Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sómi Islands
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR íslend-
inga var sólríkur og fagur í Berlín og
naut fjöldi íslendinga gestrisni
sendiherrahjónanna,
Ingimundar Sigfússon-
ar og Valgerðar Vals-
dóttur, sem hafa aukið
hróður íslands á síð-
ustu árum með per-
sónutöfrum sínum og
vingjamlegheitum.
Meðal gesta á glæsi-
legu heimili hjónanna
_ yoru nemendur í 7. og
8. bekk í Hafralækjar-
skóla í Aðaldal og voru
þeir kurteisin uppmál-
uð og ungu kynslóðinni
til sóma. Degi áður
höfðu krakkamir verið
fulltrúar íslands á ráð-
stefnu um tóbaksvarnir
meðal 14 Evrópuþjóða sem tóku þátt
í Evrópusamkeppni meðal reyk-
lausra bekkja. Alls tóku 324 reyk-
lausir bekkir þátt í samkeppninni á
íslandi og þurftu þeir að staðfesta
reykleysi nemenda reglulega og
senda inn tillögur eða framlag til
tóbaksvama til að eiga möguleika á
að komast á ráðstefnuna í Berlín.
Fjöldi góðra tillagna barst og var
-*Wregið úr þeim sem þóttu skara fram
út. Aðeins 8% brottfall varð á ís-
landi, lægra en í nokkru öðru Evr-
ópulandi, en bekkir duttu úr keppn-
inni ef einn nemandi byrjaði að
reykja.
Það tók ferðalangana tæpan sólar-
hring að ferðast frá Aðaldal til Ber-
línar með viðkomu í Keflavík og
Kaupmannahöfn. Pútín, forseti
Rússlands, átti erindi til Berlínar á
sama tíma og krakkamir en það
gerði það að verkum að rútan frá
-oÉlugvellinum í Berlín var um 100
mínútur að aka leið sem tekur alla
jafna 20 mínútur. í Berlín var strax
boðið upp á skemmtisiglingu með
hátíðarkvöldverði en að svo búnu
skriðu börnin með lúin bein í rúmið.
Því miður áttu frönskumælandi
krakkar margt ósagt langt fram eftir
nóttu og sumir þeirra kusu að skipt-
ast á skoðunum og hlaupaskóm á
göngum hótelsins við
lítinn fögnuð gesta.
Aðeins fjórir krakk-
ar úr Aðaldalnum
höfðu áður farið til út-
landa og sum aldrei
stigið upp í leigubíl og
vora því mörg fram-
andi og spennandi
skref stigin á hveijum
degi. Gist var á einu
glæsilegasta hóteli
Berlínar og var
ánægjulegt að sjá
hversu vel 300 nemend-
ur frá 14 ólíkum þjóð-
löndum náðu saman -
að litlu næturbrölti
undanskildu. Að lok-
inni fjögurra daga dvöl höfðu ýmsir
án efa lært nytsamlegar setningar á
ólíkum tungumálum! Og skipst á
heimilisföngum.
Hver þjóð þurfti að kynna framlag
sitt tii tóbaksvama á ráðstefnunni og
var mismikið lagt í þá kynningu. Öll-
um bar þó saman um að framlag ís-
lensku ló’akkanna hefði verið landi
og þjóð til sóma, hnitmiðað, vel orðað
og áhugavert. Samhliða stuttri kynn-
ingu á landi og þjóð sýndu krakkarn-
ir stakar slides-myndir á breiðtjaldi
þar sem eldur og ís nutu sín vel. Eins
og mörgum er kunnugt er mikil
gróska í tónlistarlífi í Hafralækjar-
skóla og kom það glöggt í ljós í
Berlín þegar krakkarnir léku á
hljóðfæri og sungu framsamið lag og
texta gegn tóbaksnotkun. Það er síð-
ur en svo hlutdrægt að segja að að-
eins framlag tveggja annarra þjóða
var jafn gott og okkar.
Að ráðstefnunni lokinni gafst
krökkunum kostur á að læra kín-
verskan dans, funk eróbikk, líkams-
málun, líkamstjáningu og fleira
áhugavert. Um kvöldið var svo stiginn
dans en sumir kusu að horfa á fóta-
fima knattspymumenn í sjónvarpinu.
Þorgrímur
Þráinsson
Tóbaksvarnir
Vinningshafar í Evrópu-
samkeppni meðal reyk-
lausra bekkja, 7. og 8.
bekkur Hafralækjar-
skóla í Aðaldal, segir
Þorgrímur Þráinsson,
komu, sáu og sigruðu á
ráðstefnu um tóbaks-
varnir í Berlín.
Á meðan Suðurlandsskjálfti skók
Island brostu íslensku krakkamir
framan í misfögur dýr í dýragarði
sem var heill heimur út af fyrir sig.
Að kvöldi þess dags fóra fulltrúar
þjóðanna saman í skemmtigarð þar
sem boðið var upp á fjölbreytta leiki
og gott nesti. Þess má geta að strák-
amir frá Wales skoraðu á íslensku
strákana í fótbolta og svitnuðu kapp-
arnir vel í kvöldsólinni. Færa þurfti
fótboltavöllinn í tvígang þar sem
ástfangin pör tóku sér bólfestu
skammt frá marki íslenska liðsins en
það háði strákunum ekki því þeir
rúlluðu yfir Walesveija, 5:0. Og
sýndu sumir snilldartakta.
Á brottfarardaginn fór íslenski
hópurinn í stutta skoðunarferð enda
margt merkilegra bygginga í Berlín.
Sumir keyptu sér hermannahúfur,
aðrir babúskur og enn aðrir
skemmtilega minjagripi.
Að svo búnu tók við tæplega sólar-
hringsferð norður í Aðaldal með við-
komu í Köben og Keflavík. Þessi
Berlínarferð mun tæplega líða
krökkunum úr minni en svo mikið er
víst að þeir vora glæsilegir fulltrúar
íslands á öllum sviðum. Framtíðin er
þeirra.
Þess má geta að Evrópusam-
keppnin verður haldin öðra sinni á
íslandi á næsta skólaári.
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar.
Krakkarnir úr Hafralækjarskóla spölkorn frá ráðstefnusalnum í Berlín.
Anna Harðardóttir kennari (t.v.) og Robert Faulkner tónlistarkennari
stóðu sig frábærlega sem fararstjórar og færðu fulltrúum allra landa
1000 ára gamla hraunmola á tréplatta. Með Robert í för var eiginkona
hans, Juliet Faulkner.
Að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu var öllum smalað á sviðið og tók hóp-
urinn undir með Tom Jones í laginu „Sex bomb“. íslensku krakkarnir
eru fremst á myndinni.
F0RMULAN A
COTT FÓLK McCANN-ERICKSON SlA 9648