Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 43

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 43
42 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 43 fltasmtftliiMfr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ERFDAMENGIÐ KORTLAGT • • OÐRU hverju verða atburðir í sögu vísinda og tækni sem allir sjá að marka skil og eiga eftir að hafa áhrif á líf manna um ókomna framtíð. Fyrsta tunglferðin 1969, beislun kjarnorkunnar 1945 og af- stæðiskenning Einsteins 1905 eru dæmi um slíkar viðmiðanir. Á mánu- daginn var sagt frá kaflaskilum í læknisfræði sem ljóst er að munu verða ein af sögulegum stiklum nátt- úruvísindanna og eiga eftir að um- bylta mörgum sviðum mannlegs lífs. Skýrt var frá því að búið væri að ljúka við frumgerð eða uppkast að korti yfír erfðamengi mannsins, genin. Erfða- mengið er eins konar uppskrift að mannslíkamanum. Einkum binda menn vonir við að hægt verða að nota genakortið til upp- götvana á sviði lyfja og forvarna. Hægt verður meðal annars að bera saman genamengi einstaklinga og kanna til hlítar sérkenni þess sem ætl- unin er að veita læknishjálp hverju sinni. Margir af hættulegustu sjúk- dómum sem herja á fólk, hjartasjúk- dómar og ýmsar gerðir krabbameins, eru að einhverju og stundum öllu leyti háðir erfðum sem merkir að hægt á að vera að finna orsökina að hluta til í galla í meingeni eða samverkandi meingenum. Ytri áhrif, lífshættir og umhverfí, eru þó oft mikilvægari orsakir en fáir vísindamenn gera lítið úr mikilvægi erfðanna á heilsufar fólks. Auðveldara verður að búa til lyf sem hæfa sérstaklega umræddum sjúkl- ingi og eru ef svo má segja klæðskera- saumuð til að sigrast á því sem hrjáir hann. Auk þess eru nú gerðar tilraunir með lyf sem byggjast á erfðarann- sóknum ográðast einvörðungu á sjálfa meinsemdina en skaða ekki heilbrigða vefi eins og óhjákvæmilegt er þegar beitt er svonefndum breiðvirkum sýklalyfjum. Öll vitum við að hefð- bundin sýklalyf hafa aukaverkanir sem stundum geta valdið verulegum óþægindum og jafnvel komið í veg fyr- ir að þeim sé beitt. Síðustu áratugina hafa ekki orðið jafn miklar framfarir í lyfjagerð og margir gerðu sér vonir um þegar fúkkalyfín komu fram á sjónarsviðið á fyrri hluta aldarinnar. Sumir vísinda- menn hafa gengið svo langt að tala um stöðnun sem helst yrði rofín ef þekk- ing á þætti erfðavísa gæti orðið undir- staða nýrra lyfja og meðferðar. Gena- mengiskortið getur orðið undirstaða nýrra tíma í þessum efnum. Áratugir eru síðan vísindamenn fóru að láta sig dreyma um að hægt yrði að búa til slíkt genakort en það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem tölvu- tæknin var orðin nógu fullkomin til að líkur væru á árangri. Fyrir tíu árum hófust menn handa er opinberar stofnanir í svonefndri Genamengis- áætlun, aðallega bandarískar og breskar, byrjuðu að safna upplýsing- um um íiðlega þrjá milljarða eininga, svonefndra DNA-basapara, sem mynda gen líkamans. Sjálf genin skipta tugum þúsunda og eru að mestu leyti eins í öllum mannverum sem er athyglisvert í ljósi þess að jafnframt erum við einstök, hvert fyrir sig. Niðurstaðan af starfi Genamengis- áætlunarinnar og einkafyrirtækisins Celera Genomics liggur nú fyrir. Þótt enn sé eftir að fylla upp í myndina er ljóst að búið er að greina nær öll genin og staðsetja flest þeirra sem er skil- yrði þess að hægt sé að átta sig á hlut- verkinu sem þau gegna. Sérfræðingar á þessu sviði segja þó að enn geti liðið nokkur ár áður en fullkomin mynd af genamenginu er í höfn. Islendingar eru þegar byrjaðir að taka þátt í því ævintýri sem erfðavís- indin geta orðið með hjálp genakorts- ins. Islensk erfðagreining og Urður, Verðandi, Skuld hafa haslað sér völl og ljóst að framlag okkar getur orðið umtalsvert. En þótt væntingarnar séu miklar sáu þeir Bill Clinton Bandaríkjafor- seti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, báðir ástæðu á mánudag til að minna á ýmis siðferðisleg vandamál sem þekking af þessu tagi gæti valdið vegna þess að hægt er að fá nákvæmar upplýsingar um svo margt í einkalífi einstaklinga með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Tryggja yrði að per- sónuvernd yrði virt og að erfðavísind- in yrðu ekki misnotuð af óprúttnum aðilum. Bent hefur verið á að freist- andi sé fyrir líftryggingafélög að nota upplýsingarnar til að losa sig við við- skiptavini með hættulega erfðagalla. Einn af frumkvöðlunum á sviði erfðafræði, James D. Watson, er á sín- um tíma hlaut Nóbelsverðlaun fyrir að lýsa uppbyggingu DNA-erfðaefnisins, fagnaði ákaft tímamótunum á mánu- dag. Hann spáði því að áhrifin yrðu jafn afdrifarík og uppgötvun prent- listarinnar á 15. öld. „Við munum öðl- ast betri skilning á okkur sjálfum og átta okkur betur á því hvert eðli mannsins er,“ sagði hann. En Watson er einnig þekktur fyrir að leggja áherslu á að vísindamenn á sviði erfðafræði hafí vísindin í fyrir- rúmi og láti ekki annarleg sjónarmið af neinu tagi villa sér sýn. Hann vill að þeir þvoi af sér þann ólánsstimpil sem greinin fékk á fyrri hluta 20. aldar er margir höfðu áhuga á svonefndri mannkynbótastefnu sem nasistar tóku upp á sína arma. Var þá talið að erfðavísindin gætu orðið lausnin, menn gætu framleitt „betra“ fólk á sama hátt og bændur kynbæta búfén- aðinn. En hver á að ákveða hvaða fólk sé gott og hvað slæmt? Vísindamenn? Allar uppfinningar er hægt að mis- nota og sama er að segja um genakort- ið. Beittan hníf er hægt að nota til að skera brauð, búa til listaverk í tré - eða drepa. Þess vegna skiptir öllu að vísindamenn noti þekkinguna sem þeir nú hafa innan seilingar með hæfi- lega auðmýkt gagnvart sköpunar- verkinu í huga og gleymi aldrei að upplýsingarnar í erfðavísunum eru, þegar öllu er á botninn hvolft, helgir dómar sem þeim er allra náðarsamleg- ast veitt leyfi til að rannsaka. Að þeir gleymi ekki að öll erum við einstök og markmið læknavísindanna er að bæta heilsu og draga úr þjáningum. Forsvarsmenn samtaka sjúklinga gagnrýna nýja reglugerð um greiðslu fyrir lyf Almenningur tekur aukinn þátt í lyfja- kostnaði Heilbrigðisráðuneytið stefnir að því að spara um 700-800 milljónir í lyfja- kostnaði á þessu ári en hlutur almenn- ings í lyfjakostnaði hefur aukist mjög á síðustu árum. Forsvarsmenn samtaka sjúklinga gagnrýna nýlega reglugerð heilbrigðisráðherra. Nefnd eru dæmi um miklar hækkanir lyfja. Rúnar Pálmason kannaði málið. Heilbrigðisráðherra gaf nýlega út reglugerð sem á að spara ríkinu 700-800 milljónir á þessu ári, en eykur um leið hlut- deild almennings í lyfjakostnaði. Um leið verður leitað fleiri leiða til að draga úr því sem nefnt er „sjálfvirk aukning" lyfjakostnað- ar. Um áramótin var hlutdeild al- mennings í lyfjakostnaði aukin en með nýju reglugerðinni eykst kostnaðarhlutdeild almennings enn frekar. Af þeim 700-800 millj- óna sparnaði sem heilbrigðisráð- herra hyggst ná á þessu ári á að spara um 200-250 milljónir með auknu eftirliti og fræðslu, m.a. með því að fá lækna til að ávísa ódýrari lyfjum ef þau eru fyrir hendi. BSRB hefur mótmælt reglugerð heilbrigðisráðuneytis- ins og segir ljóst að hækkanir á endurgreiðsluhlutfalli muni bitna á sjúklingum. Lyfjanotkun og Iyfja- kostnaður hafa stóraukist Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið tók nýlega saman upp- lýsingar um lyfjanotkun og lyfja- kostnað síðustu 10 ára. Þar kemur fram að á þessu tímabili hafi lyfja- notkun og lyfjakostnaður stórauk- ist jafnt hjá ríkinu sem og hjá al- menningi. Vísitala Hagstofunnar sem mælir kostnað einstaklinga vegna lyfja er hinsvegar lægri nú en á árinu 1997, sem sýnir að kostnaður sjúklinga hefur lækk- að. Á sama tíma hafi orðið ör þró- un í lyfjaiðnaði sem hafi leitt til mikilla framfara við meðhöndlun sjúkdóma. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra segir nauðsynlegt að bregð- ast við hækkandi lyfjakostnaði. Ný og betri lyf sem hafa komið fram á undan- fömum árum séu dýr og ef ekkert verði að gert megi búast við að lyfjakostn- aður ríkisins muni aukast um 12- 16% á ári. Ef íslendingar ætli sér að njóta þeirra framfara sem orð- ið hafa í lyfjaiðnaði á undanföm- um árum verði þeir að Ieita allra leiða til að draga úr lyfjakostnaði. Ráðherra segir að þeir sem sjaldan þurfi á lyfjum að halda greiði nú aukinn hlut í lyfjakostn- aði en sérstakt tillit sé tekið til elli- og örorkulífeyrisþega þannig að kostnaður þeirra aukist ekki um meira en 150 kr. á hverja lyfjaávís- un. Með reglugerðinni sé einnig verið að bæta eftirlit með lyfjaávís- unum og auka fræðslu, jafnt til al- mennings og lækna til þess að draga úr heildarlyfjakostnaði sam- félagsins. Nú sé unnið að lækkun álagningar bæði í heildsölu og smá- sölu og muni þær aðgerðir koma til framkvæmda á næstu mánuðum. Þá er í undirbúningi gjörbreytt greiðsluíyrirkomulag að fyrir- mynd Dana og Svía sem bæði sé réttlátara gagnvart sjúklingum, verði skilvirkara og einfaldara fyr- ir almenning. Upphaflega var stefnt að því að spara milljarð í lyfjakostnað, það takmark næst ekki, en á ársgrundvelli nemur sparnaðurinn um milljarði. Ingibjörg minnir á að 1. júlí nk. muni ganga í gildi reglugerð sem sé ætlað að koma til móts við barnafjölskyldur og þá sem hafa litlar tekjur. Endurgreiðslur vegna lyfjakostnaðar taki nú mið af börn- um upp að 18 ára aldri en hafi áður takmarkast við 6 ára böm og sér- stakt tillit sé tekið til bamafjölda. Erfítt að fylgjast með lyfjakostnaði í skýrslu ráðuneytisins segir að lyfjakostnaður íslendinga á síðasta ári hafi numið um 9,2 milljörðum. Lyfjakostnaðurinn er miðaður við hámarksverð lyfja en lyfsalar eru gjaman með sértilboð á ýmsum lyfjum. Raunverulegt verð út úr lyfjabúð getur því verið talsvert lægra en sem nemur hámarks- verði. Af þessum sökum getur ver- ið erfitt að fylgjast með þróun lyfjaverðs og raun- verulegum lyfjakostn- aði, en það má gera ráð fyrir að heildarút- gjöld samfélagsins vegna lyfjakaupa séu talsvert minni en 9,2 milljarðar. Það era einkum neytendur sem hafa hagnast á samkeppni á lyíja- markaði því Tryggingastofnun rík- isins (TR), sem greiðir stærstan hluta af lyfjakostnaði sjúklinga, miðar hlutfallsgreiðslur sínar við hæsta leyfilegt verð en ekki raun- veralegt verð út úr lyfjabúð. Lyfjaverð lækkar en al- menningur greiðir meira Samkeppni á lyfjamarkaði hefur aukist mjög frá því hún var gefin frjáls árið 1996. Mest er samkeppn- in á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markaðurinn er stærstur, en sam- keppnin nær síður til smærri byggðarlaga á landsbyggðinni. Lyfjakostnaður þeirra sem búa á landsbyggðinni er því víða hærri en íbúa höfuðborgarsvæðisins. Lægra lyfjaverð er meðal þess sem heil- brigðisráðherra hefur notað í rökstuðningi sínum fyrir því að auka hlutdeild almennings í lyfja- kostnaði en samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Islands er lyfja- verð tæpum 7% lægra en árið 1997 ef tekið er mið af neysluverðsvísi- tölu. Lyfjakostnaður TR nam í fyrra um 4,5 milljörðum. Greiðsluhlutfall TR er mismunandi eftir lyfjum, sum lyf greiðir TR að fullu en í öðr- um lyfjaflokkum er hlutfallið lægra og önnur lyf era alls ekki niður- greidd. Hlutur TR í lyfjakostnaði sjúklinga er ennfremur mismun- andi, t.d. greiða elli- og örorkuþeg- ar lægra hlutfall af verði sinna lyfja og vissir hópar, t.d. langveikt fólk, fær mikilvægustu lyfin ókeypis. Með þeim reglugerðarbreytingum sem hafa tekið gildi á þessu ári hef- ur hlutfall sjúklinga í heildarlyfja- kostnaði TR hækkað úr 30% í 35%. Hætt að niður- greiða sveppalyf Með reglugerðinni hættir TR að taka þátt í kostnaði við sveppalyf nema sjúklingur þurfi lengri meðferð sem nemur tveimur mán- uðum en það mun algengt að lyfjameðferð t.d. við fótsvepp taki a.m.k. 3 mánuði. Fyrstu tvo mánuð- ina greiðir sjúklingurinn lyfin að fullu úr eigin vasa en við langtíma- notkun eða síendurteknar sýkingar tekur TR þátt í kostnaðinum. Þá falla sveppalyf í E-flokk, en TR greiðir mun minna með þeim lyfjum en með lyfjum í B-flokki. Fótsveppasýking getur því reynst nokkuð dýr, en mánaðarskammtur af algengum lyfjum kostar um 10.000 kr. Undarlegt að einblína á lyíjakostnað Karl Wemersson, framkvæmda- stjóri lyfjabúðakeðjunnar Lyfja og heilsu, segir undarlegt hve mikla áherslu ríkisstjórnin leggi á að draga úr lyfjakostnaði. „Kostnaður við heilbrigðiskérfið er sífellt að verða meiri en hlutfall lyfjakostn- aðar af heildarútgjöldum til heil- brigðismála hefur minnkað. Samt einblína stjómvöld á að halda lyfja- kostnaði niðri en gera um leið bein- línis ráð fyrir auknum kostnaði annars staðar í heilbrigðiskerfinu," segir Karl. Vissulega hafi lyfjaverð hækkað en um leið hafi lyfin batn- að. Ríkið spari sér nú stórar fjár- hæðir því betri lyf hafi í mörgum tilfellum orðið til þess að draga úr uppskurðum, t.d. þurfi þeir sem þjást af magasári nær aldrei á upp- Unniöað lækkun álagn- ingar á lyf 45.000 milljónir króna á verðlagi hvers árs 40.000 35.000 30.000 Útqjöld rikisins til heilbrigðismála árin 1989-1998 við hærra verð þeirra. Landlæknis- embættið hefur að undanförnu beitt sér fyrir því að læknar ávísi ódýrari lyfjum, svo lengi sem vitað sé að þau geri svipað eða sama gagn og nýrri og dýrari lyf. 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1 oqq DDD/1000 ibúar/á daq_______________ 900 Notkun lyfja í dagskömmtum (DDD) árin 1989-1999 milljónir króna 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Lvfiasala og útgjöld heimila v/ lyfjakaupa , ■! I~~I Lyfjasala Útgjöld heimilanna mU\ 1 I 1 í 1 1 1 i 1 1 [ 11 fl 1 1 1 III 1 i 1 i 1 1 1 1 1 I I I I I i i i I I I 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Hlutur sjúklings og TR við lyfjakaup Ársfekjur fjölskyldu Grunnkostn. (3. mán) Þáttaka TR umfram grunnkostn. Ef lyfjakostnaður fer fram yfir 0,7 % af tekjum fjölskyldu, tekur TR þátt í lyfjakostnaði umfram grunnkostnað. undir 1.399 þús. kr. 1.400-2.199 þús. kr. 2.200-3.199 þús. kr. 3.200 þús. kr. og yfir 0,7% af tekjum 0,7% af tekjum 0,7% af tekjum 90% 75% 60% 0 Hlutur aimennings í lyfjakostnaði hefur aukist frá 1997 Jan. Almennir siúkl. 1997 Jan. 1998 Jan. 1999 Jan. 2000 Jún. 2000 B-merkt lyf Fyrsta greiðsla: Fvrsta qr. (kr.) 800 900 1.000 1.200 1.550 qreiðsla siúklinqs við Hlutfallsqr. 24% 30% 40% 60% 65% afhendinqu Ivfsins. Hámarksgr. (kr.) 1.500 1.700 1.800 2.400 3.100 E-merkt lyf Hlutfallsgreiðsla: Fvrsta qr. (kr.) 800 900 1.000 1.200 1.550 munurinn á milli Hlutfallsqr. 40% 60% 80% 80% 80% fvrstu qreiðslu oq Hámarksgr. (kr.) 3.000 3.500 3.500 3.800 4.500 hámarskgreiðslu sem Ellilífevrisb. oa örvrkiar sklptist á milli B-merkt Ivf sjúklings og TR Fvrsta qr. (kr.) 250 300 350 400 550 Hlutfallsar. 12% 15% 20% 30% 50% Hámarksgreiðsla: Hámarksqr. (kr.) 400 500 600 800 950 hámarksverð á lyfi E-merkt Ivf sem sjúklingur Fvrsta ar. (kr.) 250 300 350 400 550 greiðir, efverðer Hlutfallsqr. 20% 30% 40% 50% 50% hærra greiðir TR Hámarksqr. (kr.) 800 900 1.000 1.100 1.250 mismuninn aö fullu. Dæmi: Almennur sjúklingur greiðir fyrstu 1.550 kr. fyrir B-merkt lyf. Af verði lyfsins umfram 1.550 kr. greiðir hann 65% enþó aldrei meira en 3.100 kr. B-merkt lyf Lyf við langvarandi sjúkdómum, s.s. astmalyf, hjartaiyf og psoriasislyf. E-merkt lyf öll algengustu lyfin, s.s. hormónalyf, gigtariyf og magalyf. O-merkt lyf T.d. verkjalyf, sýklalyf, svefnlyfog róandi lyf. TR tekur engan þátt íkostnaði. *-merkt lyf T.d. Krabbameinsiyf, lyf við sykursýki og glákulyf. TR greiöir lyfin að fullu. Heimild: Heilbrigðisráðuneytið, Tryggingastofnun og Þjóðhagsstofnun Vandamáli ríkissljórnarinnar velt yfír á sjúklinga Pétri Haukssyni, formanni Geð- hjálpar, líst illa á nýja reglugerð heilbrigðisráðherra. Hann segir að algeng geðlyf hækki um allt að 30% við þessar reglugerðabreytingar og það hljóti að koma illa við þá sem á lyfjunum þurfa að halda. Algeng geðlyf, s.s. lyf við þunglyndi, séu dýr og því þurfi sjúklingar að reiða fram hámarksgreiðslu sem nú verður 3.100 kr. Geðsjúkir taki iðulega fleiri en eitt lyf og því sé um tölu- verðar fjárhæðir að ræða. „Með þessu er verið að velta vandamáli ríkisstjórnarinnar yfir á sjúklinga," segir Pétur. Hann hefur enga trú á að hækkun lyfja muni draga úr lyfjaneyslu. „Það era þeir verst settu sem munu helst fresta lyfjatöku og bíða til mánaðamóta. Þeir sem virkilega þurfa á lyfjunum að halda munu varla sleppa því að taka þau.“ Pétur segir að nýjar end- urgreiðslureglur komi eingöngu þeim allra tekjulægstu til góða auk þess sem endurgreiðslur séu lágar og reglumar mjög flóknar. „Fólk sem er alvarlega veikt hefur sig ekki í að setja sig inn í reglurnar og sækir ekki um endurgreiðslu,“ segir Pétur en hann telur að fólk með mikil lyfjaútgjöld fái oft enga end- urgreiðslu sökum þess að það lendi rétt fyrir ofan viðmiðunarmörkin. Kemur illa við aldraða Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni, segir að hækkanir á greiðsluhlutfalli lyfja leggist þungt í sína félagsmenn og hann beinir eindregnum tilmælum til heilbrigð- isráðherra að dregið verði veralega úr hækkunum. „Þessar hækkanir þrengja hag elli- og örorkuþega meira en annara vegna þess að í okkar hópi era hlutfallslega stærst- ur hluti sjúklinga. Algeng lyf sem eldra fólk notar og fylgja aldurs- bundnum sjúkdómum, t.d. há- þrýstilyf sem margir aldraðir nota, hækka um allt að 36%,“ segir Ólaf- ur. Hann bendir á að með þessari reglugerð þá hækki fyrsta greiðsla fyrir smásölulyf til elli- og örorku- þega um 38% sem sé meira en hjá öðrum sjúkratryggðum. Á sama tíma hafa hinar svokölluðu hlutfalls- greiðslur hækkað mun meira en hjá öðrum hópum. „Þessar hækkanir stafa eingöngu af því að dregið hef- ur úr niðurgreiðslum TR,“ segir Ólafur. Á móti komi að hámarks- greiðsluhlutur elli- og örorkuþega hækki minna en annara og verð mjög dýrra lyfja hækki ekki mikið. skurði að halda. Einnig hafi stór- stígar framfarir átt sér stað í lyfja- meðferð hjarta- og æðasjúklinga og þeirra sem eigi við geðræn vandamál að stríða. „Ríkinu finnst líklega auðveldara að skera niður lyfjakostnað en að koma í veg fyrir hækkun annara kostnaðarliða í heilbrigðiskerfinu," segir Karl. Hann bendir á að samkvæmt fjár- lögum frá árinu 1998 til 2002 sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs til sjúkrahúsa um nærri 30% og enn meiri hækkunum til annara sjúkrastofnana en á sama tíma eigi útgjöld ríkisins til lyfja- kaupa einungis að aukast um 0,8%. Hann segir þetta undarlegt, sér- staklega í ljósi þess að hlutur lyfja í útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- þjónustu nemi aðeins um 5-6,5%. „Það væri árangursríkara að huga að sparnaði annars staðar í kerfinu þar sem meginkostnaður- inn liggur," segir Karl. Hann segir Ijóst að neytendur hafi hagnast á aukinni samkeppni á lyfjavöru- markaði á undanförnum áram. Stefna ríkisstjómarinnar leiði hins- vegar til þess að ávinningur af sam- keppninni renni í vaxandi mæli til ríkissjóðs. Þess vegna leiði aðgerð- ir heilbrigðisráðherra til hærra lyfjaverðs," segir Karl. Betri verkan lyfja ekki alltaf í samræmi við hærra verð Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að legutími sjúkl- inga á sjúkrahúsum hafi styst tals- vert síðustu ár en það hafi sparað heilbrigðiskerfinu miklar fjárhæð- ir. Stytting legutíma eigi sér ýmsar skýringar, m.a. tilkoma betri lyfja. Tækni hafi einnig fleygt fram á öðram sviðum auk þess sem við- horf lækna til sjúkrahússlegu hafi breyst. Matthías segir öra þróun í lyfjaframleiðslu hafa orðið til þess að við vissum sjúk- dómum, t.d. magasári, þurfi ekki lengur að skera uppheldur sé nú mögulegt að lækna þá með lyfjagjöf. Ný lyf, m.a. í meðferð geðsjúkdóma, hafi einnig orðið til þess að auðvelda meðferð og bæta líðan sjúklinga. Matthías telur hinsvegar að það sé of algengt að læknar ávísi nýjustu og dýrustu lyfjunum, jafnvel þótt vitað sé að eldri og ódýrari lyf geri svipað gagn. Betri verkan nýju lyfjanna sé ekki alltaf í samræmi Lyfjaskammturinn hefur hækkað um 73% Gísli J. Eyland, formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga, segir að hækkanir á greiðsluhlutdeild lyfja- kostnaðar komi eins og þrama úr heiðskíru lofti. „Lyfjaskammtur sem ég keypti í vikunni hefur hækk- að um 73% frá því fyrir breyting- una,“ segir Gísli. Margir hjarta- sjúklingar séu ellilífeyrisþegar og hann bendir á að lífeyrir þeirra auk- ist ekki í takt viðhækkanir á lyfjum eða öðram nauðsynjum. Hjarta- sjúklingar séu mjög háðir sínum lyfjum og því komi hækkanir TR sér afar illa. Sigríður Jóhannsdóttir, sem situr í stjórn félags sykur- sjúkra, segir að lyfja- kostnaður sykur- sjúkra hafi hækkað að undanförnu. Insúlín, sem er mikilvægasta lyfið sem sykursjúkir þurfa að nota, sé að vísu að fullu greitt af ríkinu, en Sigríður segir að sykursjúkir þjáist af ýmsum fylgi- kvillum sjúkdómsins, t.d. háum blóðþrýstingi auk þess sem þeir verða frekar fyrir sýkingum. Þau lyf þurfi þeir að greiða og því sé lyfja- kostnaður þeirra talsvert hærri en þeirra sem teljast heilbrigðir. Algeng geðlyf sögð hækka um allt að 30% ✓ Islenskur stjarneðlisfræðingur kannar tengsl gammageislunar og stjörnusprenginga Niðurstöður nýrra rann- sokna vekja athygli Dr. Gunnlaugur Bjarnason stjarneðlis- fræðingur kannar ásamt hópi evrópskra vísindamanna tilgátuna hvort rétt sé að gammablossar séu upprunnir á svæðum þar sem stjörnumyndun er virk. HÓPI evrópskra vís- indamanna hefur tekist að sýna með skýrari hætti en áð- ur fram á tengsl orkumikilla hrina gammageislunar sem menn hafa mælt undanfarin þijátíu ár og eiga upptök sín úti í geimnum og gífurlegra stjömusprenginga. Einn vísindamann- anna sem að rann- sókninni kemur er íslenskur og segir hann hér á ferðinni afar athyglisverðar niðurstöður. Gunnlaugur Bjömsson stjam- eðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands segir að niðurstöðurnar sem kynntar vora í gær séu aðeins forsmekkurinn að því sem koma skuli. Vísindamenn- irnir séu aðeins rétt byrjaðir að vinna úr þeim gögnum sem bor- ist hafi frá Hubble-sjónaukanum en þegar sé Ijóst að þau muni gefa mun ítarlegri upplýsingar en fyrirliggjandi eru. Segir hann að hér séu sennilega komnar sterkustu vísbendingarnar sem fengist hafi um tengsl gamma- blossa við stjörnusprengingar. Nálæg vetrarbraut og því heppileg til rannsókna Gunnlaugur segir rannsóknir vísindamannanna, sem flestir koma frá Danmörku, ganga út á að útskýra upptök hinnar orku- miklu gammageislunar sem vís- indamenn hafa undanfarna ára- tugi orðið varir við að eiga sér stað úti í geimnum nánast á hverjum degi en svo virðist sem geislamir myndist þegar massa- miklar stjörnur springa. Eitt af því fyrsta sem menn hafi séð frá þessum sprenging- um hafi verið hrina af gamma- geislum sem stóð jafnan í eina til tvær mínútur. Undanfarin tvö ár eða svo hafi mönnum hins vegar tekist að greina einnig sýnilega glampa frá sprengingunum og þá hafi komið í ljós að þessir glampar eru staðsettir í gríðar- legri fjarlægð frá okkar vetrar- braut. Frá því að þessi uppgötv- un var gerð hafa menn kerfisbundið verið að leita sýni- legra glampa frá slíkum spreng- ingum, að sögn Gunnlaugs, og hafa nú fundist tæplega tuttugu slíkir sýnilegir glampar. Tóku Gunnlaugur og hópur nokkurra annarra vísindamanna sig til í vetur sem leið og sóttu um tíma á Hubblessjón- aukanum, sem er á braut um jörðu, til að skoða uppranastað þessara sýnilegu glampa betur. Gunnlaugur segir að vetrar- brautin sem vísindamennirnir hafa nú verið að skoða sé merkileg fyrir þá sök að hún sé miklum mun nær en aðrar sem kannaðar hafa verið og því sé hægt að skoða smáatriðin í henni mun betur. Þannig geta þeir m.a. betur séð hvort sú tilgáta er rétt að gammablossar séu upprannir á svæðum þar sem stjörnu- myndun er virk. Seg- ir Gunnlaugur stað- festingu fást á þessu með myndunum frá Hubble því það sé al- veg greinilegt að blossinn sem hér um ræðir hafi átt upptök sín í stjörnuþyrpingu í þessari tilteknu vetrarbraut og sjá megi af lit stjarnanna að þær hafi allar tiltölulega nýlega orðið til. Tæki til að skoða sljörnumyndanir Gunnlaugur segir samvinnu vís- indamannanna hafa staðið undan- farin tvö ár eða svo. Dönsku vís- indamennirnir era flestir sér- fræðingar í mælingum og úr- vinnslu en bakgrannur Gunnlaugs er fræðilegur og kveðst hann eink- um hafa lagt af mörkum til sam- starfsins túlkun mælinganna og myndanna sem teknar hafa verið með Hubblessjónaukanum. Gunnlaugur segir að þeir hafi ákveðið að hefja ekki mælingarn- ar fyrr en að minnsta kosti ár var liðið frá gammablossanum og sýnilega glampanum frá honum. Vildu vísindamennirnir þannig vera vissir um að glampinn frá sprengingunni væri orðinn nógu daufur til þess að hann yfirgnæfði ekki Ijósið frá vetrarbrautinni sjálfri sem hann er uppranninn í enda beinist áhuginn nú að eigin- leikum vetrarbrautanna sjálfra. Er sú athugun liður í því að átta sig á því við hvers konar aðstæður slíkir atburðir verða. Hefur komið í ljós, að sögn Gunnlaugs, að þær vetrarbrautir, þar sem þessar gríðarlegu sprengingar verða, eru flestar af- ar fjarlægar og því í raun verið að horfa mjög langt aftur í tímann allt aftur til þess tíma þegar stjörnumyndun var mjög virk. Þessi fyrirbæri virðist því tengj- ast sögu stjörnumyndunar í þess- um tilteknu vetrarbrautum beint. Segir Gunnlaugur að það sé öragglega framtíðarrannsóknar- efni í þessum fræðum að reyna að nota gammablossana og sýnilegu glampana frá þeim sem tæki til að kortleggja sögu stjörnumyndunar í alheiminum. Dr. Gunnlaugur Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.