Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 52
Jí2 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tækniframfarir eru lífs- von iðnaðar í Danmörku SVO sem kunnugt er hefur af- koma dönsku þjóðarinnar byggst á mannauði frekar en auðlindum landsins þegar frá eru taldir góðir möguleikar til fram- leiðslu landbúnaðaraf- urða og orkan úr Norðursjó. Iðnþróun í Danmörku hefur verið ör á síðustu áratugum og útflutningur hefur verið mikill, m.a. til landa eins og Banda- ríkjanna og Pýska- lands. A síðustu árum hefur Dönum þó orðið ljóst, að iðnaður í landinu mun eiga und- ir högg að sækja ef hann mun ekki fylgja þeirri þróun sem hef- ur orðið við fram- leiðslu almenns iðn- varnings og hátækni- iðnaðar annars staðar í heiminum. Á seinastu áratugum hefur orðið tæknibylting á sviði fjarskipta og á gagnasviðinu, þar sem aðgengi að upplýsingum hefur margfaldast. " Pað hefur haft í för með sér ýmsa kosti, m.a. að aðgengi að öðrum markaðssvæðum hefur stóraukist bæði fyrir fyrirtæki og neytendur. Það hefur einnig þýtt að neytendur eru ekki lengur bundnir við innan- landsmarkað, heldur hafa nú tæki- færi til að kaupa vöru eða þjónustu á alheimsmarkaði í gegnum verald- arvefinn. Heimurinn er því að verða að einu markaðssvæði, þar sem fyrirtæki keppa á ólíkum grundvelli en á sömu markaðsfor- BWendum. Danmörk er eitt af þeim löndum þar sem framleiðslukostn- aður er hár í samanburði við önnur lönd. Helstu orsakir þess eru hár launakostnaður og strangar um- hverfisreglur sem eru þess vald- andi að dönsk framleiðslufyrirtæki eiga undir högg að sækja. Til þess að tryggja að iðnaður vaxi og dafni í Danmörku verður því að þróa nýjar framleiðsluaðferðir svo að dönsk fyrirtæki haldist samkeppn- ishæf í framtíðinni. Til að ná því markmiði hefur verið sett á stofn iðnþróunarmiðstöð (Center for Industriel Produktion) en hlutverk hennar er að styrkja stöðu danskra iðnfyrirtækja. Það verður gert með því að tvinna saman 'v hagnýt vandamál úr heimi iðnaðar- ins og þekkingu frá Háskólanum í Álaborg á markvissari hátt en þekkst hefur hingað til. Forsaga miðstöðvarinnar í Ála- borg er að samtök danskra iðnfyr- irtækja og danska ríkið settu af stað athugun á því hvernig þróa mætti betur samhæfingu á fram- leiðslukerfum, allt frá rannsóknar- verkefnum í þóunardeildum fyrir- tækja til hins endanlega viðskiptavinar. Þeir sem stóðu að verkefninu voru Statens Teknisk Videnskabelige Forskningsrád, Erhvervsfremme Styrelsen, og Háskól- inn í Álaborg auk nokkurra öflugra iðn- fyrirtækja. Samanlagt lögðu þessir aðilar 1,3 milljarða íslenskra króna í verkefnið. Þeir sem stóðu að verkefninu ákváðu að bjóða það út til vís- indastofnana. Háskól- inn í Álaborg, DTU, og Háskólinn í Óðins- véum sóttu um að fá miðstöðina til sín. Há- skólinn í Álaborg hreppti hnossið meðal annars vegna þess að hann hefur verið tal- inn fremstur á sviði rannsókna og vísinda af þessu tagi, um alllangt skeið. I miðstöðinni verður einmitt lögð mikil áhersla á samstarf milli iðnaðarins og stöðvarinnar. Dansk- ur iðnaður verður að vera öruggur Iðnaður Tímamót urðu í dönskum iðnaði, segir Agnar Guðmundsson, er stofnsett var miðstöð á sviði iðntækni og framleiðslu við Háskól- ann í Alaborg. með að það sé stöðug þróun á framleiðslusviðinu heima fyrir, eigi hann að lifa og vera sú lyftistöng í dönsku atvinnulífi sem að hann hefur verið. Það er því nauðsynlegt að viðhalda þekkingu á almennum iðnaði og framleiðslu í landinu. Það skapar raunveruleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Hins vegar verður að skoða framleiðsluhugtakið í víðara sam- hengi en gert hefur verið til þessa. Nú á tímum er iðnaður einnig tengdur háþróaðri framleiðslu þar sem nýjasta tækni, skipulag og stjórnunaraðferðir geta aukið til muna samkeppnishæfni fyrirtækja, sem geti gert þeim kleift að búa við háan framleiðslukostnað. Jafn- vel þó að náðst hafi góður árangur í uppbygginu hátæknifyrirtækja hér á Norður-Jótlandi, sem stunda einungis rannsóknir og þróun á fjarskiptasviði, þá dugir það ekki til. Það er nauðsynlegt að hafa háþróaða framleiðslu í landinu. Rannsóknir, þróun og framleiðsla hafa fleiri samnefnara sem þarf að samstilla til þess að skapa hag- kvæmni í rekstri og þar með aukna samkeppnishæfni hjá fyrirtækjum. Þar sem meginmarkmið mið- stöðvarinnar er að styrkja styrkja stöðu fyrirtækja, mun hún eiga nána samvinnu við iðnaðinn. Sam_- vinnan verður á þremur stigum. Á fyrsta stigi koma svokölluð sam- starfsfyrirtæki, sem eru um 25 talsins til með að vinna mjög náið með miðstöðinni. Má þar nefna fyrirtæki eins og Bang & Olufsen, Chr. Hansen, Danfoss, Grundfos, Lego og Martin Gruppen. Hjá þessum fyrirtækjum hafa verið sett af stað doktorsverkefni þar sem miðstöðin og fyrirtækin vinna sameiginlega að því að leysa stærri vandamál. Á öðru stigi samvinn- unnar eru svokölluð stuðningsfyr- irtæki sem vinna ekki eins náið með miðstöðinni og eiga ekki sam- starf um doktorsverkefni. Þessi fyrirtæki taka þátt í fyrirlestrum og málstofum á vegum stofnunar- innar. Á þriðja stigi er um að ræða fyrirtæki sem eru í óbeinum tengslum við miðstöðina og fá sent fréttabréf um rannsóknaniðurstöð- ur og ýmislegt annað efni sem á að verða þeim til gagns. Á alþjóðavettvangi er miðstöð á sviði iðnaðar og framleiðslu ekkert einsdæmi. Samt sem áður hefur miðstöðin mikla þýðingu fyrir danskan iðnað vegna þess að með stofnun hennar, gefst dönskum vísindamönnum á sviði iðnaðar, og iðnfyrirtækjum tækifæri til að vera með á alþjóðavettvangi og láta meira í té á sviði iðnaðar og framleiðslu. Meðal annars leiðir það til að auðveldara verður að fá aðgang að og nýta erlendar rann- sóknir til framdráttar iðnaði í Dan- mörku. Þetta framtak Dana er umhugs- unarefni fyrir Islendinga og það leikur ekki neinn vafi á, að öflugur iðnaður er hverju landi nauðsyn- legur. I hinum vestræna heimi hef- ur iðnaðurinn átt undir högg að sækja í seinni tíð, m.a. vegna sífellt hækkandi framleiðslukostnaðar og aukinnar samkeppni. Til þess að snúa þessari þróun við er mikil- vægt að þróa og útfæra nýjar framleiðsluaðferðir sem gera iðn- aðinn samkeppnishæfari. Til þess hefur danska ríkið lagt grunninn að samvinnu milli háskólans og iðnaðarins, sem í framtíðinni á að viðhalda og efla þekkingu á iðn- tækni og framleiðslu í landinu. Höfundur er iðnaðarverkfræðingur við Háskólann íÁlaborg (M.Sc). Agnar Guðmundsson Göngum saman (Hamba nathi!) Föstudaginn 30. júní býður Kjalarnesspró- fastsdæmi ungu fólki á öllum aldri að ganga til Þingvalla. Gangan er farin í tilefni af kristni- hátíðinni til að minnast kristnitökunnar og þúsund ára kristni í landinu. Þátttakendur leggja af stað frá sókn- arkirkjum sínum og slást í för með öðru göngufólki við Hafra- vatn að rótum Mos- fellsheiðar. Þaðan verður gömlu þjóðleið- inni yfir Mosfellsheiði fylgt langleiðina að Þingvöllum en vegur var lagður á þessum slóðum fyrir komu Dana- konungs til íslands árið 1907. Markmiðið með Þingvallagöng- unni er að upplifa skemmtilega og holla útivist í samhengi við okkar eigið trúarlíf í ljósi kristnitökunnar á Þingvöllum fyrir þúsund árum. Þannig er Þingvallagangan ekki ein- göngu líkamleg hreyfing í fallegri náttúru heldur ferð eftir innra landslagi þar sem þátttakendur hafa tækifæri til að upplifa trú sína og hugsa um hana við sérstakar að- stæður. Ferðir sem eru farnar til að minn- ast ákveðinna atburða og styrkja um leið trúarlíf þeiiTa sem ganga eiga sér langa sögu í kristinni hefð. Fólk sem fór þannig ferðir var kallað pí- lagrímar. Frá fyrstu tíð hafa kristn- ir karlar og konur lagt leið sína á staði sem skiptu miklu máli í sögu og lífi kirkjunnar, til að mynda staði sem Jesús heimsótti eða dvaldist á. Aðrir vinsælir áfangastaðir krist- inna pílagríma tengjast gjarnan at- burðum sem skiptu sköpum fyrir vöxt og viðgang kristinnar trúar í viðkomandi löndum. Á íslandi eru Þingvellir þannig staður og þangað göngum við í tilefni af því að þúsund ár eru liðin frá kristnitökunni og til að minnast og þakka fyrir allt það fólk sem hefur í gegnum tíðina lagt fagnaðarerindinu um Jesú frá Nas- aret lið á kalda landinu okkar. Á vissan hátt eru allir kristnir menn pílagrímar því það að vera kristinn er að ganga með Jesú í gegnum lífið. Við göngum með Jesú frá dauðanum til lífsins, frá óreiðu til einingar og frá lífi sem er þjakað af tilgangsleysi til vonarríks lífs. Við göngum gegn óréttlæti og rangind- um hvar sem þau líðast í heiminum og viljum bera kærleika Guðs og miskunnsemi vitni með lífi okkar. Kirkjuárið, sem markast af lífi og starfi Jesú frá Nasaret meðan hann lifði á jörðinni, er einnig ferðalag í þessum skilningi. Við ferðumst á milli atburða í lífi Jesú frá fæðingu til dauða og upprisu í textum ritningarinnar sem fluttir eru við guðs- þjónustur á hverjum einasta sunnudegi árið um kring. Um langa hríð hafa helgigöngur ekki tíðk- ast í íslensku kirkj- unni. Eftir siðaskiptin á 16. öld vildu menn endurskoða stöðu helgigöngunnar innan guðfræði miðaldanna, þar sem hún hafði þróast í óheppilega átt að mati Marteins Lút- hers og annarra siðbótarmanna. En hver tími þarfnast sinnar guðfræði og nýrra leiða til að móta og tjá Helgiganga Gangan er farin í tilefni af kristnihátíð- inni, segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, til að minnast kristni- tökunnar og þúsund ára kristni í landinu. hvernig við upplifum okkur sjálf í tengslum við Guð. Þess vegna viljum við með helgigöngunni á Þingvelli hvort tveggja leita í smiðju fomra hefða og horfa til nýrrar aldar með Jesú Krist að leiðarljósi. Þótt helgigangan sé okkur að mörgu leyti framandi er mikilvægt að líta á hana sem hluta af helgihaldi kirkjunnar okkar og trúarlífi okkai- sjálfra. Á meðan göngunni stendur á sá eða sú sem tekur þátt í henni margháttað stefnumót. Sem píla- grímar stöndum við frammi fyrir sköpun Guðs í náttúrunni sem við ferðumst um. Við erum hluti af sköpun Guðs og okkur er falið að vera ráðsmenn Guðs og vemda og þjóna umhverfi okkar. Sem pílagrímar stöndum við frammi fyrir náunga okkar í sögu og samtíð. Við göngum með öðru fólki og upplifum návistina sem íylgir því að ferðast saman. Á sama hátt göng- um við í spor genginna kynslóða sem í gegnum aldirnar fóru þessa leið í margvíslegum erindagjörðum. Sem pílagrímar stöndum við frammi fyrir Guði. Guð er allsstaðar nálægur. Ekki bara í kirkjum og bænahúsum heldur vitjar hann mannsins í hverju hjarta og við Kristín Þórunn Tómasdóttir Að hjálpa börnum að komast í gegnum áfall VIÐ íbúar Suðurlands erum flest svolítið órólegir eftir jarðskjálftana í síðustu viku. Börnin eru kannski ólík því sem þau eru vön að vera. Það er ekki óalgengt að börn (eða fullorðnir) sýni merki kvíða eða streitu í nokkrar vikur eftir áfall eins og jarðskjálfta. Sumir sýna ekki viðbrögð við áfalli fyrr en nokkrum dögum eftir atburðinn. Viðbrögð við áföllum eru m.a.: ( 1. Líkamleg (magaverkur, höfuð- verkur) 2. Svefntruflarnir (martraðir, mikil/lítil svefnþörf) 3. Börn sýna kannski hegðun sem hæfir yngri aldri (vilja snuð, pissa undir, háð fullorðnum) 4. Börn gráta kannski meira en venjulega eða fá reiðiköst. 5. Einbeitingarskortur Sem betur fer er ýmislegt sem við, hinir fullorðnu, getum gert til að hjálpa börnum að kom- ast í gegnum áfall. Skilja þann ótta eða kvíða sem bamið sýnir. Ótti barnsins er kannski ekki raun- verulegur, en getur verið það fyrir barn- inu. í samtölum mínum við börn undanfarna daga á Suðurlandi hef- ur komið fram að sum börn óttast mjög ann- an jarðskjálfta og að hann verði enn stærri en hinir fyrri og að húsin þeirra muni hrynja. Við verðum að taka mark á þessum áhyggjum. Berum virðingu fyrir líðan og tilfinningum bamanna. Leyfum börnunum að tjá tilfinningar sín- ar. Sum börn vilja tala (og tala og tala) um jarðskjálftana. Önnur þurfa kannski að fá að tjá ótta sinn með teikn- ingum eða á annan hátt án orða. Að hlusta á barnið er einföld leið til að hjálpa þvi í gegnum erfiðleika og vanlíðan, hvetja það til að segja frá líðan sinni og ekki gera lítið úr tilfinning- um þess né segja að þetta gerist ekki aftur. Fullvissaðu barnið þitt um að þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að gera um- hverfi ykkar sem öraggast, t.d. festa hillur, myndir og annað lauslegt. Ágústa Gunnarsdóttir Áfallahjálp Ef ykkur eða börnunum líður illa í langan tíma eftir jarðskjálftana, segir Agústa Gunnars- dóttir, gæti verið gott að leita sér aðstoðar fagmanna. Svaraðu spurningum barnsins á einfaldan hátt með réttum upplýs- ingum (en þó án þess að fara í öll smáatriði.) Þú getur þurft að svara sömu spurningunni aftur og aftur og getur það veitt barninu öryggistil- finningu að fá sömu svörin aftur og aftur, þar sem það er að reyna að skilja aðstæðurnar. Sýndu barninu meiri athygli og snertingu ef þörf krefur. Snerting og nálægð er styrkur fyrir barnið. Dveldu aðeins lengur hjá barninu þegar það fer að sofa. Reynið að koma fyrri reglu á dag- legt líf eins fljótt og hægt er. Komið ykkur upp fjölskylduneyð- aráætlun og ræðið hana við börnin (t.d. hvað geram við ef þetta gerist aftur, hvert förum við, hver tekur hvaða barn með sér út, hvar era sjúkragögn geymd). Veitið þeim sem vilja tækifæri til að hjálpa öðram. Okkur líður öllum betur ef við getum gert smávegis góðverk eftir áfall. Verið börnunum góð fyrirmynd varðandi það hvernig þið farið í gegnum áfallið. Ef ykkur eða börnunum líður illa í langan tíma eftir jarðskjálftana gæti verið gott að leita sér aðstoðar fag- manna. Þar má nefna presta, heilsu- gæsluna, sálfræðinga og einnig hef- ur verið veitt sérfræðiaðstoð í fjöldahjálparstöð Rauða kross ís- lands í Grunnskólanum á Hellu og Sólvallaskóla á Selfossi. Höfundur er sUirfandi sdlfræðingur á Selfossi og sinnir áfallahjálp fyrir böm og unglinga á vegum Rauða kross Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.