Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 8

Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrfmsson utanríkisráðherra á sambandsþingi SUF Efasemdir um að EES-samn- ingur standist stjórnarskrá HALLDÓR Ásgrímsson, uianrflds- ráðherra og formaður Framsóknar- Svona rólegan æsing ormarnir mínir, þetta smá potast. ' BMRi m - 577 I 1 ■' % E ra-s. 8 TPjjIfWwYá » \ m m ■jupl fls ' H "*** i H » •• Leikur í höndunum á krökkunum í fríinu Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon.. tölvuleikir sem eru gerðir fyrir Game boy leikjatölvurnar. Aragrúi af sérkennilegum skrímslum berjast við öflugt óvinalið og öðlast aukna haefileika við hverja raun. Hægt er að skiptast á skrímslum milli tölva þannig að til að verða góður í Pokémon er um að gera að vera í sambandi við aðra sem spila leikinn. Mikill fjöldi leikja á fínu verði Stöðupróf í boði hjá Hl Prófín eru nafnlaus Sigríður Þorvaldsdóttir UM ÞESSAR mund- ir býðst fólki að taka stöðupróf í fjórum tungumálum, ensku, spænsku, ítölsku og hollensku, í tungumála- miðstöð Háskóla Islands sem er staðsett í kjallara Nýja Garðs. Þær María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, íslensku- kennarar við HÍ, sjá um þessi stöðupróf. Sigríður var spurð hver væri til- gangurinn með þessu til- boði? „Ætlunin er með þessu að fólk geti metið mála- kunnáttu sína. Þetta er evrópskt verkefni, dia- lang, sem hefur verið unn- ið að í fjórtán Evrópu- löndum undanfarin ár. Verkefnið er styrkt af Evrópu- ráðinu og gengur út á að semja próf í fjórtán Evrópumálum. Is- lenskan er þar á meðal. Þess má geta að hvergi er um móðurmáls- próf að ræða heldur er verið að meta kunnáttu í erlendum mál- um. í lokagerð verkefnisins, sem áætluð er eftir um það bil tvö ár, verða þessi próf öll aðgengileg á Netinu fyrir hvern þann sem áhuga hefur á vita hvernig hann stendur í erlendum málum. Þetta getur komið sér vel fyrir þá sem ætla til dæmis í nám erlendis eða ætla að fara utan til starfa. Hin endanlega gerð prófsins er þann- ig að þátttakendur fá niðurstöður í öllum prófþáttum og þessir prófþættir eru ritun, lestur, hlustun, orðaforði og málfræði og leiðbeiningar um hvemig þeir geti öðlast frekari færni í málinu. Markmiðið með þessu er líka að þetta verði áreiðanleg próf. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að fá þátttakendur í próf- ið núna til að hægt sé að staðla prófin. Þetta er ekki endanleg gerð prófanna sem er núna í boði.“ - Hvers vegna völduð þið ensku, spænsku, ítölsku og hol- lensku fyrír íslenska þátttakend- ur? „Við völdum það ekki sjálfar heldur var það ákveðið af þeim sem stjórna verkefninu í Evrópu. Næsta ár, 2001, verður ár tungu- mála í Evrópu og þá er markmið- ið að koma með próf í dönsku, sænsku, frönsku og þýsku snemma árs og síðan koma þau mál sem eftir eru seinna á því ári, þ.e. gríska, íslenska, portúgalska, írska og norska. Þess má geta að prófið í íslensku mun koma sér vel fyrir þá sem eru að fást við að kenna útlendingum íslensku. Þá er hægt að meta nemendur nokk- uð vel í þessum fimm þáttum og einnig að fylgjast með framvindu námsins.“ - Hvernig er málakunnátta Is- lendinga? „Það fer eftir því við hvað er miðað. Hitt er svo annað að Is- lendingar sjálfir eru nokkuð ánægðir með t.d. enskukunnáttu sína.“ -Á þetta við um alla aldurshópa? „Þetta á einkum við um yngra fólk, sjálfri finnst mér unglingar nú til dags, sem nota tölvur mikið, hafa náð nokkuð góðri færni, allténd mið- að við hvernig maður var sjálfur." - Telur þú að bæta þurfí tungumálakennslu í skólum landsins? „Ég held að það megi leggja meiri áherslu á tungumál á öllum skólastigum. Það er einmitt eitt af því sem tungumálamiðstöð há- ► Sigríður Þorvaldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. aprfl 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og BA-prófi frá Háskóla Islands í almennum málvísindum og ís- lensku árið 1985. Hún hefur starfað aðallega við íslensku- kennslu fyrir útlendinga við HI og er það hennar aðalstarf. Mað- ur Sigríðar er Sverrir Tómasson bókmenntafræðingur sem vinn- ur á Stofnun Árna Magnússonar og eiga þau samtals fjögur böm, þar af tvö uppkomin. skólans fæst við, að bjóða nem- endum háskólans í öllum grein- um, t.d. viðskiptafræði, lögfræði og fleira, upp á tungumálanám sem er þá miðað að þörfum þeirra. Kannski mættum við líka byrja fyrr að kenna tungumál í grunnskólum." - Er tungumálanám mjög nauðsynlegt? „Já, á þessum tímum þegar allt á að vera hagnýtt þá er tungu- málanám sannarlega í þeim flokki. I alþjóðavæðingunni og hinum auknu samskiptum milli landa og þjóða eru tungumál auð- vitað lykilatriði. Þetta á ekki bara við um þá sem fara í nám heldur um alls konar störf þar sem menn þurfa að hafa samskipti við aðila í öðrum löndum.“ - Hvernig fer þetta stöðupróf fram sem veríð er að bjóða upp á núna? „Það er eingöngu hægt að taka þessi próf núna í tungumálamið- stöð HI, en í framtíðinni verður hægt að taka þau heima í tölvu. Prófin eru tekin á tölvu, þau eru að mestu leyti krossapróf og í byrjun fer fram sjálfsmat þar sem þátttakendur meta færni sína í viðkomandi máli með því að krossa við fullyrðingar sem eiga við þeirra kunnáttu. Prófið sjálft í því tungumáli sem þátttakendur hafa valið byrjar á orðaforða- prófi, þar sem þátttakendur eiga að merkja við orð og segja til um hvort um er að ræða raunveruleg orð í málinu eða ekki. Síðan hefst hið eiginlega próf og það er tilviljunarkennt í þessari gerð í hvaða þætti menn eru prófað- ir. Sumir eru prófaðir í ritun, aðrir í hlustun, enn aðrir í orðaforða eða málfræði o.s.frv. Allt er þetta nafnlaust, þátttak- endur fá númer og ekki hægt að rekja hver tekur prófið og engin kemst í gögnin. Prófið tekur klukkutíma. Þeir sem hafa áhuga á að leggja vísindum lið geta haft samband við mig eða Maríu í síma 525-4205 eða Tungumála- miðstöð HÍ í síma 525-4593. Markmiðið að til verði áreiðanleg próf, aðgengi- leg á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.