Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 70
70 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk 50 IF TME OLYMPIC GAME5 AR.E MELI7 HERE IN NEEPLE5, THEY'LL NEEP PARKING 5PACE, RléHT? ANP U)E CAN 5ELL 50UVENIR5, OKAY? Svo ef Olympíuleikamir verða haldnir hér í Nálaborg þá vantar fullt af bfla- stæðum, og við getum selt minjagripi, ekki satt? Ég geri ráð fyrir því, Spotti, en hver sagði þér frá þvf að Olympfuleikamir yrðu haldnir í Nálaborg? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Iðrunarskrum á kristnihátíð Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: í BÆKLINGI sem gefinn hefur verið út um kristnihátíð og borinn í hvert hús er sagt frá „iðrunargöngu" á Þingvöllum laugardaginn 1. júlí. Hún á víst að vera syndajátning og „undir- búningur fyrir gönguna til guðs borðs“ daginn eftir. Á Lögbergi „verður flutt sérstök lofgjörð fyrir ástargjafir Guðs, landið góða og gott mannlíf á grundvelli trúar og siðar, réttlátra laga og réttar". Síðan verður spásserað að Drekkmgarhyl. „Hér við Drekkingarhyl minnumst vér í hryggð og harmi fómarlamba rang- lætis og grimmdar mannanna og iðr- umst þess hve oft vér lítum undan þegar saklausir h'ða.“ Hvað á þetta nú að þýða? í Drekk- ingarhyl var konum drekkt sem dæmdar höfðu verið fyrir siljaspell af réttmætum dómsyfirvöldum og eftir fyrirmælum sem þeirrar tíðar menn töldu áreiðanlega að væru byggð á grundvelli trúar og siðar, réttlátra laga og réttar. Konum var ekki drekkt án dóms og laga af einskærri grimmd. Flestar þeirra höfðu í raun- inni framið þann verknað sem þær vom dæmdar fyrir. Og margt af því er refsivert enn þann dag í dag. Hveijir vom eiginlega hinir „sak- lausu“? Hverra á að minnast með þessu líka iðrunpompinu? Jú, það er nú víst ekki hægt að skiija þetta öðra vísi en svo að það séu þrátt fyrir allt konumar, hinar dæmdu, sem séu sak- leysingjamir. Annar skilningur væri hrein yfirvaldaþjónkun og „fasismi". En því er þetta þá ekki sagt fullum fetum? Æ, það er víst ekki viðeigandi. Það er svo kirkjulegt, formlegt og virðulegt, að tala í hálfkveðnum vís- um. Síðan verður arkað með sálma- söng og fyiirbænum að Höggstokks- eyri og Brennugjá þar sem höggnir vora eða brenndir þeir menn sem frömdu sifjaspellin með konunum sem steypt var í hylinn svo og margir aðrir sakamenn. Þar er þó ekki mælst til að neinn frómur og guðhræddur vikni í sút og þungri mæðu. Öðra nær! Allur hinn kristni lýður á nú að upphefjast til friðar og einingar í þeirri sáttargjörð sem „Kristur hefur áunnið oss með krossfóm sinni“. Þar með era eggjar réttlætisins, sem sýn- ist þó örla á við Drekkingarhyl, slævðar og allsendis deigar gjörðar í nafni frelsarans. Það var þeim líkt! Allt þetta ranglæti sem þeir þykjast harma svo mjög er svo langt langt í burtu að það hljómar eins og hugljúft barnaævintýri frá landinu fyrir aust- an sól og vestan mána. Margir málsmetandi menn og kon- ur halda því hins vegar fram með þungum rökum að á Islandi í dag sé það blákaldur raunveruleiki og ekk- ert ævintýri að böm sem verða fyrir sifjaspellum njóti ekki þeirrar réttar- vemdar sem við teljum sjálfsagða fyrir fullorða. Það er líka ranglæti. Svívirðilegt ranglæti. Ekki hefur þó kirkjan ennþá marserað af því tilefni. Hún lætur eins og hún viti ekki af því. Og alltaf er verið að dæma fólk fyrir alls konar sakh’, stundum af furðu- legu miskunnarleysi, og strangari refsinga er sí og æ krafist fyrir mörg afbrot. Kirkjan lætur sér það vel líka með þögninni. Hinir dæmdu era næstum allir úr jaðarhópum samfé- lagsins, fólk sem hefur orðið veralega undir í lífsbaráttunni. Sú staðreynd er vísbending um gífurlega mikið og rót- gróið ranglæti. Ranglæti sem er orðið að ströngu lögmáli sem hinir ríku og fínu hafa sett þjóðfélaginu. I fangels- um sitja ekki höfðingjar af því taginu sem fremstir spranga í trúarhersing- unni á Þingvöllum. Það veit guð! Og ekki skipar kirkjan sér í fylkingu að Litla-Hrauni og grætur yfir því rang- læti sem þar er áreiðanlega oft fram- ið. Ó, nei. Ekki næstu þúsund árin. Hvers kyns óheilindi, uppgerð og látalæti era verstu óvinir réttlætisins á öllum tímum. Iðranarglys og fín- indabænir fá ekki dulið þann sann- leika, sem blasir við hverjum sæmi- legum manni, að syndagangan að Drekldngarhyl og Höggstokkseyri er ekkert nema fríkleg tilgerð og ólukk- ans hræsni af verstu sort. Skrum- skæling á því grandvallaratriði sem réttlætið er í mannlegu samfélagi. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. Farið varlega í umferðinni Frá umferðaröryggisfulltrúum í öllum landsfjórðungum: NÚ DYNJA yfir þjóðina fregnir af alvarlegum slysum í umferðinni, svo alvarlegum að fólk finnur til vanmáttar. Við verðum að standa saman og segja: „Nú er nóg komið og við sættum okkur ekki við fleiri umferðarslys þar sem fólk í blóma lífsins er tekið frá okkur.“ í tilefni af þessum hræðilegum slysum og því að nú er sá tími kominn þar sem við Islendingar hópumst út á þjóð- vegi landsins viljum við, umferðar- öryggisfulltrúar Slysavarnarfélags- ins Landsbjargar og Umferðarráðs, beina þeirri hvatningu til lands- manna, að þeir fari varlega, spenni beltin, aki á löglegum hraða og séu að sjálfsögðu allsgáðir í umferðinni. Góða ferð. REYNIR ARNÓRSSON, Austurlandi, FRIÐFINNUR F. GUÐMUNDSSON, Norðurlandi, JÚLÍUS ÓLAFSSON, Vestfjörðum, JÓN GRÖNDAL, Suðurnesjum, SIGURÐUR HJÁLMARSSON, Suðurlandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.