Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 24

Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Æft fyrir Asbyrg- ismót Umhverfísþjónusta í Vesturbyggð Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, Frið- finnur Einarsson stjórnarformaður Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf., Lúðvík Gústafsson jarðfræðingur mengunarsviðs Hollustuverndar ríkisins, Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri Vesturbyggðar og Kristján Pálsson alþingismaður og varaformaður umhverfisnefndar Alþingis við undirskrift samnings um umhverfisþjónustu í Vesturbyggð. Um 90% sorps fara í endurvinnslu SVEITARFÉLAGIÐ Vesturbyggð og Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf. hafa gert með sér þjónustusamn- ing um umhverfisþjónustu í Vestur- byggð. Samningurinn felur í sér alla þjónustu við sveitarfélagið á sviði sorpmála svo sem fjármögnun og byggingu og rekstur endurvinnslu- stöðvar. Með tilkomu endurvinnslu- stöðvarinnar mun um 90% sorps sem til fellur í Vesturbyggð fara í viður- kennda endurvinnslu. Undirbúnings- og stofnkostnaður er áætlaður um 80 millj. og verður kostnaður sveitarfé- lagsins um 16,5 millj. á ári eftir að starfsemin hefst í ársbyrjun 2001. Nýtt hlutafélag Um verkefnið hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf. og eru stofnend- ur íslensk umhverfistækni ehf. í Keflavík og sveitarfélagið Vestur- byggð. Nýja fyrirtækið mim sjá um sorphirðu, endurvinnslu og eyðingu frá öllum íbúum og fyrirtækjum í Vesturbyggð næstu 20 ár og mun fyrirtældð reka varmaendurvinnslu- stöð, þar sem sorpi verður brennt við fullkomnar aðstæður, eins og segir í frétt frá fyrirtækinu. Verður varma- orkan frá stöðinni m.a. nýtt til upp- hitunar á sundlaug. Útblástur frá brennslukerfi af þessari gerð er gagnsær og lyktarlaus og uppfyllir strangari kröfur en gerðar eru af ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum. íbúar í þéttbýliskjörnum fá plast- tunnur, fyrirtækjum verða útvegaðir gámar eða tunnur eftir þörfum og ferðamenn og íbúar í dreifbýli losa sitt sorp í gáma, sem settir verða nið- ur eftir þörfum. Jafnframt verður reglulega safnað saman landbúnað- arplasti frá hverju býli. Sorp verður hirt í sérútbúna lok- aða söfnunarbifreið og losað beint í brennslukerfi í endurvinnslustöðinni. Lífræn endurvinnsla Þórshöfn - Hið árlega héraðsmót Ungmennasambands Norður-Þing- eyinga verður haldið í Ásbyrgi um næstu helgi svo nú fer hver að verða síðastur að koma sér í keppnisform. Keppt verður í frjáls- um íþróttum og fótbolta og er Ás- byrgismótið jafnan mikill viðburð- ur hjá yngri kynslóðinni sem fer með tjald, nesti og nýja skó ásamt þjálfurum og síðast en ekki síst - foreldrarnir fara með í útileguna. Á Þórshöfn er fótboltinn í fyrir- rúmi og menn sjá ekki eftir matar- tímanum til að þjálfa fyrir boltann. Yngsta liðið æfir nú af kappi síð- ustu vikuna fyrir mótið en sveitar- Aukin þjón- usta Lands- bankans á Tryggva- torgi Selfossi - Landsbanki Islands jók þjónustu sína við viðskiptavini og ferðafólk á Selfossi með opnun á milli KA-verslunarinnar og útibús Landsbankans við Tryggvatorg á Selfossi. Nú er innangengt milli verslunarinnar og bankans til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini beggja. Afgreiðslutími bankans við Tryggva- torg hefur verið lengdur og verður bankinn framvegis opinn klukkan 9.15-18.30. í tilefni þessarar opnun- ar var boðið upp á kaffi og kökur ás- amt því að grillað verður á föstudag á stéttinni fyrir utan. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fótboltalið yngri deildar á Þórshöfn æfir fótbolta í hádeginu með þjálfara sínum, Magnúsi Má Þorvaldssyni. stjórinn, Magnús Már Þorvalds- son, tekur fótboltann fram yfir hádegismatinn og mætir í íþrótta- salinn með liðið. Þar er hamast all- an matartímann, þar til skyldan kallar á skrifstofunni klukkan eitt. Krakkarnir eru ánægðir með fram- takið og allir ætla að gera sitt besta, panta sól og blíðu og fjöl- menna síðan í Ásbyrgi. Morjjunblaðið/Sigurður Jónsson. Nýju dymar voru opnaðar með viðhöfn, Friðgeir M Baldursson úti- bússfjóri Landsbankans á Selfossi og Sigurður Markússon framvæmd- asijóri KÁ-verslana klipptu á borða og lýstu leiðina opna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. ■mCRöDh Stílhrein og vönduð hretnlætJstækl Giæsíleg hreinlætistæki Ifð Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is Auk varmaendurvinnslunnar mun fyrirtækið stunda lífræna endur- vinnslu með jarðgerð í lokuðum bún- aði og verður molta frá vinnslunni nýtt til uppgræðslu í sveitarfélaginu. Brotamálmi verður safnað saman og hann fluttur til endurvinnslu á höfuð- borgarsvæðinu en í endurvinnslu- stöðinni verður einnig spilliefnamót- taka þar sem tekið verður við spilliefnum. SANYL ÞAKRENNUR Fást í flestum byggingavöru- verslunum iandsins. MFABORU Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 MorgunblaðiíVSigurður Aðalsteins Þríhyrnd rolla Norður-Hóraði - Rollumar eru mis- munandi útlits þótt flestum finnist þær allar eins. Algengast er að þær hafi tvö horn á höfðinu, einnig er töluvert algengt að þær séu kollótt- ar. Einnig em til rollur með Qögur hom sem er nokkuð sjaldgæft. Mjög sjaldgæft er hinsvegar að roll- ur hafi þijú horn eins og þessi sem var á beit við veginn í Heiðarend- anum á Norður-Héraði ásamt lömb- unum sínum tveim. Atvinna 2000 á Hvamms- tanga Hvammstanga - Vöru- og þjónustu- sýningin Atvinna 2000 var haldin á Hvammstanga 24 - 25. júní í ágætu en fremur köldu veðri. Úm 60 fyrir- tæki tóku þátt í sýningunni og var mál manna að vel héfði til tekist. Allt voru þetta þjónustuaðilar í Húna- þingi vestra, utan tveir, Landssím- inn og Rafmagnsveitur ríkisins, sem Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, Þorvarður Guðmundsson ferðamála- fulltrúi, Sigrún Valdimarsdúttir ferðaþjúnustubúndi og Elín R. Lfndal, form. Byggðaráðs Húnaþings vestra. fæðubótarefnið sem fólk talar um 1 1 Heldur þú að Í n D-vítamín sé nóg ? 1 H Z*a m m V WWW.naten.ÍS Fæst f apótekum og sérverslunum um land allt I NATEN' -órnAnhaOdl bæði eru þjónustufyrirtæki á lands- vísu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins tók einnig þátt í sýningunni, bæði með sýningarbás og fjárstuðningi. Nokkur stærri fyrirtæki höfðu uppi fána í fánaborg og studdu þannig framkvæmdina. Talið er að hátt á þriðja þúsund manns hafi komið á sýninguna, sem var opin í tvo daga. Valgerður Sverrisdóttir heiðraði sýninguna með komu sinni og opnaði hana með ræðu. Hrósaði ráðherra framtakinu og sagði það merki um kraft þann sem víða væri með fólki á landsbyggðinni. Margt var til gamans gert fyrir sýningargesti, happdrætti var og gefnar smágjafir og veitingar í boði. Mikill straumur ferðafólks lá til Hvammstanga þessa helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.