Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 47
jarðeldanna í Heimaey 23. jan. 1973.
Þau áttu ekki afturkvæmt frekar en
hundruð annarra. Alltaf var haldið
traustu sambandi við Siggu og fjöl-
skyldu eftir gos, en mikið breyttust
hlutir með gosinu. Mér er til efs að
það verði nokkum tíma rannsakað til
hlítar hve gífurleg áhrif það hafði á
sálarlíf fólks þegar heilt bæjarfélag
var rifíð upp með rótum á einni nóttu
og íbúum þess tvístrað út um allt land.
Það breyttist allt og ekkert varð samt
áeftir.
Síðasta heimsókn Siggu til Eyja ef
ég man rétt var þegar Hvanneyrar-
fjölskyldan hélt ættarmót 23.-25.
ágúst 1991. Þar var hún hrókur alls
fagnaðar ásamt Möggu mágkonu
sinni.
Eg fer nú að láta staðar numið í
þessum fátæklegu minningarorðum
um Siggu á Faxastíg eins og hún var
oft kölluð og loka myndabók fjöl-
skyldunnar, því ég gæti haldið enda-
laust áfram að minnast þessarai-
kjarnakonu. Ég vil þó minnast 90 ára
afmælis hennar sem haldið vai’ fyrir
tæpu ári heima hjá henni í Kópavogi.
Stórkostleg veisla sem aldrei gleym-
ist. Mikið fjölmenni var þar saman
komið til að fagna Siggu. Eg minnist
þess þegar stillt var upp til mynda-
töku. Hún sat í hásæti og öll börnin í
kring. í hásætinu hélt hún á stórri
mynd af Faxastíg 27, Blómsturvöll-
um. Myndin segir mörg þúsund orð.
Síðustu fundir okkar Siggu voru þ. 31.
maí sl. Gísli bróðir sló upp afmælis-
veislu á heimili sínu á Rekagranda.
Hann bauð öllu Hvanneyrarfólkinu á
Reykjavíkursvæðinu. Ég var tregur
til að byrja með enda nýbúinn að vera
á árgangsmóti árgerðar 1950. Ég
ákvað svo að drífa mig um borð í
Herjólf að morgni afmælisdagsins
okkar, því þrátt fyrir veikindi ætlaði
Sigga frænka að heiðra okkur tvíbur-
ana með nærveru sinni á fimmtugsa-
fmæli okkar. í afrnælinu var mikið
fjölmenni og ég fór ekkert í grafgötur
með það að aðalástæðan var ekki sú,
að tvíburinn úr Eyjum hefði trekkt að
fólkið sitt. Nei, nærvera Siggu
frænku dró að fólkið eins og aUtaf þar
sem hún var annars vegar. Ógleym-
anleg stund.
Sigga frænka var stór kona, þétt á
velli, hreystin uppmáluð og fríð sýn-
um. Hún var geysilega skapgóð,
hnyttin í tilsvörum og talaði dásam-
lega austfirsku. Skopskynið var ávallt
í sérflokki og mætti skrifa þá sögu síð-
ar. Þegar eitthvað fór úrskeiðis stóð
hún eins og klettur sem hvorki eldgos
né jarðskjálftar fengu haggað.
Élsku Sigga mín. Þakka þér fyrir
allt sem þú kenndir mér. Að bera
virðingu fyrir öllu sem við höfum og
að taka ekki allt sem gefið voru þau
gildi sem ég hef haft að leiðarljósi frá
þér síðan í bamæsku og reyni nú að
miðla til næstu kynslóðar. Þakka þér
allar ánægjustundimar sem þið
Frændi veittuð okkur peyjunum á
Faxastígnum, þakka þér þolinmæð-
ina við okkur Hvanneyrarvillinga, og
að hafa aldrei skeytt skapi þínu á okk-
ur þótt oft hafi verið ástæða til.
Sól er farin að lækka á lofti. Goð-
sögnin Sigríður Kristjánsdóttfr er öll.
Elsku frændsystkini, Guðbjörg,
Kristján, Rannveig, Grétar og Guðný
og fjölskyldur. Minningin um móður
ykkar mun lifa. Megi góður Guð
styrkja ykkur öll á þessari sorgar-
stundu. Ég vil senda ykkur sérstakar
samúðarkveðjur frá systkinum mín-
um, Ingibjörgu, Sveini, Guðbjörgu og
Gísla frá Hvanneyri. Þá era öllum
öðram ættingjum og vinum Siggu
sendar kveðjur á þessari saknaðar-
stundu.
Margo, Sóley og Andri þakka
Siggu frænku fyrir allai’ ánægjustun-
dimar sem þau áttu með henni.
Hugsa um það helzt og fremst,
semheiðurinnmánæra.
Aldreisátilærukemst,
sem ekkert gott vill læra.
Foreldrum þínum þéna af dyggð,
það mágæfuveita.
Varast þeim að veita styggð,
viljirðu gott bam heita.
(Hallgr.Pét)
Elsku Sigga, minning þín mun vara
að eilífu. Hana mun ég geyma sem
gull í hjarta mér. Hafðu þökk fyrir allt
og allt. Drottinn blessi minningu Sig-
ríðar Kinstjánsdóttur.
Runólfur Gíslason frá Hvanneyri.
+ Hólmfríður Elín
Helgadóttir
fæddist á Ánastöðum
í Svartárdal hinn 14.
janúar 1900. Hún lést
á hjúkrunarheimili
Heilbrigðisstofnun-
arinnar á Sauðár-
króki 22. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru þau
Margrét Sigurðar-
dóttir, f. 23. júlí 1867,
d. 11 maí 1960, og
Helgi Björnsson, f. 2.
október 1854, d. 16
maí 1947. Systkini
Hólmfríðar eru Marta Kristín, f.
1894, d. 1917, Siguijón, f. 1895, d.
1974, Magnús Helgi, f. 1896, d.
1979, ísfold, f. 1898, d. 1971, Mon-
ika Sigurlaug, f. 1901, d. 1988,
Ófeigur Egill, f. 1903, d. 1985, Sig-
ríður Jónína, f. 1906, d. 1999, og
Hjálmar Sigurður, f. 1909. Fóst-
ursystir Hólmfríðar var Elín Sig-
tryggsdóttir, f. 1923, d. 1995.
Hálfsystkini Hólmfríðar samfeðra
voru Erlendur, f. 1884, d. 1964, og
Helga, f. 1889, d. 1970.
Hólmfríður Elín giftist 1924
Magnúsi Halldórssyni, f. 30 maí
Það kom mér ekki mjög á óvart
þegar mamma hringdi í mig og sagði
að amma hefði dáið í svefni nóttina
áður. Fríða amma eins og við krakk-
arnir voram vön að kalla hana náði
þeim merka áfanga 14. janúar síð-
astliðinn að verða 100 ára og vera
með stórum hópi afkomenda sinna í
glæsilegri afmælisveislu sem haldin
var á hjúkranarheimilinu sama dag.
Á þessum 100 árum sem amma náði
að lifa hefur hún þurft að hafa tölu-
vert mikið fyrir hlutunum og er erf-
itt að ímynda sér hvernig þetta hef-
ur verið hægt hvað þá að setja sig
sjálfan í þessi spor. Ámma þurfti frá
unga aldri að ganga við spýtu vegna
afleiðingar þess að hún fékk bein-
kröm á unga aldri. Enga bót fékk
hún fyrr en á ellefta ári er Jónas
Kristjánsson kom til Sauðárkróks
sem læknir og gerði á henni aðgerð
sem látin var duga til ársins 1960 er
hún fór suður í aðra aðgerð og fótur-
inn var gerður staur. Þrátt fyrir
þessa fötlun var unnið, hún byrjaði í
kaupamennsku hjá Jónasi lækni og
Hansínu konu hans þrettán ára
1891, d. 13 des. 1932.
Börn Hólmfríðar
eru: 1) Sigríður, f. 20
júlí 1925, gift Frið-
riki Ingólfssyni, bú-
sett í Laugarhvammi
og eiga þau fimm
börn, fyrir átti Sig-
ríður eitt barn. 2)
Regína Margrét, f.
14 mars 1927, gift
Jóni Kr. Ingólfssyni,
búsett á Sauðár-
króki og eiga þau
íjögur böm. 3) Dóra
Ingibjörg, f. 7. júní
1928, gpft Rögnvaldi
Ólafssyni, búsett á Sauðárkróki,
og eiga þau fimm börn. 4) Margrét
Helena, f. 1 janúar 1930, gift Sig-
fúsi Agnari Sveinssyni, búsett á
Sauðárkróki og eiga þau fimm
börn. 5) Jón Osmann, f. 28 júní
1931, kvæntur Mörtu Sigtryggs-
dóttur, búsett á Sauðárkróki og
eiga þau tvö böm. 6) Magnús, f. 6
nóv 1932, kvæntúr Sigríði Bjama-
dóttur, búsett í Hafnarfirði og
eiga þau fjögur böm.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
gömul og var þar í átta ár en þá lá
leiðin suður til Reykjavíkur þar sem
hún var í einn vetur til að læra fata-
hönnun og fatasaum hjá Herdísi
Guðmundsdóttur. Að því námi loknu
fór hún aftur til Sauðárkróks og
vann við sauma og hannyrðir alla
tíð. Árið sem amma giftist Magnúsi
Halldórssyni beyki og skósmið frá
Ystu-Grund í Blönduhlíð flutti hún á
Suðurgötu 12 eða „Grund“ eins og
það hét þá. Þar sem Magnús afi bjó
einn með föður sínum Halldóri Þor-
leifssyni járnsmið. Samvera ömmu
og afa varð ekki löng því afi lést af
völdum veikinda í desember 1932 og
var þá yngsti sonurinn rúmlega
mánaðargamall og sjötta bam
þeirra á sjö áram. Fráfall afa hafði
mikil áhrif á alla því ekki var mögu-
legt fyrir ömmu að hafa öll bömin
hjá sér og kom hún þeim fyrir hjá
systkinum sínum í sveitinni til lengri
og skemmri tíma. Sjálf þurfti hún að
vinna miklu meira og framfieytti sér
á saumaskap sem unninn var á nótt-
unni meðan börnin vora ung. í þá
daga var fjós bakatil á lóðinni og
seldi amma mjólk til að afla fjár og
hey fékk hún í vinnuskiptum. Á Suð-
urgötunni var hún allt sitt líf. Þai-
vann hún við sauma, ræktaði græn-
meti, rifsber, rabarbara og ekki síst
jarðarber sem maður fékk stundum
að launum þegar búið var að slá
garðinn. Garðurinn var ömmu mik-
ils virði og lagði hún mikinn metnað
í viðhald hans. Það var alltaf
skemmtilegt að koma til ömmu
hvort heldur komið væri til að rétta
hjálparhönd eða bara til að spjalla
og fá kaffi og konfekt seinni árin.
Vinnusemin var henni í blóð borin
því alltaf þegar komið var í heim-
sókn til hennar var hún að vinna
eitthvað í höndum. Þegar draga tók
úr saumaskapnum tók hún til við út-
saum og heklun á dúkum og eru þeir
margir sem leystir hafa verið út með
dúk eftir heimsókn til ömmu gegn-
um árin.
Amma hafði alveg einstakt auga
fyrir samsetningu lita og frágangi á
saumaskap. Og alveg fram á síðustu
daga lét hún í ljós skoðun sína ef
henni þótti fólk vera illa klætt eða
litasamsetning ekki passaði saman.
Veran á Suðurgötunni var henni
allt, því strax frá þeim tíma er heils-
an leyfði ekki að hún væri ein og
þurfti að vera á sjúkrahúsi eða á
hjúkrunarheimilinu, var hún á leið-
inni heim. Þar var hugurinn og
verkefnin sem þurfti að vinna að
hennar áliti. Amma og hennar fjöl-
skyldur hafa verið lánsamar gegn-
um árin ef frá er talinn maka- og
föðurmissir í upphafi, hún hefur
engan afkomanda misst og era af-
komendur hennar eitt hundrað
fjörutíu og tveir þegar þetta er
skrifað.
Elsku amma, þó að við kveðjum
þig í dag þá lifir minningin um þig
og allar skemmtilegu stundirnar
sem við systkinin á Hólaveginum og
fjölskyldur okkar áttum með þér í
gegnum árin. Guð geymi þig.
Magnús Sigfússon.
Elsku amma sem varð 100 og
hálfs árs gömul eignaðist sex böm
og missti eiginmanninn þegar
yngsta barnið var nokkurra vikna
gamalt, það hlýtur að hafa verið erf-
ið lífsbarátta. Það voru nú ófá skipt-
in sem ég kom á Suðurgötuna. Þar
biðu mín rúsínur í skál sem þú svo
síðar gafst mér. Þú sagðir líka við
mig rétt áður en þú kvaddir:
„Mundu eftir því þegar þú varst að
skottast í kringum mig,“ svo minnið
þitt var í góðu lagi allt til enda.
Þú varst svo dugleg og mikil
saumakona. Það vora nú ófá skiptin
sem þú saumaðir föt á okkur systk-
inin, jóladressin og fermingarfötin.
Handaverk þín voru alveg einstök
og svo falleg . Svo dugleg kona en
ákveðin og hörð. Ég man að þegar
ég var lítil þá var ég hálfóttaslegin
við þessa hörðu konu en það rjátlað-
ist nú fljótt af mér við góð kynni af
þér. Við áttum mörg símtöl og sam-
töl um lífið og tilveruna og ég þakka
þér fyrir það.
Þú liffr í minningunni. Guð blessi
börnin þín og þeirra fjölskyldur.
Þín dótturdóttir,
Helena Sigfúsdóttir.
Elsku langamma. Það er ólýsan-
leg tilfinning að vita til þess að þú
sért farin og að þú komir aldrei aft-
ur. Ég fylltist svo miklum söknuði
þegar mér var sagt að þú værir dáin.
Og það fyrsta sem kom upp í huga
minn voru allar stundirnar sem við
áttum saman á Suðurgötunni og á
dvalarheimilinu. Allar óteljandi sög-
urnar sem þú sagðir mér og hvað þú
varst alltaf góð við mig. Þú meira að
segja kenndir mér að hekla.
Elsku langamma, ég á eftir að
sakna þín mikið og mig langar til að
enda þessi orð með visu sem þú
kenndir mér um þig, sem þú sagðir
mér svo oft:
Hefur í sér bjarta brá
blessuð glaða drósin.
Hólmfríður Elín agnarsmá
Ánastaðarósin. '
Þín
Gunnhildur.
Elsku langamma. Þar sem ég
verð ekki á Sauðárkróki þegar jarð-
arför þín verður langar mig að
kveðja þig svona. Ég vildi að ég
hefði einhvern tímann sagt þér hvað
ég var glaður þegar þú kallaðir mig
nafna, ég var nefnilega svo ánægður
með að vera skírður eftir þér. Það
voru alltaf allir að tala um hvað þú
værir einstök, dugleg og hefðir verið
svo góð saumakona. Það var líka
alltaf svo gaman að heimsækja þig á
elliheimilið þegar ég kom á Sauðár-
krók, alltaf áttir þú fullt af nammi,
þótt þú borðaðir aldrei neitt svoleið-
is sjálf. Mér fannst svo gaman að
segja frá því þegar ég var að fara í
hundrað ára afmælið þitt og sagði
öllum að ég væri nafni þinn.
Ég mun alltaf stoltur í framtíðinni
segja frá langömmu minni sem var
alltaf svo glöð og sem söng með í
hundrað ára afmælinu sínu.
Þinn nafni,
Hólmar Freyr.
HÓLMFRÍÐUR ELÍN
HELGADÓTTIR
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
barnabarn,
ELVAR HILMARSSON,
lést aðfararnótt sunnudagsins 25. júní.
Jarðsett verður frá Glerárkirkju mánudaginn
3. júlíkl. 14.00.
Hilmar Antonsson,
Bjarki Hilmarsson,
Ása Hilmarsdóttir,
Aldís Hilmarsdóttir,
Ása Vilhjálmsdóttir.
Helga Guðnadóttir,
Rut Sverrisdóttir,
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður
okkar, dóttur, tengdadóttur og systur,
SIGRÚNAR HULDU LEIFSDÓTTUR.
Hólmgeir Guðmundsson,
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,
Steingrímur Hólmgeirsson,
Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir,
Arndís Bjarnadóttir,
Dagný Hildur Leifsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og
langamma
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Vogatungu 69, Kópavogi,
áður Faxastíg 27,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
22. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
föstudaginn 30. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Egill Ingvi Ragnarsson,
Kristján Sigurður Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir,
Grétar Guðni Guðmundsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir Freni, Joseph Louis Freni jr.,
Guðný Helga Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU STEINDÓRSDÓTTUR,
Víðilundi 20,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Þórhildur Valdemarsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Sigfríður Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Bjarnason,
Anna Soffía Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson,
barnabörn og langömmubarn.