Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fjögurra daga fundur samtaka
múslimaríkja í Malasíu
Múslímar
tileinki sér
nútímatækni
Elian Gonzalez veifar til skólafélaga sinna við komuna til Kúbu í gær.
Elian, sem forræðisdeila hefur staðið um sl. sjö mánuði, mun næstu vik-
ur aðlagast kúbversku þjóðfélagi á ný áður en hann sest á skólabekk.
Forræðisdeilunni lokið
Látlausar móttök-
ur við komu Elians
Kuala Lumpur. AP, Reuters, AFP.
MAHATHIR Mohamad, forsætis-
ráðherra Malasíu, sagði á fundi
samtaka múslímaríkja (OIC), sem
lýkur í dag, að múslímar yrðu að til-
einka sér nútímatækni, ella yrðu
þeir aftur undir í samkeppninni við
Vesturlönd. Hann gagnrýndi hins
vegar alþjóðavæðingu og varaði við
því að hún gæti breytt múslímaríkj-
unum í „bananalýðveldi".
Mahathir lét þessi orð falla þegar
hann setti fjögurra daga fund OIC í
Kuala Lumpur. Fundinn sitja um
þúsund fulltrúar 56 ríkja, þeirra á
meðal utanríkisráðherrar og fleiri
hátt settir embættismenn.
Forsætisráðherrann hvatti músl-
ímaríkin til að taka höndum saman
og sagði að ella væri hætta á að þau
heltust úr lestinni á ný nú þegar
„upplýsingabyltingin" tæki við af
„iðnaðaröldinni" á Vesturlöndum.
Mahathir sagði að helsta fyrir-
staða þess að múslímaríki tileink-
uðu sér nútímatækni væri að trúar-
legir og pólitískir leiðtogar múslíma
óttuðust að hún yrði til þess að völd
þeirra minnkuðu. „Við erum orðnir
eftirbátar annarra ríkja heims.
Margir okkar fordæma þekkingu,
aðra en íslamska, sem veraldlega
og hvetja okkur til að hafna henni.
Af þeim sökum getum við ekki
þróað ríki okkar, við getum ekki
iðnvæðst, getum jafnvel ekki keppt
við öflugustu þróunarríkin.“
Forsætisráðherrann sagði að
múslímar hefðu verið í fararbroddi
og notið virðingar fyrir mörgum
öldum, stofnað bókasöfn og háskóla
og stuðlað að framförum í vísindum
og stærðfræði. Kristnir menn í
Evrópu hefðu hins vegar tekið for-
ystuna þegar múslímar hefðu tekið
að þræta sín á milli og reyna „að
skara fram úr í trúarofsa".
Mahathir sagði að Vesturlönd
hefðu notfært sér þessa óeiningu
múslíma. „í þeirra augum erum við
Mahathir Mohamad
allir múslímar, óvinir þeirra og
hugsanlegir hermdarverkamenn,
og þau munu gera allt sem á valdi
þeirra stendur til að veikja okkur
og í mörgum tilvikum tortíma okk-
ur.“
Hvatt til sameiginlegs
markaðar
í ræðunni gagnrýndi forsætis-
ráðherrann einnig alþjóðavæðing-
una og hvatti múslímaríkin til að
treysta ekki fyrirheitum um að all-
ar þjóðir högnuðust á óheftu við-
skiptafrelsi. Hann beindi einkum
spjótum sínum að Heimsviðskipta-
stofnuninni (WTO), sem hann sagði
taka þátt í ráðabruggi auðugra
ríkja um „að gleypa alla litlu bank-
ana og fyrirtækin okkar“. „Að lok-
um verða ríki okkar eins og ban-
analýðveldin þar sem plantekru-
stjórarnir eru voldugri en forsetar
landanna."
Ezeddine Laraki, framkvæmda-
stjóri OIC, hvatti aðildarríki sam-
takanna til að auka viðskiptin sín á
milli og koma upp sameiginlegum
markaði til að auðvelda þeim að
takast á við hætturnar sem þeim
stafaði af alþjóðavæðingunni.
Havana. AFP, AP.
ELIAN Gonzalez, sex ára kúbverski
drengurinn sem forræðisdeila hef-
ur staðið um sl. sjö mánuði, kom
ásamt íjölskyldu sinni til Kúbu seint
á miðvikudagskvöldið eftir að
hæstiréttur Bandaríkjanna heimil-
aði föður hans, Juan Miguel Gonz-
alez, að taka drenginn með sér til
Kúbu. Móttökumar sem Elian fékk
á Kúbu voru látlausar í samanburði
við það fjölmiðlafár sem einkenndi
dvöl hans í Bandaríkjunum og
sögðu erlendar fréttastofur, að með
þeim hefði verið sleginn tónninn
fyrir aðlögun hans að kúbversku
þjóðfélagi.
Hundruð fyrrverandi skólafélaga
Elians frá heimabæ hans Cardenas
veifuðu kúbverska fánanum og köll-
uðu „Elian, Elian, Elian,“ er flug-
vélin lenti á Jose Marti-flugvellin-
um á Kúbu. Kúbverjar sáu síðan í
beinni útsendingu ríkissjónvarpsins
þegar ættingjar drengsins föðmuðu
hann við komuna og stuttu síðar ók
fjölskyldan á brott.
Elian mun næstu vikur dvelja í
bráðabirgðahúsnæði ásamt fjöl-
skyldu sinni meðan hann aðlagast
ættingjum sínum og kúbversku
samfélagi og nær bekkjarfélögum
sínum með aðstoð kennara. Lög-
regla hindraði í gær aðgang ann-
arra en íbúa að húsinu sem Gonz-
alez-fjölskyldan býr nú í, en veija á
Elian fyrir öllum ágangi fjölmiðla.
Yfírvöld á Kúbu hafa lagt sig
fram við að aðlögunin verði Elian
sem auðveldust og hvöttu þau því
landsmenn til að fagna heima hjá
sér, ekki á götum úti. „Við höfum
náð því takmarki okkar að flytja
barnið aftur til heimalands síns,“
sagði í yfirlýsingu sem lesin var upp
í sjónvarpi. „En þetta er ekki stund
til að stæra sig, hreykja sér eða
vera fullur sjálfshóls."
Ricardo Alarcon, þingforseti
Kúbu, var einn stjórnmálamanna til
að taka á móti Gonzalez-fjölskyld-
unni og litu íbúar Kúbu að sögn
AFP-fréttastofunnar á heimkomu
Elians sem sigur hans og fjölskyld-
unnar, frekar en sem sigur stjóm-
valda. „Þetta er sigur fyrir fjöl-
skylduna,“ sagði Luis Manuel Viel
leigubílastjóri. „Á meðan faðir hans
er á lífi á Elian að vera hjá honum.“
Forræðisdeilan yfir Elian hófst í
lok síðasta árs er drengurinn fannst
á gúmmíslöngu undan strönd Flór-
ída.
Islendingar í fímmta sæti á lista SÞ þar sem lífsgæði þjóða eru borin saman
Mannréttindi
forsenda
framþróunar
ÍSLAND lendir í fimmta sæti á ár-
legum samanburðarlista Þróunar-
áætlunar Sameinuðu þjóðanna
(UNDP) sem birtur var i gær og
hafa íslendingar hækkað sig um
fjögur sæti síðan í fyrra er þeir voru í
níunda sæti. í listanum er hinum 174
ríkjum heims raðað eftir mælingum
á heilsu og aðgangi að heilbrigðis-
stofnunum, menntunarstigi og al-
mennum lífsgæðum og sem fyrr raða
Vesturlönd, auk Japans og Astralíu
sér í efstu sæti. 24 neðstu ríki listans
eru sunnan Sahara-eyðimerkurinnar
og rekur Vestur-Afríkuríkið Síerra
Leone lestina að þessu sinni. I efsta
sæti er Kanada, annað árið í röð, og
þar á eftir Noregur, Bandaríkin og
í Ástralía.
I tengslum við lífsgæðalistann er
i ársskýrsla UNDP birt og er þar m.a.
lögð áhersla á að mannréttindi séu
ekki munaður sem aðeins vel stæð
ríki hafa efni á heldur séu mannrétt-
indi frumforsenda framþróunar og
hagvaxtar. En á sama tíma séu
mannréttindi ein og sér ekki nægileg
ef hungur hrjái þjóðir og fólk hafi
ekki kost á mennta- og sjúkrastofn-
unum. „Samhliða því að fólk hefur
rétt til þess að vera ekki pyntað, þá
hefur það rétt til þess að verða ekki
hungri að bráð,“ segir í skýrslunni
sem beinir athyglinni að tengslum
mannréttinda og þróunar og leggur
til leiðir til að tryggja að mannrétt-
indi og lýðræði séu virt.
„Það er aðeins að gefnu pólitísku
frelsi - rétti manna og kvenna til
jafngildrar þátttöku í samfélaginu
-að fólk getur fært sér efnahagslegt
frelsi í nyt,“ sagði Mark Malloch-
Brown, framkvæmdastjóri Þróunar-
áætlunar SÞ, við birtingu skýrslunn-
ar í gær. „Mannréttindi eru ekki,
eins og stundum er haldið fram, laun
framþróunar. Þau eru forsenda
hennar [...]. Þegar fólki finnst það
eiga hlut að máli og rödd sem hlustað
er á, mun það beita sér af öllum
mætti fyrir þróun. Réttindi gera ein-
staklinga að betri þátttakendum í
efnahagslífinu."
Lífslfkur ungbarna aukist
á 30 ára tímabili
í skýrslu UNDP er greint frá því
að í dag eru lífslíkur ungbams tíu ár-
um meiri en þær voru árið 1970 og að
dregið hefur úr dauða bama undir
fimm ára aldri um 20% á undan-
gengnum 30 ámm. Að sama skapi
hefur aðgengi dreifbýlisfólks að
hreinu vatni aukist úr 13% í 71% á
sama tímabili og ólæsi minnkað um
helming.
En þótt margt hafi áunnist á und-
anförnum áratugum er langt í land
með að jarðarbúar njóti lífsgæða og
á það sérstaklega við um íbúa Afr-
íku. í skýrslu UNDP er sagt frá því
að á hverjum degi látist 30.000 böm
úr sjúkdómum sem auðveldlega má
koma í veg fyrir og að 790 milljónir
manna búi við hungur og óömgga
fæðuöflun. Jafnvel í OECD-ríkjun-
um era átta milljónir manna sem búa
við slíkar aðstæður. Þá er þess getið
að í heiminum era um 1,2 milljarðar
manna sem hafa minna en 77 ísl. kr. í
daglaun og að á hverjum degi þurfi
100 milljónir barna að afla sér viður-
væris á götum stórborga.
Jafnvel þótt Bandaríkin séu í
þriðja sæti lífsgæðalistans segir í
skýrslunni að þar í landi sé „mannleg
fátækt" mest meðal iðnríkja heims,
hvað varðar lífslíkur, ólæsi og at-
vinnuleysi og eru írland og Bretland
þar skammt undan. í þessum ríkjum
er einn af hveijum fimm fullorðnum
nánast ólæs og í Bandaríkjunum
falla 17% íbúa undir skilgreiningu á
fátækt.
Lífslíkur á íslandi rúm 79 ár
I skýrslunni er sagt að lífslíkur Is-
lendings við fæðingu séu 79,1 ár og
standa aðeins Japanar okkur framar
með áttatíu ára lífslíkur. Danir hafa
minnstar lífslíkur Norðurlandaþjóð-
anna með 75,7 ár. Þá er talið að að-
eins 8,4% íslendinga muni deyja áð-
ur en þeir ná 60 ára aldri,
samanborið við 12,8% Dana og 29,7%
Rússa. Um helmingur íbúa Síerra
Leone, sem er í 174. sæti lífsgæða-
listans, munu ekki ná 40 ára aldri.
Þá era Islendingar í öðru sæti
hvað varðar þátttöku kvenna í
stjómmálum og efnahagslífi en að-
eins Norðmenn standa framar. Og
samkvæmt tölum frá árinu 1996 end-
uðu 39% allra íslenskra hjónabanda
með skilnaði, samanborið við 64%
hlutfall í Svíþjóð.
Ef miðað er við Norðurlandaþjóð-
irnar er hlutfall meiðsla eða dauðs-
falla vegna umferðarslysa á íslandi
langhæst eða 552 á ári miðað við
100.000 íbúa, samanborið við 276
meiðsl eða dauðsföll vegna umferð-
aróhappa í Noregi, 246 í Svíþjóð, 183
í Finnlandi og 1921 Danmörku.
I
„Drápsvél-
in“ dæmd
til dauða
JAPANSKUR dómstóll
dæmdi í gær Yasuo Hayashi,
42 ára félaga í dómsdagssöfn-
uðinum Aum Shinri Kyo, til
dauða fyrir að taka þátt í
taugagasárás á neðanjarðar-
lestir í Tókýó 1995 og fleiri
glæpum. Japanskir fjölmiðlar
hafa kallað Hayashi „drápsvél-
ina“ vegna glæpa hans og
hann var einn af fimm félögum
safnaðarins sem losuðu tauga-
gasið í lestargöngunum með
þeim afleiðingum að 12 létu líf-
ið og þúsundir manna veiktust.
Fangelsis-
dómar gagn-
rýndir
EVRÓPUSAMBANDIÐ
(ESB) gagnrýndi í gær skil-
orðsbundna fangelsisdóma yf-
ir tveimur af leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í Hvíta-
Rússlandi og skoraði á þar-
lend yfirvöld að leyfa þeim að
taka þátt í þingkosningum í
nóvember. ESB krafðist þess
að pólitískir fangar yi'ðu leyst-
ir úr haldi og gerðar yrðu ýms-
ar aðrar ráðstafanir til að
tryggja að kosningarnar færu
lýðræðislega fram.
Sektir fyrir
laumu-
farþega
FLUTNIN GABÍLST JÓRAR
hafa þurft að greiða tæpar 2,4
milljónir punda, andvirði 280
milljóna króna, frá því í apríl
fyrir að flytja flóttafólk með
ólöglegum hætti til Bretlands.
Bílstjórarnir voru staðnir að
því að flytja 1.168 laumufar-
þega til Bretlands.
Reglur um
reykinga-
viðvaranir
hertar
Heilbrigðisráðherrar ríkja
Evrópusambandsins hafa
samþykkt strangari reglur um
merkingar á sígarettupökkum
og samkvæmt þeim eiga við-
varanir um skaðsemi reykinga
að ná yfir tæpan helming
pakkanna. Ellefu ríki sam-
þykktu reglurnar en Þjóðverj-
ar voru andvígir þeim og
Spánverjar, Lúxemborgarar
og Austurríkismenn sátu hjá.
Evrópuþingið þarf að sam-
þykkja reglurnar áður en þær
taka gildi.
Pútín semji
við Milosevic
MILAN Panic, fyrrverandi
forsætisráðherra Júgóslavíu,
hvatti í gær Vladímír Pútín
Rússlandsforseta til að hafa
milligöngu um samning sem
myndi gera Slobodan Milosev-
ic Júgóslavíuforseta kleift að
segja af sér án þess að eiga á
hættu að verða sóttur til saka
fyrir stríðsglæpi. Panic sagði á
fundi um efnahagshorfurnar í
Mið-Evrópu að afsögn Milos-
evic væri mikilvægur þáttur í
að tryggja efnahagslegan
stöðugleika í þessum heims-
hluta.
STUTT