Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Halldór Árnason, Dóri skó, lokar skósmíðaverkstæðinu eftir hartnær 40 ár Morgunblaðið/ Rúnar Þór Dóri skó keypti vélar sinar nýjar árið 1953 og ekki er nýjungagirninni fyrir að fara hjá honum því hann hefur ekki séð ástæðu til að skipta þeim út fyrir nýjar. Akureyrarmeistari í sleggjukasti Þrátt fyrir að engin finnist kaffi- stofan á skósmíðaverkstæðinu hef- ur fjöldi manns jafnan lagt leið sín þangað og fengið sér sopa með Dóra skó, en hann segist hafa rekið nokkurs konar dvalarheimili fyrir félaga sína og vini. „Konan spurði stundum hvort eitthvað hefði verið að gera hjá mér þann daginn og já, mikil ósköp, ég gat sagt henni að ég hefði tvisvar hellt upp á könnuna." Helsta áhugamál Dóra skó eru íþróttir en á yngri árum æfði hann frjálsar íþróttir og hann taldi að Akureyrarmet sitt í sleggjukasti frá árinu 1951 stæði enn óhaggað, „en það kemur ekki til af góðu, það hefur enginn hér lagt út í þessa grein síðan.“ Hann er Þórsari fram í fingurgóma þannig að dótturson- um hans, Sigurpáli Áma og Geir Aðalsteinssonum, þótti vissara að spyrja afa gamla hvort honum stæði á sama þegar þeir gengu til liðs við KA á sínum tíma. í dagvistun á blikksmíðaverkstæði Dóri skó segist siðustu þrjú ár hafa verið í dagvistun hjá Oddi syni sínum á Blikkrás og hyggst halda áfram að vera þar. „Ég helli upp á, sópa gólfið og brúka svolítinn kjaft, en það þarf nú ekkert að koma fram,“ sagði hann um helstu verk- efni sín í dagvistinni. „Ég er ánægður með lífið þó að það hafi ekki alltaf verið dans á rós- um, það hefur gengið nærri manni annað slagið, því er ekki að neita. Ég hef aldrei orðið ríkur, en haft nóg fyrir mig og mína þannig að ég er sáttur við tilveruna." Einn af fastakúnnunum, Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, með siðasta skóparið sem Dóri skó gerir við fyrir hana, en að launum fyrir góða þjónustu færði hún honum geisladisk sem hún söng inn á. Ég hef alltaf lifað á konum,“ seg- ir Dóri skó og útskýrir það þannig að gullaldarárin í skóviðgerðunum hafi verið á árunum um og eftir 1960 þegar háu og mjóu hælarnir voru í tísku á kvenskóm. „Þeir reyndust afar illa, voru alltaf að brotna, sem kom sér einkar vel fyr- ir mig. Ég var að vinna hér alla daga frá 7 á morgnana til 10 á kvöldin. Þetta var gullnáman mín,“ segir Dóri skó, en árið 1965 fann einhver upp á því að sefja stálnagla í hælana sem varð til þess að hæl- amir héldu betur. „Ég hef aldrei átt mikið af pen- ingum, en samt nóg fyrir mig og mína,“ sagði Dóri skó, en hann og kona hans, Sigríður Kristjánsdótt- ir, Sigga í Bót, sem er nýlega látin, eignuðust 6 böm. Hann segir skótauið nú til dags allt annað en var, „það er svo leiðin- leg^t að það er varla hægt að gera við það, svo gengur fólk líka mikið í strigaskóm sem það svo hendir. Skór eru líka ódýrari nú en þeir voru og fólki því ekki eins sárt um þá,“ sagði hann. „Ég hef alltaf verið heiðarlegur og sagt fólki hreint út ef ekki borgar sig að gera við skóna.“ Skósmiðurinn segist að sjálfsögðu eiga verðskrá uppi á vegg hjá sér, „en ég horfi sjaldnast á hana þegar ég er að verðleggja viðgerðirnar," sagði hann enda al- inn upp hjá Oddi skóara sem ekki þótti dýr á sinni tíð. „Hann var nú alveg staðnaður hvað verðið varð- ar, hjá honum var í gildi verðskrá sem ég held að hljóti að hafa verið síðan fyrir stríð." Bókmenntavaka á Listasumri Dagskrá helguð Kristjáni frá Djúpalæk „ÚR víngarðinum" er yfirskrift bókmenntavöku sem flutt verð- ur í Deiglunni í kvöld, föstu- dagskvöldið 30. júní, og hefst kl. 20.30. Hún er á vegum Listasumars á Akureyri. Dagskráin er helguð Krist- jáni frá Djúpalæk og saman- stendur af ljóðalestri, söng og hugleiðingum. Umsjónarmaður er Erlingur Sigurðarson. Hug- leiðinguna flytur Kristján Kristjánsson prófessor. Jóhann Smári Sævarsson syngur ein- söng við undirleik Elínai’ Hall- dórsdóttur. Aðgangur er ókeypis. Ferðafélagíð Blámanns- hattur og Bildsárskarð TVÆR ferðir verða á vegum Ferðafélags Akureyrar á morgun, laugardaginn 1. júlí. Annars vegar verður gengið á Blámannshatt og hins vegar yf- ir Bíldsárskarð. Einnig verða tvær ferðir í boði á vegum félagsins laugar- daginn 8. júlí næstkomandi, en þá verður gönguferð á Trölla- fjall á dagskránni og einnig dagsferð til Grímseyjar. Siglt verður með Sæfara báðar leiðir og gengið um eyjuna með leið- sögn. Skrifstofa ferðafélagsins er opin virka daga frá kl. 16 til 19. Söguganga um Oddeyri SÖGUGANGA um Oddeyri á vegum Minjasafnsins á Akur- eyri verður á sunnudag, 2. júlí. Mæting er við Gránufélags- húsin, Strandgötu 49, kl. 14. Gengið verður um elsta hluta eyrarinnar og saga byggðar- innar og húsanna rakin. Leið- sögumaður verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir safnvörð- ur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. A Minjasafninu eru nýjar sýningar um sögu Akureyrar og Eyjafjarðar. Safnið er opið alla daga frá kl. 11 til 17 auk þess sem opið er til kl. 21 á miðvikudagskvöldum. Hef alla tíð lifað á konum „ÉG HEF alla tíð verið maður sem ekki getur verið kyrr. Hef aldrei kunnað við að gera ekki neitt,“ sagði Halldór Ámason, skósmiður á Akureyri í áratugi, en hann hefur frá 13 ára aldri aldrei verið kallað- ur annað en Dóri skó. Hann er nú að hætta störfum, lokar „sjopp- unni“ í dag, föstudag en hann hefur gert við skó Akureyringa og nær- sveitarmanna í hartnær fjóra ára- tugi og þau skipta tugum þúsunda skópörin sem hann hefur farið höndum um. Hann ákvað fyrir Ijöldamörgum árum að loka verk- stæði sínu árið 2000. Halldór fór á tfunda ári sem kúasmali til Odds Jónssonar á Steinsstaði í Öxnadal, en hann starfaði sem skósmiður á Akureyri og var þekktur maður í bæjarlífinu á árum áður. „Ég var hjá honum al- veg eftir það, þar til ég fór sjálfur að búa. Oddur var í fyrstu með skósmíðaverkstæði á Akureyri á vetuma þegar minna var að gera í búskapnum, en fjölskyldan flutti í bæinn árið 1946 og rak hann þar verkstæði. Dóri skó nam iðnina hjá þessum fóstra sínum og starfaði hjá honum um tíma. Hann rak einnig eigið verkstæði, m.a. í Strandgötu bæði nr. 13 og 15, en tók svo við skósmíðaverkstæði Odds við Brekkugötu 13 þegar hann hætti 1978 og hefur verið þar siðan. „Ég hef nú reyndar ekki starfað við skósmíðina alla mína ævi, var á sjó um tíma, bæði á togurum Útgerð- arfélags Akureyrar og á sfldar- bátnum Garðari og kunni betur við það, það var miklu meira að gera. Ég kunni ekki við þessar 6 tíma vaktir á togumnum, mér hund- leiddist á frívaktinni þegar ekkert var að gera,“ sagði Dóri skó. Hann starfaði einnig um tíma við fiskiað- gerð hjá Kristjáni Jónssyni og einn- ig var hann starfsmaður í Krossa- nesi á tímabili. Horfir sjaidnast á verðskrána Hann keypti nýjar vélar á skó- smíðaverkstæði sitt árið 1953 og hefur notað þær alla tíð síðan, ekki séð ástæðu til að skipta þeim út enda öndvegisvélar. „Ég er alda- mótamaður, þetta voru góðar vélar og hafa dugað vel, þetta var topp- urinn ’53. Fjörleg helg'i á Hólum í KVÖLD, föstudaginn 30. júní, verða haldnir tónleikar í Hóladóm- kirkju í Hjaltadal. Gunnar Gunnars- son, orgelleikari og Sigurður Flosa- son, saxófónleikari, flytja sálma- spuna. Eftir tónleikana verður kyrrðarstund í umsjón Bolla Péturs Bollasonar. Laugardaginn 1. júlí er síðan boðið upp á fjölskylduhátíð á Hólum. Há- tíðin hefst kl. 13 og verður boðið upp á stígvélakast, svampakast, reiptog og minigolf, auk þess sem teymt verður undir bömum. Kl. 14 veita líf- fræðingar innsýn í starf sitt á Hólum og kl. 14:30 verður ratleikur um Hólastað. Hálftíma síðar sér gleði- dúettinn Hundur í óskilum um fjörið. Fjölskyldukaffi verður síðan á veitingastaðnum, Undir Byrðunni. Fjórir menn dæmdir í Héraðsddmi Norðurlands eystra Fangelsi í 4 mánuði vegna fíkni- efnabrots, fjársvika og þjófnaðar KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fjögurra mán- aða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og brot á hegning- arlögum, fjársvik og þjófnað. Tvítugur karlmaður var einnig dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, en frestun refsingar var bundin því skilyrði að hann sæti á skilorðstím- anum sérstakri umsjón sem Fangelsismálastofnun ríkisins var falin umsjón með. Þriðji maðurinn í hópnum var dæmur til sektargreiðslu, 75 þúsund krónur, en 16 daga fangelsi verði sektin ekki greidd innan tilskilins tíma. Þá var rúmlega tvítug- ur karlmaður dæmdur til 120 þúsund króna sekt- argreiðslu eða 22 daga fangelsi verði sektin ekki greidd á tilskildum tíma. Þeim sem þyngsta dóm- inn hlaut var einnig gert að greiða rúmlega 60 þús- und krónur í skaðabætur til leigubílstjóra á Akur- eyri og til Hótels Ólafsfjarðar. Tveimur hinna í hópnum var einnig gert að greiða manni í Ólafsfirði skaðabætur að upphæð tæplega 50 þúsund krónur. Þrír mannanna voru ákærðir fyrir fíkniefnabrot með því að hafa keypt um 40 grömm af hassi í Reykjavík sem þeir fengu sent með flugi til Akur- eyrar þar sem þeir seldu hluta af efninu, en voru með um 33 grömm þegar lögregla handtók þá. Einn mannanna var einnig ákærður fyrir fjársvik, með því að hafa fengið leigubflstjóra til að aka sér frá Ákureyri til Ólafsfjarðar án þess að eiga pen- inga til að greiða aksturinn, en hann stakk bílstjór- ann af þegar þangað var komið. Tveir mannanna voru ákærðir fyrir þjófnað, en þeir brutust inn í Radióvinnustofu á Ólafsfirði og stálu þaðan tækj- um. Þá braust einn þeirra inn í Hótel Ólafsfjörð, þar sem hann stal peningum, vindlingum og áfengi, auk þess sem hann vann skemmdarverk við versl- un Shell í Ólafsfirði. 11 refsidómar á fjórum árum Mennimir játuðu allir sakarefni fyrir dómi. Sá sem hlaut þyngsta dóminn hefur frá árinu 1996 hlotið 11 refsidóma, fyrir þjófnað, fjársvik, líkams- árás, nytjastund, umferðarlagabrot og brot á lög- um um ávana- og fíkniefni, m.a. hlaut hann dóma í nóvember, desember, febrúar, mars og síðast 20. júní síðastliðinn. Brotin sem dæmt var fyrir nú voru framin á tímabilinu frá nóvember til febrúar. Manninum var því dæmdur hegningarauki, en hann gerðist sekur um fjársvik, þjófnað, skemmd- arverk, ólögmæta meðferð á fíkniefnum og sölu til ungmenna. Félagar hans í þessu máli hafa einnig allir hlotið nokkra dóma, m.a. vegna þjófnaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.