Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hafmeyja í norsk- um firði ísraelar hóta valdi lýsi Palestínumenn sjálfstæði Friðarráðstefna í Camp David sögð tímasóun að svo komnu máli Jerúsalem, Ramallah. AFP, AP. NÁINN ráðgjafi Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, gaf í skyn í gær að Israelar myndu beita valdi ef Palestínumenn lýstu einhliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, líkt og Yasser Arafat, forseti heimastjórn- ar þeirra, hefur sagst munu gera. Ráðgjafinn, Danny Yatom, sagði í útvarpsviðtali að ef Arafat lýsti yfir sjálfstæði Palestínu yrðu Israelar „að bregðast skjótt við. Þetta getur farið úr böndunum. Israel mun bera sigur úr býtum, á því er ekki vafi, en það mun verða okkur dýrkeypt". Arafat sagði á sunnudaginn að einungis kynnu að vera nokkrar vik- ur þangað til lýst yrði yfir stofnun palestínsks ríkis. Landamæri Isra- els og ríkis Palestínumanna eru meðal þess sem rætt er á samn- ingafundum er nú standa, en mikið ber í milli um hvar landamærin skuli liggja. Að sögn palestínsks embættis- manns í gær hefur Arafat hafnað til- lögu Bandaríkjamanna um að mæta til friðarráðstefnu í Bandaríkjunum ásamt Ehud Barak, forsætisráð- herra Israels, um miðjan næsta mánuð. Arafat er þó ekki andvígur því að slík ráðstefna verði haldin undir forsæti Bills Clintons Banda- ríkjaforseta. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur verið í Mið-Austurlöndum og rætt við Bar- ak og Arafat um möguleikana á að halda friðarráðstefnu í Camp David í Maryland í Bandaríkjunum, þar sem er sumarbústaður Bandaríkja- forseta. Þar komust leiðtogar ísra- els og Egyptalands að sögulegu friðarsamkomulagi 1979, sem var fyrsta slíka samkomulagið sem •Israelar gerðu við arabaríki. Albrigt heldur aftur til Banda- ríkjanna í dag og mun gefa Clinton skýrslu um för sína og er þess vænst að forsetinn tilkynni í dag hvort og þá hvenær friðarráðstefn- an verður haldin. Barak sagði eftir fund með Albright í gær að það væri nú undir Bandaríkjaforseta komið hvort efnt yrði til friðarráðstefnu. Nú standa yfir samningaviðræður sem miða að því að leysa helstu deiluefnin er standa í vegi fyrir svo- nefndu „lokasamkomulagi“ fyrir botni Miðjarðarhafs, þ.ám. um stöðu Jerúsalem, örlög palestínskra flóttamanna og landamæri. Deiluaðilar hafa þegar ákveðið að endanlegir samningar skuli hafa náðst 13. september nk. Háttsettur ráðgjafi Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, sagði að friðarráðstefna yrði tíma- sóun ef ekki næðist fyrst árangur í þeim viðræðum við Israela sem nú standa yfir. Barak er aftur á móti ósammála þessu, og telur að næsta skref í friðarumleitunum eigi að verða friðarráðstefna æðstu leið- toga. „Arafat forseti er ekki andvígur því að ráðstefna verði haldin, en hann vill að samningamenn nái íyrst sáttum um sameiginlegan grundvöll til þess að leiðtogarnir geti á ráð- stefnunni brúað bilið og tekið ákvarðanir," sagði ráðgjafinn, Nabil Abu Rdainah. Arafat óttist að á ráð- stefnu í Camp David myndu Banda- ríkjamenn taka málstað Israela í mikilvægum málum og að hann yrði neyddur til tilslakana. Danny Yatom, æðsti öryggisráð- gjafi Baraks, sagði að ísraelar og Palestínumenn stæðu nú á kross- götum þar sem taka yrði erfiðar en sögulegar ákvarðanir til þess að binda enda á áratuga deilur. Osló. Reuters. LJÓSHÆRÐ, berbrjósta hafmeyja sem tyllir sér á klett í Lyse- firðinum í Vestur-Noregi hefur vakið mikla athygli ferðamanna á þessum slóðum. „Einu sinni hoppaði maður fyr- ir borð og synti yfir til mín,“ sagði Line Oxnevad, tveggja barna móðir, í viðt.ali við Reut- ers-fréttastofuna í gær um sitt óhefðbundna starf sem atvinnu sírena. „Flestir horfa þó bara og klappa." Þegar hún er í hlutverki haf- meyjunnar situr Öxnevad nakin á klettinum ef frá er skilin ljós hár- kolla og sérútbúinn sporður. Boð- ið hefur verið upp á fimm slíkar uppákomur í Lyse-firði sl. þrjú sumur fyrir ferðamenn sem leið eiga um þessar slóðir. Að sögn Öxnevad getur hún þó ekki sung- ið líkt og hinar sögufrægu síren- ur sem tældu sjómenn með söng sfnum. Henni fannst þó ekki frá- leitt að kippa með sér segul- bandstækinu fyrir næstu setu. Bandarískir háskólanemar Söguþekkingu ábötavant Washington. AP. SÖGUÞEKKINGU Bandaríkja- manna virðist vera nokkuð ábóta- vant samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var meðal nema í framhalds- námi við virta bandaríska háskóla. Hátt í 80% aðspurðra hlutu D eða F í einkunn á prófi um bandaríska sögu sem fyrir þá var lagt. Könnunin, sem var framkvæmd af Conneeticut-háskóla, leiddi í ljós að þekking nemenda á samtíma afþrey- ingarefni virtist mun meiri en sögu- þekking þeirra. Til að mynda virtust 99% vita að Beavis og Butthead væru teiknimyndapersónur á meðan einungis 23% vissu að James Madi- son hefði verið einn aðal frumkvöðull bandarísku stjórnarskrárinnar. „Þessu fólki er leyft að útskrifast án nokkurrar þekkingar á fortíðinni," sagði Jerry Martin, einn forsvars- manna könnunarinnar. Martin hefur, ásamt hópi manna, undanfarið unnið að því að reyna að fá bandaríska háskóla til að leggja aukna áherslu á sögukennslu. Svo virðist sem honum muni nú verða eitthvað ágengt því hópur þing- manna greindi frá því á þriðjudag að þeir hefðu hug á að kynna nú síðar í vikunni þingsályktunartillögu þar sem yfirvöld í hverju ríki, stjórnir háskóla og stuðningsmenn þeirra eru hvattir til að gera auknar kröfur um söguþekkingu á öllum stigum menntakerfisins. Urtak þeirra sem þátt tóku í könn- uninni var valið af handahófi meðal nemenda 55 virtra bandarískra há- skóla, m.a. Hai-vard og Princeton. Prófið, sem fyrir þá var lagt símleið- is, samanstóð af 34 söguspurningun- um á borð við þær sem lagðar eru fyrir menntaskólanema. Reuters Vantrauststillaga borin upp á rikisstjórn Berties Ahern á írlandi Líklegft að stj órnin haldi naumlega velli Irska þingið átti að fara í sumarfrí næstkomandi föstudag. Nú gæti hins vegar svo farið að ríkis- stjórn Berties Ahern yrði send í varanlegt frí, Davíð Logi Sigurðsson rýnir í sviptingar sem átt hafa sér stað í írskum stjórnmálum. VANTRAUSTSTILLAGA á írsku ríkisstjórnina var í gær borin upp í írska þinginu og verður hún tekin til atkvæðagreiðslu í dag eða á föstudag en þá hafði verið gert ráð fyrir að þingið færi í sumarfrí. Tveir stærstu stjórnarandstöðu- flokkarnir hyggjast greiða atkvæði með tillögunni en stjómmálaskýr- endur sögðu í gær líklegt að stjóm- in myndi standa áhlaupið naumlega af sér fyrir tilstilli nokkurra óháðra þingmanna sem varið hafa hana falli. Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands og leiðtogi Fianna Fáil, sem fer með forystu í ríkisstjórninni, sagðist í gær hvergi banginn og taldi víst að vantrauststillagan sem lögð var fram í gær af Ruairí Qu- inn, leiðtoga Verkamannaflokksins, yrði felld. Stjórnin stendur þó afar höllum fæti eftir að hafa undan- fama daga orðið fyrir enn frekari áíbllum í tengslum við fjármála- hneyksli sem skekið hafa stjórn- málalífið á Irlandi, auk þess sem Fianna Fáil galt afhroð í aukakosn- ingum í Tipperary í síðustu viku. Quinn lét hafa eftir sér að stjóm- in hefði glatað öllu trausti og John Bmton, leiðtogi Fine Gael, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, tók undir þegar hann hvatti bæði Ahern og Mary Harney, varafor- sætisráðherra og leiðtoga framsæk- inna demókrata (PD), til að segja af sér. vÉg tel að það þjóni hagsmun- um Irlands best að efnt verði til kosninga á þessum tímapunkti,“ sagði Bmton í þinginu. „Ég segi þetta vegna þess að svona getur þetta einfaldlega ekki gengið til lengdar. Þjóðin getur ekki horft upp á meira. Við þurfum að hreinsa upp þá bletti sem fallið hafa á írsk stjórnmál vegna hneykslismála og tryggja að hægt sé að stjórna þessu landi með eðlilegum hætti. Aðeins með nýja ríkisstjóm við stjórnvöl- inn getum við gert þetta. Bertie Ahern og Mary Harney hafa ekki upp á meira að bjóða, þau ættu að segja af sér og það strax.“ Tvö óskyld hneykslismál sem nú valda stjórninni vandræð- um Stjórnarkreppan á írlandi á ræt- ur að rekja til tveggja óskyldra hneykslismála. Það fyrra tengist afar umdeildri skipan Hughs O’Flahertys, fyrrverandi hæsta- réttardómara, í stjórn Fjárfesting- arbanka Evrópu. O’Flaherty þessi neyddist í fyrra til að láta af sæti í hæstarétti vegna gagnrýni sem komið hafði fram á þá ákvörðun hans að leysa úr haldi vel þekktan arkítekt, sem fangelsaður var 1997 fyrir að hafa valdið dauða konu er hann var drukkinn undir stýri. Skipan O’Flahertys hefur verið mótmælt harðlega en stjórnin stað- ið fast á sínu, þrátt fyrir að nokkrir þingmanna Fianna Fáil hafi lýst því yfir að þeir vildu gjarnan heyra hæstaréttardómarann fyrrverandi útskýra betur þátt sinn í því að arkítektinn var leystur úr haldi áð- ur en hann hafði afplánað dóm sinn. Er því ljóst að brestir eru komnir í stjórnarliðið sem eykur enn vand- kvæði Aherns og Harneys. Hitt hneykslismálið sem veldur stjórninni erfiðleikum tengist rétt- arhöldum yfir Charles Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Fianna Fáil. Hann hefur verið sakaður um að þiggja fé af fjármálajöfmm á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra og fyrir að standa í vegi réttvísinn- ar þegar hafist var handa við að rannsaka mál hans. Ahern nú sjálfur verið beðinn um að koma fyrir dómstóla Varaforsætisráðherrann Mary Harney lét hafa eftir sér í dag- blaðsviðtali íyrir skemmstu að hún teldi að fangelsa ætti Haughey og á þriðjudag frestaði dómarinn í máli Haugheys réttarhöldunum með þeim rökum að orð Harney hefðu skaðað málareksturinn gegn Haughey og valdið því að hann gæti ekki vænst þess að hljóta sann- gjarna málsumfjöllun. Var haft eftir Harney í gær að hún væri undrandi á þessum úr- skurði en ekki myndi koma til þess að hún segði af sér. Sjálfur hefur forsætisráðherrann, Bertie Ahern, nú verið beðinn um að koma fyrir einn þeirra dómstóla sem skipaðir voru til að rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna síðar í vikunni en Ahern var á sínum tíma mikill sam- starfsmaður Haugheys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.