Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur á Selfossi um áhrif Suðurlandsskjálfta á mannvirki Enn er mörg- um spurning- um ósvarað Morgunblaðið/Sverrir Fjölmargir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, verkfræðingar, jarðvís- indamenn, þingmenn o.fl. voru á opnum fundi um áhrif Suðurlands- skjálfta á mannvirki sem haldinn var á Selfossi í gær. SIGURBJÖRN Jónsson, bygginga- fulltrúi í Vestur-Rangárvallasýslu, sagði á fundi um áhrif Suðurlands- skjálfta á mannvirki, sem haldinn var á Selfossi í gær, að enn væri mörgum spurningum ósvarað varð- andi það tjón sem orðið hefði á mannvirkjum í jarðskjálftunum á Suðurlandi. Ljóst væri að mörg mannvirki væru stórskemmd. „í hvers hlut kemur það að hlut- ast til um ný hús í stað lélegra húsa? Þessari spurningu er ósvar- að,“ sagði hann. Búið að skoða um 1.000 mannvirki á 400 stöðum Sigurbjöm sagði að nú þegar væri búið að skoða um 1.000 mann- virki á 400 stöðum í þeim sveitar- félögum þar sem miklar skemmdir urðu af völdum jarðskjálftanna. Sagði hann að allar upplýsingar væru skráðar í sérstakan gagna- grunn sem er aðgengilegur sveitar- stjórnum á Netinu. Fram kom í máli hans að enn lægju ekki fyrir upplýsingar um hvað heildartjónið væri mikið. 16 Miða við 19 þús- und bíla SKIPULAG umferðar vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum miðast við það að allt að 60 þúsund manns í um 19 þúsund einkabílum verði á ferðinni hvom dag að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá rík- islögreglustjóra, en hann er fram- kvæmdastjóri umferðamefndar há- tíðarinnar. Jón segir að til að svo mikil umferð gangi sem greiðlegast sé nauðsynlegt að grípa til ýmissa tímabundinna takmarkana á aðra umferð, sérstaklega í Mosfellsbæ, en með því að auglýsa þær rækilega eigi fólk að geta hagað ferðum sínum með tilliti til þeirra. í megindráttum er skipulagi á Þingvallavegi í Mosfellsdal hagað þannig að frá kl. 8 til 16 báða hátíðar- dagana verður einstefna í austur og frá kl. 17 og fram eftir kvöldi ein- stefna til borgarinnar. Vesturlandsvegi lokað í suður- átt um tíma á sunnudag Á Vesturlandsvegi verður fyrri hluta beggja daganna unnt að aka eftir tveimur akreinum í norður og einni í suður frá Víkurvegi að Þing- vallavegi og síðdegis tveimur akrein- um til suðurs og einni til norðurs á þessum sama vegarkafla. Jón segir ýmsar takmarkanir og lokanir verða við nokkur gatnamót á Vesturlands- vegi báða dagana til að umferð um íbúðarhús hefðu verið dæmd óíbúð- arhæf og mörg fleiri hús væru mik- ið skemmd. Hann benti m.a. á að mikið plötusig hefði orðið í húsum, veggir sprungið og hlaðin hús væru að hruni komin. Sigurbjörn sagðist fullviss um að ef jarðskjálftinn hefði staðið yfir talsvert lengur hefðu menn þurft að horfa upp á hús hrynja og mun fleiri hús hefðu skemmst mjög illa en raun varð á. Á fundinum í gær, sem ætlaður var sem vettvangur fræðslu og um- ræðna fyrir sveitarstjórnarfólk, stjórnmálamenn, verkfræðinga o.fl. útskýrðu sérfræðingar þá áraun sem mannvirki verða fyrir í stórum jarðskjálftum. Voru þeir sammála um að mun meiri skemmdir hefðu orðið á byggingum og brúm af völd- um stóru skjálftanna sem riðu yfir Suðurland ef þeir hefðu staðið leng- ur yfir. Dr. Ragnar Sigbjörnsson á Jarð- skjálftamiðsföð Háskóla Islands á Selfossi sagði að varandi jarð- skjálftanna [hversu lengi skjálft- arnir stóðu yfir] hefði gert að verk- um að tjón varð þrátt fyrir allt ekki hann geti gengið með sem minnstri truflun. Unnt verður að aka inn á veg- inn úr Mosfellsbæ við Langatanga og við Reykjaveg. Þá verður Vesturlandsvegi í átt til Reykjavíkur lokað á sunnudag frá kl. 18 til 22 frá Hvalfjarðargöngum. Jón segir það gert til að mögulegt verði að koma sem flestum bílum frá Þingvöll- um á þessum tíma og Ijóst sé að Vest- meira en raun ber vitni. „Ef varandinn hefði til dæmis verið helmingi lengri, þá er alveg ljóst að ákveðnar byggingar hefðu hrunið og eyðilagst. Það er ennfremur ljóst að í þeirri smáskjálftavirkni sem nú er á ferðinni eru laskaðar bygging- ar áfram að liðast í sundur og skemmast og þær eru í því ástandi að þær eru ekki færar um að takast á við eitthvað sem er sambærilegt við það sem menn hafa þegar þurft að takast á við,“ sagði Ragnar. Hann lagði áherslu á að menn gerðu sér grein fyrir því að bygg- ingar væru ekki festar við jörðina. Þegar þær yrðu fyrir svo feikilegri áraun sem um er að ræða í jarð- skjálftum af þessari stærð lyftust byggingar hreinlega upp og köstuð- urlandsvegur frá mótum Þingvalla- vegar beri ekki líka mikla umferð sem gera megi ráð fyrir á þeim tíma frá Vesturlandi. Hann segir þó ljóst að verði umferð frá Þingvöllum mun minni standi umrædd lokun skemur. Ekki þurfi að loka Vesturlandsvegin- um á laugardag því ekki sé búist við mikilli umferð til borgarinnar þá. Á Nesjavallavegi, Grafningsvegi ust til. Hann sagði að í slíkum ham- förum væri t.d. raunveruleg hætta á að háreistar byggingar yltu um koll. Hvatti Ragnar Sunnlendinga til að sýna varkárni og ganga tryggi- lega frá húsbúnaði. „Því miður er ekki víst að þetta sé yfirstaðið í bráð. Það er alveg eins líklegt að það geti orðið framhald á. Vonandi verða það minni atburðir en hafa verið en um það er ómögulegt að vita,“ sagði Ragnar. Kraftur verði settur í að fá sérfræðinga til að meta tjón Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, tók til máls á fundinum og sagði langt í frá ljóst hversu mikið tjón hefði orðið í skjálftunum. „Við vitum núna hvaða og Vatnsviksvegi verður ekki leyfð al- menn umferð, aðeins öryggisbíla, hópferðabíla og sérmerktra bfla. Sumarbústaðaeigendur á þessum slóðum fá einnig akstursleyfi og geta farið um báða dagana. Alls verða 346 lögreglumenn að störfum við umferðarstjóm vegna Kristnihátíðar allt frá morgni báða dagana og fram undir miðnætti. hús eru mest skemmd en við vitum líka um þó nokkurn fjölda húsa sem eru auðsjáanlega illa farin og það mat er allt saman eftir. Það á eftir að meta á okkar svæði hvaða hús eru raunverulega örugg til áfram- haldandi íveru. Það er hægt að fara um fjölda húsa á Hellu sem greini- lega eru með talsvert mikið brotið burðarvirki en eru íveruhæf á með- an ekki skelfur af þessum styrk- leika sem hefur orðið. Ég mun taka það upp við fulltrúa ríkisstjórnar og þingmenn okkar að það verði settur kraftur í að fá fær- ustu verkfræðinga til þess að fara yfir þetta og skoða þessar bygging- ar og ekki síst þær stærri, sem hafa augljóslega skemmst mjög mikið og eru með mörg ljót sár og sprungur á burðarvirkjum," sagði hann. Jarðskjálfti varð í miðju erindi Páls Einarssonar Dr. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands, útskýrði fyrir fundarmönnum upptök jarð- skjálftanna að undanförnu og gerði grein fyrir á hvern hátt jarðvísinda- menn hefðu kortlagt af nákvæmni skjálftasprungur sem myndast hafa í jarðhræringum og stórskjálftum í Árnes- og Rangárvallasýslum. Þeg- ar Páll var að flytja mál sitt fundu fundarmenn skyndilega fyrir til- tölulega litlum jarðskjálfta sem reið yfir. Héldu fundarmenn umræðum þó áfram sem ekkert væri en fljót- lega kom í ljós að hafin var minni- háttar jarðskjálftahrina suðvestan Hestvatns, í Flóanum. Mældist stærsti skjálftinn 3,3 á Richter, sem varð klukkan 14:10. Stjórn Presta- félags íslands Jón Helgi Þórarins- son for- maður SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Langholts- prestakalli, var kjörinn nýr for- maður Prestafélags Islands til tveggja ára á aðalfundi félags- ins í gær. Jón fékk 48 atkvæði en séra Geir Waage, sóknar- prestur í Reykholti, sem einnig var tilnefndur fékk 38 atkvæði. Þrír seðlar voru auðir. Séra Helga Soffia Konráðs- dóttir, prestur í Háteigssókn, sem verið hefur formaður síð- ustu tvö árin, sagði í ávarpi sínu á fundinum um leið og hún þakkaði félögum sínum sam- starfið að hún gæfi ekki lengur kost á sér af persónulegum ástæðum. Tveir nýir komu inn í fimm manna aðalstjóm, þau sr. Hreinn Hákonarson fanga- prestur og sr. Ragnheiður Jóns- dóttir, sóknarprestur á Hofsósi, í stað Guðlaugar Helgu Ás- geirsdóttur sjúkrahússprests og Gísla Gunnarssonar, sóknar- prests í Glaumbæ. Fyrir í stjóminni em sr. Halldóra Þor- varðardóttir prófastur og sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknar- prestur í Digranesprestakalli. í varastjóm sátu sr. Gunnar Bjömsson, sem er í sérverkefn- um, og sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda. Sr. Sig- urður gaf ekki kost á sér en auk Gunnars var stungið uppá sr. Valdimar Hreiðarssyni, sóknar- presti í Staðarprestakalli, sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur, sókn- arpresti á Eiðum, og sr. Kristni Jens Sigurþórssyni, sóknar- presti í Saurbæjarprestakalli. Kosningu náðu sr. Jóhanna Sigmarsdótir og Kristinn Jens Sigurþórsson. Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. heimilislInan Traustur banki www.bLli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.