Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sumarsviti! EN EKK! hvaó - Pottþétt hin tuttug- asta er vitaskutó á toppi Tónlistans áfram. Safrtplatah;: tvofalda erenda smekkfull af sum- arsmeftum sem hijóma í sífellu úr viðtækjum sólarþyrstra landsmanna sem láta slg dreyma um gylltar strendur, hanastél með silfraóri regnhlíf og bronsað hörund - ef draum- urinn hefur þá ekki þegar ræst. Hitinn og svit- inn hreinlega drýpur af hverju laginu; hvort sem um ræóir bíóstrendur All Saints, einmana Backstreet Boys eða nafnakall Destiny's Child. Ný útgáfa á sumarsmelli allra sumarsmella, danska laginu „Sunshine Reggae" með Hinum afslöppuðu, kórónar síöan gleóina algjörlega. —• 1. | I | 2 ; ; Potlþétt 20 ~~ ÍVmsit ÍPotfþétt i 1. 2. ; ; l : N ; White Pony : Deftones iWomer : 2.»- 3. i 7 ; 4 : ; Uitimate Colledion i Barry White i Universol i 3. 4. : 4 : 6 : ; Oops I Did It Again | Britney Speors • EM! | 4. 5. : 21 151 | Hoorey For Boobies • Bloodhound Gang ; Universol | 5. 6. ; 5 j 11 ; ; Play jMoby i Mute ; 6. 7. i 3 ; 5 ; ; Morshoil Mathers LP ; Eminem i Universal i 7. 8. i 8 i 3 i i Eurovision Song Contest i Ýmsír ÍBMG i 8. 9. ; 6 ; 5 ; ; Mission Impossible 2 ÍÝmsir i Hollyw. Rec.i 9. 10. i 9 i 4 i ÍBeiiman : Bubbi : Skífan :10. Öldungurinn að kveðja? ______________ SKYLDI hið ómögulega ^ , ia-"• vera að gerast - skyldi óldungur allra olduiu • Tónlistans vera að yfir- jPp ^ gefa hann eftir samfelld- f. iBWt- . ‘f ar 56 vikur á lísta eða f * " “I rúmt ár sem hlýtur að f í \ f vera met sem seint t f veröur slegió? Beir voru ^mj fullir hógværóar piltarnir í SigurRós þegar þeir ýttu þessum marglofaða grip úr vör enda hafði sveitin ekki gert neinar rósir hvað plötusölu varðaði þegar þar var komió sögu. Nu hátt í 10.000 seldum eintökum síðar mega þeir svo sannarlega stæra sig og bíóur þjöðin vafalaust spennt eftir þeírra næsta skrefi. Á þessari kveðjustund er þó eitthvað sem segir manni að platan lífsetga eigi eftir að koma reglulega í heimsókn. 13.: 10; 5 14.1 14 I 9 15. | n; 7 16. ; 38 i 36 17. ; 16; 4 18. r 17; 6 i i 19. ; 24; 5 20.1 19 : 45 21.1 22.: 23- 24. '; 25. ; 26. i T? 27; 32: 37 j 48 i i 13: 20 i 25: t t 151 ; Kent jBMG ; Cypress Hill ■ Sony ;Sosh iEdel iSólin Hans Jóns Míns i Spor ; Belle 8, Sebastinn ; Ploygrount :Ero __1 Universal i Famíly Volues Tour 1999 i Ýmsir i Universal Signifknnt Other j Limp Bizkit ■ Uníversal ! Hagnesta Hill ; Skull & Bones i Trilenium i 12 Ágúst 1999 i Fold Your Honds Child.. Tirn 2 i 13. i 14. i 15. i 16. i 17. i 18. i 19. i 20. : Humon Clay • Vögguvisur fyrir skuggaprins j 'i j Aquarius jAquo j I Am ÍSelmo ; Faith and Courage ;Sineod O'Connor : Joko, From Village To Town : Youssou N'Dour : Binaural jPearíJam j S&M______ jMetallica j Svono vor ó Sigló jÝmsir j Ágatis byrjun jSony j Sproti j Universol ÍSpor jWorner : : Sony ; 21. ; 22. j 23. i 24. i 25.4 i 26. Universol Smekkleysa; Á Tónlistonum eru piötur yttgti en tveggjo óto og etu í verðftokknum ,fullt vetð”, Tóntístinn et utminn of PricewoterhouseCoopers fyrir Sombond htjómplötufromleiðondo og Morgunbloðið í somvinnu vtð eftirtaldorverslonir: Bókvol Akureyri, 8ónus, Hogkoup. Jopis BrautorMti, Jopís Ktinglunni.Jopís Lougorvegi, Músik og Myodir Auslwstrasti, Mdsík og Myodir Mjódd.Somtónfist Kringittwii, Sktfon Kringlonní, Skffon tougorvegi 26. Engir smá folar! DEFTONES eru sko eng- irsmáfolar. Ekki einu sinni hvítir. Þessir bandarísku rokkfolar hafa aukið vinsældir sínar á Skerinu jafnt og þétt meö hverri plötu og er risastökk hinnar nýjustu beint i annaö sætið vitnisburður um styrkan og taktfastan slátt þeirra í hjörtum tslenskra rokkhunda. Gripurinn hefur líka fengió prýðis dóma er- lendra tónlistarblaða og skotist ofarlega á lista viðs vegar um heiminn en hvergi þó ofar en á íslandi. Prestapopp! Tækifærispresturinn Sin- éadO'Connortónarsig beint inn á Tónlistann með nýju plötuna sína, Faith and Courage. Þar þykir kveða viö nokkuö mildaritón en áðurhjá írska skallapopparan- um og má vera að það stafi af því að nú kemur hann svo gott sem ekkert nálægt upptökustjórninni heldur lætur hana eftir kunnum fagmönnum f bransanum. Einnig virðlst hún leggja ríkari ðherslu en áður á að ná til fjöldans því hún (eða útgáfufyrirtæki hennar) fékk snillingana á bak vió Torn með Natalie Imbruglia til að setja saman fyrsta smáskífulag plötunnar „No Man's Woman". Heillandi hliðarspor Peters Gabriels ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að vera aðdáandi Peters Gabriels. Átta ár eru nú liðin síðan síðasta breiðskífa kappans, Us, kom út og fjórtán ár síðan meistaraverkið So tröllreið öllum vinsældalistum þó að í millitíðinni (árið 1989) hafi reynd- ar komið út breiðskífan Passion ,sem hafði að geyma áhugaverða tónlist, mestmegnis ósungið efni, úr kvikmyndinni umdeildu The Last Temptation of Christ. Frá 1992 hefur lítið heyrst frá Gabriel. Hann hefur lagt lög til nokkurra kvikmynda, kom til fund- ar við fyrrverandi félaga sína í Gen- esis í fyrra vegna útgáfu á safndiski en hefur þar fyrir utan verið upp; tekinn við önnur áhugamál sín. í fyrra tóku aðdáendur hins vegar gleði sína á ný því snemmárs var tilkynnt að með vorinu væri von á nýrri breiðskífu, sem hljóta átti •nafnið Up. Ekkert bólaði hins vegar á verkinu, í staðinn bárust þær fréttir að Gabriel hefði tekið að sér ERLENDAR pooooo V Davíð Logi Sigurðsson blaða- maður fjallar um nýjustu I breiðskífu Peters Gabriels, Ovo. ★★★ að semja tónlist fyrir Þúsaldar- hvelfínguna í London og er nú ljóst að Up ber ekki fyrir hlustir aðdá- enda fyrr en 2001. Nú hefur þúsaldarverkefnið verið gefið út undir nafninu Ovo (allra lengsti titill á plötu frá Gabriel fram að þessu!) og ætli maður verði ekki bara að segja að við þetta hliðar- spor Gabriels megi vel hugga sig á meðan beðið er eftir upplyftingu næsta árs. Sem kunnugt er hefur þótt um- deilt hvort Þúsaldarhvelfingin var auranna virði. Sérfróðir segja Gabriel geta borið höfuðið hátt. í stuttu máli sagt var honum falið að túlka með tónlist þrjú þróunarstig mannkynsins í Þúsaldarhvelfing- unni og notar hann til þess þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu. Faðirinn stendur fyrir frumbyggja jarðar, manninn sem lifír af ávöxtum jarð- ar í sátt og samlyndi við skaparann. Náttúran er hins vegar óútreiknan- leg og í vályndum veðrptum brenn- ur allt sem fjölskyldan taldi eigur sínar og faðirinn með. Sonurinn telur jörðina hafa leikið fjölskyldu sína grátt, gerist upp- reisnargjarn og raunar uppfinn- ingasamur og innan tíðar hefur honum tekist að byggja samfélag tækni og tómlætis, þar sem reistir eru bárujárnsturnar upp til himna og níðst er á umhverfmu. Fer enda svo að náttúruauðlindir þverra og firring tæknihyggjunnar tekur völdin. Með hallarbyltingu er synin- um steypt af stóli, dóttirin kemst í snertingu við ,jarðarfólkið“ og ávöxtur ástar hennar og eins úr þeim hópi er barnið Ovo sem stend- ur fyrir „harmóníu“ manns og nátt- úru. Diskinum fylgir teiknimyndasaga sem rekur þessa litlu dæmisögu og tónlistin á Ovo er henni einnig afar trú. Þannig má segja að fyrstu fimm lögin hljómi „náttúruleg", þ.e. mikið er af afrískum trumbuslætti, eins konar ,jarðartónlist“. I sjötta lagi er tækniöldin hins vegar hafin og minni mun má nú heyra á þessu lagi og þeim sem á undan eru. Hér er sögð sagan af tæknibyltingunni sem étur börnin sín, The Tower that ate people, enda höfðu þau gerst svo djörf að seilast til himna. Eina lausnin á endanum er að fella þennan skaðræðisturn og í lokalög- unum hefur náðst jafnvægi, morg- undagurinn er orðinn dagurinn í dag í síðasta laginu Make Tomorr- ow og allt horfir til betri vegar. Það er augljóst af Ovo að því fylgja bæði kostir og gallar að þurfa að fylgja söguþræði svo ítarlega í tónlistinni. Kosturinn er sá að öll lögin eru tengd og yfirbragðið því að mörgu leyti heilsteypt og sveifl- ur í lögunum auðskiljanlegar, ávallt í samræmi við söguþráðinn. Á hinn bóginn setur þetta listamanninn í ákveðna spennitreyju og fyrir hlustandann verður það nánast al- gert skilyrði að „konseptið" veki áhuga hans til að byrja með. Glöggir menn muna að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gabriel býr til eina sögu í kringum allt efni hljómplötu, hér má rifja upp síð- ustu plötu Gabriels með Genesis frá 1974, The Lamb lies down on Broadway. Þar er Rael nokkur í að- alhlutverki allra laganna á plötunni, sem telja hátt á fjórða tuginn ef mig misminnir ekki. Um Ovo má það segja að tónlistin hljómar á stundum nokkuð þung- lamalega og sannarlega kemur hún ekki til með að slást við Britney Spears um toppsæti vinsældalist- anna. Hún er hins vegar heillandi og mikilfengleg á stundum, minnir oft á Passion, enda fá afrísk áhrif gjarnan að njóta sín með tilheyr- andi bumbuslætti. Gabriel hefur aukinheldur fengið til liðs við sig af- ar færa tónlistarmenn á plötunni. Hann syngur ekki mikið sjálfur en tekst vel upp þegar hann hefur upp raust sína, ekki síst í einföldu en áhrifamiklu píanólagi, Father and son. Söngkonan Elizabeth Fraser (Cocteau Twins) hefur síðan sannkatlaða englarödd sem smellpassar við þessa tónlist og þeir Paul Buchanan (Blue Nile) og gamli þjóðlagasöngvarinn Richie Havens standa fyrir sínu í lögum eins og Make Tomorrow og Downside-Up. Lokadómurinn hljómar upp á þrjár stjörnur af fjórum möguleg- um. Hér er ekki á ferðinni auðmelt poppplata og hún mun varla seljast í bílförmum, nema síður sé. Hitt er annað mál að hún mun endurgjalda ríkulega þeim sem kjósa metnaðar- full tónverk sem vaxa við hverja hlustun. Fornsala Fornleifs — qðeins o vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veffang:www.simnet.is/ antique
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.