Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Æft fyrir Asbyrg- ismót Umhverfísþjónusta í Vesturbyggð Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, Frið- finnur Einarsson stjórnarformaður Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf., Lúðvík Gústafsson jarðfræðingur mengunarsviðs Hollustuverndar ríkisins, Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri Vesturbyggðar og Kristján Pálsson alþingismaður og varaformaður umhverfisnefndar Alþingis við undirskrift samnings um umhverfisþjónustu í Vesturbyggð. Um 90% sorps fara í endurvinnslu SVEITARFÉLAGIÐ Vesturbyggð og Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf. hafa gert með sér þjónustusamn- ing um umhverfisþjónustu í Vestur- byggð. Samningurinn felur í sér alla þjónustu við sveitarfélagið á sviði sorpmála svo sem fjármögnun og byggingu og rekstur endurvinnslu- stöðvar. Með tilkomu endurvinnslu- stöðvarinnar mun um 90% sorps sem til fellur í Vesturbyggð fara í viður- kennda endurvinnslu. Undirbúnings- og stofnkostnaður er áætlaður um 80 millj. og verður kostnaður sveitarfé- lagsins um 16,5 millj. á ári eftir að starfsemin hefst í ársbyrjun 2001. Nýtt hlutafélag Um verkefnið hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf. og eru stofnend- ur íslensk umhverfistækni ehf. í Keflavík og sveitarfélagið Vestur- byggð. Nýja fyrirtækið mim sjá um sorphirðu, endurvinnslu og eyðingu frá öllum íbúum og fyrirtækjum í Vesturbyggð næstu 20 ár og mun fyrirtældð reka varmaendurvinnslu- stöð, þar sem sorpi verður brennt við fullkomnar aðstæður, eins og segir í frétt frá fyrirtækinu. Verður varma- orkan frá stöðinni m.a. nýtt til upp- hitunar á sundlaug. Útblástur frá brennslukerfi af þessari gerð er gagnsær og lyktarlaus og uppfyllir strangari kröfur en gerðar eru af ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum. íbúar í þéttbýliskjörnum fá plast- tunnur, fyrirtækjum verða útvegaðir gámar eða tunnur eftir þörfum og ferðamenn og íbúar í dreifbýli losa sitt sorp í gáma, sem settir verða nið- ur eftir þörfum. Jafnframt verður reglulega safnað saman landbúnað- arplasti frá hverju býli. Sorp verður hirt í sérútbúna lok- aða söfnunarbifreið og losað beint í brennslukerfi í endurvinnslustöðinni. Lífræn endurvinnsla Þórshöfn - Hið árlega héraðsmót Ungmennasambands Norður-Þing- eyinga verður haldið í Ásbyrgi um næstu helgi svo nú fer hver að verða síðastur að koma sér í keppnisform. Keppt verður í frjáls- um íþróttum og fótbolta og er Ás- byrgismótið jafnan mikill viðburð- ur hjá yngri kynslóðinni sem fer með tjald, nesti og nýja skó ásamt þjálfurum og síðast en ekki síst - foreldrarnir fara með í útileguna. Á Þórshöfn er fótboltinn í fyrir- rúmi og menn sjá ekki eftir matar- tímanum til að þjálfa fyrir boltann. Yngsta liðið æfir nú af kappi síð- ustu vikuna fyrir mótið en sveitar- Aukin þjón- usta Lands- bankans á Tryggva- torgi Selfossi - Landsbanki Islands jók þjónustu sína við viðskiptavini og ferðafólk á Selfossi með opnun á milli KA-verslunarinnar og útibús Landsbankans við Tryggvatorg á Selfossi. Nú er innangengt milli verslunarinnar og bankans til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini beggja. Afgreiðslutími bankans við Tryggva- torg hefur verið lengdur og verður bankinn framvegis opinn klukkan 9.15-18.30. í tilefni þessarar opnun- ar var boðið upp á kaffi og kökur ás- amt því að grillað verður á föstudag á stéttinni fyrir utan. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fótboltalið yngri deildar á Þórshöfn æfir fótbolta í hádeginu með þjálfara sínum, Magnúsi Má Þorvaldssyni. stjórinn, Magnús Már Þorvalds- son, tekur fótboltann fram yfir hádegismatinn og mætir í íþrótta- salinn með liðið. Þar er hamast all- an matartímann, þar til skyldan kallar á skrifstofunni klukkan eitt. Krakkarnir eru ánægðir með fram- takið og allir ætla að gera sitt besta, panta sól og blíðu og fjöl- menna síðan í Ásbyrgi. Morjjunblaðið/Sigurður Jónsson. Nýju dymar voru opnaðar með viðhöfn, Friðgeir M Baldursson úti- bússfjóri Landsbankans á Selfossi og Sigurður Markússon framvæmd- asijóri KÁ-verslana klipptu á borða og lýstu leiðina opna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. ■mCRöDh Stílhrein og vönduð hretnlætJstækl Giæsíleg hreinlætistæki Ifð Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is Auk varmaendurvinnslunnar mun fyrirtækið stunda lífræna endur- vinnslu með jarðgerð í lokuðum bún- aði og verður molta frá vinnslunni nýtt til uppgræðslu í sveitarfélaginu. Brotamálmi verður safnað saman og hann fluttur til endurvinnslu á höfuð- borgarsvæðinu en í endurvinnslu- stöðinni verður einnig spilliefnamót- taka þar sem tekið verður við spilliefnum. SANYL ÞAKRENNUR Fást í flestum byggingavöru- verslunum iandsins. MFABORU Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 MorgunblaðiíVSigurður Aðalsteins Þríhyrnd rolla Norður-Hóraði - Rollumar eru mis- munandi útlits þótt flestum finnist þær allar eins. Algengast er að þær hafi tvö horn á höfðinu, einnig er töluvert algengt að þær séu kollótt- ar. Einnig em til rollur með Qögur hom sem er nokkuð sjaldgæft. Mjög sjaldgæft er hinsvegar að roll- ur hafi þijú horn eins og þessi sem var á beit við veginn í Heiðarend- anum á Norður-Héraði ásamt lömb- unum sínum tveim. Atvinna 2000 á Hvamms- tanga Hvammstanga - Vöru- og þjónustu- sýningin Atvinna 2000 var haldin á Hvammstanga 24 - 25. júní í ágætu en fremur köldu veðri. Úm 60 fyrir- tæki tóku þátt í sýningunni og var mál manna að vel héfði til tekist. Allt voru þetta þjónustuaðilar í Húna- þingi vestra, utan tveir, Landssím- inn og Rafmagnsveitur ríkisins, sem Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, Þorvarður Guðmundsson ferðamála- fulltrúi, Sigrún Valdimarsdúttir ferðaþjúnustubúndi og Elín R. Lfndal, form. Byggðaráðs Húnaþings vestra. fæðubótarefnið sem fólk talar um 1 1 Heldur þú að Í n D-vítamín sé nóg ? 1 H Z*a m m V WWW.naten.ÍS Fæst f apótekum og sérverslunum um land allt I NATEN' -órnAnhaOdl bæði eru þjónustufyrirtæki á lands- vísu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins tók einnig þátt í sýningunni, bæði með sýningarbás og fjárstuðningi. Nokkur stærri fyrirtæki höfðu uppi fána í fánaborg og studdu þannig framkvæmdina. Talið er að hátt á þriðja þúsund manns hafi komið á sýninguna, sem var opin í tvo daga. Valgerður Sverrisdóttir heiðraði sýninguna með komu sinni og opnaði hana með ræðu. Hrósaði ráðherra framtakinu og sagði það merki um kraft þann sem víða væri með fólki á landsbyggðinni. Margt var til gamans gert fyrir sýningargesti, happdrætti var og gefnar smágjafir og veitingar í boði. Mikill straumur ferðafólks lá til Hvammstanga þessa helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.