Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ r^7T7w7T7T77TT?iTT7T7HTT^H7ifTfí777Tr"l,^^—** Brottkast ætíð verið stundað lll!IIPIIIPnil11111'1"' w- ^ rv Alltaf að vera með hjálm kúturinn minn þegar þú ert að leika þér nálægt sjónum. Sprengja nærri sendi- ráði Islands í París SPRENGJA fannst á mánudags- morgun skáhallt á móti íslenska sendiráðinu í París. Sprengjunni hafði verið komið fyrir við ráðstefnu- hölll við hótel Rafael milli klukkan sjö á laugardagskvöld og sjö á mánu- dagsmorgni að því er fram kom í írönskum fjölmiðlum. Að sögn Sig- ríðar Snævarr, sendiherra íslands í París, var götunni, sem sendiráðið stendur við, lokað er sprengjan fannst. Sagði Sigríður að sprengjan hefði sennilega verið um 30 metra frá sendiráðinu. Sprengjan hafði verið stillt þannig að hún ætti að springa aðfaranótt mánudags. Að sögn lögreglu voru 24 túpur af dínamíti í sprengjunni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á að hafa komið sprengjunni fyrir. Hryðjuverkadeild frönsku lög- reglunnar rannsakar málið. Vaknaði á elleftu stundu í eldsvoða TVEIR björguðust á elleftu stundu út úr eldsvoða í íbúð á fimmtu hæð á Hverfisgötu 39 um kl. 3 aðfaranótt miðvikudagsins. Kona og maður bjuggu í íbúðinni. Konan vaknaði og varð vör við mikinn reyk á salerninu sem er af- lokað frá svefnherbergi. Mikill eld- ur og kófreykur var í stofunni. Konunni tókst að vekja manninn og komust þau út úr íbúðinni við illan leik. Þeim tókst að komast fram á stigagang og láta nágranna vita og gera slökkviliðinu aðvart. Eldur logaði út um glugga íbúðar- innar þegar slökkvilið kom á stað- inn og voru þrjár efstu hæðir húss- ins rýmdar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu mátti ekki á tæpara standa á neinu stigi málsins. Kon- an og maðurinn voru flutt á slysa- deild með snert af reykeitrun. Enginn reykskynjari var í íbúð- inni. Eldur komst ekki í aðrar íbúðir en verulegt tjón varð þar sem eldurinn kom upp. Óljóst er um upptök eldsins. Haldið Skipverjar á Þórði Jónassyni komu til Akureyrar úr Sfldarsmugunni á þriðjudag. Þeir stöldruðu þó ekki Morgunblaðið/Rúnar Þór á miðin lengi við því eftir að búið var að skipta um nót í snatri var haldið á loðnumiðin við Langancs. Maður umhverfisráðuneytis í Brussel Fylgist með EES-málum Hermann Sveinbjörnsson Akveðið hefur verið að Hermann Sveinbjömsson, forstjóri Hollustuverndar rfldsins, fari til starfa á vegum umhverfisráðuneyt- isins til Brussel. Hann var spurður hver yrðu verkefni hans þar. ,M fylgjast með þeim tilskipunum og reglugerð- um og öðru slflm sem fellur undir verksvið umhverfis- ráðuneytisins sem fylgir aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Þá er verið að tala um mál á sviði umhverfismála í víðasta skilningi, þar með bæði mengunarvamir, náttúru- vemdarmál og skipulags- mál. Einnig er á verksviði umhverfisráðuneytis öll lög og reglugerðir sem snúa að ör- yggi matvæla.“ - Hvaða málaflokkar snerta okkur mest hér? „Það er mjög mikill þungi varð- andi tilskipanir sem tengjast eitur- efnum og einnig era íjölmargar til- skipanir varðandi mengunarvamir og ýmsa þætti sem snerta þær sem oft fela í sér kröfur til atvinnulífs og sveitarfélaga og ýmsar kvaðir á opinberar stofnanir varðandi eftir- Iit, mælingar og vöktun. Einnig era fjölmargar tilskipanir varð- andi öryggi matvæla sem taka þarf upp sem íslenskar reglugerðir hér á landi. Segja má, hvort sem okkur líkar betur eða ver, þá er stefnan í Evrópu og kröfumar varðandi þessa málaflokka að yfirgnæfandi leyti mótaðar í Brassel í dag.“ - Stangast margar tilskipanir EES á við okkar gömlu reglur? ,JIei, ég get ekki séð það. I sum- mn tilvikum era kröfumar þó mun betur skilgreindar en verið hefur og þær settar í tímaramma sem hefur orðið til þess að hlutimir hafa gerst hraðar hér en ella hefði orðið, þar á ég sérstaklega við úr- bætur í sorp- og fráveitumálum.“ - Verðum við að fara eftir öllum tilskipunum frá Brussel? „Já, þetta er lfldega í dag okkar mikilvægasti samningur um al- þjóðlegt samstarf í þessum mála- flokkum því þarna er um að ræða lagalega bindandi tilskipanir sem íslendingar era skuldbundnir að hrinda í framkvæmd í samræmi við samning sinn við Evrópusam- bandið um evrópska efnahags- svæðið. Til að fylgjast með að ákvæði EES-samnings séu virt er starfrækt svokölluð eftirlitsstofn- un EFTA (Efta Surveillance Auth- ority) sem gerir reglubundna út- tekt á stöðu mála og ber fram kvartanir eða kærur ef um van- efndir er að ræða. Vegna þess að Islendingar eiga ekki pólitíska að- ild að stjóm Evrópusambandsins þá eiga íslenskir stjómmálamenn ekki hlut í að móta stefnu og reglu- gerðir í þessum málaflokkum. Sú staðreynd felur í sér að ákveðinn hlekk vantar til að tengja þessi mál inn í stjómmálaumræðuna á ís- landi og veita þessum málum eðli- legt brautargengi með eftirfylgni." - Hve lengi höfum við haft mann í þessu starfi í Brassel? „Þetta er staða sem hefur um fimm ára skeið verið skipt á milli umhverfisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis þannig að ráðuneytin hafa haft 50% af starfi mannsins hvort. En nú með haustinu hefur verið ákveðið að umhverfisráðuneytið hafi mann þama í fullu starfi.“ - Hvers vegna? „Það er ekki einkennilegt í ljósi ► Hermann Sveinbjörnsson fæddist 19. maí 1951. Hann lauk stúdentsprófí 1971 frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. BS- prófi í líffræði lauk hann frá Há- skóla Islands, mastersprófi í um- hverfisfræðum frá Miami University Oxford Ohio og dokt- orsprófi í umhverfishagfræði frá The Johns Hopkins University í Baltimore árið 1982. Hann hefur starfað sem deildarstjóri í iðnað- arráðuneytinu, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, við sjálf- stæð ráðgjafastörf, sem fram- kvæmdastjóri og nú forstjóri Hollustuverndar ríkisins. Her- mann á þijú börn, Vigdísi Maríu 10 ára, Kristínu Onnu 12 ára og Benedikt Hermann 20 ára. þess að á verksviði umhverfisráðu- neytis er lfldega um einn þriðji þeirra Evróputilskipana sem lög- festar hafa verið á Islandi í krafti EES-samningsins. Starfsmaður- inn mun fylgjast með undirbúningi og mótun tilskipana á þessu sviði, ekki síst þeirra sem snerta ís- lenska hagsmuni. Starfið felur þannig bæði í sér að upplýsa og kynna réttum aðilum á réttum tíma um framkæmd þeirra tilskip- ana sem falla undir verksvið um- hverfisráðuneytisins og þær kvað- ir og afleiðingar sem þær hafa bæði fyrir opinbera aðila og at- vinnulífið. I vissum tilvikum mun fulltrúi umhverfisráðuneytisins reyna eftir fremsta megni að hafa einhver áhrif á gang mála, ekki síst ef þörf er á að kynna eða taka tillit til sérstöðu íslands eða móta að- lögunarákvæði vegna séríslenskra aðstæðna.“ - Hvemig leggst í þig að fara til Brassel? „Mjög vel með hliðsjón af því að stefnan í dag er mótuð í þessum málaflokkum að langmestu leyti á vegum Evrópusambandsins. Einnig skiptir miklu máli að send- iráð íslands í Brassel er það öflug- asta sem Islendingar reka erlendis og líklega það eina sem er í líkingu við sendiráð stærri þjóða, þ.e. deildaskipt eftir mála- flokkum. Ég hef komið nokkrum sinnum til Brassel og miðborgin er afskaplega lífleg og byggir á gömlum merg, einnig hefur mér virst Brassel vera höfuðborg matargerðarlistarinnar í jafnvel ríkari mæli en París. Þá er Brassel vel staðsett í Evrópu og auðvelt að fara til annarra staða sem gerir dvölina þar spennandi að mörgu leyti. Yfirleitt er um þriggja ára tímabil að ræða til að byrja með svo ég verð þarna að minnsta kosti næstu þijú árin. Hvort sem okkur líkar betur eða ver er stefnan mótuð í Brussel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.