Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Öryggisbelti í tísku NORSKA Braathens-flugfélagið fæst nú við óvenjulegt öryggis- vandamál: Sætisbelti flugvélanna eru í tísku. „Við vitum að beltin eru í tísku á meðal unglinga," sagði Martin Solberg, talsmaður flugfé- lagsins. „Þetta hefur verið vanda- mál í um ár og fer vaxandi.“ Bra- athens-flugfélagið, sem flýgur innanlands í Noregi, tapar um fimm beltum á dag úr vélum sínum. Sol- berg segir ungt fólk stela beltunum og nota þau til að halda uppi um sig víðum buxum. „Það má glögglega sjá fólk með beltin á götum úti,“ sagði Solberg og bætti því við að nokkrir hafi ver- ið gripnir og kærðir til lögregl- unnar. Nú er unnið að því að gera það erfiðara að íjarlægja sætisbelti úr vélunum. Solberg segir stjórn- endur flugfélagsins nú íhuga að lögsækja beltaþjófana vegna kostn- aðarins, sem mundi þýða að þessi heitasta tískuvara bæjarins yrði líka sú dýrasta. Allsberir í krikket LÖGREGLA á Englandi stöðvaði miðnæturkrikketleik vegna þess að leikmennirnir voru allir naktir. Leikurinn fór fram á velli Scholes- krikketklúbbsins nærri Hudders- field á Norður-Englandi. Fagnaðar- óp leikmanna vöktu nágranna. Þeg- ar þeir litu út sáu þeir sér til furðu hóp af nöktum mönnum á fertugs- aldri vera að leika krikket. Lögregla var kölluð til og stöðvaði hún leikinn. Enginn strípalinganna var þó hand- tekinn. Skýringin á þessu uppátæki var að leikmennimir voru að fagna því að hafa orðið efstir í deildinni. Auglýst eftir leikurum á Netinu ÞRÍ R kvikmyndaframleiðendur í Hollywood tóku sig saman og settu upp vefsíðu til að auglýsa eftir leikurum í hlutverk mynda sinna. Síðunni sem bar heitið Hvern lang- ar að verða sjónvarpsstjama? var lokað á dögunum af yfirvöldum í Kaliforníu því á síðunni fengu hæst- bjóðendur hlutverk en slíkt er bannað samkvæmt bandarískum lögum. Peningana átti síðan að nota til að fjármagna kvikmyndirnar. Áður en síðunni var lokað í gær var m.a. búið að bjóða rúmar 700 þús- und krónur í eitt aukahlutverk í kvikmynd í fullri lengd. Þá var einnig hægt að bjóða í ýmis önnur störf við kvikmyndir, svo sem kvik- myndatöku og förðun. Tapsár og rómantískur EIÐUR Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn fremsti knatt- spyrnumaóur íslands í dag. Það telja að minnsta kosti for- svarsmenn enska stórliðs Chelsea sem keyptu hann á dögunum frá Bolton fyrir hærri upp- hæö en nokkru sinni hefur veriö reidd af hendi fyrir íslenskan knattspyrnumann eða tæpa fimm milljarða ís- lenskra króna. En hver skyldi vera hetsti veik- leiki svo dýrmæts knatt- spymumanns. Hvernig hefur þú það í dag? Fínt þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum i augnablikinu? Peninga og bíllykla. Ef þú værir ekki knattspyrnumað- ur hvað vildirðu þá helst vera? Kokkur. Þá gæti ég alltaf eldað sos SPURT & SVARAÐ Eiður Smári Guðjohnsen eitthvað gott fyrir fjölskyld- una. Hvernig eru skilaboðin á sím- svaranum/talhólfinu hjá þér? Er ekki með neitt svoleiðis. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Lenny Kravitz í Rotterdam. Hann var frábær. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eidsvoða? Boltanum mínum. Hver er þinn hetsti veik- ^ leiki? Ég er mjög tapsár. Hefurðu tárast í bíó? Nei, aldrei. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þinum vel. Ákveðinn, frekur, viökvæmur, tap- sár og rómantískur. Hvaða lag kveikir blossann? „Secret Garden” með Bruce Springsteen. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Þau eru of mörg og mikil til að geta valið eitt úr. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ég smakkaði einu sinni froska- lappir á veitingastað I Belgíu. Hvaða plötu keyptirðu síðast? 12. ágúst 1999 með Sálinni. Hvaða lelkari fer mest í taugarn- ar á þér? Hugh Grant. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki orðiö kokkur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Ég trúi ekki að lífið endi bara sfsona. Þessi fágæti sæluhrollur ÉG JÁTA að þangað tíl ég komst yfir diskinn Operazone hafði ópera fyrir mér snúist um hetjutenóra og drama- tíska glímu raddbanda fólks í áhrifa- miklum búningum. Bassaleikarinn, tónskáldið og útsetjarinn fjölhæfi Bill Laswell og vinir hans, Graham Hayn- es, Alan Douglas og Karl Berger leiddu mig þó í allan sannleik um að óperan snýst um tilfinningar rétt eins og djassinn. Málið snýst um að leggja sálina á borðið og þá er vel hægt að komast af án raddarinnar. Frönsk hom, flautur, fiðlur, selló, víólur og öll þeirra fjölskylda syngja sálina á borð- ið. Bill Laswell er sannkallað kamel- ljón. Seint á áttunda áratugnum lék hann með tilraunasveitinni Material en skipti yfir í öllu tvístraðri og harð- svíraðri pælingar með orkuboltunum í Praxis í byijun níunda áratugarins. Upp á síðkastið hefur hann svo verið að bralla ýmislegt spennandi með Al- an nokkrum Douglas undir nafninu Mantra Yo. Þeir hafa verið áhuga- samir um gerð svokallaðra „concept" platna eins og Operazone þar sem markmiðið er að bræða saman tón- listartegundir úr ýmsum áttum. Á Operazone höfðu þeir stefnumót Operazone Bill Laswell, Graham Haynes, Alan Douglas, Karl Berger Knitting Factory Records 2000 óperuverka ýmissa klassískra meist- ara við djassstemmningar og exótíska trommutakta að augnamiði og verður að segjast eins og er að útkoman er sýnu áheyrilegri en á horfðist. „Ópera og djass? Hvernig getur það annað en farið úrskeiðis?“ Þetta hugsaði ég með mér þegar ég las fyrst um hug- myndimar að baki Óperazone á heimasíðu Knitting Factory Records. En þegar ég svo heyrði tónlistina fór um mig sæluhrollur, frönsku hornin heilluðu mig upp úr skónum og mjúk- ir trommutaktar Laswell undir svíf- andi strengjunum kipptu mér sam- stundis úr sambandi við allt nema tónlistina. Rétt eins og þegar maður horfir á virkilega góða kvikmynd sem maður lifir sig svo gjörsamlega inn í að allt annað gleymist. Karl Berger, tónskáld, píanó- og víbrafónleikari, útsettí hornin og strengina af stakri snilld fyrir Operazone, tónskáldið og komettleikarinn Graham Haynes var eitthvað viðloðandi og Alan Douglas átti hugmyndina að verkinu þannig að það er aldeilis ekki hugarsmíð Laswells eins. Það er fágætt að sam- starf svona margra tónskálda beri svona góðan ávöxt en þeim mun lofs- verðara þegar vel tekst til. Ég skora á alla, jafnt ópemunnendur sem aðra, að hleypa Operazone inn í hjarta sitt og skoða meistara eins og Verdi, Don- izetti og Puccini í alveg nýju Ijósi. Heimsækið www.operazone.com Kristín Björk Kristjánsdóttir Lifandi eftirmynd pabba síns. Fríða og dýrið LÍFIÐ hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Lisu Marie Presley þótt silfurskeiðin hafi vissulega gægst út á milli fagurskapaðra vara hennar við fæðingu. Dóttir rokkkonungsins , sáluga hefúr oftast týnst í skuggan- um af frægð foreldranna og lítið náð að sanna eigið ágæti. Stúlkan ætlar nú samt að feta í fótspor pabba gamla og syngja fyrir heimsbyggð- ina. Hún hefúr verið í hljóðveri í heilt ár að taka upp eigin tónsmfðar og nú er farið að styttast í að full- kláruð platan komi út. Á plötunni ku Lisa Marie vera að taka svolítið til f sálartetrinu og hleypa gömlum draugum út úr skápnum. Á nokkr- um laganna fær fyrrverandi eigin- maður hennar, poppkóngurirm Michael Jackson, nokkur vel valin orð í eyra enda var hjónaband þess- ara tignu tónlistarbama bæði stutt og stormasamt með eindæmum. Ekkert hefúr heyrst hvað tónlistar- tryllinum Jackson finnst um játning- ar Lisu litlu en hann er nú svo sem ekkert óvanur óvæginni umfiöllun. NÁTTHAGI GARÐPLÖNTUSTÖÐ austur í Ölfusi Verðdœmi: Alparifs 450, öljámispill 290 Blátoppur 450, Alaskavíðir 110 og margt fleira á mjög hagstaeðu verði. Mikið úrval alls konar runna, trjáa og blóma í garða og skógrœktarplöntur af bœði lerki, ösp og birki i f jölpottum Upplýsingar í síma 483 4840 og fax 483 4802 Netpósiur: natthagi@centrum.is Nú æsist lakurinnl Fáðuþéri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.