Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Aðdáendur Britney Spears fengu á bauk- inn. Aðdáendur Britney í sárum ÞAÐ sáust tár á kinn og skeifa á vör fyrir utan útvarpsstöð nokkra í Bandaríkjunum á dögunum. Ut- Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy Sun. 2/7 kl. 20 Rm. 6/7 kl. 20 uppselt Fös. 7/7 kl. 20 Sýningarb'mi 50 mínútur. T .EIKFÉLAG ÍSLANDS MaEnu 552 3000 Sjeikspír eins og hann leggur sig fös. 30/6 kl. 20 nokkur sæti laus Síðasta sýning í sumar 530 3O3O Hádegisleikhús með stuðningi Símans — BJÖRNINN fös. 30/6 kl. 12 laus sæti fim. 6/7 kl. 12 laus sæti lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus Miðasalan er opin frá kl. 12-18 alla virka daga, kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar úskast sóttir I viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. varpsmönnum tveim hafði dottið 1' hug að plata aðdáendur Britney Spears til að mæta fyrir utan stöð sína en sennilega voru það aðeins þeir sem hlógu að uppátækinu þegar til kastanna kom. Tilkynnt var í þætti á stöðinni að söngkonan vinsæla myndi mæta fyrir utan stöðina og heilsa upp á aðdáendur. í einni svipan þustu tæplega fimm hundruð börn og foreldar þeirra að húsnæði stöðvarinnar en aðdáendur Spears eru flestir ófermdir enn. Vonir barnanna voru að engu gerðar er glæsikerru var ekið upp að húsinu og út kom maður í kjólfötum með Britney Spears-dúkku í fanginu. „Ég sagði ykkur að hún væri al- gjör dúkka," sagði plötusnúðurinn Bill Fox yfir hópinn þegar hann sá brostnar vonir í augum barnanna. Viðstaddir lótu ekki bjóða sér þetta og í gegnum tár barnanna og blótsyrði foreldranna voru flöskur og annað rusl látið fljúga í átt að húsinu. Ekki vildi betur til en svo að einn fimm ára aðdáandi söngkonunnar fékk flösku í höfuð- ið. En höfuðið var í lagi, það var hjartað sem var brostið. Fox sagði að fólk hefði átt að geta séð í gegnum hrekkinn en út- varpsstöðin er einmitt fræg fyrir prakkarastrik af þessu tagi. Sennilega gleymdu þeir að gera ráð fyrir því að ungir aðdáendur Britney eru ekki forhertir rann- sóknarlögreglumenn sem geta „lesið á milli linanna" eins og Fox komst að orði. Ui / HÐHL (Einar Orn) steikir skífur HILITlflR ÞÓRÐflRSOn STVRIR TflLsímgjörningnum Telefóníunni 1000 kallinn 800 fyrir TflLsmenn jÉgm gegnframuísunTflLsíma. iat .Se?™ [JFRESCAl £ Forsala fl 2 TÓnulTI. Óvæntir bólfélagar á Vegasi í kvöid Teiknimyndir og Brútalspuni ENN TEKST aðstandendum Til- raunaeldhússins að lokka saman í bólið óvænta listamenn. Nú hefur Hugleikur Dagsson fengist til að smeygja sér undir sængina með heilli hljómsveit og það hvorki meira né minna en Big Band Brútal. Ekki nóg með það heldur munu bólfarirnar að þessu sinni fara fram á næturklúbbn- um Vegas sem vitanlega er orðið löngu tímabært. A efnisskrá bólfaranna er lifandi spunaleikur Big Band Brútal við teiknimyndir Hugleiks, þ.e. sveitin ætlar sér að spinna af fingrum fram nokkurs konar kvikmyndatónlist undir sýningu á teiknimyndum Hug- leiks. Hugleikur þessi er mikill fjöl- tæknifír sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar að vera sérlegur kvik- myndagúni Tvíhöfða þar sem hann hefur reglulega gagnrýnt vel valdai’ myndir bíóhúsa borgarinnar á einkar kaldhæðinn og eftirtektarverðan máta. Hann hefur um nokkurt skeið fengist við gerð teiknimynda upp- fullra af skemmtilegum húmor en þetta mun vera í fyrsta sinn sem myndir hans fara á hreyfingu. Big Band Brútal hefur verið starf- andi í tæp tvö ár eða allt frá því Til- raunaeldhúsið stóð fyrir sinni fyrstu syrpu athyglisverðra listviðburða í Reykjavík. Sveitin er samtíningur úr þremur öðrum mætum sveitum því auk Böðvar Brútals skipa hana Obó, trommari frá Kanada, Adda sampl- erhljómborðsleikari og Kristín Björk, sampler- og gítarleikari, koma úr Spúnk og Daði Birgisson hljómborðsleikari er með annan fót- inn í Jagúar. BBBrútal, eins og sveit- in er jafnan kölluð í símskeytum, er spuninn kær en í yfirlýstri skilgi’ein- ingu segir að hún sé „vítamínsprauta fyllt raftilraunum, feitum fönkgrúv- um, leikglöðum töktum og óvæntum hljóðum.“ Auk aðalbólfélaga kvöldsins munu þeir skella sér upp í Kalli, Brútalhá- karlinn vingjarnlegi og dularfull, brasilísk kanína sem mun eflaust einnig nota tækifærið og hringa sig um einhverja af súlum Vegas. Fastir liðir kvöldstunda bólfélag- anna óvæntu hafa verið skífusteik- ingar og TALsímagjörningurinn sí- breytilegi. Að þessu sinni hefur Aðal (Einar Örn Benediktsson) verið fenginn í steikingamar og Hilmar Þórðarson stýrir TALsímagjörn- ingnum Telefóníunni sem að vanda eru tónverk fyrir GSM síma sköpuð af sjálfum áheyrendum. Morgunblaðið/Kjartan Már Magnússon Big Band Brútal íþægilegum stellingum á Vegas. Slappakexið ekki hrifíð af Creed HLJÓMSVEITIRNAR Limp Bizkit og Creed eru ekki í uppáhaldi hjá hvor annarri. A tónleikum sem sveit- imar spiluðu saman á um daginn lýsti Fred Durst söngvari Limp Bizkit því yfir að söngvari Creed, Scott Stapp, væri ekkert nema al- ræmdur egóisti auk þess sem hann kallaði hann nokkmm óprenthæfum nöfnum. Liðsmenn Creed svömðu svo með fréttatilkynningu fimm dögum síðar þar sem þeir sögðu að þeim þætti leiðinlegt að Fred hafi séð ástæðu til þess að gera persónulega skoðun sína opinbera, sérstaklega í ljósi þess að þeir félagar hafi aldrei hist. Þeir fullyrða að Fred hafi verið reið- ur yfir því að hljómsveit hans hafi verið látin leika á undan Creed í röð- inni. Á umræddum tónleikum léku Limp Bizkit klukkustund á eftir áætlun og biðu tónleikagestir svekktir í steikjandi hita eftir því að sveitin léti sjá sig. Þegar þeir svo stigu á sviðið tilkynnti söngvarinn að hann hefði verið fastur í umferða- hnút. Fred Durst, söngvari Limp Bizkit. Creed vilja þó meina að Fred hafi setið sallarólegur baksviðs að snæð- ingi og þó gæslan hafi margoft reynt að fá hann á sviðið hafi hann sagt að hann þyrfti að klára máltíð sína fyrst. Þannig hafi söngvarinn komið hljómsveit sinni aftar á dagskrána. MYNPBOND Afleit endurkoma Síöustu dagar (End ofDays) Spennumynil 'k Leikstjóri: Peter Hyams. Handrit: Andrew W. Marlowe. Aðalhlutverk: Amold Schwarzenegger, Gabriel Byrne og Robin Tunney. (121 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. í ÞESSARI mynd hugði Arnold Schwarzenegger á tilkomumikla endurreisn leikferils síns en hann hefur ekki komið fyrlr í almennilegu aðalhlutverki frá því árið 1996. Vit- urlegra hefði verið fyrir Schwarzen- egger að leggja traust sitt á færari leikstjóra en þann sem stýrir Síðustu dögum. Leikstjórn Síðustu daga er einstaklega kauðaleg og handritið frámunalega lélegt. Svo illa skrifað handrit verður jafnvel enn hjákát- legra þegar fjallað er um svo há- stemmt efni sem endurkomu djöf- ulsins og spádóma Opinberunarbók- arinnar. Gabriel Byrne Ieikur hlutverk djöfulsins en það tekst ekki einu sinni að gera Byrne að áhugaverðri satan-persónu, djöful- leiki hans rennur út í sandinn eins og annað í þessari mynd. Um Schwarzenegger er fátt annað að segja en að hann hefur sjaldan verið verri. Hann er hreinlega hlægilegur í þessu fremur dramatíska hetju- hlutverki sem hann leikur eins og um gamansama spennumynd væri að ræða. Síðustu dagar er tvímæla- laust ein lélegasta spennumynd ár- þúsundsins. Heiða Jóhannsdóttir Krækiber í helvíti Hvítingjar (Whiteboy) Gamanmyml ★★ Leikstjóri: Marc Levin. Handrit: Marc Levin, Danny Hoch og Garth Belcon. Aðalhlutverk: Danny Hoch, Dash Mihok. (92 mín.) Bandaríkin 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. VIÐ FYRSTU sýn virkar þessi eitthvað súr og ég bjóst við að skond- inn brandari - ástir hvítra sveitalubba í Iowa á bófarappi þeldökkra ættuðmn írá skuggahverfum stórborganna - yrði orðlengdur og blás- inn út í hið óendan- lega svo unnt yrði að tala um mynd í fullri lengd. Það kom þægilega á óvart að ég hafi um margt rangt fyrir mér. Flig Dogg er með ólæknandi hip hop dellu og telur sig þeldökkan bófarappara innilokað- an í líkama sveitalúða sem er hvítari en allir hvítir. Æðsti draumur hans er að flytja til Chicago og gerast alvöru bófarappari. Það er margt bæði skondið og beitt í þessari ádeilu á úr- kynjaða og útblásna bófarappsmenn- inguna. Hoch heldur henni uppi sem hinn grátbroslegi, vonlausi og veru- leikafirrti rappviðvaningur. Taktarn- ir útpældir og rappslangrið vellur hreint upp úr honum. Lopinn er þó ansi teygður og áhuginn farinn að dvína þegar vekjaraklukkan hringir undir lokin og ádeilubroddurinn stingur sem fastast. Þörf skilaboð og ágætis skemmtun. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.