Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 63 BJÖRK DUADOTTIR + Björk Dúadóttir fæddist á Akur- eyri 1. apríl 1951. Hún lést í bílslysi 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Valdimarsdóttir, f. 11.9. 1925, og Dúi Björnsson, f. 6.1. 1923. Þau skildu. Börn þeirra voru fjögur, Árnína, Björn, Björk og Auð- ur. Systkini Bjarkar sammæðra voru þrjú, Ólafur, Gunnar og Sólveig, en hún lést f æsku. Systkini Bjarkar samfeðra eru fimm, Helga, Jónína, Róbert, Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku dóttir, systir og vinkona. Hjartans þakkir fyrir yndislegu sam- verustundirnar, umhyggjuna, hlýj- una og brosið þitt bjarta. Minning þín lifir með okkur. Dúi, Eva, Helga, Jónfna, Róbert, Bima, Ema, Jóhanna og ijölskyldur. Það voru hörmuleg tíðindi sem mér bárust sl. miðvikudag. Ástkær vinkona mín, Björk Dúadóttir, hafði látist í bflslysi fyrr um daginn. Móðir Bjarkar, Hólmfríður, og móðursystir mín, Lilja, sem er tengdamóðir Bjarkar, höfðu slasast lífshættulega. Við fráfall Bjarkar er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Skarð sem aldrei verður fyllt. Björk var ekki einungis hluti af fjölskyldu minni heldur ástkær vin- kona. Það eru rúm tuttugu og fimm ár síðan Nonni frændi kom með sætu kærustuna sína í heimsókn á æsku- heimili mitt. Við systumar sex elsk- uðum hana frá upphafi. Það var eins og við hefðum eignast eina systurina enn. Líf okkar Bjarkar hefur verið ótrúlega samofið frá fyrstu tíð og þræðirnir sem tengdu okkur náðu aldrei að rakna upp né slitna. Við unnum saman, við pössuðum börn hvor annarrar, við studdum hvor aðra í erfiðleikum og við glöddumst saman. Nú þegar ég kveð ástkæra vin- konu mína þá er efst í huga mínum þakklæti. Þakklæti fyrir að fá að kynnast Björk og vera kærleika hennar og ástar aðnjótandi. Minn- ingar um jmdislega manneskju með stórt hjarta munu fylgja mér um ókomna tíð. Ég votta öllum ástvinum Bjarkar mína dýpstu samúð. Elsku Nonni, Lilja, Steinar Óli, Kristófer, Bjarki Jón og Elísabet, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ágústa Hrefna Lárusdóttir. Æskuvinkona mín, Björk Dúa, er dáin. Ég er ósátt en ég hugga mig við samtal okkar fyrir fáeinuip árum. Þá ræddum við um dauðann, vinkona mín hún Björk var búin að missa litlu systur sína og ég var búin að missa tvo bræður mína. Mér leið illa og fór að tala um að mér fyndist óréttlátt að fólk dæi ungt. Þá sagði mín vinkona: „Ég er örlagatrúar, við deyjum þeg- ar við eigum að deyja, alveg sama á hvaða aldri við erum.“ Ég býst við að það sé rétt hjá henni en samt er stundum erfitt að skilja lífsins gang. Minningamar þjóta í gegnum hug- ann. Björk sitjandi við sófaborðið heima hjá sér á Húsavík að leggja kapal. Hún tók brosandi á móti öllum við afgreiðsluborðið í apótekinu. Leiðir okkar beggja lágu til Reykja- víkur, þá fórum við oft með bömin okkar saman niður að Tjörn til að gefa öndunum brauð. Björk vann í Birna og Erna. Hinn 29. maí 1974 giftist Björk Jóni Carlsyni, f. 16.2. 1953. Börn þeirra eru tvö, Hólmfrfður Lilja, f. 15. maí 1975, og Steinar Óli, f. 4. júm' 1982. Eiginmað- ur Hólmfríðar Lilju er Kristófer Rúnar Baldursson f. 31.8. 1976, og börn þeirra eru Bjarki Jón, f. 23. maí 1995, og Elísa- bet Helga, f. 30. jan. 1998. títför Bjarkar fer fram frá Ak- ureyrarkirlqu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Lyfjabúðinni Iðunni, ég vann rétt hjá og við hittumst oft í háþeginu og gerðum ýmislegt saman. Ég sé hana fyrir mér við eldhúsbekkinn sinn í Iðufellinu við eldamennsku. Síðan fluttum við báðar til Akureyrar. Þar fórum við í sund með bömin okkar, tókum marga göngutúra á morgnana í Kjamaskógi. Og bjuggum til slátur með dætmm okkar, já það var oft gaman hjá okkur. Loksins, já loksins var lífið að verða léttara hjá henni Björk minni. Björk og Jón eiginmaður hennar vora nýbúin að festa kaup á góðri íbúð hér á Akureyri. Björk var alsæl með íbúðina sína og Jón með góða vinnu. Björk og Jón eignuðust tvö böm, Hólmfríði Lilju og Steinar Óla. Steinar Óli býr í foreldrahúsum. Hólmfríður Lilja býr í næsta ná- grenni við foreldra sína, ásamt eigin- manni sínum, Kristófer, sem var eins og sonur þeirra, ásamt tveimum börnum, Bjarka Jóni og Elísabetu Helgu. Barnabörnin hennar Bjarkar vora líf hennar ogyndi. Já, elsku Jón, Lflja, Steinar, Kristófer, Bjarki og Elísabet, gangi ykkur vel að höndla hamingjuna á ný. Hvfldu í friði, elsku Björk mín. Þín vinkona, Sigurbjörg Kristjánsdóttir (Sidda). Að kvöldi miðvikudagsins 21. júní sl. barst okkur sú harmafregn að hún Björk Dúadóttir starfsmaður á sam- býlinu í Hafnarstræti 16 á Akureyri hefði lent í bflslysi og látist. Við hjónin kynntumst Björk fyrst er hún hóf störf á sambýlinu í Hafn- arstræti 16 þar sem bróðir minn Þorkell Steinsson (Gulli) býr. Allt frá fyrstu kynnum okkar geislaði hlýja og einstök umhyggja frá henni. Hún var ávallt tilbúin að leggja sig alla fram við að hugsa um þá sem minna máttu sín enda þótti öllum sem til hennar þekktu vænt um hana. Dagana 5.-8. júní sl. áttum við því láni að fagna að Björk sótti okkur heim á Vopnafjörð. Um nokkurt skeið hafði hún haft áhuga á að koma með Gulla bróður í heimsókn þrátt fyrir fötlun hans. Frá því að hug- myndin vaknaði var undirbúningi hennar þannig háttað að þetta ævin- týri okkar allra skyldi takast. Ánægjan og gleðin sem skein af andliti hennar eftir að hafa ekið um misjafna vegi til Vopnafjarðar með Gulla og dóttur sinni Lilju og tengda- syninum Kristófer ásamt bamaböm- unum tveimur, Bjarka og Elísabetu var ólýsanleg en þau komu með til þess að aðstoða og hjálpa mömmu, ömmu og tengdamömmu við ætlun- arverkið en eiginmaðurinn Jón Karlsson var við störf á Flæmska hattinum. Greinilegt var af dvölinni hér á Vopnafirði að Björk var í miklu uppáhaldi hjá ungu kynslóðinni enda alltaf tilbúin til þess að hlusta og gera hlutina skemmtilega jafnt fyrir unga sem aldna. Ferð af þessum toga var Gulla dýrmæt og okkur aðstandendum er það mikils virði að finna fyrir því hversu vel hugsað er um hann þar sem hann býr á heimili sínu á Akur- eyri. Það var greinilegt hversu vel hann kunni að meta samvistirnar við Björk. Ekkert fum heldur gengið beint til verks þegar sinna þurfti hon- um á margvíslega vegu. Greinilegt var hversu vel hann kunni að meta handtökin hennar og viðmót. Hann ljómaði allan tímann og naut hverrar stundar til hins ýtrasta. Aldrei hefur Gulli litið jafn-vel út eins og nú og ljóst er að honum hefur liðið vel í höndum þínum, Björk. Dagamir sem við áttum saman hér á Vopnafirði munu ávallt geymast í minningunni. Gleði þín og ánægja yf- ir því að hafa náð settu markmiði. Engu var líkara en veðurguðimir spiluðu með þessa daga sem við átt- um saman. ÁJlan tímann var glamp- andi sól og gott veður og stundimar liðu eins og best verður á kosið. Mik- ið var spjallað og hlegið, farið í sund og sprellað á ýmsa vegu. Það var sólskin í hugum okkar allra og engan óraði fyrir því sem framundan var. Elsku Björk. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Umhyggja þín fyrir Gulla og kynni okkar af þér era okkur mikils virði. í minningunni er glaðværð þín og fómfysi sá hæfileiki sem ávallt mun varðveitast í hugum okkar aðstand- enda Gulla. Kæra Lflja, Kristófer, Bjarki, El- ísabet, Jón og Steinar. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á rauna- stundu og biðjum Guð að vera með ykkur. Ykkar Þorsteinn, Sigurbjörg og fjölskylda, Vopnafírði. Þegarafhvörmum hrynja skúrir elsku vaktar við ástvina missi elskan eilífa, sem alheim faðmar, berstþánær ogbætirúrsorgum. (Bjami Thor.) Þvflíkt reiðarslag þegar við frétt- um að kvöldi miðvikudagsins 21. júní að kær vinkona og vinnufélagi, Björk Dúadóttir, hefði látist í bflslysi þá fyrr um daginn. Við eram enn og aft- ur minnt á hverfulleika lífsins, hve stutt er á milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Björk var svo hamingjusöm og geislandi af gleði þegar hún kvaddi okkur um hádegi þennan dag á leið til Reykjavfloir þar sem hún ætlaði að dvelja í nokkra daga með dóttur sinni og tveimur barnaböm- um, sólargeislunum sínum þeim Bjarka og Elísabetu. Það er með söknuði og ólýsanlegri sorg sem við vinnufélagarnir setj- umst niður og skrifum þessi kveðju- orð, en í huga okkar er einnig þakk- læti fyrir að hafa kynnst og átt að vini þessa einstöku konu. Björk var ein- staklega heilsteypt og traust kona og það sem einkenndi hana öðra fremur var hjálpsemi og umhyggja fyrir öðr- um. Þessarar umhyggju og hlýju fengum við vinir hennar og íbúar Hafnarstrætis 16 svo sannarlega að njóta. Það var mjög gott að leita til Bjarkar, hún var úrræðagóð og alltaf tilbúin að bjóða fram aðstoð sína og hjálp. Setningar eins og „ég get ekki“ eða „þetta er ekki hægt“ vora ekki til í hennar orðaforða. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka og minningamar hrannast upp. Björk var frábær kokkur og við minnumst hennar í eldhúsinu að töfra fram gimilega rétti eða baka besta rúgbrauð í heimi. Við minn- umst hennar líka með verkfærakass- ann að gera við útihurðina eða hjóla- stólana. Já, hvaðeina sem til fellur á stóra heimili. Fyrir henni var ekkert ómögulegt, engin vandamál óyfir- stíganleg. Nú er rofið stórt skarð í samheld- inn hóp, skarð sem verður erfitt að fylla. En við tökum utan um hvert annað og höldum áfram með Björk sem fyr- irmynd. Það var ekki henni líkt að gefast upp. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, kveð meðsorgogtárum en eitt ég veit og í huga hef þú hverfur aldrei úr hjarta mér. (Guðríður Sæmundsdóttir.) Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu Bjarkar sem var henni svo óendanlega mikils virði og hún um- RAGNHILDUR KETILSDÓTTIR + Ragnhildur Ket- ilsdóttir fæddist að Gerði í Suðursveit í A-Skaftafellssýslu hinn 23. maí 1906. Hún lést í Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum hinn 31. maí síðast- liðinn. Foreldrar Ragnhildar voru hjónin Bjamheiður Þorsteinsdóttir og Ketill Jónsson, bæði úr Suðursveit. Ketill var sonur Jóns Steingrímssonar og Oddnýjar Sveinsdótt- ur sem var mikil gáfukona. Þau bjuggu að Gerði. Þorsteinn móð- urafi Rögnu var Sigurðsson ætt- aður úr Óræfum, kona hans hét einnig Oddný og var Steinsdóttir. Hinn 25. apríl 1934 giftist Ragnhildur Jóhanni Jóhannessyni frá Skjögrastöðum f. 13.1. 1911, d. 24.2. 1981, og eignuðust þau fimm börn. 1) Bjarnheiður, f. 10.1. Laugardaginn 10. júní sl. léku sval- ir vindar um Austurland. Þennan dag kvöddu ættingjar og vinir Ragnhildi Ketilsdóttur hinstu kveðju í Vallar- neskirkju. Ef til vill má segja að veðr- ið þennan dag hafi verið táknrænt. Líf hennar var ekki auðvelt og oft blésu vindar mótlætis og margskonar erfiðleika, en Ragna, það var hún allt- af kölluð, var ein af þeim hetjum sem ekki lét bugast og var undravert hvernig hún stóð af sér áföllin og hafði skýra hugsun til enda lífs. 94 ár er löng ævi og seinustu 25 árin var hún bundin hjólastól. Þegar Ragna var tólf ára hættu foreldrar hennar búskap og fóru í vinnumennsku. Hún fylgdi þeim til fjórtán ára aldurs. Ragna fékk að njóta þeirrar bamafræðslu sem þá 1937, d. 10.4. 1969. Maður hennar var Bjöm Ólafsson bóndi í Hestgerði í Suðursveit og áttu þau þrjú börn. 2) Jónfna Ingibjörg, f. 9.4. 1940, búsett á Egilsstöðum, gift Elíeser Helgasyni og eiga þau fjögur börn. 3) Jóhannes, f. 7.12. 1941, búsettur á Egilsstöðum, sam- býliskona hans er Anna Sigfinnsdóttir frá Neskaupstað. Tvö yngstu börnin, f. 1945 og 1951, létust bæði fárra daga göm- ul. Dótturson sinn, Ragnar Jó- hann, f. 24.12. 1961, tóku Ragn- hildur og Jóhann í fóstur og ólst hann upp hjá þeim. títför Ragnhildar fór fram frá Vallameskirkju hinn 10. júní síð- astliðinn. var kostur á en nú var ekkert fram- undan nema vinnumennska. í hjarta sínu þráði Ragna meira nám og þá ekki síður til handanna. Um tvítugt réð hún sig austur á Djúpavog til frænku sinnar, Kristbjargar Sveins- dóttur, og Þórhalls Sigtryggssonar, sem var kaupfélagsstjóri þar. Þar átti hún góðan tíma og lærði margt því heimilið var á allan hátt til fyrirmynd- ar. Vorið 1926 réðst hún í kaupavinnu að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð og fór síðan til Seyðisfjarðar og vann þar á saumaverkstæði í tvo vetur. Næstu árin, eða til haustsins 1930, vann hún við sauma á vetuma og kaupavinnu á sumrin, þá fór hún í húsmæðraskól- ann á Hallormsstað. Ekki leyfðu þó fjárráðin meira en þann eina vetur. 25. aprfl 1934 giftist Ragna Jó- vafði alla tíð með ást sinni og hlýju. Við vfljum votta þeim öllum sem og vinum og öðram aðstandendum okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. fbúar og samstarfsfólk, Hafnarstræti 16. Við hjónin urðum felmtri slegin er við fengum þær sorgarfréttir að Björk stjúpmóðir mín hefði látist í bflslysi. Kynni okkar hófust þegar ég óstýrilátur unglingurinn fluttist til Reykjavíkur fyrir rúmum 20 áram, en á þeim tíma bjuggu hún og pabbi í bænum. Ég var töluvert hjá þeim, eins vora móðir mín og hún vinkonur og fóra stundum í ferðalag með okk- ur krakkana. Hún var alltaf að reyna að ala mig upp, maður skilur það bet- ur eftir að maður fullorðnast að hún meinti bara vel og hefur sjálfsagt fundist hún eiga aðeins í mér. Eftir að pabbi og Björk fluttust norður á Akureyri urðu heimsókn- imar ekki eins tíðar. Samt sem áður var ekki farið norður nema stoppa hjá Björk og gista þar og ef heppnin var með eldaði hún eitthvað gott. Síð- ar bjó ég þar þegar ég var á sjó fyrir norðan. Það var einmitt í einni inniveranni að við Adda kynntumst. Kom það upp úr kafinu að þær vora frænkur, einnig var Björk alin upp á svipuðum slóðum og foreldrar hennar og þau þekktust. Adda og Björk náðu mjög vel saman, jukust samskiptin eftir því sem á leið. Þegar Björk lést var hún á leiðinni suður í sumarfrí og við höfðum ætlað að hittast. Tilhlökkun- in að fá hana í heimsókn breyttist í einni svipan í sorg og söknuð. Við höfum misst góðan vin. Elsku Björk, við eram mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Við hugsum með söknuði til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aft- ur í þessari jarðvist. ■ Elsku pabbi, Lilja, Steinar Óli og aðrir aðstandendur, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Karl og Aðalheiður. hanni Jóhannessyni frá Skjögrastöð- um. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Vallahreppi, síðustu árin að Jaðri. Ár- ið 1975 verður Ragna fyrir hörmu- legu slysi í heimahúsi og lamast upp að öxlum og var upp frá því bundin hjólastól. Árið 1969 lést Bjamheiður dóttir þeirra hjóna frá þremur ung- um bömum og tóku þau þá elsta barn hennar, Ragnar Jóhann, í fóstur. Geta má nærri hve þungbært hefur verið fyrir Rögnu að sjá fram á ævi- langa fötlun og geta ekki sinnt því ætlunarverid sínu að annast drenginn móðurlausa. Eftir slysið dvelur Ragna í Reykjavík á sjúkrahúsi og í endurhæfingu og ótrúlegt er hve vel tókst að hjálpa henni og er ekld að efa að þar muni hafa komið til hennar mikli lífsþróttur og óbilandi vilji. Eft- ir slysið fluttist heimflið út í Egils- staði að Lagarási 2. Árið 1981 verður enn áfall í lífi Rögnu er hún sér á bak eiginmanni sínum. Seinustu 18 árin dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum og naut þar góðrar umönmm- ar lækna og starfsfólks og þar átti hún eftir að taka þátt í handavinnu og lætur eftir sig fallega muni frá þess- um árum. Ragna var greind kona, hún las mikið og var minnug. Hún kunni skil á mönnum og málefnum bæði í fortíð og samtíð og sagði skemmtilega frá. Hún hafði ákveðinn persónuleika og var föst fyrir og ákveðin. En fyrst og síðast var hún sönn hetja í baráttu lífsins og hélt sinni reisn til síðasta dags. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Rögnu og njóta vináttu hennar og munum sakna hennar. Hún var sannur vinur vina sinna. Að kvöldi hins 31. maí sl. lagði hún sig að venju eftir matinn og sofnaði og þannig fékk hún þráða hvíld. Frið- ur var yfir ásjónu hinnar 94 ára gömlu konu. Guð blessi minningu Ragnhildar Ketilsdóttur. Bömunum hennar og afkomendum sendum við innilegar kveðjur og blessunaróskir. Aðalbjörg Magnúsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.