I öðmm hluta bókarinnar er varpað ljósi á það. Orðið sem hér um ræðir er Jesú Kristur, persóna hans og verk. Það sem er mjög áhuga- vert og afgerandi við framsetningu Lúthers er að hann dregur fram að Guð er í sjálfum sér vera orðsins. Til skýringai' vísar Lúther tii hugsunarinnar um að maðurinn sé skapaður í mynd Guðs. Og hann bendir á að þegar við rannsökum hug og hjarta þá kom- ust við að raun um að við eigum í stöðugu samtali við okkur sjálf og þetta samtal er ekki bara óaðskilj- anlegt frá sjálfi okkar, heldur er það sjálfið sjálft! Þessa líkingu not- ar hann til þess að skilgreina hvemig sonurinn er Orð Guðs. Þama beitir Lúther málspeki sem varð síðar miðlæg í heimspeki síðari alda, m.a. í tilvistarheim- speki Heideggers og í greiningar- heimspeki Wittensteins. Hjá Lúther er það aðalatriðið að sköpunarmáttur Guðs er bundinn við orð hans. Það sem Guð segir, það verður! Þetta er í hreinni and- stöðu við okkur mennina sem hugsum eitt, segjum annað og ger- um hið þriðja. En Guð er þó nálægur manninum í baráttu hans við þjáningu og mótsagnir lífsins? „Einstaklinguiinn í einsemd sinni er það sem Lúther er einkum að fjalla um en honum er um- hugað að draga fram hina algjöra samsömun Guðs með manninum, sem kemur m.a. fram í angist Jesú í Getsemanegarðinum og á krossin- um, þar sem hann líður vítiskvalir samviskunn- ai'. Lúther bendir á að hér sé hjálpræðisverk Krists samtvinnað fyrii' bæn hans. Þannig er ekkert svið mannlegrar tilvera undanskilið. Því þótt maðurinn haltri stundum um í lífi sínu gengur hann þó líka oft um gi'ænar grandir." Og bænin og bænalífið era áríðandi í fræðum Lúthers? „Þegar orðið hefur verið skilgreint vaknar spurningin hvemig maður meðtekm- það í trú og trúin er óaðskiljanleg veruleika bænarinnar. Samkvæmt Lúther er bænin veraleiki sem maðurinn styðst við til að horfast í augu við sjálfan sig. Hún er eins þverstæðufull og mað- urinn, en í bæninni glímir maðurinn við vera- leika sinn í ljósi fagnaðarerindisins. Maðurinn er enn þá bundinn veraleika sem er undirorpinn tóminu, en hann greinir nú fyrir trána að Guð skapar úr engu og Guð kallar manninn stöðugt fram úr þessu tómi og tO sjálfs sín. Þetta er ekki eitthvað sem gerist í eitt skipti fyrir öll, heldur er þetta stöðugt ferli. Ég reyni að lýsa þessu í kaflanum um prófun tráarinnar. Þrátt fyrir að Lúther geri sér engar tálsýnir um veraleika hins fallna heims, þá er honum umhugað að rjúfa einsemd mannsins með því að benda hon- um á að hann sem einstaklingur sé góð sköpun Guðs, sem lifir í heimi sem líka er góð sköpun Guðs. Tækið sem maðurinn á að greina þennan veraleika með er skynsemin. Að mínum dómi á þessi sýn Lúthers brýnt erindi inn í fjölhyggju nútímans. Sigurjón Árni Eyjólfsson Reuters Orgelleikari frá Björgvm FYRSTU tónleikar tónleikaraðar- innar Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju verða sunnudagskvöld, kl. 20. Einnig verða fyrstu hádegistón- leikamir á laugardag, kl. 12. Á báð- um tónleikunum leikur Karstein Askeland, orgelleikari frá Björgvin í Noregi. Organistarnir sem leika á tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju koma allir frá hinum meningarborgunum: Björgvin, Hels- inki, Santiago di Compostela, Kraká, Bologna, Avignon, Brassel, Prag og Reykjavík. Allir leika þeir tónlist frá heimaborg sinni eða heimalandi. Karsten Askeland hóf tónlist- amám í heimbabæ sínum og stundaði framhaldsnám í Þýskalandi hjá prófessor Edgar Krapp við Tónlist- arháskólann í Frankfurt am Main. Þaðan lauk Askeland kirkjutónlistar- prófi árið 1985 og einleikaraprófi tveimur áram síðar. Karstein Askeland starfar nú sem organisti við Birkeland-kirkjuna í Björgvin. Hann tekur vh'kan þátt í norsku tónlistarlífi og hefur meðal annars framflutt verk eftir mörg af fremstu tónskáldum Norðmanna. Ennfremur kennir hann við Grieg- tónlistai'háskólann í Björgvin. Á tón- leikunum leikur hann Fantasíu og fúgu í g-moll BWV 542 og Piéce d’Orgue í G-dúr BWV 572 eftir Johann Sebastian Bach, Organo Solo og Tokkötu eftir bergenska tónskáld- ið Ketil Hvoslef og Halleluja, Gott zu loben op. 52/3 eftir Max Reger. Auk tónleikanna á sunnudags- kvöldum era líka hádegistónleikar á fimmtudögum og laugardögum til ágústloka. Sú nýbreytni er á fimmtu- dagstónleikunum að þeir hafa yfirskriftina Orgel og... Sem fyrr era það organistar í Félagi íslenskra organleikara sem koma fram á fimmtudagstónleikunum en með þeim er einhver annar listamaður, einsöngvari eða hljóðfæraleikari. Tónleikaröðin er undirbúin í sam- vinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Velazquez í nýju listformi NACHO Duato, lengst til hægri á myndinni, sem er dansari og fram- kvæmdastjóri spænska dansflokks- ins kemur hér fram ásamt dönsur- um flokksins í nýlegu verki sínu „Ofrenda de Somras", sem útleggja má sem „Fórn skugganna“. Verkið var flutt í konunglega leikhúsinu í Madrid og eru hug- myndirnar að uppbyggingu dansins byggðar á verkinu „Las Meninas", sem er eitt þekktasta málverk spænska listamannsins Diego Velazquez. ----------------- Kuran kompaní á Sóloni KURAN kompaní heldur tónleika á Sóloni íslandusi miðvikudaginn 5. júlí kl. 21. Kuran kompaní er ný- stofnaður tónlistarhópur sem í eru Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari og ýmsir aðrir, eftir því hvert tilefnið er. Að þessu sinni mun tvíeykið koma fram sem dúett án allra gesta. Kur- an kompaní leikur djass og klassík undir áhrifum úr ýmsum áttum. Frjáls spuni skipar veigamikinn sess í leik dúettsins auk þess sem bregður fyrir eigin tónsmíðum. --------------------- Sýningu lýkur Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustíg SÝNINGU Soffíu Sæmundsdóttur, í eilífu ljósi, lýkur sunnudaginn 2. júlí. Gallerí Stöðlakot er opið daglega frákl. 15-18. Dýrlingar STARFSMAÐUR Christie-upp- boðsfyrirtækisins í Lundúnum virð- ir fyrir sér tvö gotnesk helgiskrín sem gerð voru í mynd heilags Seb- astíans og heilags Kristófers. Helgiskrínin, sem unnin eru úr silfri, eru frá árunum 1497 og 1493. á uppboði Þau eru upprunnin í Kaisheim- klaustrinu í nágrenni Augsburg í Þýskalandi. Gripirnir verða boðnir upp hjá Christie’s nú íjúlíbyijun og er búist við að hvor þeirra seljist á um eina milljón punda, eða rúmlega hundrað milljónir íslenskra króna. y<M-2000 Fimmtudagur 29. júní \ VEGAS KL. 21 Big Band Brútal Viðburöur Óvæntra bólfélaga er aö þessu sinni frá Big Band Brútai sem spinnur „tive soundtrack“ viö teikni- myndirHugleiks Dagssonar. Kalli, Brútalhákarlinn vingjarnlegi, veröur ekki langt undan ogdularfull, brasil- ísk kanína mun hringa sig um súlurn• ar. Einar Örn Benediktsson steikir skífur, Hilmar Þórðarson stýrir TAL- símgjörningnum Telefóníunni og bar- pjónar Vegas seiöa fram pokkafullt Fresca hanastél. www.kitchenmotors.com, wap.olis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.