Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 75
FÓLKí FRÉTTUM
■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Buttercup
spila föstudagskvöld.
■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans-
leikur. Capri-tríó leikur kl. 20. Alla
sunnudaga í sumar.
■ CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm-
sveitin Paparnir spila fóstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitina
sldpa þeir Eysteinn, trommur,
Dan, fíðla, Georg, bassi, Vignir, gít-
arÆanjó, Palli, hljómborð/nikka,
Matti Matt, söngur/gítar.
■ CAFÉ RIIS, Hólmavík: Diskó-
tekið og plötusnúðurinn Skugga
Baldur laugardagskvöld. Reykur,
ljósadýi-ð og skemmtilegasta tónlist
síðustu 50 ára.
■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tón-
list öll kvöld. Enski píanóleikarinn
og söngvarinn Miles Dowley
skemmtir gestum á Café Romance
og Café Operu alla daga nema
mánudaga frá kl. 20-1 virka daga
og 21-3 um helgar.
■ CATALINA, Hamraborg:
Gammel Dansk ieikur föstudags-
og laugardagskvöld.
■ EGILSBUÐ, Neskaupstað: Stúk-
an opin til 3 föstudagskvöld. Harm-
onikkudansleikur með Harmon-
ikkufélagi Þingeyinga laugardags-
kvöld kl. 22 til 3. Aldurstakmark 18
ár. Miðaverð 1.500 kr. Stúkan opin
til kl. 3.
■ FJÖRUKRÁIN: I Fjörunni leikur
Jón Möller rómantíska píanótónlist
fyrir matargesti. í Fjörugarðinum
er opið öll hádegi og boðið upp á
léttan hádegisverð. Víkingasveitin
leikur fyrir vikingaveislugesti á
kvöldin. Dansleikur á eftir með
færeysku hljómsveitinni Twilight
fóstudagskvöld og Rúnari Júlíus-
syni laugardagskvöld.
■ GAUKUR Á STÖNG: Skítamór-
all spilar fimmtudags- og fóstu-
dagskvöld. Dead sea apple spilar
eftir talsvert hlé laugardagskvöld.
Plasttónleikar þriðjudagskvöld.
Hljómsveitin Buff miðvikudags-
kvöld. Hljómsveitin er skipuð þeim
Villa Goða, Bergi Geirs, Pétri Jesú
og Matta.
■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK:
Gunnar Páll leikur allar helgar kl.
19:15 til 23. Tónlistarmaðurinn
Gunnar Páll leikur og syngur öll
fimmtudags-, föstudags- og laugar-
dagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa
og rómantíska tónlist. Allir vel-
komnir.
■ GULLÖLDIN: Hermann Arason
skemmtir fóstudags- og laugar-
dagskvöld. EM-leikimir á skjánum.
■ HLÖÐUFELL, Húsavík: Hljóm-
sveitin Tveir heimar leika fyrir
dansi laugardagskvöld til kl. 3.
Miðaverð 800 kr. Kl. 23-24 er 2 fyr-
ir 1 miði.
■ HREÐAVATNSSKÁLI: Skíta-
mórall spilar laugardagskvöld.
■ KAFFI REYKJAVÍK: Jam sess-
ion, undir stjórn Áma Heiðars
fimmtudagskvöld kl. 22 til 1. Jam
session þar sem tónlistarmenn
leiða saman hesta sína og djamma,
blanda af jazz, soul og blues. Frítt
inn.
■ KRINGLUKRÁIN: Bjarni Ara-
son söngvari skemmtir gestum
Kringlukráarinnar á fimmtudags-
kvöld frá kl. 22-1. Sigga Beinteins
og Grétar Örvarsson skemmta á
Kringlukránpi á fostudagskvöld frá
kl. 23.30-3. Á laugardagskvöld leik-
ur hljómsveitin Hot’n sweet frá kl.
23-03. Hljómsveitina skipa þeir
Hermann Ingi Hermannsson,
söngvari og gítarleikari, og Birgir
Jóhann Birgisson hljómborðsleik-
ari.
■ LEIKHÚSKJALLARINN: írafár
leikur mað Sálinni föstudagskvöld.
Páll Óskar og Milljónamæringarnir
ásamt Bjama Ara laugardags-
kvöld.
■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur
íyrir matargesti frá kl. 22:00 til
03:00. Naustið er opið alla daga frá
kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill.
■ NAUSTKRÁIN: Skagfirsk
sveifla með hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar föstudagskvöld kl. 23
til 3.
■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6:
Blues-tónlist og þjóðlegur matur
föstudags- og laugardagskvöld til 6.
■ NÆTURGALINN: Ari Jónsson
og Úlfar Sigmarsson spila fóstu-
dags- og laugardagskvöld. Frítt inn
til 23:30 föstudagskvöld.
■ ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm-
sveit Rúnars Þórs fóstudagskvöld.
Hljómsveitin Freisting laugardags-
kvöld.
■ ORMURINN, Egilsstöðum: Pflu-
keppnin heldur áfram föstudags-
kvöld til 3. Jón og Bjami spila lif-
andi tónlist fram eftir nóttu
laugardagskvöld. 500 kr. inn eftir
miðnætti.
■ PANORAMA, Borgarnesi:
Diskótek alla laugardaga í sumar.
Aðgangur óke_ypis kl. 23 til 3.
■ RÉTTIN, Uthlíð: Land og synir
leika fyrir dansi laugardagskvöld.
■ SJALLINN, ísafirði: A móti sól
spilar föstudags- og laugardags-
kvöld. 16 ára aldurstakmark föstu-
dagskvöld og 18 ára laugardags-
kvöld.
■ SÓLON ÍSLANDUS: Steinar
fönkar á plötuspilarana föstudags-
kvöld. Ingvi og Átli spila fönkplötur
laugardagskvöld.
■ SPORTKAFFI: Hijómsveitin
Buff leikur fimmtudagskvöld til 1.
Hljómsveitin er skipuð strákunum
á Skjá einum. Dj. Þór Bæring verð-
ur í búrinu og lætur dansgólfið
skjálfa fóstudags- og laugardags-
kvöld.
■ VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM:
Hljómsveitin Land og synir leika
fóstudagskvöld til 3.
Rannsóknin
komin
á skrið
BRESKA lögreglan tók til yfir-
heyrslu mann sem talinn er tengjast
hótunarbréfum sem Beckham-fjöl-
skyldan hefur fengið send að undan-
förnu. Scotland Yard hefur tekdð
málið í sína vörslu en neitar að gefa
upp smáatriði tengd rannsókninni en
tekið var fram að maðurinn sem er í
haldi hafi ekki enn verið ákærður.
Hann hefur verið látinn laus en á að
mæta aftur í yfirheyrslu í byrjun
ágúst.
Bréfunum fylgdu ósmekklegar
myndir og er talið að þau tengist á
einhvern hátt fótboltaáhugamönnum
sem séu viti sínu fjær af reiði eftir að
enska landsliðið datt út úr Evrópu-
keppninni á dögunum.
Quick Fold borð
Gasgrill
Gasgrill
Skráðu þig ®
í vefklúbbinn
www.husa.is
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is